Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 3
DACBLAÐH) KIM.MTl DACl'K 15. .H'l.l 197(i. Ferðamoður" spilar ## með íslenzkt stjórnkerfi — segir starfsmaður ó Vellinum og vill að embœttismennirnir vakni Starfsmaður á vellinum skrifar: Hvað geta útlendir ferða- menn gengið langt í lögbrotum af ásettu ráði hér á Islandi áður en kerfið fer í gang? Þessari spurningu er sennilega vand- svarað. Útlendur ferðamaður, er dvalið hefur hér á landi um nokkurra ára skeið, hefur greinilega veitt afglapahætti isl. réttarfars athygli og spilar nú með ráðamenn íslenzka stjórnkerfisins með slíkum ákafa að menn velta því nú fyrir sér hvort hann geri þetta eingöngu til að kanna hve langt er hægt að komast með sofandi embættismenn. Sennilega vaknar enginn fyrr en hann rekur einhvern ráðuneytis- stjórann úr stólnum og sezt í hann sjálfur. Þessi ferðamaður er búsettur í Keflavik, en hann gegndi áður herþjónustu í bandariska varnariðinu á Keflavíkurflug- velli og kvæntist þá íslenzkri konu. Fyrir nokkru gekk hann úr herþjónustu og kom þá hingað til lands á ferðamanna- pappírum. Eftir skamma dvöl fór hann að gerast all umsvifa- mikill í íslenzku atvihnu- og athafnalífi. Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins veitti konu hans verzlunarréttindi á Keflavíkurflugvelli í húsnæði sem er í eigu varnarliðsins, Ferðamaðurinn hóf strax störf hjá konu sinni án nokkurra athugasemda. Hann hafði ekk- ert dvalarleyfi, ekkert atvinnu- leyfi og vegabréf á Keflavíkur- flugvöll taldi haniT sig ekki þurfa. Hann ók á tollfrjálsum bíl með JO-númeri og verzlaði í verzlun varnarliðsins þegar honum hentaði. Ekki nægðu honum þó Austurvöllur ó sólskinsdegi: Kom þar drukkinn maður og réðst að okkur fyrirvaralaust — segir Kristjón Jósefsson, er varð fyrir árás drukkins manns á Austurvelli Kristján S. Jósefsson skrifar: Eftir langan vinnudag fékk ég mér göngutúr niður í bæinn með kunningja mínum og sveit- unga. Þegar við komum á Austurvöll, fengum við okkur sæti á bekk. Samræður okkar urðu um gamlan og liðinn tíma. Sólin var sezt, en hitablíða í veðri. Fólk sat þarna á bekkjum, og straumur var af gangandi fólki. Kom þá til okk- ar maður, sem sjáanlega var undir áhrifum. Brosti hann til okkar, en áður en varði gerði hann árás á okkur. Urðu þarna nokkrar ryskingar, og hann notaði öll verstu brögð, gem hann gat komið við. Þegar ég var búinn að losa mig við hann, fór ég inn á Hótel Borg til að hringja á lögreglu í síma 1- 11-66. Fékk ég þau svör í símanum, að ég skyldi fara á lögreglustöðina í Tryggvagötu og gefa þar skýrslu, svo þetta tók nokkurn tíma. Þegar ég kom þangað, var jeppabíll þeirra að fara i keyrslu., Eg bar upp erindi mitt, sem var að ég vildi láta taka árásarmanninn, svo það varð úr að þeir kölluðu í jeppann, sem var nýlega farinn, og báðu hann að koma til baka. Síðan fór ég með þeim í jeppanum til að leita að þessum manni, semárás- ina hafði gert. Sagði ég lögreglunni klæðnað hans, en hann var í hvítum jakka og dökkum buxum, og var ljóshærður. Svo var ekið um miðbæinn og leitin hafin. Eftir nokkra hringi í mið- bænum urðum við einskis visari. Töldu þá lögregluþjónar- nir að þetta mundi ekki þýða neitt. Sagði ég þeim þá aö árásarmaðurinn hefði kannski farið inn á veitingastað, og þeir yrðu að líta þar inn, en það virtist svo að þeir vildu helzt komast hjá þvi. En svo vildi það til, þegar við vorum að fara yfir Lækjargötuna, að hann kom á móti okkur. Þar með var hann tekinn og settur i bílinn og síöan í geymslu. Nú vík ég að Austurvelli. Þar var fullt af unglingum og full- orðnu fólki. Það tróð á grasinu og blómum á Austurvelli, sem unglingar höfðu verið að snyrta og prýða undanfarið. Þarna var engin lögregla, en þörf hefði verið á henni. Margir koma þarna saman vegna staðarins, fólk á öllum aldri og af ýmsum stéttum, og einnig slæpingjar méð flöskur meðferöis og fleira slíkt, en þessir náungar eru oft það fjölmennir að þeir fylla flesta bekki á Austurvelli og víðar, þar sem bekkir eru. Af þessum náungum stafa oft óþægindi fyrir saklausa bæjar- búa, sem vildu njóta útiveru. Það eru oft ljót orð, sem þeir kasta að fólki, og mynda sig jafnvel til þess að nota flöskur sem barefli á fólk. Mér finnst að lögreglan ætti að vera meira á verði á þessum stöðum, en mér virðist hún vera, þótt hún hafi í mörg horn að líta. Eg hringdi um nóttina í fangageymsluna til að vita, hvort árásarmaðurinn væri þar inni. Var mér svarað því að svo væri. Nokkru síðar hringdi varðstjóri í mig og spurði mig, hvort ég hygðist gera nokkuð meira í málinu. Svaraði ég á+á leið, að skýrsla lögreglunnar yrði að ganga sina leið. Þá gaf hann mér þær upplýsingar, að ekkert væri af manninum að hafa, og honum yrði sleppt út nú þegar, svo fanginn fékk ekki nema hálfrar nætur varðhald, og fékk því nægan tima til að halda áfrant iðju sinni, ef hann vildi það við hafa. Nú vil ég víkja að símtali, sem ég átti frá Hótel Borg við lögregluna í síma 1-11-66. TcT ég ekki forsvaranlegt, þar sem ég var búinn að standa i átök- unt og verja 'hendur minar vegna árásarmannsins, að liigreglan sk.vldi ekki koma strax, þegar ég bað um aðstoð hennar en í stað þess segja mér að koma á stöðina og gera þar skýrslu. verzlunarstörfin eingöngu, svo hann tók að sér alla síma- og talstöðvaþjónustu íslenzkrar leigubifreiðastöðvar, sem staðsett er á flugvallarsvæðinu. Einhverju hornauga virðist hann líta Isl. verktakafyrirtæki á flugvellinum, því sjálfur tók hann að sér allar framkvæmdir við breytingar og viðhald á hús- eign varnarliðsins, sem kona hans hefur verzlunarrekstur sinn í. Bandarísku útvarpsstöð- ina notar hann til að auglýsa reksturinn. Nú skyldu menn ætla að þau íslenzk embætti, sem þessi lögbrot falla undir, færu á stúfana og ræddu í það minnsta við manninn, — og sennilega hafa þau flest öll gert það. Lögreglustjórinn á Kefla- víkurflugvelli gerðist svo djarfur að taka af honum rétt- indin til að nota tollfrjálsan bíl og skilríki er veittu honum að- gang að verzlunum varnar- liðsins, þó ekki fyrr en embætt- inu hafði verið bent á það mis- ferli. Að ferðamaðurinn færi inn og út um flugvallarhliðin vegabréfslaus vildi lögreglu- stjóri ekkert skipta sér af. 1 allsherjarverkfallinu í vetur vann ferðamaðurinn I verzlun- inni eins og ekkert hefði í skor- izt, sem varð til þess að stjórnarmenn verzlunarmanna- félagsins í Keflavík brugðu sér á staðinn og tilkynntu honum að hann væri að fremja verk- fallsbrot, slíkt væri lögbort. — Ferðamaðurinn kvaðst þá alls ekki vera að vinna, hann væri aðeins að aðstoða konu sína. Þessa skýringu létu verkfalls- verðirnir sér nægja og hurfu á brott. — (Sennilega vinna sjó- mennirnir aldrei, þeir bara hjálpa þorskinum upp í bát- inn). Hvað hefur útlendingaeftir- lit ríkisins gert í þessu máli? Nú er þeim fullkunnugt um at- hafnasemi ferðamannsins. Hvað um afstöðu varnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins? — Hefur það embætti kannski veitt þessum útlenda ferða- manni öll tilskilin leyfi? — þeir virðast oft ruglast í hlutverkinu á þeirri skrifstofu. — Því miður er ofanritað ekkert einsdæmi um hegðan útlendra manna sem kvæntir eru íslenzkum konum og búsettir hér á landi, þó allflestir þeirra virði og fari eftir íslenzkum lögum. Svívirðing réttar og œru íslenzkra þegna Helgi skrifar: Hvað á ábyrgðarleysi sumra Islendinga að ganga langt? Svo lágt hafa tvö fyrirtæki lagzt, að þau hafa flutt inn negra til að spila plötur fyrir íslendinga á almennum dansstöðum. Vegna þessa negrainnflutnings hafa þeir sagt upp störfum íslendingi, sem var á miklu lægra kaupi en negri. Það er allt í lagi að borga negranum sæmilegt kaup, þó það sé of gott fyrir íslendinga! Maður hefði vonað að yfir- völd hefðu manndóm í sér til að vernda rétt og hagsmuni íslendinga, þegar einstakir aurasjúklingar svívirða svo rétt og æru íslenzkra þegna. Því er ekki að heilsa — enn sem komið er. Opinber starfsmaður í félags- málaráðuneytinu sér ekkert at- hugavert við þetta, enda ekki, sem stendur, áætlun um að flytja inn negra í hans starf. Starfsmaðurinn segir sem sé, að það sé allt í lagi að negrinn taki atvinnuna frá íslendingun- um, því íslendingarnir séu ekki í verkalýðsfélagi. íslendingar, sem eru ekki í verkalýðsfélagi, eru ekki rétthærri en það að félagsmálaráðuneytið leggur blessun sína yfir verk vesælla manna sem flytja inn negra til að taka lifibrauð þjóðfélags- þegnanna. Það liggur því beint við að verkalýðsfélag hljóð- færaleikara taki plötusnúða í sitt félag. Verksviðin eru náskyld og eiga í beinni sam- keppni. Það er eðlilegt að ætlast til að plötusnúðar fái sama kaup og hljóðfæra- leikarar, annars yrði hér um óréttláta samkeppni að ræða, því plötusnúðar vinna líkt starf og við lík skilyrði og hljóðfæra- leikarar. Ég skora á plötusnúða og al- menning að láta þetta óréttlæti ekki viðgangast... Eg fer fram á við opinbera starfsmenn og stofnanir vorar — sem við borgarar höldum uppi með sligandi sköttum — að vit og þjóðhollusta sé sýnd í starfi... Eg óska þess að forráðamenn verkalýðsfélags hljóðfæraleik- ara taki upp hanzkann fyrir ís- lenzka plötusnúða... Útlendingar taka störf fró jíslendingum |— amerískur plötusnúður í Sesari Spurning dagsins Ef þér vœri boðin ferð að eigin vali, hvert mundirðu fara? Sigrún Oddgeirsdóttir, vinnur hjá Bæjarútgerðinni: Ég vildi helzt fara til ttalíu. Mig langar svo að kynnast landinu. Jónína Hafsteinsdóttir húsmóðir: Til Mallorka. Ég hef heyrt svo mikið talað um þann stað og langar að sjá hann með eigin augum. Asgerður Magnúsdóttir, vinnur í banka: Ég vildi helzt skoða mig um í Evrópu. Ég hef verið í Eng- landi og langar að kynnast fleiri löndum. Ingunn Sveinsdóttir, vinnur í banka: Ég mundi velja ferð til Norðurlanda. Ég er ekkert hrifin af Spáni og öðrum sólarlöndum. Helgi Þórhallsson. vinnur hjá JMJ: Það væri garnan að kynnast fjarlægum löndunt. t.d. eins og Kína. Annars mundi ég ekki slá hendinni á móti sólarlandaferð. (iuðný Steinþórsdóttir verka- kona: Ég mundi skoða lsland. Hér er svo ntargt sem ég á eftir að sjá

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.