Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 10
10 DACHI.AiMi) — FIMMTUDAdUR 15. JUUÍ 1976. BIAÐIB frjálst, úháð dagblað ÚtjiH'amli DiiKhlartirt hl'. FranikviiMndastjóri: Svuinn K. Kyjólfsson. Kitstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri. Jón Birjiir Pótursson. Kitstjórnarfulltiúi: llaukur Ilolnasonr Aóstoóarfrótta* stjóri Atli Stoinarsson. tþróttir: Ilallur Simonarson. Iliinnun: Jóhannos Koyktlal. Hamlrit Asjii ímur Pálsson. Blaóamonn: Anna Bjarnason. Asjioir Tómasson. Borulind Asjioiisdóttir. Bray.i Siuurósson. Krna V. Injiólfsdóttir. Clissur Sijilirósson. llallur Hallsson. IIoljii Pótursson, Jóhanna Birjiis- dóttir. Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýósdóttir. Olal'ur Jóusstiu. Omar Valdimarsson I jösm.vndir: A'rni Báll Jóhánnsson. Bjarnloifur Bjarnloifsson. Björj>vin Pálsson. Kaunar Th. Sij»urósson (ijaldkori: Práinn Þorloifsson. Droifinjíárstjóri: Már K.M. Halldórsson. Askriftarjijald 1000 kr. á mánuói innanlands. í lausasiilu 50 kr. ointakió. Kitstjörn Sióunuila 12. simi 8.‘{J22. aujilýsinj’ar. áskriftiroj* afjiroiósla Þvorholti 2, sími 27022. Sotninj* oji umbrot: Daj*hlaöió hf. oji Stoindórsprönt hf., Armúla 5. Mynda-oj> plötuj*oró: Hilmir hf.. Síóumúla 12. Prontun: Arvakur hf.. Skoifunni 19. Útsœðið í matinn Ríkisstjórnin býður landsmönn- um upp á útsæðisát aldarinnar. Hún skellir skollaeyrum við aðvörunum vísindamannanna um ástand þorskstofnsins. Hætt er við, að þessi ríkisstjórn veröi lengi í minnum höfð fyrir þetta tiltæki. tiltæki. Hætt er við, að landsmenn muni í framtíðinni gjaida þess dýru verði. Sjávarútvegsráðherra segist ekki verða and- vaka végna þessa máls. Hann og fleiri forráða- menn segja sem svo, aó nokkrir tugir þúsunda tonna muni ekki skipta öllu. Nokkuð sama sé, „hvorum megin áramóta“ fiskurinn verði veiddur. Ekki sé unnt að taka fullt mark á niðurstöðum fiskifræðinga. Og þar fram eftir götunum. í rauninni eru ráðamenn með slíkum ummælum aöeins að slæva skyn almennings, sem að öðru jöfnu trúir frekar fiskifræðingi en ráöherra, þegar fjallað er um ástand fiski- stofna. Hið nýjasta, sem frá vísindamönnum hefur komið um þetta aðalmál þjóðarinnar, kom fram í grein Ólafs K. Pálssonar fiskifræðings í Dag- blaðinu í fyrradag. Ólafur byggir á skýrslu alþjóða hafrann- sóknarráðsins um íslenzku og grænlenzku þorskstofnana. Með upplýsingunum, sem fram koma í grein Ólafs, leggja vísindamenn enn sitt að mörgum til að reyna að koma vitinu fyrir stjórnmálamennina. Ólafur segir, að framundan sé útsæðisát aldarinnar hvað þorskstofninni snertir. Hann segir, að á það muni reyna, hvort sjómenn og útgerðarmenn, sem vart munu fara í grafgötur um ástand þorskstofnsins, muni þiggja boð stjórnvalda um eins og hundrað þúsund tonn af smáfiski. „Það má þó ljóst vera, að það eru ekki sjómenn, sem brugðizt hafa, heldur stjórn- völd, sem látið hafa ógert aó stjórna á vísinda- legum grundvelli,“ segir Ólafur „Sjómenn eru hins vegar í því erfiða og vanþakkláta hlut- verki. . . að þurfa og verða að stunda veiðar við vandræðaaðstæður, sem stjórnvöld hafa látið viðgangast að yrðu að veruleika, og bera ábyrgð á.“ Sóknin í þorskstofninn er alltof mikil. Sóknina má minnka um sextíu af hundraði, án þess að varanlegur afli minnki, það er afli, þegar til langs tíma er litið. Þó er talið æski- legast aó minnka sóknina um áttatíu af hundraði, sem leiddi til fjórtánföldunar hrygningarstofnsins. Hámarksafrakstri, 450—500 þúsund tonn á ári í framtíóinni má ná eða að minnsta kosti nálgast hann meó því að friða nú þriggja og fjögurra ára smáfisk. Viðkomu þorskstofnsins er stefnt í voða við óbreytt ástand í nýtingu hans. Þetta eru upplýsingarnar, sem Ólafur K. Pálsson fiskfræðingur, leggur fram. Þær eru beint framhald af því, sem virtustu fiski- fræðingar okkar hafa haldið fram síðustu mánuði. En svar stjórnvalda er að bjóða fram útsæöiö. Alkunnur er sá frasi, að menn geta ekki bæði haldið kökunni og étiö hana. Það er ógæfulegt einkenni forystumanna í stjórnmálum aó hlusta ekki á framburð okkar færustu vísinda- manna í mesta lífshagsmunamáli þjóðarinnar. Það er ógæfulegt einkenni núverandi ríkis- stjórnar að láta reka á reiöanum í meginmálun- um. Það er eins og ríkisstjórni^n láti sig hrunið litlu varða, bara ef þaö kemur eftir hennar dag. Sfrðinu í Angóla enn Allar horfur eru á því, aó styrjöldin i Angóla eigi eftir aö halda áfram enn um sinn. Stjórn landsins hefur Iýst yfir áhyggjum sínum vegna vaxandi hernaðaraðgerða andstæðinga stjórnarinnar, sem hún segir njóta aðstoðar frá óvinaríkjum í næsta nágrenni. Að sögn forseta Angóla, Agostinho Neto, er urmull óvina tilbúinn til átaka á landamærum landsins. ..Nágrannaríkin eru hervædd,“ sagði hann nýlega, ,,og þaðan koma menn inn í ríki okkar til að stofna glæpasamtök, sem hafa það að sínu eina markmiði að fremja fjöldamorð og vinna skemmdarverk." Forsætisráðherrann, Lopo de Nascimento, hefur tekið í sama streng. ,,Við vitum af miklum liðssafnaði hermanna á landa- ntærum Angóla og Zaire Þetta eru byltingarsinnaðir Angóla- búar ásamt hermönnum frá Zaire.“ segir forsætisráðherr- ann. ast eftir þeim um nætur, og á daginn verða bílalestir aó vera undir vernd stjórnarhermanna. — Til dæmis er Benguela- járnbrautin, þar sem forðum voru fluttar þúsundir lesta af kopar frá námum inni I Zaire og Zambiu til hafnarborganna Benguela og Loboto, ekki starf- rækt að nóttu til, að því er ferðamenn frá þessum lands- svæðum segja. Kúbanskir hermenn vinsœl skotmörk Talið er að mikið mannfall hafi orðið í Suðaustur-Angóla að undanförnu, þó að það hafi ekki fengizt staðfest frekar en annað. Kúbanskir hermenn virðast hafa verið vinsæl skot- mörk UNITA manna, því að fyrir mánuði síðan var miklum fjölda af líkkistum skipað um borð í kúbanskt flutningaskip að næturþeli. Þá hafa særðir Kúbanir verið fluttir flugleiðis til Luanda til meðferðar eftir að hafa lent í alls kyns snörum og gildrum, sem Þjóðfrelsis- hreyfingarmenn leggja í skógum. Mikill skortur ríkir í suð- austurhlutanum Af þessum frásögnum ferða- manna og óopinberra heimilda má ráða, að löng barátta bíður stjórnvaldanna, áður en yfir- ráðum verður að fullu náð í suðausturhlutanum. En það eru ekki skæruliðar einir, sem hrella stjórnina. Mikill skortur gerir nú vart við sig í Suð- austur- Angóla. Frá honum hefur lítillega verið greint í hálfopinberum dagblöðum í Luanda. Blaðamaður frá Jornal de Angola, sem nýlega heir.sótti hernaðarsvæðin í suð ustur- hlutanum, kom við í b rginni Gömlu fylkingarnar berjast enn Af. orðum þessara æðstu manna landsins er ljóst, að þeim er það fullljóst að barátt- unni er ekki lokið. Þjóðfylking- in til frelsunar Angóla (FNLA) hefur sig mjög í frammi í norð- urhluta landsins og i suðaustur- hlutanum heldur Þjóðfrelsis- hreyfingin UNITA uppi bar- dögum. Litlar fregnir berast til höfuðborgarinnar Luanda um uppivöðslusemi þessara hreyf- inga. Áreiðanlegar heimildir bera þó, að litlir hópar UNITA- manna haldi uppi árásum á járnbrautarlestir á Benguela- leiðinni og drepi kúbanska og angólska stjórnarhermenn. Heimildirnar segja jafnframt að stjórnin hafi enn full yfirráð yfir borgum og bæjum í suður- og austurhluta Angóla ásamt helztu þjóðbrautum til þeirra. Þó eru þjóðvegirnir það vara- samir, að vart er óhætt að ferð- Mikill fjöldi kúbanskra hermanna er talinn hafa fallið að undanförnu í Suðaustur Angóla. Hér er eitt lík fjarlægt. BÆKUR0GBÖRN Hvað er eiginlega barnabók, hvernig þekkist hún frá öðrum bókum? Þetta kann að þykja ófróðlega spurt. En samt er ekki víst að augljós séu auð- kenni á efni eða útgangi bóka ..handa börnum og unglingum“ sem greini þær skýrt og skil- merkilega frá öðrum bókum. Má vera að haganlegra sé að taka ntið af tilætluðum markaði bókanna: barnabók er þá samin og gefin út, seld og keypt til afnota á meðal barna og unglinga, t.a.m. á aldrinum frá 7 til 15 ára, frá því barnið byrjar að lesa bækur og þar til unglingurinn er farinn að lesa sömu bækur sem ganga og gerast meða! fullorðinna lesenda. Þannig skoðað blasir líka við einn munur sem er á bó'ka- markaði barna og unglinga og fullorðinna lesenda. Það er sem sé mun lengri leið á milli höf- undar og lesanda, börnin hafa mun minna að 'segja um bóka- val og framboð á bókamarkaði en gerist á meðal fullorðinna lesenda. Börn velja og kaupa yfirleitt ekki sjálf bækur sem þau lesa, heldur gera það for- eldrar þeirra, frændfólk og vinir, kennarar og bókaverðir í þeirra stað, en höfundarnir nema og kynnast viðbrögðum lesenda sinna einatt f.vrst og fremsf fyrir milligöngu fullorð- inna. Það þ.vkir væntanlega liggja I augum uppi að stórar og vel- búnar sérdeildir handa börnum og unglingum á bókasöfnum séu hinn mesti menningaíauki í hverri byggð. Þá ber reyndar að gá að því um leið að slíkar deildir geta á meðal annars orðið til þess að halda börnun- um Irá öðrum bókum og lestri sem þeim kynni að vera marg- falt betri og gagnlegri en nokkuð sem barnadeildirnar hafa upp á að bjóða. Því sér- greindari sem bókaútgáfa handa börnum og unglingum er frá annarri útgáfustarfsemi, bókmenntir barnanna frá öðr- um bókmenntum, þeim mun meira ríður á að vel sé vandað og fjölbreytt það efni sem þar er á markaði, til þess fallið að gera börnin fær um að nota sér bækur og njóta bókmennta. Því að eitt af verkefnum, eða hlut- verkum barnabókanna er auð- vitað að ala upp nýja lesenaur: ætla má að smekkur og viðhorf við bókum og bókmenntum sem mótast í bernskunni ráði miklu um lestraráhuga, bókaval og bókmenntasmekk uppkomins lesanda. Bókmenntir og lesendur Og þá er loks komið að umtals- efninu sem átti að verða 1 þess- ari grein: bókaútgáfa handa börnum og unglingum eins og hún birtist af tslenskri bóka- skrá 1975, sem áður hefur laus- lega verið vikið að, og öðrum tiltækum heimildum. En þessi þáttur útgáfunnar virðist hafa verið mjög svo svipaður að bókafjölda til um mörg undan- farin ár, 80—110 bindi á ári 1970—74, langmest árið 1973. Samkvæmt nýju töluyfirliti um bókaútgáfuna 1974 voru barna- og unglingabækur 97 talsins það árið, en 85 árið 1975. Þá er líklegt að sitthvað sé enn vantalið. I hinni flokkuðu efnis- skrá. sérskrá um barna- og unglingabækur, eru taldir 98 titlar, og koma þar þó væntan- loga frant nnkkrar ótaldar bækur frá í fyrra. Þær tölur sem verða tilfærðar hér á eftir eru allar eftir þessari skrá. Þess er ennfremur að gæta um barnabækurnar að þær koma- allar eða því sem næst allar á á „almennan markað,“ og eru því örlítill hluti af markaðsvöru hverrar bóka- kauptíðar, og falla langflestar í efnisflokkinn „bókmenntir" samkvæmt flokkunarkerfi Deweys. Af 98 upptöldum titl- um í efnisskránni 1975 teljast 17 titlar til annarra efnisflokka, 81 til bókmenntaflokksins. Um upplag og sölu barna- bóka er enn minna vitað en bóka á fullorðins-markaði. Þó hygg ég að ætla megi að það sé ekki minna en gengur og gerist um aðrar bækur, 1500—3000 eintök séu algengt upplag barnabóka, en upplag t.a.m. hinna glanslegu litprentuðu myndabóka sem tíðkast í vaxandi mæli á markaðnum verði einatt miklu meira. Og lesendahópurinn er eða getur orðið mjög verulegur, þótt hann sé að sjálfsögðu margvíslega hóp- eða lag- skiptur rétt eins og lesenda- hópur hinna fullorðnu og sam- félagið sjálft. Samkvæmt þjóð- skrá 1975 voru börn og unglingar á aldrinum 7—15 ára rúmlega 40.000 talsins. Sé gert ráð fyrir því, sem jafnan er gert, að íslendingar lesi allra manna mest og börn og ung- lingar hafi svipaðar lestrar- venjur og fullorðnir. nema þá að börnin lesi heldur meir en foreldrar þeirra. má gera ráð fyrir að minnsta kosti tveir þriðju hlutar þessa mannfjölda hafi ba>kur unt hönd að stað- aldri. og þó liklega fleiri. En það eru vitanlega fáar ef

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.