Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1976 — 143. TBfe. RITSTJÓRN SÍÐUMÓLA 12, SÍMI 83322, 4.UGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. V Sýnið varúð d Vesturlandsvegi: Enn eitt stórslysið ó svipuðum slóðum og fyrr — fjórir á slysadeild Mjög harður árekstur varð á gatnamótum Vesturlandsvegar og Bæjarháls laust eftir klukkan fjögur í gærdag. Þar skullu saman Mercedes Benz sendibifreið og Scania Vabis vörubíll. Mjög mikið eignatjón varð í árekstri þessum, sendi- bifreiðin er sennilega ónýt og vinstra horn vörubílsins skemmdist mikið. Allt fólkið í þessum árekstri — ökumaður vörubílsins og þrír menn í sendiferðabílnum — voru fluttir í slysadeild en fengu að fara heim að rannsókn lokinni. Vörubifreiðin kom akandi niður Bæjarhálsinn bg í veg fyrir sendiferðabílinn, sem var á leið út úr bænum. Eftir kraft- inum að dæma, er bilarnir skullu saman, hafa þeir verið á mikilli ferð. Hins vegar vantar lögregluna allar nánari upplýs- ingar og biður því sjónarvotta að hafa samband við slysarann- sóknadeild lögreglunnar i síma 10202. Þar er opið allan sólar- hringinn. Þetta er fjórði stóri árekstur- inn á Vesturlandsvegi síðan á þriðjudaginn i síðustu viku. Það er því vissara fyrir ökumenn að vara sig á þessum' slóðum. — Þarna er hraðinn mikill og ef árekstur verður er hann stórárekstur. —at Areksturinn á mótum Bæjar- háls og Vesturlandsvegar var mjög harður. DB-myndir Sveinn Þorm. Það er dálitið óvenjulegt gæludýrið hennar Lovísu Hannesdóttur I Kópavoginum og ber nafnið Gauki, ekki af því að það sé neitt í ætt við gauk, heldur einfaldiega vegna þess að þegar Lovísa fann Gauka, ólýsanlega blautan og skjálf- andi í Grímsnesinu rétt hjá Hvítá, þá vissi hún ekki hvaða tegund af fugli hún væri með. En Gauki óx hratt og eins og ljóti andarunginn varð hann fallegri með degi hverjum. Núna, hálfum mánuði eftir að hann fannst, er hann dúnmjúk- ur, helmingi stærri og vel á vegi með að verða myndargæs. Þegar við Björgvin komum i heimsókn vappaði Gauki ánægður inni í eldhúsi hjá Lovísu og gaggaði án afláts. Hann var að gera sér gott af grasi sem hún hafði reytt handa honum. „Gauka finnst líka afskaplega gott að fá fisk og kartöflur," sagði Lovísa og bar hann út til myndatöku. Þar sem hann spígsporaði á lóðinni fyrir utan kom í ljós að fleira er góðmeti í hans augum, i\efni- lega arfi og elfting. ,,Já, hann sækir í slíkt, maður þarf ekki að reyta á meðan,“ segir Lovísa og bætir við að mikið sé Gauki hændur að fólkinu á heimilinu, þeim hjónum og fimm börnum þeirra. Hann fái að hreyfa sig að vild inni í eldhúsi en er króaður af inni í stofu því að sóði er hann. Þegar hann fær að fara út verður einhver að passa hann, ekki af því að hanr. fari út á götu heldur vill hann ekki vera einn og kemur þá strax að dyrunum og vill fara inn aftur. —EVI Haldið þið ekki að ég sé nógu failegur fyrir heiminn? DB-mynd Björgvin. UNGLINGAVINNAN MÓTMÆLIR! - BAKSÍÐA l irnfíT* FISKINUM DENGTÚR ifc,. t* .,Jj KASSA í KÖS tali — baksíða um Ijóta með- ferð á mannamat Stykkishólmsbflstjórar í ham: HÓTUÐU AÐ LOKA STYKKIS- HÓLMSVEGIYRÐI HAHN EKKI LAGFÆRDUR Atta vörubifreiðastjórar i Stykkishölmi bundust í gær samtökum um að stöðva umferð um Stykkishólmsveg i Korlingarskarði ef ekki yrði gorð skjót bragarbót á voginum. Að sögn Viggós Þorvarðarsonar bii'roiðarstjóra hafði rignt upp á siðkastið svo að holur inynduðust í .voginn. Bilst jórarnir töldu því að vegurinn væri stórhættulegur. Til að laga voginn vildu vöru- bifreiðastjórarnir að hann yrði heflaður. Um það lo.vti som stöðvunin kont lil fram- kvætnda — klukkan sox i gær- kvöld — kom hofill og lagaði voginn. Til utnforðarstöðvunar kom því ekki. noma hvað tvoir bilar töfðust í um fimm minútur. Að sögn Viggós var vegurinn hættulogastur við efri brúna á Bakká. Þar er mjög bratt að frá báðum hliðum og ef ókunnugir hefðu ekið um veginn mátti alveg eins búast við því að slys yrðu. Annars var allur Stykkis- hólmsvegurinn holóttur og harður oftir rigningarnar og siðan þurrkinn á eftir. —AT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.