Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 7
DAtíBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 3. JULl 1976. 7 Byggðarþróunaráœtlun fyrir Norðurland vestra og Strandir FÓLK HEFUR ÞAR LAKARI KJÖR OG VERRISKILYRÐI EN AÐRIR Ikl U EIJ U Fólksflótti hefur þar orðið mikill og fátt gerl LAIl IDIll Cllll til að bœta aðstöðu fólks Afkomuskilyrði fólks er bjrr á Norðurlandi vestra og á Strönd- um eru talsvert lakari en gerist að meðaltali í öðrum landshlutum. Atvinnutekjur íbúa þar eru nokkuð lægri en annars staðar gerist og er algengt þar í héruðum að tekjur fólks séu ekki nema um V, hlutar þess sem annars staðar er meðaltal tekna. Framkvæmdastofnun ríkisins hefur sent frá sér almenna byggðarþróunaráætlun varðandi Norðurland vestra og Strandir og er þar að finna þessar upplýsingar Þróunaráætlumn er mikið rit, alls 130 síður, og er þar fjallað um flesta þætti byggðarþróunar á þessum svæðum og yfirlit gefið um möguleika til úrbóta. Tekið er fram að skýrslan fjalli aðeins um ástandið almennt en gera verði nákvæmari áætlanir um einstaka þætti til úrbóta á hinum einstöku stöðum. Á áætlunarsvæðinu, sem nær til allra byggða við Húnaflóa og Skagafjörð, hefur íbúum fækkað síðustu áratugi. Flestir voru þeir um 1940. Síðan hefur fækkað mikið íbúum í sveitum. Stafar þetta af því að atvinna hefur verið fremur lítill og óstöðug, einkum í þeim bæjum, þar sem þenslu vegna síldveiða gætti mest. Náttúrufarslegar breyt- ingar hafa haft slæm áhrif á atvinnuástandið og tekjur íbúanna. Er tilnefnt í skýrslunni kuldakastið 1965-69 sem olli búsifjum til lands og sjávar. Þá er ofveiði tilnefnd á þeim fisk- stofnum sem Húnaflói bjó yfir og síðan hvarf síldarinnar. Lands- hlutinn hefur og verið afskiptur hvað varðar uppbyggingu nauðsynlegrar grunngerðar og opinberrar þjónustu. Skýrslan bendir á að afar auðug hrognkelsamið finnist með allri ströndinni svo og skeifiskur í Húnaflóa. Þessi mið hafa þó enn ekki verið rannsökuð nægilega vel. Áætlunarsvæðið býr yfir mikilli vatnsorku. Hún er þó lítt könnuð og einungis virkjuð að örlitlum hluta. Skapa þessar orkulindir möguleika til uppbyggingar iðnaðar víða um svæðið. Nýting jarðhita á svæðinu er enn mjög skammt á veg komin. Nokkrir skólar eru hitaðir með heitu vatni. Sauðárkrókur hefur hitaveitu og verið er að leggja hitaveitu á Siglufirði. Boranir hafa gefið betri raun er ætlað var í fyrstu. Nýtanleg jarðefni eru lítt þekkt á svæðinu en í skýrslunni er þó helzt bent á nýtingu leirs i Mókollsdal í Strandasýslu. Skýrslan fjallár mjög ítarlega um mannfjöldaþróun á svæðinu og heildartekjur fólks, en eins og í upphafi segir eru þær mun minni en meðaltalið annars staðar á landinu. Þó eru þær nokkuð hærri í kaupstöðunum og öðrum þéttbýlissvæðum en í sveitum áætlunarsvæðisins. -ASt. Hverjir hofa opið ó laugardögum? — smókaupmenn, sem hafa opíð hjó sér, vilja ekki auglýsa af ótta við deilur Ösku- buska Hver segir að kvennaárið og kvenréttindabaráttan hafi ekki borið árangur? Það sést bezt á þessari mynd, sem tekin er í nágrenni Dagblaðsins, þar sem einn kjarnorkukvenmaðurinn er önnum kafinn við störf í „ öskunni." Og hún er víst ekki sú eina því það gerist a algengara að kvenfólk fari í hin hefðbundnu „störf karlmann- anna,“ hvort sem um er að ræða byggingarvinnu, hafnarvinnu eða annað. En hver hefði nú trúað þessu fyrir fimmtíu árum? Ljósmynd — Árni Páll. einum eða neinum að vinna. Engin vandræði eru á að ná sér í mjólk, ef hún skyldi gleymast í helgarinn- kaupunum, því Mjólkursam- salan er með opna búð laugar- daga og sunnudaga að Lauga- vegi 162. -KL. Að tjaldabaki ó listahátíð íFœreyjum „Verzlanir hér í Reykjavík og nágrenni eru bundnar af því samkomulagi sem gert var á milli Kaupmannasamtakanna og verzlunarmannafélaganna á hverjum stað, að hafa lokað á laugardögum yfir sumar- tímann, það er að segja frá 20. júní til ágústloka,“ sagði Magnús E. Finnsson hjá Kaupmannasamtökunum. „Eg tel að á þessu tímabili komi ekki neitt vandræðaá- stand til með að skapast, því þetta er jú aðalsumarleyfis- tíminn og fólk sækir þá frekar úr bænum um helgar. Og reynslan var sú að yfirleitt var minna að gera í verzlunum á laugardögum yfir sumar- tímann. Með því að leyfa að verzlanir séu opnar til kl. 10 á föstudagskvöldum tel ég að komið sé til móts við kaupandann og vil ég benda fólki á aþ nota þann tíma til innkaupa til helgarinnar. Verzlunarfólk þarf líka að eiga sitt fri éins og aðrir. Samið er um það á hverjum stað fyrir sig úti á landi hvernig opnun verzlana er hagað, og þar er sums staðar hnikað til lokunartímanum þannig að hægt sé að inæta þörfutn ferða- fólks. Sú hugmynd kom upp l'yrir nokkrum árum að Kaupmanna- samtiikin og Verzlunarmanna- félagið rækju í sameiningu sér- verzlun með helgar- og kvöld- þjónustu. Komizt var að þeirri niðurstöðu að grundvöllur væri ekki fyrir rekstri slíkrar verzlunar þar sem álagning þyrfti að vera töluvert hærri. Fólk myndi ekki notfæra sér svo dýra þjónustu. Reynt hefur verið að koma til móts viö fólk með því að leyfa sölu ýmissa nauðsynjahluta, svo sem kaffis, sokka og öryggja í sjoppum.“ DB hefur komizt að því að þrátt fyrir fyrrgreint samkomu- lag er talsverður fjöldi smáverzlana á Stór- Reykjavíkursvæðinu opinn á laugardögum. Eru það eigendur verzlananna sem af- greiða sjálfir. Við höfðum samband við nokkra smákaupmenn sem hafa opið hjá sér á laugar- dögum. Voru þeir allir sammála um að það væri fjöldi fólks sem notfærði sér þessa þjónustu þeirra. Það kæmi oft fólk á laugardögum til að verzla hjá þeim til helgarinnar, sem væri ekki þeirra föstu viðskipta- vinir. Þeir sögðust ekkert hafa farið út í að auglýsa þessa þjönustu sína, töldu að það inyndi einungis valda deilum. „Stóru verzlanirnar eru ekkert of hrifnar af okkur og reyna að gera allt til að drepa okkur niður," sagði einn þeirra. Allir voru sammála um að ótækt væri að ætla sér að banna Listavaka í Færeyjum stendur yfir þessa dagana. Meðal íslenzkra gesta á þessari hátíð f/ænda okkar í austri voru Sigríður E. Magnúsdóttir og Árni Johnsen sem hafa komið fram á nokkrum stöðum í Færeyjum og skemmt með söng og hljóðfæra- slætti. Að aflokinni skemmtun í Sjón- leikarhúsinu í Þórshöfn tók fréttamaður Dagblaðsins þar, Elis Poulsen, mynd af þeim Árna, Sigríði og Agnesi Löve, undir- leikara hennar, með Erlendi Paturssyni, þingmanni í Færeyjum. 57. aðalfundur Sjóvá: Mikill halli á bílatrygg. ingum Nýlega var haldinn aðal- fundur Sjóvátryggingafélags íslands hf. Á fundinum kom fram að heildariðgjaldatekjur félags- ins námu 1305 milljónum króna á árinu 1975 og höfðu aukizt um 485 milljónir frá árinu 1974, þ.e. um 59%. Heildartjón ársins námu 1332 milljónum króna. Mikið tap varð á bifreiðatryggingum og á tryggingum fiskiskipa á árinu en heildarrekstrartap félags- ins nam 13,8 milljónum króna. Fastráðið starfsfólk á skrif- 'stofum félagsins er 65 manns, framkvæmdastjórar eru Sigurður Jónsson og Áxel Kaaber. Samvinnutryggingar og Andvaka: HalliáSÍS- tryggingum Samvinnutryggingar G.T., Llf- tryggingafélagið Andvaka og Endurtryggingafélag Samvinnu- trygginga hf. héldu nýlega aðal- fund sinn að Kirkjubæjar- klaustri. I reikningum félaganna kom fram að heildariðgjöld ársins hjá öllum félögunum námu samt. kr. 1.913.4 millj. á móti kr. 1.315.4 millj. árið 1974 og höfðu aukizt um kr. 598 millj. eða um 45%. Heildartjón Samvinnutrygginga árið 1975, greidd og áætluð ógreidd, námu samtals kr. 1.461.0 millj. Nettó bóta- og iðgjalda- sjóðir voru í árslok 860 millj. króna. Rekstrarafkoma ársins er halli að upphæð 55.5 millj'. króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af tapi á fiskiskipatryggingum að upphæð kr. 45 millj. og tapi á gömlum endurtryggingasamning- um, en á árinu komu fram ógreidd erlend tjón vegna þessara samninga að upphæð kr. 41.2 millj. króna. Á fundinum kom fram, að Sam- vinnutryggingar hafa nýlega keypt hlut Sambands íslerzkra samvinnufélaga í Armúla 3 í Reykjavik. Endurkosnir voru í stjórnir félaganna Erlendur Einarsson forstjóri. Ingólfur Ölafsson kaup- félagsstjóri og Ragnar Guðleifs- son kennari. Norðlenzk trygging Hf. Hagnaður af rekstrinum Aðalfundur Norðlenzkrar tryggingar hf. var haldinn á Akureyri nýlega. Þar kom fram að mikil aukning varð á árinu, bæði á iðgjöldum og tjónum, en eftir að búið var að leggja verulcgar upphæðir í iðgjalda- og bóta- sjóð og áhættusjóð var hagnaður á rekstrarreikningi kr. 508.000. Hluthafar Norð- lenzkrar tryggingar hf. eru 206. Innborgað hlutafé er kr. 20.000.000. Stjórnin var öll endurkosin en hana skipa: Valdemar Baldvinsson formaður. Aðal- steinn Jósepsson, Geir G. Zoéga jr„ Hreinn Pálsson og Pétur Breiðfjörð. Varamenn Bergur Lárusson og Othar Ellingsen. Framkvæmdastjóri Norðlenzkrar tr.vggingar hf. er Friðrik Þorvaldsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.