Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 3
DAliBLAÐIÐ — LAUC5ARDAGUR 3. JULl 1976. Hér sést í nokkur verkanna á sýningu myndlistarmanna í til- efni iistahátíðar. Draslið ó Lœkjartorgi nauðKað er upp á mann á al- mannafæri. Ék ieyfi mér að fullyrða að ekki hafi ég verið einn um þá liingun os efast jafnvel urh að nokkur einasti maður, sem gekk þarna fram hjá, nema auðvitað „lista- mennírnir" sjálfir, hafi haft nokkra ánægju af þessu drasli, sem þarna var til sýnis. Það hljóta að vera takmörk fyrir því hvað sett er upp á aimannafæri. Listaverkaaðdáandi skrifar: Ekkert botna ég í borgaryfir- völdum að hafa leyft mynd- listarmönnum að setja upp þessa sýninftu á Lækjartorei. Ek verð að láta i Ijós furðu mína að ekki skuli hafa verið skemmd fleiri „lista- verk“ en raun bar vitni. Oft læddist sú lönjiun að mér, þótti ekki hafi í'li látið stjórn- ast af henni. að danpla utan . í þetta drasl, sem fífl Þannig er umhorfs í skotfæra byggingunni á Keflavikurflug- velli. með aðstöðu fyrir NATO? Dag- blaðið er að hreykja sér hátt yfir því að vera óstyrkt dagblað en vill svo að ísland njóti styrkja úr vestri. Menn tala um stolt einn daginn, en telja það heimsku hinn daginn. Gott dæmi um það var að ekki átti að tála við Breta, meðan herskipin voru inni i landhelginni, og ekki að hafa frumkvæði um samn- ingaumleitanir. Þá vorum við eins stolt og bóndinn sem sagði: „Eigi skal bogna, sagði karl og skeit standandi.“ En nú má ekki minnast á stolt. Já, lesandi, hafir þú horft á heims- styrjaldarþættina, þá ættir þú að sannfærast um það hverjum beri að þakka að við Frónverjar strjúkum nú um frjálst höfuð. Að lokum: Til eru meiri' sjóðir en úttroðnar pyngjur en það eru mannkostir góðir. ÖRBIRGAN VANTAR MARGT EN ÁGJARNAN ALLT. Ilér er lögreglan að nappa einn fvrir of hraðan akslur. Á gulli skal Sig. Haraldsson skrifar: Samkvæmt síðustu talningu eru aðeins, og ég endurtek aðeins, 38 af 158 þjóðlöndum, heims lýðræðisþjóðfélög, eða um það bil ‘4 af þjóðum heims býr við þetta fyrirkomulag. Og hverjir eru það sem sjá um að halda frelsið í heiðri? Svarið er einfalt. Það gera Bandaríkja- menn, bæði með mannafia, fjármagni og hergögnum. Hverjum er það til góðs að hneppa fólk og þjóðir í fjötra á öllum sviðum? Til hvers er þessi vitfirring látin viðgang ast á þessari vin í óravídd - um geimsins? Við þessum spurningum hef ég ekkert skynsamlegt svar. Hver frelsaði oss undan oki og ásælni heims- styrjaldarinnar síðari? Jú, það voru Bandaríkjamenn við litla þökk. Hverjir hafa síðan staðið í fylkingarbrjósti til verndar frelsinu, þessum veika gróðri? Jú, þar fóru Bandaríkjamenn. Hvernig segir Biblían að þakka eigi vinarþel? Með kinnhesti? Raddir lesenda nei, þakka og gjalda ríkulega veitta vináttu. En hvað gerum við íslend- ingar? Við vegum æ ofan í æ að þessafi vinaþjóð í orði og annars staðar. Talað er um að Bandaríkja- menn séu hér einungis fyrir sjálfa sig. Þetta er firra og markleysa en ekki er óeðlilegt að þeir hugsi fyrst og fremst um sjálfa sig. Þeir standa straum af öllum kostnaði sem þarf til að viðhalda frelsi hér á jörð. Þá er þjóð þeirra um það bil 1000 sinnum fjölmennari en íslendingar. Menn hér á landi taka hreint vatn sem sjálfsagðan hlut. Þeir hugsa ekki út í hversu mikill munaður það er. Sömu sögu er að segja um frelsið, menn vita ekki hvað átt hafa fyrr en misst hafa, en það er lexia of dýru verði keypt. Víst er það fáheyrð flónska að skyni bornar skepnur (homo sapiens) skuli eyða svo miklum tíma, fyrirhöfn, mannafla og verðmætum til þess að ofsækja náungann, þröngva upp á hann skoðunum, limlesta og kúga til þess eins.... já, til hvers? En eitt er víst, við getum ekki tekið frelsið sem sjálfsagðan hlut, hversu fíflalegt sem það er nú talið. Svo' talar Dagblaðið um aukinnskilning á öryggismálum Það er éf við ákveðum að setja NATO þá úrslitakosti að fara að borga leigugjald, eða misskilið þjóðarstolt, að taka ekki greiðslu fyrir herstöðina. Eigum við íslendingar ekki að taka þátt í því að varðveita frelsið á Vesturlöndum, ef ekki með peningum eða mannafla þá Lögreglan dugleg að afla í sektarsjóði Vegfarandi skrifar: Mikið leiðist mér þessi árátta lögreglunnar að liggja svona í leyni og taka bíla fyrir of hraðan akstur. Það er greinilegt að ekki eru þeir að þessu til að draga úr umferðarhraðanum heldur einungis til að vera duglegir að afla tekna í sektarsjóði. Það hlýtur að vera áhrifaríkara, vegna umferðarhraða, að auglýsa rækilega á hraðbrautum að radar- mælingar fari fram þar, annars virðist tilgangurinn sá einn að hirða af ökumönnum krónurnar. Ég held að ég megi fullyrða það að erlendis tíðkast ekki sv >na vinnubrögð. Þegar ég sé verði laganna liggja í leyni, bíðandi eftir að einhverjir brjóti af sér, dettur mér alltaf i hug refaskytta sem liggur og bíður þess að tófa komi í færi svo að hann geti skotið hana, og gætir þess jafnframt að vindur sé hagstæður svo að tófan verði hans ekki vör, ja, svei. Lögreglan á að fara að tileinka sér betri vinnubrögð, hætta að leika lögguna, sem alltaf er á eftir einhverjum hasarbófum. Hinn almenni borgari á rétt á að lögreglan sýni smáskynsemi í umgengni við hann, það erum jú við sem greiðum henni launin. Betra er að koma með fyrirbyggjandi aðgerðir en að nappa fólk eins og ótinda glæpamenn. Alfred Scherz. Ég hef ferðazt til landa þar sem sólin skin alla daga og ég er búinn að fá leið á þessum löndum. ísland er sérstætt cg allt öðruvísi en við eigum að venjast heima í Sviss. Spurning dagöins Hvers vegna heimsœkirðu ísland? Olga Stocher. Eg held að fólk sé búið að fá nóg af sólarlöndum. Hér er allt svo sérstætt og óvenju- legt. Þetta er algjört draumaland. Emmy Kienast. Ég vildi sjá eitthvað nýtt. tsland hefur mjög margt upp á að bjóða. Hér er allt svo ósnortið, alveg dásamleg- land. August Hausmann. Island er sér- stætt og það fyrir marga hluta sakir. Þetta er draumaland ferðamannsins. Það eru allir búnir að fá nóg af Spáni og Italíu, þar er ekkert að sjá. Anny Keller. Ég held að fólk fari að sækja á norðlægari slóðir. Það er búið að fá nóg af Spánverjum og ítölum. Þessi suðlægari lönd hafa ekki upp á neitt nýtt að bjóða. Það er ekkert spennandi að glápa á sólina. Hér er milt og gott loftslag og ákaflega hressandi. Uarry Charles. Eg kom hingað vegna forvitni minnar á landi og þjóð. Eg hef alls ekki orðið fyrir vonbrigðum. þetta er stórkostlegt land. sent þið eigið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.