Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 15
DACBI.AtMÐ — LAlKiARDACiUR 3. JULÍ 1976. Týndi eiginkon- unni í 27 ár Hjónin Maria og Amos Cham- berlain höfðu ekki rætt saman í 27 ár þegar þau rufu þögnina fyrir nokkrum dögum. — Ég hef alltaf elskað þig, var það fyrsta sem hann sagði, og hún svaraði í svipuðum dúr. Amos, sem er Kanadamaður, giftist Maríu sinni í stríðinu, þegar hann gegndi herþjónustu í brezka flughernum I Englandi. Eftir stríðið undi hann sér ekki í Bretlandi og sneri aftur til Kanada. Honum og prestinum, sem gifti hann, tókst í sameiningu að fá Maríu til að flytjast með honum til Kanada. En þegar þangað kom þjáðist hún af heimþrá og saknaði móður sinnar svo, að hún gat hvorki borðað né sofið. Eftir að hún sneri heim rofnaði sambandið milli hennar og Amos smám saman eftir því sem árin liðu þótt enn væru þau löglega gift. Þögnin var rofin er læknar tjáðu Amos að hann ætti stutt eftir ólifað. Hann vildi hitta konuna sína áður en yfir lyki og bað brezku lögregluna að hafa uppi á henni. Frúin fannst og hún ákvað að hringja í deyjandi eigin- manninn. Hann tjáði henni að hann vildi arfleiða hana að öllum sínum eigum og bað hana að heimsækja sig á banasæng- ina. Og þessa dagana er María Chamberlain að búa sig undir förina til Kanada til að hitta á ný eiginmann sinn sem hún hefur ekki séð í 27 ár. Hugsaðu þig um tvisvar dður en þú tekur í handfangið Meðalmaður með eðlilega meltingu sturtar niður úr klósettinu að meðaltali 5'A sinni á dag. 9 lítrar að meðaltali fara í hverja gusu, þannig að salernisferðirnar kosta okkur nær 50 lítra af vatni daglega. Þessa merku staðreyndir koma fram í nýbirtri skýrslu opinberra aðila í Bretlandi. Það er vatnsskorturinn, sem undan- farið hefur hrjáð Breta, sem hrint hefur af stað rannsóknum á þessu áður ókannaða sviði. Á meðan hver regnhlifa- verksmiðjan á fætur annarri fer nú á hausinn brýna yfirvöld fyrir almenningi að spara við sig vatnið og sturta ekki niður oftar en nauðsyn ber til. Aftur á móti hafa yfirvöTd þvertekið fyrir sögusagnir um að skattayfirvöld ráðgeri að setja upp teljara á öll salerni í landinu og leggja lúxusskatt á þá sem fara yfir fimm og hálfu sinni markið. Auk vatnseyðslu salernanna er Brelum nú bent á að lekur krani geti sólundað allt að 60 iitrurn á sólarhring. garðúðari fari með upp i 100 lilra á klukkutíma og 70 lít ,.r eyðist við að fara i bað. Brelar eru þar af leiðandi beðnir um annað hvort að fara í sturtu, sem eyðir helmingi minna vatni, eða tvi- menna í baðkarinu. ef þeir vilja endilega nota þá aðferðina. Þessi síðasta tillaga er sú eina sem náð hefur verulcgu fylgi. Bolirnir ganga aftur Bikíníin eiga í vök að verjast, þrátt fyrir hlj'tt og þurrt sumar i Evrópu. Ástæðan er aftur- ganga sundbolanna. Þegar tízkuteiknararnir voru búnir að ná því marki, að skera baðfötin niður í frímerkja- stærðir, var ekki um annað að ræða en færa sig aftur á byrjunarreitinn. Baðfatatízkan í ár felst því í nýjum og niðurskornum útgáfum af sundbolnum gamalgróna og verzlanir, sem búnar voru að birgja sig upp af bikíníum, eiga I stór- vandræðum. Kaupmennirnir í Frakklandi björguðu sér þó frá svelti með því að bjóða kúnnunum upp á þá nýjung að kaupa efri og neðri hlutann sinn í hvoru lagi. Þetta átti að hjálpa þeim að finna sér baðföt, sem ekki höfðu botn og bringu i sama þyngdarflokki. En nú kvarta kaupmennirnir undan því, að kvenfólkið Sayuri Tanaka með opnu úr japönsku blaði, þar sem fjallað er um undrasjón hennar. Hún sér með nefinu Japanska stúlkan Sayuri Tanaka, sem er nýorðin 11 ára, sér með nefinu. í vísinda- stofnun I Tokyo, japanska sjónvarpinu og á heimili hennar hefur hún gengið í gegnum fjölda sjónþrauta með þykka leppa fyrir augunum og staðizt þær allar. Hún hefur hjólað eftir beinni línu með bundið fyrir augun, lýst sjónvarpsþætti án þess að heyra hljóðið, lesið úr bók, sem hún hafði ekki séð áður, gripið bolta og hellt í tebolla án H IðaíT^ Jón Björg y| <■ ÞAÐAN misnoti sér þjónustuna og láti sér nægja að kaupa bara neðri hlutann. Þeir myndu ekki kvarta svona mikið, karldurgarnir, ef þeir skryppu nú einn sólar- daginn niður á frönsku strendurnar og litu á hvaða afleiðingar þetta hefur í för með sér. Húrkollan sem brann Slökkviliðsmönnunum í Herefordshire í Englandi hitnaði svo við að berjast við slóran sinubruna, að þeir köstuðu af sér hlífðarfötunum og hjálmunum. Einn þeirra lét það þó ekki nægja heldur kippti lika af sér hárkollunni og kom henni fyrir á öruggum stað. En vindarnir snerust snögglega í iofti, eldurinn brcytti um stefnu og áður en slökkviliðsmennir.ntr fengu nokkuð að gert var hárkollan brunnin ásamt hinu grasinu. Sveitarstjórnin í Herefords- hire hefur nú samþykkt að kaupa nýja hárkollu handa slökkviliðsinanninum sem farið befur huldu höfðu síðan kollan haus brann. þess að einn dropi færi til spillis. I vísindastofnuninni leysti hún erfiðar þrautir annaðhvort með klúta fyrir augunum, eða þá vísindamennirnir sjálfir héldu fyrir augun á henni. Hún stóðst þær allar. Fræðimennirnir komust að þeirri niðurstöðu, að stúlkan hefði fullkomna sjón, þótt augnanna nvti ekki við. Sayuri sjálf segist sjá móðukennt í gegnum vinstri nosina þegar bundið er fyrir augun á henni. Viti menn, þegar vísindamennirnir héldu fyrir nefnið á henni jafnt og augur. sá hún ekki hót. Eins og undramaðurinn Uri Geller, sem beygir hnífa og gaffla með huganum, hefur undrabarnið Sayuri vakið vantrú margra. Engu að síður hefur fjöldi erlendra blaða birt myndskreyttar greinar um undrasjón hennar. Vitað er um tiu manneskjur sem líkt og Sayuri virtust hafa auka- sjónskyn. Allt hafa þetta verið konur eða stúlkur, og í flestum tilfellunum var aukasjónskynið sagt yera í fingurgómunum. Auk Sayuri er ac’eins vitað um eina konú.sem virðist geta séð i gegnum nel nið. Uppstopp- aðir fuglar Uppstc paðir fuglar og uppboðshaldarinn Sotheby’s í Lundúnum eru nú aftur komnir í fréttirnar eftir nokkurra ára hlé. Ekki er þó vitað til að tslendingar eigi neinn hlut að máli að þessu sinni. Brezkir fuglafræðingar voru almennt fremur vantrúaðir, þegar Sotheby’s bauð fyrir nokkrum dögum upp mikið safn fugla, sem fullyrt var að Charles nokkur Stonham hefði veitt í Bretlandi og stoppað upp á árunum frá 1900 til 1910. Markmið Stonham var að ná öllum tegundum brezkra fugla í safn sitt. Sumir fuglanna eru sjaldséðir í Bretlandi að ekki sé nú nú meira sagt. Sérfræðingar töldu safnið hina svívirðilegustu fölsun og vonlaust að allir fuglarnir í safninu væru veiddir í Bret- landi eins og haldið var fram. Eftir mikið umtal tókst þó ekki að sanna neitt misferli óg safnið var selt eins og ráðgert var fyrir fleiri milliónir króna. Blústu mig upp Hustler heitir bandaríska blaðið sem nú er skæðasti keppinautur ritanna Playboy og Penthouse. Yfirburðirnir liggja í stúlku- myndinni á miðopnunni, sem í Hustler er uppblásanleg. Yildi ekki missa af jarðar- förinni Hvaða vit er nú í því að safna fyrir jarðarförinni sinni í tugi ára og missa svo sjálfur af öllum hátíðarhöldunum steindauður í kistunni sinni? Ekki nokkurt, segir Prinstene Jones, sem fyrir nokkrum dögum mætti prúðbúin til glæsilegrar jarðarfarar sinnar í Virginíu í Bandaríkjunum. Hún ákvað að drífa jarðarförina af, meðan hún er enn 54 ára gömul og við hestaheilsu og verðbólgan hefur ekki alveg étið upp peningana, sem hún hefur um langan aldur lagt til hliðar í þessu sk.vni. Eyjan sökk Ég rakst fyrir stuttu á sögu frá árinu 1602. Viti. sem þá var reistur í Corduan i Frakklandi, var það sterkb.vggður. að eyjan, sem hann átti að standa á, sökk undan þunganum. íslenzk sýnir sundbol —arf taka bikíni - ú forsíðu Eins og önnur virt blöð hefur Daily Telegraph fjallað um afturhvarfið til sundbolanna I leiðurum sínum. Þessa útgáfu „sundbolsins” birti blaðið á forsíðu fyrir stuttu. (efri mynd). Fyrirsætuna kannast ég ekkert við. Aftur á móti könnumst við öll við fyrirsæt- una á myndinni hér að neðan. Þetta er hún Anna Björns- dóttir, starfandi ljósmynda- fyrirsæta í Lundúnum, sem sýnir okkur öllu hefðbundnari gerð af sundbolnum góða á forsíðu blaðsins Slimming í síðasta mánuði. 15

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.