Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 9
I) XCHI.AÐIt) — FIMMTUDACUH 15. JUUl 1976. 9 HVAÐ KOSTAR ÞJOÐAR- DRYKKUR OKKAR ÍS- LENDINGA, MOLAKAFFIÐ! Þaó er misjafnlega dýr dropinn af þjóðardrykk okkar íslendinga, kaffinu, ef hanfi er keyptur á veitingahúsum. DB hringdi í nokkra 'staði og kannaði verð á molakaffi og var þáð allt frá kr. 85 og upp í 180 kr. Taka verður mið af því að sumsstaðar er kaffið borið á borð fvrir fólk, en annars staðar verður hver og einn að sækja það sjálfur, í Kaffi- vagninum var kaffisopinn ódýrastur af þeim stöðum er DB hringdi í, þar kostaði hann 85 krónur. Dýrastur var sopinn í veitingasalnum á Loftleiða- hótelinu 180 kr. Hægt er að fá helmingi ódýrara kaffi á Loft- leiðahötelinu þvi í kaffi- teríunni þar kostar bollinn 90 krónur og hægt að fá ábót. Frammámenn þjóðarinnar þinga oft á Borginni yfir kaffi- bolla og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Þar kostar bollinn 165 krónur og ekki þarf að hafa fyrir neinu öðru en setjast, því komið er með kaffið á borðið. A Hressingarskálanum kostaði molasopinn 150 kr. Algengt verð á kaffibolLnnum virtist vera 100 kr. því á mörgum stöðum er við hringdum í fengum við það verð uppgefið. Af þeim stöðum sem við hringdum í úti á landi var kaffi- dreitillinn ódýrastur á Hótel Selfossi, 125 kr. Bæði á Mána- kaffi á ísafirði og Hótel Höfn hornafirði kostaði molakaffi 150 krónur. -KL HIMBRIMI EÐA LOMUR, HANN HEITIR ALLAVEGA HIMMI ,,Æ, hann er svo sætur að ég tími varla að láta hann frá mér þetta grey," sagði hún Magnea, húsmóðirin að Digranesvegi 115 í Kópavogi er DB heimsótti hana og fjölskylduna til að líta á nýj- asta gæludýrið. ,,Við höldum að þetta sé himbrimaungi eða kannski er það lómur," bætti hún við. ..Þetta er ábyggilega himbrimi, enda kalla ég hann Himma." sagði Agúst Eðvald Ólafsson. en það var einmitt hann sem fann ungann uppi á heiðum einhvers staðar fyrir norðan en þá var unginn nær dauða en lífi. Nú hefur hins vegar færzt heldur betur lif í hann og hann hleypur á eftir Ágústi litla hvert sem hann fer. „Hann heldur að ég sé mamma hans,“ segir Ágúst. ,,Ég gef honum gras og flugur að borða og svo étur hann líka helling af hænuungafóðri og drekkur mikið vatn.“ Og Himmi er ekki eina gælu- dýrið á bænurn Þar eru tveir páfagaukar og hundur sem heitir Polli og gengur sambúðin slysa- laust að jafnaði. A.m.k. er Himmi ekkert hræddur við Polla því hann er ófeiminn við að stökkva upp á hann og kroppa i hann. En fuglum er víst ekki frá nátt- úrunnar hendi ætlaður bústaður í steinkumböldum mannanna barna, svo fljótlega verður að láta hann fara. „Við ætlum með hann suður í Sædýrasafn og vita hvort hann þrífst ekki þar innan um gæsirnar, en það veit almáttugur að við tímum ekki að sjá af hon- um," mælti húsfreyjan að lokum. JB Agúst litli er i sumarlevfi hjá ömmu og afa, en hann er frá Blönduósi. Og hann hefur sannar- lega nóg að gera við að annast Himma og gæta þess að Polli gerist ekki of nærgöngull. DB-mynd Arni Páll. Góður er blessaður sopinn. DBmynd Bjarnleifur. ALLT ÍFÓKUS HJÁ 0KKUR Finnst ykkur ég ekki sætur? spyr Himmi, sem enginn veit hvort er himbrimi, lómur eða eitthvað annað. N0TIÐ filmuna í ferðalagið SMÁSALA F0KUS HEILDSALA Lœkjargötu 6b, sími 15555 Mjög góð veiðiaðstaða /f fyrir fatlaða, — segir Arnór Pétursson, f ormaður íþróttaf élags fatlaða „Það er mikil og góð veiði í vatninu og full ástæða til að vera bjartsýnn." sagði Arnór Péturs- son formaður Íþrðttafélags fatl- aðra cr I)B spurðist fyrir' um nýtilkomna veiðiaðstöðu fyrir fatlaða í Elliðavatni. „Svæðið sem aðstaðan er við, er á mótum Helluvatns og Elliða- vatns. en iil að komast þangað er fariö gegnum Kauðhóla og inn í Heiömörk." héll Arnór áfram. Staöurinn var o|>naður sl. föstu- dag og hefur verið töluverð aðsókn að þessu. Aðstaðan er sér- staklega góð lyrir fólk í hjóla- stólum og aðrir. sem auðveldar eiga með hreylingu, geta flutt sig til og veitt þarna i nágrenninu. Veittar verða leiðbeiningar og kennsla við vciðar, auk þess sem* annað aðsloðarfólk verður til staðar. „Upphal'leg drög að þessu máli voru þau, að Veiði- og fiskiræktar- ráð lagði fram til borgarráðs á síðasta ári tilliigu Olafs Jenssonar um veiðiaðstöðu f.vrir fatlað fólk, og samþ.vkkti ráðið að veita rúmar 900 þúsund krónur til þess- ara framkvæmda. Siðan var hafizt handa strax og fr.ost fór úr jörðu i vor og eins og fyrr segir var opnaö sl. föstudag. Veiðiféjag Elliða- vatns, sem hefur veiðile.vfisrétt- indi á þessutn stað, lét okkur eftir veiðileyfi á mjög góðu verði og gerði okkur þar með kleift að opna," sagði Arnór að lokum. Veiðiaðstaðan 'við Elliðavatn verður opin daglega i sumar og eru veiðileyfin til siilu hjá Iþróttalelagi fatlaðra. Kiwanis- klúbhurinn Esja hefur gefið 2 verðlaunabikara, annan l'yrir ástundun við veiðar. en hinn lýrir inesla veiði yfir sumanð. JB Sólgleraugu hinna vandlátu PRIMETTA eru nú aftur fáanleg í verzlunum (margir litir og gerðir). PHIMETTA sólgleraugu eru vönduð, létt og fara vel. PRIMETTA sólgleraugu fvrir ökumenn eru höggvarin. PRIMETTA sólgleraugu eru með I)IN- stimpli, sem er gæðastimpill vestur-þýzku neytendasamlakanna. PRIMETTA UMB0ÐIÐ H.A. TULINIUS HEILDVERZLUN AUSTURSTRÆTI 20, REYKJAVÍK. Optisk .moða.uler

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.