Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 24
VINNUAFLC — segja unglingar Kópavogs Þeir eru að-leggja áherzlu á kröfur sínar um hærra kaup og betri vinnuaðstöðu, unglingarnir í Kópavoginum. DB-mynd Björgvin. „ERUM EKKILÉLEGT LENDINGA — en líklega hangir hann þurr syðra Ef ykkur langar til þess að komast í sólbað um helgina er hætt við að nauðsynlegt reynist að ferðast til Norður- eða Norð- austurlandsins. Það eru litlar líkur á sól um helgina í höfuð- borginni eða nágrenni hennar. „Það er ekki að sjá annað en það verði hægviðri og nokkuð notalegt hjá okkur hér syðra,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur í viðtali við DB í gær. „Það verður ekki nein telj- andi úrkoma, frekar hlý sunnangola. Hitinn fer líklega ekki yfir Í2 stig. Það verður auðvitað sólskín á ííorðaustur- landi og hitinn 15—16 stig ;á skjólsælum stöðum. Á Vest- fjörðum verður sama veður og hér, sunnangola og kannski smáskúrir.“ Það er þó; alténd, huggun að ekki verði rok og rigriing um helgina, en sólin — hún ætlar að láta á sér standa. —A.Bj. Innbrotsþjófur gripinn við iðju sína ■ Brotizt var inn á tveimur stöðum á Akureyri seint í fyrrinótt. Var farið inn i tvær verzlanir við Hafnar- stræti sem eru hlið við hlió. Innbrotsþjófurinn náðist á staðnum. Hafði hann fundið 12000 krónur er hann var gripinn. frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 3. JÚLl 1976. SOLIN: AÐEINS FYRIR NORÐ- Undarleg meðferð ó fiski: Tekinn úr kassa, settur í kösina Sú nýlunda var tekin upp fyrir nokkrum árum að ísa fisk í kassa um borð í fiskiskipum. Þótti þetta hin merkasta fram- för í meðferð fisks enda reyndin sú að hráefnið varð miklu betra bæði til vinnslú og neyzlu. Gerðar voru strangar reglur um meðferð þjóðarauðs- ins, allt frá króknum og upp á bryggjuna. Jafnframt varð mat strangara og fiskur, sem slæma meðferð hlaut, var miskunnarlaust verðfelldur. skemmdir og jafnvel þótt þung- inn væri mikill ætti það ekki að koma að sök í svo stuttan tíma. Astæðuna fyrir því að kassarnir voru ekki notaðir við bilflutninga kvað Jón vera að ætlunin hefði verið að spara flutning á þeim til baka. Sagði Jón áð lokum að ef þetta teldist hneykslanleg meðferð mætti víst víða fara og finna aó. —JB . „Við viljum hærra kaup,“ stóð á kröfuspjöldum sem all- vígalegir krakkar í unglinga- vinnunni í Kópavogi báru í gærdag er þeir þrömmuðu eða var ekið í hjólbörum eftir Digranesveginum. Áfanga- staðurinn var bæjarskrifstof- urnar í Kópavogi. Þar ætla krakkarnir að mótmæla skoð- unum bæjarstjórnar á unglingavinnunni og jafnframt vinnuaðstöðunni sem þeim finnst vægast sagt léleg. „Kópavogurinn liti öðruvísi út ef okkar nyti ekki við,“ sagði einn unglingurinn og var mikið niðri fyrir. „Þar að auki viljum við mótmæla þeirri skoðun al- mennings að við séum lélegt vinnuafl og séum bara í at- vinnubótavinnu. Það er heldur ekkert réttlæti í því að þeir sem eru fæddir 1962 fá aðeins 4 klst. vinnu á dag og 130 kr. á tímann, en þeir sem eru árinu eldri fá 140 kr. og 8 klst, vinnu á dag.“ Þessu eru sammála margir eldri unglingarnir í kröfugöng- unni sem lagt hafa niður vinnu til þess að mæta og auka þannig. áherzlu á kröfurnar. Þótti mönnum því hin mesta nýlunda að sjá fiski skipað upp úr togara í kössum en síðan hvolft úr kössunum á vörubíls- pall, og áttu þessir bílar að aka með fiskinn á palli, kassa- lausan, allt að 60 km leið i næstu sjávarþorp. Fannst mörgum sjómanninum og fisk- verkunarfólki þetta óskiljanleg öfugþróun sem fram kom i þessari meðferð á því úrvals- efni sem kemur í kössum upp úr togurunum. DB sneri sér tjl Jóns Stefánssonar, framkvæmda- stjora fiskvinnslunnar og togar- ans á staðnum, og innti hann eftir frekari upplýsingum um þetta mál. Jón kvað það vera rétt að þessari aðferð hefði verið beitt en þetta væri ekki eins alvarlegt og menn álitu. Fiskinum hefði verið hvolft á bilana með ísnum og öllu saman, alls um 5 tonnum á hvern bíl. og átti hann að flytjast um 60 km leið til Suður- eyrar á Súgandafirði. ísinn hefði átt að koma í veg fyrir Vínveitingar í Krist- alssal eru lögbrot segja templarar Á vorþingi umdæmisstúkunnar ■. 1, sem háð var í Hafnarfirði, r því lýst yfir að sú áferigissala, m rekin er i Þjóðleikhúsinu á iksýningum, sé lögbrot og ætlazt þess að tekið verði fyrir hana. Veitingahúsum eru sett þau ilyrði í lögum að ekki megi selja nveitingar nema um leið sé atur á boðstólum og þá á þeim ma sem veitingarnar standa yfir. Þessu skilyrði mun ekki full- nægt í Þjóðleikhúsinu og telst þetta því lögbrot. Annað atriði, sem þingið lýsti vanþóknun sinni á, er að unglingum innan 18 ára aldurs er óheimil dvöl á vínveit- ingastað eftir kl. 8 á kvöldin en þessu atriði muni ekki vera full- nægt í Þjóðleikhúsinu og sé þar komin önnur ástæða til lokunar vínveitingasölu. —JB Fimm bflar í árekstri í Bankastrœti Fimm bíla árekstur varð í Bankastræti á sjötta tímanum í gærkvöldi. Hófst atlagan með því að bil var ekið'ur Þingholts- dræti inn á Bankastrætið. Hélt hann inn á miðakrein götunnar tem merkt er strætisvögnum. Strætisvagn bar að i sömu andrá og lenti hann á þeim óvelkontna á miðak reininni. Við það kastaðist fólksbíllinn á tvo aðra bíla og annar þeirra svo á hinn fimmta, en mikil umferð og örtröð var í götunni á þessurn aðalumferðartíma föstudagsins. Allir bílarnir fimm skemmd- ust mikið og bensín og olía flaut eftir götunni. Varð að fá aðstoð slökkviliðsins til að þvo og hreinsa til og afstýra frekari ha*ttu. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.