Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 12
) 12 DAGBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 3. JULI 1976. mmmmm^^m^^mmmmmmmmmmmmmmmmm llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll „Líttu upp, — það er h Miðillinn gat bjargað barninu sem féll af tíu Þaö var sólbjartur sumardagur í Lima höfuðborg Perú, er töfra- maðurinn og miðillinn Pedro Jaico fann allt í einu á sér að einhver var í bráðri lífshættu. Honum fannst vera sagt: „Líttu upp, Pedro! Líttu upp!“ «C Þarna er tíu hæða húsið sem Milton féll niður af., Pedro með litla drenginn í fanginu stendur þarna á horninu. Hann leit upp í loftið — og síðan yfir umferðargötuna. Þá sá hann lítinn dreng uppi á þaki tíu hæða íbúðarhúss hinum megin götunnar. Drengurinn teygði sig út fyrir þakbrúnina til þess að ná í leikfang, sem hann hafði misst. „Um leið og ég kom auga á hann, missti hann takið og rann til,“ sagði Pedro. „Ég hélt að hann dytti fram af um leið, en þá tókst honum að ná taki á þakbrúninni og hélt sér dauðahaldi. Ég tók til fótanna og hljóp yfir götuna og var beint fyrir neðan drenginn. Þá missti hann takið og á broti úr sekúndu hékk hann aðeins á hægri hendinni, — og síðan féll hann niður. Ég sá hvernig drengurinn féll niður, leit aldrei af honum augum. Eg breiddi út faðminn og beygði mig í hnjánum og bjó mig undir að grípa litla drenginn. Hann datt beint í fang mitt og var engu líkara en þetta væri poki með múrsteinum. Drengurinn faðmaði mig að sér, hann kjökraói bæði af taugaáfallinu og gleði. Og svo leið yfir hann.“ Pedro hélt á máttvana . drengnunrrsem var ekki nema rúm 20 kg á þyngd, í fanginu þegar maður nokkur kom þjót- andi út úr mannfjöldanum, sem safnazt hafði umhverfis hann. „Guð minn góður, er hann lifandi" hrópaði maðurinn. „Þetta er Milton litli sonur minn.‘‘ Pedro og faðirinn Mario Urbano fóru með drenginn á sjúkrahús í mestu skyndingu. „Ökuferðin tók ekki nema nokkrar mínútur,“ sagði Pedro síðar. „En mér fannst það vera eins og heil eilífð.“ Mario Urbano er húsvörður í háhýsinu og hafði hann verið að vinna við hreinsun á niundu hæðinni þegar Milton litli skauzt frá honum og komst upp á þakié og datt niður. Læknarnir á sjúkrahusinu gátu ekki sagt endanlega til um ástand Irengsins fyrr en hann raknaði ir rotinu og það liðu 3 klukku- stundir, þar til har.n lauk upp augunum og sá föður sinn: „Má ég fá gosdrykk, pabbi“, spurði hann. „ Þú getur fengið hvað sem ______ ............. . ............ , ....................... - . . / Ég þcirfnast hvíldar Kannski verð ég í London í mónuð ....eðo Porís,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.