Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIL/ — LAUGARDAGUR 3. .TULÍ 1976. .... \ VILUDÝRIÐ BLÓDÞYRSTA - OG BLESSAÐIR SAKLEYSINGJARNIR Háaloftið Einu sinni í Glasgow sneri sér að mér harðleitur maður i knæpu og sagði: „Er það rétt að þú sért frá Islandi?" Ég jánkaði því, en flaug um leið í hug, hvort mér ætlaði að sannast það nú í fyrsta sinn, að ég væri staddur í einni mestu glæpa- borg Evrópu. ,,Er það rétt, að þar séu allir hundar bannaðir í höfuð- borginni og nú eigi að fara að skjóta þar alla hunda?“ spurði maðurinn enn og var engu blíðari á svipinn. Þetta var á þeim tíma að ég gat ekki annað en jánkað þessu, en flýtti mér að útskýra eitthvað sem ég var þó ekki viss um sjálfur og þótti í sjálfu sér fráleitt, að hunda- hald hefði verið bannað þar líklega frá 1925 og það sem nú stæði fyrir dyrum væri raun- verulega aðeins að framfylgja því banni. Svo bætti ég því við frá eigin brjósti (hvað gerir maður ekki til að bjarga lífinu), að ég hefði enga trú á, að svo fúlmannlega yrði að farið. „Mikið helvíti," sagði maðurinn dapurlega og kallaði í barþjóninn að færa okkur tvö pænt. „Ég var að vona, að þetta væri rétt.“ Seinna komst ég að því að þetta var einn af þessum fágætu háðfuglum, sem stundum er erfitt að botna f hvort eru að gera að gamni sínu eða ekki en koma manni ævinlega skemmtilega á óvart með kímnigáfu sinni. Sjálfur átti hann tvo hunda, báða mjög fallega og vel siðaða og hin elskulegustu húsýr. Ennþá eru alltaf annað slagið að skjóta upp kollinum einhver hundamál hjá okkur hérna uppi á íslandinu. Venjulega hefur þá einhver hundurinn glefsað í krakka — ég man aldrei eftir frétt um að hundur hafi rifið hálfa buxnaskálmina af til dæmis póstmanni, eins og einu sinni voru vinsælir myndabrandarar. En líklega er þetta ekki nema von meðan börn og hundar kunna ekki að ............................... vera saman, og það verður aldrei, meðan hundurinn er eins og hvert annað feludýr, alls staðar útlægur og víðast réttdi æpur einkum í þéttbýli, þar sem börn hafa minnsta möguleika á að kynnast dýrum og læra að umgangast þau. Engan, sem augu hefur að sjá og vit til að vita, þarf að undra þótt hundur urri að og jafnvel glefsi í krakka, sem í kunnáttu- leysi sínu gerirekki annað en áreita hundinn. Eg hef aldrei heyrt sögu af því, að þéttbýlis- hundur hafi hoppað út yfir girðinguna heima hjá sér — eða bara hlaupið út um hliðið, skimað blóðþyrstur í báðar áttir og fundið sér krakka til að elta og bíta. I öllum þeim tilvikum, sem ég veit sjálfur um, hefur hundurinn fyrst orðið fyrir ertni og síðan varið sig á þann hátt sem dýrum er tamt. Ég hef líka séð hest verja sig á sama máta með þvi að glefsa að krakka sem var að skaprauna honum — og hver er sá krakki, sem komist hefur óklóraður úr nábýli við kött? Það veit trúa mín, að hér er farið öfugt að hlutunum. Það er verið að gera hundinn tor- tryggilegan, gera hann að óargaskepnu, bola honum burt, í stað þess að kenna börnum og fullorðnum að njóta ánægjunna'r af honum. Víst er mér ljóst, að margur er sá fullorðinn, sem alls ekki á skilið að eiga hund, en ég fullyrði líka að margur er sá fullorðinn, sem ekki á skilið að eiga barn. Svo langt sem sögur herma — að minnsta kosti sögur Halldórs Guðjónssonar frá Laxnesi—hefur hundurinn ævinlega verið hornreka, og það svo að ekki mátti einu sinni tala til hans kjassyrðum — í besta falli fúkyrðum í gælutón. Samt hefur hundurinn alltaf verið manninum handgenginn, og þeir sem hafa notið samvista við hunda hafa þar tíðast stofnað til vináttu, sem entist báðum ævilangt. Ég mæli þvi ekki móti. að rétt sé að hafa hunda i þéttbýli skráða og eigendur þeirra verði að fullnægja vissum skilyrðum jafnvel borga fyrir þá og ég vil meira að segja að strangt verði eftir því gengið að þeir sem ekki kunna að siða sína hunda verði að losa sig við þá. En of langt má 1 öllu ganga, og algert bann lendir aldrei nema.í sjálf- heldu. Þó er þetta hvergi verra en í Kópavogi, þar sem menn verða að lýsa sig geðsjúka til að eiga voni að fá að hat'a hund. Það hlýtur að vera metið. - \ — SJÁ HVEILLAN ENDI - ,,Nr. 187. Miðvikudaginn 1. okt. 1823. Hœstaróttaradvokat P. Salicath, eftir konunglegri skipun gegn Isleifi Jóhannessyni. ísleifur Jóhannesson á að kagstrýkjast og brennimerkjast á enni og setjast alla ævi sína til erfiðis í festingu Kaupmanna- hafnar undir strangri gæzlu. í iðgjald til Arnljóts Árnasonar hreppstjóra greiði hann 2 rbd. 8 sk. í seðlum og teiknum, og borgi allan af málinu löglega leiðandi kostnað, þar á meðal laun til sækjanda og verjanda við yfir- og undirréttinn, er ákvarðast 6 rbd. silfurs til hvors af hinum fyrnefndu, og 5 rbd. til hvors hinna síðarnefndu." Ofangreind dómsorð bundu endi á feril eins hins mesta ævinlýra- og ólánsmanns setn Húnavatnsþing fóstraði á fyrri hluta nítjándu aldarinnar, Isleifs frá Breiðavaði í Langa- dal, eða ísleifs seka, eins og hann hefur oft verið nefndur. ísleifur seki var þó vel að manni á mörgum sviðum, kominn áf ágætu fólki, glæsimenni, greindur, kænn og djarfur. Framferði hans fékk yfirvöldunum ærinn starfa í meira en áratug. Hann var margdæmdur hesta- og sauðaþjófur með meiru, kaghýddur, þrásinnis bæði innan héraðs og utan, annálaður kvennaflagari og óreiðunaður, hélt sig þó jafnan vel og bjó sig skartklæðum sem hiifðingi. Bar sig alla tíð borginmannlega. Nokkur börn átti hann í lausaleik með heiðarlegum konum, en fíflaði þó enn fleiri. Hann var lengi í haldi eða ,í gæslu hjá Arnljóti hreppstj. á Gunnarsstöðum, og það kom loks i hlut Arnljóts að ríða með hann til Akureyrar. í þeirri reisu barst ísleifur svo á í klæðaburði og öðrum háttum að flestir héldu að Arnljótur væri fanginn en hann yfirvaldið. A Öxnadalsheiði áðu þeir. Þá mælti ísleifur til Arnljóts eitthvað á þá leið, að nú hefði hann I fullu tré við hann og hótaði öllu illu. En Arnljótur varð hvergi uppnæmur og sagði meðhægð: O, þig skortir gæfu til þess, maður, sem annars. Héldu þeir svo sínu striki og sigldi ísleifur út með Akureyrarskipi. Ilann mun hafa dáið fljótlega eftir að hann kom i „festinguna." Eins og fleiri gæslufangar á þeim tíma, hafði Isleifur ferðafrelsi nokkurt meðan hann var í haldi á Gunnsteins stöðum, m.a. komst hann til Skagastrandarkaupstaðar. Þar lagðist hann með framandi konum og sýktist af fransós. Sýki þá bar hann síðan fram um sveitir, beggja vegna Blöndu, og virðist hafa orðið vel ágengt. Þótti slóð hans bæði löng og ljót. Margar konur tóku eftir það veiki þessa, sem þá gekk bæði seint og illa að uppræta, þótt margir læknar væru til kvaddir.-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.