Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 3. JULÍ 1976. 17 Árbœjarprestakall Guðsþjónusta i Árbæjarkirkju kl. 11 árdegis. Séra Guðmundur Þorsteinsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11 f.h. Séra Þórir Stephensen. Neskirkja: Guðsþjónusta verður ekki i dag vegna safnaðarferðar. Guðsþjónusta verður aðSkarði í Landsveit kl. 11.30. Prestarnir. Hallgrímsprestakall: Messa kl. 11. Séra Þor- valdur Karl Helgason farprestur predikar. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Kópavogskírkja: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Séra Þorbergur Kistjánsson. Langholtsprestakall: Guðsþjónusta kl. 11 (ath. breyttan messutíma). Séra Árelíus Níelsson. Sóknarnefndin. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11 f.h. Séra Stefán Snævarr prófastur predikar. Séra Ólafur Skúlason. Fíladelfía:' Munið útisamkomurnar við Mela- skóla hvert kvöld kl. 20.30. Söf n Árbær: Opið daglega nema á mánudögum frá 13 til 18 Leið 10 frá Hlemmi gengur upp að safninu. Ameríska bókasafnið: Opið alla virka daga kl. 13-19. Ásgrimssafn Bergstaðastræti . 74: Opið daglega nema laugardaga kl. 13.30—16. Ásmundargarður við Sigtún: Sýning á verkum er i garðinum en vinnustofan er aðeins opin við'sérstök tækifæri. Dýrasafnið Skólavörðustig 6 b: Opið daglega lOtil 22. Grasagarðurinn í Laugardal: Opinn frá 8-22 mánudaga til föstudaga og frá 10-22 laugar- daga og sunnudaga. Kjarvalsstaðir við Miklatún: Opið daglega nema á mánudögum 16-22. Landsbókasafnið Hverfisgötu 17: Opið mánudaga til föstudaga frá 9-19. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu: Opiðdaglega 13.30-16. Ustasafn Islands við Hringbraut : Opið daglega frá 13.30-16. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga, þriðjudaga. fimmtudaga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut. Opið daglega frá 9-18 og sunnudaga frá 13-18. Sædýrasafnið við Hafnarfjörð: Opið daglega frá lOtil 19. Þjóðminjasafnið við Hringbraut: Opið daglega frá 13.30 til 16. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn Þingholtsstræti 29B. sími L2308: Opið mánud. til föstud. 9-22. laugardaga'9-16. Bústaðasafn, Bústaðakirkju. simi 36270: Opið mánud. til föstud. 14-21. Hofsvallasafn Hofsvpllagötu 16: Opið mánud. og föstud. kl. 16-19. Sólheimasafn. Sólheimum 27. Síini 36814. Opið mánud. til föstudaga kl. 14—21. Lokað á laugardögum og sunnudögum i sumar til 30. september. Bókasafn Laugarnesskóla og aðrar barnales- stofur eru lokaðar á meðan skólarnir eru ekki starfræktir. Bókabilarnir ganga ekki vegna sumarleyfa fyrr en þriðjudaginn 3. ágúst. Ýmislegt Minningarkort Langholtskirkju Rist á eftirtöldum stöðum: Blómabúðin Holta- blómið, Langholtsvegi 126, s. 26711. Rósin Glæsibæ, s. 84820. Dögg, Álfheimum 6. s. 33978. Bókabúðin Alfheimum ,6. s. 37318, Verzl. S. Kárasonar, Njálsgötu 1, s. 16700. Hjá Elínu, Alfheimum 35, s. 34095, Ingibjörgu, Sólheimum 17, s. 33580, Sigríði, Gnoðarvogi 84, s. 34097, Jónu, Langholtsvegi 67, s. 34141, Margréti, Efstasundi 69, s. 34088. Ferðafélag íslands Laugardagur 3. júlí kl. 08.00. 9 daga ferð í Hvannalindir og Kverkfjöll. Laugardagur 3. júlí kl. 13.00 Ferð á strönd Flóans. Komið m.a. að Eyrarbakka, Stokkseyri, Knarrarósvita og rjómabúinu á Baugsstöðum. Fararstjóri Sturla Jónsson. Verð kr. 1500 gr. við bílinn. Lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni (að austanverðu). 12.—21. júlí. Hornstrandir. Fararstj. Jón I. Bjarnason. 15.—21. júlí.Látrabjarg, róleg og létt ferð. 20.—28. júlí. Aðalvík, létt ferð.enginn burður. Fararstj. Vilhjálmur H. Vilhjálms- son. 24.—29. júli.Laki, létt og ódýr fjallaferð. 22.—28. júlí.Grænlandsferð. 29/7—5/8 Grænlandsferð. Ennfremur fleíri ferðir. tltivist, Lækjargötu 6, Sími 14606. Farfugladeild Reykjavíkur Laugardaginn 3. júlí: Gönguferð á Heklu. Upplýsingar á skrifstofunni, sími 24950. Tilkynningar Norrœna húsið Mánudaginn 5. júli kl. 20.30 skemmta norskir tónlistarmenn, „spilararnir" Geir E. Larsen og Hans W. Brimi I samkomusal Norræna hússins. Koma norsku listamannanna til Islands að þessu sinni er i sambandi við stjórnarfund Norræna hússins. Allir eru‘ velkomnir. Vistfrœðinefnd vísindaróðs NAT0 Alþjóðaráðstefna um endurvæðingu lands og vatns verður haldin að Hótel Loftleiðum í Reykjavík dagana 5—10. júlí nk. Forseti ráðstefnunnar er dr. M.W. Holdgate, yfir- maður umhverfismálastofnunar Bretlands, og honum til aðstoðar er M. Woodman frá Cambridge, Englandi. Dr. Sturla Friðriksson sér um framkvæmd ráðstefnunnar hér á landi. Ráðstefnan verður sett að morgni mánudagsins 5. júlí af Einari Ágústssyni. Rannsóknastofnun í norrœnum mólvísindum við Hóskóla íslands hefur gefið út bókina Old Icelandic heiti in Modern Icelandic eftir Halldór Halldórsson prófessor og er þetta þriðja bókin i ritröð þeirri er málvisindastofnunin hefur gefið út undandarin ár. 1 fyrri hluta bókar sinnar rannsakar höfundur hugtakið heiti I fornum ritum, einkum Snorra-Eddu, en I seinni hluta bókarinnar fjallar höfundur um notkun heita eða skáldamálsorða i siðari tíma fslenzku. Bókin er 83 bls. að stærð og prentuð I Kaup- mannahöfn. Bókaverzlun Snæbjarnar Jóns- sonar sér um dreifingu og sölu bókarinnar. Sumarferð Nessóknar verður farin nk. sunnudag 4. júli Nánari upplýsingar og farseðlar hjá kirkjuverði f síma 16783 I dag og á morgun. Kattavinafélagið beinir þeim eindrengu tilmælum til eigenda katta að þeir merki ketti sina og hafi þa inni um nætur.. Fótaaðgerðir fyrir eldra fólk í Kópavogi Kvenfélagasamband Kópavogs starfrækir fótaaðgerðastofu fyrir eldra fólk (65 ára og eldra) að Digranesvegi 10 (neðstu hæð ~ gengið inn að vestanverðu) alla mánudaga. Símapantanir og upplýsingar gefnar í sima 41886. Kvenfélagasambandið vill hvetja. Kópavógsbúa til að notfæra sér þjónustu þess. Öryrkjabóndalagið örykjabandalagið hefur opnað skrifstofu á 1. hæð I tollhúsinu við Tryggvagötu f Reykja- vik, gengið inn um austurhlið, undir brúna. Skrifstofunni er ætlað að veita öryrkjum aðstoð í lögfræðilegum efnum og verður fyrst um sinn opin kl. 10-12 fyrir hádegit Ármenn Framvegis verða veiðileyfi f Hliðarvatni. Kálfá og Laxá í S.-Þing. seld i verzl. Sport, Laugavegi 15. Hvað segja stjörnurnar Spáin gildir fyrír mánudaginn 5. júli Vatnsberínn (21. jan.—19. febr.): Það virðist sem þú munir þurfa að taka á vissum málum mcð mikilli nær- gætni ellegar muntu særa tilfinningar eldri persónu. Mikilvægt samband við aðra persónu er að hefjast. Fiskamir (20. feb-—20. marz): Þér verður boðin meiri ábyrgð með stuttum fyrirvara og það væri hyggilegt af þér að taka því. Óvænt ferð i tengslum við fjölskyldumá! er lfkleg. Hrúturínn (21. marz—20. apríl): Ættingi mun fljótlega senda þér boð um stutt frí. Gættu að þér að skilja ekki einkabréf eftir þar sem aðrir geta nálgazt þau. Nautið (21. apríl—21. mai): Þetta er góður dagur til að kynnast fólki. 1 vinnunni muntu afkasta meiru en þig hafði grunað. Eitthvað óvænt kemur með póstinum. Tvíburamir (22. maí—21. júní): Ef þú ferð út I kvöld ættirðu að hitta litrika persónu. Verkefnin virðast hlaðast upp og þú ættir að ljúka þeim mikilvægustu sem fyrst. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Eftir smáscinkun mun dagurinn ganga vel. 1 kvöld er bezt að vera við öllu búinn. Svaraðu tímanlega mikilvægri spurningu. Ljónið (24. júli—23. ágúat): Eldri persóna metur mikils hjálp þína. Merkin sýna að þú munir hitta persónu af gagnstæðu kyni sem ekki hefur sézt lengi. Mayjan (24. ágúst—23. sapt.): Vinur einn gæti komið með uppástungu um óvanalega skemmtun. Þér gengur ekki allt i haginn. Persónulegt mál þarfnast nærgæt- innar meðhöndlunar. Vogin (24. sapt.—23. okt.): Einhver reynir að selja þér eitthvað sem þú þarfnast eiginlega ekki. Anægjulegt atvik mun gera þér daginn minnisstæðan og það gæti verið f tengslum við ástalffið. bporðdrekinn (24.okt.—22. nóv.): Það ætti að gera þér gott að koma út undir ferskt loft við einhverja iðju. Atvik I félagslifinu mun rugla þig aðeins I rfminu en láttu það ekki á þig fá. Bogmaðurínn i«z3. nóv.—20. das.): Þu gæm Oúizt við óvanalegu tækifæri til að græða peninga. Þetta virðist þó kosta aukaálag. Stuttar ferðir gætu reynzt hagstæðar. Steingeitin (21. das.—20. jsn.): Asiamálshorfurnar eru góðar fyrir þá einhleypu. Hinir giftu ættu að komast I nánara samband. Vertu gætinn í orðavali þegar þú svarar erfiðu bréfi. Afmaelisbam dagsins: Þetta ár lofar heppni i fjármálum og þú ættir að hafa efni á veglegu fríi. Ástamálin gætu valdið einhverjum vandræðum. Ferðalög eru Ifkleg seinna á árinu og það gæti haft óvæntar afleiöingar. Nýlega ók ung stúlka, Svanhvít Ingólfsdóttir, í splunkunýrri og gljáandi Skoda-bifreið frá Tékkneska bifreiðaumboðinu að Auðbrekku 44 í Kópavogi, Hafði hún viku áður skrifað undir kaupsamning og kom þá í ljós að hún var að kaupa 5000 Skodabifreiðina, sem hér á landi er afhent. í tilefni þess fékk hún aö gjöf fullkomið Pioneer útvarpstæki ásamt segulbandi og hljómflutnings- tækjum i bílinn. Við afhendingu 5000. bílsins gat Ragnar Ragnarsson for- stjóri umboðsins þessaðeinmitt í ár væru 30 ár liðin frá stofuun- Tékkneska bifreiðaumbóðsins á íslandi, og það sama ár, 1946, komu fyrstu Skodabilarnir hingað. 1 fyrstu var innflutningurinn smár en árið 1956 komst hann i 337 bif- reiðar. A árunum 1961 1970 voru fluttar inn 2500 Skoda- bifreiðir. Upp úr 1969 jókst innflutningurinn að nýju og það sem af er árinu hafa um 400 Skodabifreiðir verið seldar. Þegar er ljóst að fyrra sölumeti verði hnekkt á þessu ári og jafnvel útlit f.vrir að Skoda verði söluhæsta fólksbifreiðin á þessu ári hér á landi. Verð Skodabifreiða er mjög lágt miðað við verð annarra bifreiða. Skodabifreiðarnar kosta frá 700-800 þúsund eftir tegunduin og vélarstærðum og eru því næstum helmingi .ódýrari en ódýrustu tegundir annarra bíla. Auk bílainnflutningsins hefur Tékkneska bifreiöaum- boðiö lagt mikla áherzlu á vara- hluta- og viðgerðarþjónustu og hlotið verðskuldað lof fyrir. Nú eru þjönustustövar f.vrir eigendur Skodabifreiöa ellefu lalsins, víösvegar um landiö. -ASt. K.vrstu tvær Skoda-bifreiðarnar sem fluttar vorn til íslands. A myndinni eru talið frá vinstri: Ragnar Jóhannesson, stofnandi Tékkneska bifreidanmboðsins og forstjóri þess til ársins 1972. frú Anastasía Jóhannesson, frú Kristín Bernhöft. og Gottfreö Bernhöft. einn af stofnendum fvrirtækisins. Myndin er lekin viö Ilöfða i Reykjavík. 5000. Skodabíllinn afhentur ó íslandi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.