Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 11
DAGBJ.AÐIt) — FIMMTUDAGUR 15. JULÍ 1976. (kilokið Luso. Hann skrifaði þaðan, að Luandabúar skyldu ekki kvarta yfir skorti, þvi að Lusobúar hefðu ekkert, — engan mat, ekkert húsnæði, enga sápu, vatn eða rafmagn. Þegar blaðamaðurinn fór á • markaðinn voru aðeins nokkrar búðir opnar. Þær seldu fisk á stærð við þumalfingur manns, nokkrar litlar og skrælnaðar appelsínur og eilítið fleira af svipuóum gæðaflokki. En blaðamaðurinn bætti við: ,,Það er smá huggun. að salt og brauð eru á leiðinni." Opinber embættismaður sagði við blaðamann Jornál de Angola, að íbúar Luso hefðu það þó gott miðað við fólkió sem byggi innar í landinu. — það hefði bókstaflega ekkert. „Við fáum tilkynningar um fólk, sem þiáist mun meira, en íbúarnir hérna,“ sagði embættismaðurinn í Lusó. „Það gengur um klæðalaust og hefur ekkert matarkyns.“ Norður-Angóla rœnd Fréttir frá Norður-Angóla eru nokkurs annars eðlis en frá suðurhlutanum. Þó herja margs- konar erfiðleikar á íbúana. Tveir ferðalangar, sem komu nýlega frá bænum Caxito, sem er um 80 kílómetra norðan við Luanda, sögðu að bærinn væri hálftómur, varla sæist sála á markaðinum og sjúkrahús stað- arins hefði verið rænt öllum r-úmum og tækjum. FNLA hélt Caxito í herkví 1 langan tíma áður en hersveitir fylkingarinnar forðuðu sér yfir landamærin til Zaire. Þá hafa borizt jafn óopin- berar fréttir og allar þær, sem fyrr hefur verið greint frá, af bardögum á Cabindasvæðinu i Angóla, þar sem olíulindir landsins eru. Ferðamenn, sem fyrir stuttu heimsóttu svæðið bera þær fregnir til baka og segja að svæðið og þjóðvegur- inn til þess sé algjörlega undir stjórn stjórriarhersins. Bœndur og afurðasölufélögin Kjötsalan Fyrir aldamót var sala á sauðum á fæti til Englands helsta tekjulind sauðfjár- bænda, en þegar tók fyrir þá sölu árið 1896 og fram að stofnun Sláturfélags Suður- lands árið 1907 keyptu kjöt- kaupmenn sláturfénað af bændum. Nokkuð þekktist það að bændur seldu beint til neyt- enda og einnig voru vöruskipti ekki óþekkt. Utgerðarmenn fengu kjöt, en bændur saltfisk og harðfisk i staðinn. Algengt var að bændur fengju um 18 kr. fyrir tvævetra sauð á fæti, þegar selt var til Englands, en þegar tók fyrir söluna þangað hrapaði verðið um nær helming. Einar Ólafsson fyrrverandi bóndi í Lækjarhvammi var 10 ára þegar Sláturfélagið var stofnað. Hann man vel þann tima, þegar kaupmenn ákváðu einhliða verðið til bænda, og ýmislegt hefur hann sagt mér frá þeim og þá breytingu sem varð á kjötsölunni. Sama ár og slátrun hófst hjá Slátur- félaginu i Reykjavík var hafin slátrun á vegum kaupfélaganna fyrir norðan. Bœndur vissu aldrei hvað þeim yrði borgað Á hverju hausti fram til árins 1907 ríkti mikil óvissa meðal bænda um hvaða verð fengist fyrir sláturfénað. Einstaka kaupmenn sömdu þó fyrirfram um verðið við bændur, þar á meðal var Jóhannes Nordal, sem rak Nordalsíshúsið, en hann þótti sérstaklega sanngjarn og bændur treystu honum ávallt, því oft borgaði hann betur en aðrir. Þegar bændur komu með fjárrekstra sína til R-víkur að haustinu urðu þeir oft aó biða dögum saman eftir því að kaup- menn kæmu sér saman um hvaða verð ætti að greiða þeim. Stundum álitu þeir að gengið hefði verið frá verði og komu með fjárreksturinn niður í bæ, en urðu oft að snúa aftur og reka inn fyrir Árbæ. Þegar biðin varð orðin hæfilega löng, urðu bændur að taka því tilboði sem kaupmenn höfðu orðið ásáttir um. Allir bændur á Suðurlandi höfðu rétt til að ganga í Slátur- félag Suðurlands, þeir urðu að greiða stofnfjárgjald, sem var 10 krónur. Allnokkrir bændur héldu þó áfram að selja fé til kaupmanna, m.a. Jóhannesar Nordal, sem var vel liðinn af bændum og hélt því sínum hluta. Lengi vel reyndu kjöt- kaupmenn að ná til sín slátur- fénaði, og fóru á haustin á móti fjárrekstrum 1 því skyni að kaupa af bændum. Með stofnun Sláturfélagsins batnaði hagur sauðfjárbænda á Suðurlandi. Jafnframt var lögð áherzla á bætta meðferð á kjöti og þannig varð stofnun Sláturfélagsins einnig til hagsbóta fyrir neytendur. Fljótlega var tekið upp heilbrigðiseftirlit á slátur- fénaði að frumkvæði stjórnar Sláturfélagsins án þess að það væri lögboðið en það var nýmæli hér á landi. 95% af kindakjöti ó vegum samvinnufélaga Þannig hafa samvinnufélög bændanna starfað. 1 upphafi voru þau stofnuð til að koma bættu skipulagi á afurðasöluna, tryggja framleiðendum sann- gjarnt verð og lækka milliliða- kostnað og á þann hátt þjóna Kjallarinn Agnar Guðnason einnig hagsmunum neytenda. Á síðastliðnu ári var 4.8% af sláturfénaði slátrað hjá öðrum aðilum en samvinnufélögum bænda, en mjólk fer'öll um mjólkursamlög sem eru sam- vinnufélög. Sennilega eru bændur hér á landi meiri sam- vinnumenn en I nokkru öðru vestrænu landiii Samvinnufélögin tryggja bœndum sannvirði fyrir afurðirnar! Þó bændur greini á í stjórn- nokkrar bækur sem höfða til alls þessa mögulega lesenda- hóps í einu, heldur greinist hann margvíslega í sundur, og stafar augljósasti greinarmun- urinn af misjöfnum aldri og lestrarkunnáttu barnanna, en í öðru lagi af kynferði, stétt og stöðu o.s.frv. Það er þar fyrir eftirtektar- vert í hversu ríkum mæli útgef- endur ganga út frá slíkri skipt- ingu lesendanna, kyn- og aldursgreina þá fyrirfram í bókavali, frágangi, auglýsing- um bóka sem einatt tekur allt mið af alveg tilteknum tak- mörkuðum lesendahópi — „bók handa telpum, 7—9 ára“, „spennandi saga handa 12—14 ára strákum". Má vera að hér sé eitt af mörgum iðnaðarein- kennum á bókaútgáfu barn- anna. Frœði og iðja Eins og fyrr segir eru barna- og unglingabækur frá ári til árs að yfirgnæfandi meirihluta skáldskaparverk. Það hygg ég samt að hlutdeild annarra efnisflokka, þó hún sé lítil, hafi hægt og hægt verið að aukast í útgáfunni. Þá munar mest um myndskreyttar uppsláttar- og fróðleiksbækur um ýmisleg efni (svo sem Bjöllu- bækurnar) sem komið hafa til á seinni árum, ýmist prentaðar erlendis þótt texti sé þýddur og settur hér á landi, eða mynd- efnið prentað erlendis og prent- un lokið hér heima. 9 bækur af þessari gerð fann ég í skránni 75. Þetta er algengur útgáfu- siður á seinm árum á bóka- markaði hinna fullorðnu —sbr. bara hinar veílátnu landafræði- og fjölfræðibækur sem Almenna bókafélagið gaf út í stórum stíl fyrir nokkrum árum og fjölmörg myndskreylt upp- slátfarrit um hin margvislog- ustu efni, fugla, fiska, blóm, ski|) og flugvélar svo oinhver efni séu nefnd. Hér er auðvitað um margskonar bækur að ræða, sjálfsagt ýmist „góðar" eða ,,vondar“ eins og sagt er um bækur og menn. Margt af þessu kunna að vera þarfleg fræði, góð og nytsamleg búbót með annarri bókaútgáfu, einkum þegar um er að tefla verk sem útilokað er að unnin væru inn- anlands, eða önnur jafngóð í þeirra stað. En gá ber að því að með þessu móti er frumkvæði um efnisval og meðferð efnis og bókagerðin sjálf fært í hendur erlendra aðilja, oft alþjóðlegra stórfyrirtækja í fjölmiðlun , og þegar þó lætur best samin að stöðluðum fjöl- miðlunar- eða blaðamennsku- smekk. Varhugaverð og kann- ski beinlínis háskaleg verður slík bókaútgáfa í þeim mæli sem hún ryður í burt innlendu frumkvæði í bókagerð og út- gáfu eða kemur í stað verka sem betur væru unnin innan- lands. Bœkur utan við heiminn Skáldskaparverkum handa börnum og unglingum má að sjálfsögðu skipta og raða niður fyrir sér með ýmsu nióti rétt eins og öðrum bókurn, eftir efni og groinum bókmonnta, eða frá- gangi og gerð bókanna. Algengt er þó að greina þar sundur eftir tilætluðum þroska lesendanna, og eru þá annars vegar bækur handa litlum börnum, byrj- endu í lostri. rikulega m.vnd- skreyttar en með litlum og ein- földum toxta, en hins vegar baikur handa svo stálpuðum börnum að þau séu farin að meta reglulegar skáldsögur, og má þá greina sundur sögur um og handa börnum, og hins vegar skáldsögur handa unglingum sem oft semja sig að ofni og frásagnarhaMti moir og minna að aðferðum ilg efni full- orðins-bókmonntanna. Skáldritin á skránni um barna- og unglingabækur 1975 greinast svo að ljóð eru í 2 bindum, hvortveggja endurút- gáfur á vinsælum barnavísum, smábarnabækur: 26 bindi, allt þýtt nema ein innlend mynda- saga, innlendar skáldsögur handa börnum og unglingum: 14 bindi, þýddar skáldsögur: 30 bindi, og loks eru 8 bindi með þýddum myndasögum af ný- legu tagi, Tinna og hans nótum sem margir hafa á . hinar mestu mætur. Af allri útgáf- unni taldist mér svo til að 20 bindi væru eftir innlenda höfunda, en 78 bindi þýðingar — sem ég efast um að sé ýkja hærra hlutfall þýðinga en oft endranær. Það eftirtektarverðasta á þessu yfirliti er hlutur smá- barnabókanna þar sem heita má að erlend iðnaðarvara sé ein eftir á markaðnum en innlend bókagerð lögð niður. Þetta er einatt ansi glanslegt mynda- og litprent. prentað erlendis íslenski textinn þýddur eftir frumriti sem vendilega er samið að myndefni og umbroti ritsins. Það er oft raunalegt að sjá klassískt ævintýraefni til- reitt upp á nýtt í slíkri bók — að ekki sé ógrátandi minnst á þýðingar þvíumlíkra texta „yfir á“ íslensku eins og nú er alltaf sagt. En hvað sem segja má um slíkar bækur upp og ofan er hitt alveg vist að hinn staðlaði iðnaðarbragur sem er á allri framleiðslu þeirra firrir þær allri snertingu eða samhengi við daglegt líf- og umhverfi barnanna sem eiga að lesa þær og kynnast þar í fyrsta sinn heiminúm, lífinu og mönnun- um í bókmonmum heinisins. Iðnaður og verslun En okki er nóg með þetta: erlond iðnaðarvara er enn f.vrirferðarineiri á bókamarkaði barnanna on nú or fram kornið. Af 30 þýddum skáldsögunt á skránni hygg ég að tolja mogi sajnan á fingrum • annarrar nandannnar pær nækur som Menningar mál með nokkru móti geta talist „góðar bókmenntir“ sem kallað er. Allur hávaðinn af þessu skáldsagnatali eru dæmigerðar afþreyingarsögur eftir staðl- aðri forskrift slíkra bók- mennta, spennandi ævintýra-, sakamála- og ástarsögur handa stelpunum, oft langir flokkar bóka um hinar sömu sögu- hetjur, og ganga á bókamark- aðnum ár eftir ár. Dæmi slíkra seríuhöfunda fornra og nýrra sem í góðu gildi voru á mark- aðnum 1975 eru Frank Dixon, Carolyn Keene, Jens Holm, Margit Ravn svo eitthvað sé nefnt sitt af hverju taginu. Nýmóðinslegra bókmenntaefni af svipuðu tagi eru textar sem vera má að eigi rætur að rekja til sjónvarpsins — um sögu- hetjur eins og Gust, Bonanza, Flipper og Lassý, sem líka ganga á hverjum'jólabókamark- aði. En vart er að taka eftir því að í þessu efni hefur bókaútgáfa barnanna öll sömu einkenni og bókamarkaður hinna fullorðnu, þar sem allur obbinn af „þýdd- um skáldritum" á jólamarkaði oru oinmitt alþjóðlegar skemmtisögur af einhverslags bestseller-tagi, náskvld viðlika iðnaðarvöru fvrir sjónvarp og bíó. erida oft til þess samin að notast fyrst á bók og svo í bíó. Viðlika dæmi af bókaskrám hinna fullorðnu frá í fyrra málum og margir þeirra fylgi stjórnmálaflokki sem ekki hefur verið talinn hlynntur samvinnuhugsjóninni, þá hygg ég að bændur nær undantekn- ingarlaust séu sannfærðir um að hagsmunum þeirra sé best borgið með því að standa saman um sín samvinnufélög. Nú eru margir sem álita að ekki þurfi að berjast lengur, að það afl sé ekki til sem geti brotið niður afurðasölufélag bændanna. Félagsmenn verða værukærir, leiðir ef félög þeirra eru gagnrýnd og telja þá niðurrifs- menn, sem slikt leyfa sér og það beri vott um skort á félags- hyggju. Þetta er oftast á mis- skilningi byggt, þvi þeir sem gagnrýna sín félög vilja yfir- leitt að þau geri betur. Það þarf að skipta örar um menn í stjórnum Það þarf að sjálfsögðu að breyta oftar um menn í stjórn- um félaga bændanna en gert er. Það er kannski mesti veikleik- inn í félagsskap þeirra hvað sömu menn sitja lengi í helstu trúnaðarstörfum. Samvinnu- félögin verða að endurnýja sig, vera opin fyrir nýjum hug- myndum, það þarf að glæða áhuga unga fólksins fyrir fram- gangi samvinnuhugsjónar- innar. Það þarf að hvetja ungar konur og karla til virkrar þátt- töku. Það þarf að setja aldurs- hámark fyrir þátttöku í stjórnum félaganna. í sænsku bændasamtökunum er aldurshámarkið 70 ára. Þá er ekki kosinn í stjórn sá eða sú, er nær 70 ára aldri á kjörtíma- bilinu. Þetta þurfa bændasam- tökin að taka upp sem fyrst. Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á eldra fólk, en það verður að gefa ungu fólki tækifæri. Ennfremur þarf að tryggja aukin áhrif kvenna í félögum bænda, því það hlýtur að vera styrkur að minnsta kosti fyrir afurðasölufélögin að hafa i áhrifastöðum fulltrúa þess hóps, sem stjórnar inn- kaupum heimilanna. Agnar Guðnason ráðunautur verða þá höfundar eins og Desmond Bagley, Theresa Charles, Arthur Hailey, Frederick Forsyth, Hammond Innes, Alistair MacLean, Frank G. Slaughter — sem allir ganga hér á bókamarkaði ár eftir ár uns bækur þeirra skipta tugum. Ekki væru þær gefnar út ef þær stæðu ekki undir tilkostn- aði og vel það. Á þeim markaði er engin kreppa. Og ljóst er að lesendur hinna algengu barna- og unglingabóka eru allvel undir það búnir að gerast les- endur þessara og þvílíkra full- orðins-bókmennta þegar þeir hafa slitið barnsskóm sínum. ■\ Menning morgundags Á við þetta fer næsta lítið fyrir frumsömdum innlendum skáldmenntum á meðal barna- og unglingabóka: 14 íslenskar skáldsögur í fyrra, 9 þeirra í fyrstu útgáfu, en 5 endurút- gáfur, 2 þessara bóka að mér sýnist ætlaðar allra yngstu les- endum. Varla er vert að fara hér að fitja upp á „ritdómum" um þessar bækur. En þvi er ekki að le.vna að oft gætir sterkra áhrifa hinnar alþjóð- legu iðnvæddu bókagerðar, staðlaðs reyfarabrags barna- og unglingasagna- á frumsamdar íslenskar bókmenntir handa börnum og unglingum. Ög það er í stystu rnáli niður- staðan af þessu yfirliti urn út- gáfu barna- og unglingabóka: að þa r komi skýrast frani i is- lenskri bókagerð sívaxandi áhrif og yfirgangur erlendrar og alþjððlegrar fjölmiölunar. iðnvæðingar menrtingarlífsins — til góðs eða ills. En gá ber að því að bókmenntir barnanna eru ekki nema einn partur bðk- mennt anna. hversdagsleg barnamenning eins og hún birt- ist t.d. i bokum. lnoi sjónvarpi o'g ekki neimi pai tur hversdtigs- menningar okkar allra — sem við vitum. satt að segja. svo l'jarska l'átt með vissu um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.