Dagblaðið - 15.07.1976, Síða 22

Dagblaðið - 15.07.1976, Síða 22
22 DAÍ.BLAÐIÐ — FIMMTUDACUR 15. Jt’Ll 1976. BILASALA- BÍLASKIPTI RORGAHiÖN BÍLDEKkOí —□ KUJBBUBINt Hreinsað tii í Bucktown Hörkuspennandi og vióburðahröð ný bandarísk litm.vnd. FRED WILLIAMSON PAM GRIER tslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýndkl.3, 5, 7,9 og 11 Ilér er roktorinn að reyna að konia i vejí fyrir að Hia Hjort veki athygli vegfaranda á slefnumóti þeirrá. Ný spennandi amerísk mynd i litum frá MGM. Aðalhlutverk: Robert Duvall, Karen Black, Joe Don Baker og Robert Ryan. Leikstjóri: John Flynn. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Örvænting Piu er alger þegar henni verður ljóst að eiginmaður hennar hafði ætlað að drepa hana. Hörkutól Bflskúrinn Kvik myndir Garagen (bílskúrínn). Leikstjóri: Vilgot Sjöman. Kvikmyndahandrit: Vilgot Sjöman. Klipping: Vilgot Sjöman og Wic Kellin. Bílskúrinn er verk Sjömans að langmestu leyti eíns og upp- talningin hér á undan sýnir, en þessi sænski leikstjóri kom hingað til lands í vetur. Leikararnir eru lítt kunnir hérlendis enda sjáum við allt of fáar sænskar kvikmyndir. Mynd þessi lýsir örlögum tvennra hjóna í smábæ í Svíþjóð. Mennirnir starfa báðir við gagnfræðaskólann og stendur til að bæta við hann menntaskóla. Konurnar hlúa að mönnum sínum en engin börn eiga hjónin. Lýsir myndin lífi sænskra smáborgara, framhjá- haldi þeirra og loks hinum ei- lífa þríhyrningi. Rektorinn og kristinfræðikennarinn eyða mörgum frístundum sínum saman og hið sama má segja um konur þeirra. Rektorinn hefur haldið við konu kennarans í nokkur ár, en er hálfpartinn orðinn leiður á henni. Hún verður ófrísk eftir hann, en taldi sig óbyrju áður. Maður hennar er ákaflega rólegur og ekki til stórræðanna í sambandi við kvenfólk, en elskar konu sína mjög innilega. Hann fær ekki afborið samband konu sinnar við rektorinn og gerir heiðarlega tilraun til að drepa hana, nákvæmlega á sama hátt og hún hafði áður reynt að fremja sjálfsmorð. Rektorinn, sem giftur er auðugri konu er sífellt í leit að nýjum viðhöldum og vill losa sig við Piu Hjort (konu kristin- fræðikennarans). Hún reynist hins vegar hin harðasta á því að halda í hann. Þegar henni verður ljóst að hann ætlar að hætta við hana, reynir hún að drepa rektorinn. Lokaþáttur myndarinnar er stórkostlegur. Þar burðast þeir rektorinn og kennarinn báðir með það á samvizkunni að hafa drepið Piu. Og það verður, eins og svo algengt er í daglega lífinu að hinn slægi sleppur. Hinn saklausi er svo kúgaður af samvizkubiti og þreyttur á lífinu að hann gefur sig fram. Myndin lýsir ákaflega vel sálarlífi þess fólks sem við sögu kemur. Rektorinn verður ógleymanlegur sem hinn miskunnarlausi maður. Vald hans yfir fólkinu í kringum hann er með ólíkindum. Tekst Per Myrberg að gera hann afar sannfærandi Fréj Lindqvist leysir af- burða vel af hcndi hlutverk hins kokkálaða eiginmanns. Hinn grandvari kristinfræði- kennari er svo saklaus, að jafn- vel þótt nemendur hans væru reiðubúnir til fylgilags við hann, tekur hann ekki eftir því. Örvænting hans er tjáð ákaf- lega vel. Piu Hojrt ieikur Agneta Ekmanner. Fer hún mjög vel með hlutverk hinnar ósjálf- stæðu eiginkonu, sem lifir tvö- földu lífi. Henni tekst sérstak- lega vel upp í þeim atriðum sem örvænting Piu og ráðleysi hafa völdin.Kvikmyndun fer fram í þorpi sem er ólíkt ,,kvik- myndaþorpum." Það lítur ná- kvæmlega út eins og sænskur kaupstaður og fólkið sem kemur fram — fyrir utan aðal- leikarana — er ákaflega „þorpslegt." Nefna má til dæmis granna kennarans, lög- regluþjón, sem er fullkomlega háður konu sinni með allt. Hún er aftur á móti ein slík sem bakar kökur og færir fólki. Samantekt: Prýðisgóð af- þreyingarmynd sem vekur athygli á því hvað getur gerst þegar framhjáhald á sér stað. Leikstjórn Sjömans er mjög frambærileg sem og klipping hans. Hvergi í myndinni er þó að finna snilldarframmistöðu á einu eða neinu sviði. —BA— Afar spennandi og skemmtileg ný bandarísk „hryllings-músík“ lit- mynd, sem víða hefur fengið viðurkenningu sem bezta mynd sinnar tegundar. Leikstjóri og höfundur handrits: Brian de Palma. Aðalhlutverkið og höfundur tónlistar: Paul Williams. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBiO Frumsýnir Bílskúrinn GARAGEN ...der sker uhygge/ige tíng / GATiAGEN Vilgot Sjömans thríller STJÖRNUBIO Svarta gullið IQKlfcHOMA CIUDI) tf- lUMiimLnmi -w-w PRODUCtRtT 00 IKtlllStl «1 SUHltT UUtl 130 Íslenzkur texti Afar spennandi ný amerísk verð- launakvikmynd í litum. Leikstjóri Stanley Kramer. Aðalhlutverk: George C. Scott, Fay Dunaway. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð innan 12 ára. Þrumufleygur og Lettfeti (THUNDERBOLT AND LIGHTFOOT) Övenjuleg, ný, bandarísk mynd með Clint Eastwood í aðalhlutverki. Myndin segir frá nokkrum ræningjum, sem nota kraftmikil striðsvopn við að sprengja upp peningaskápa. Leikstjóri: Mikael Cimino. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Jeff Bridges, George Kennedy. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5. 7.10 og 9.20. AUSTURBÆJARBÍÓ Júlía og karlmennirnir (Júlía) Bráðfjörug og mjög • djörf ný, frönsk kvikmynd í litum. Aðalhlutverk: Sylvia Kristel; (lék aðalhlutverkið í „Emmanuelle") Jean Claude Bouillon. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ný bandarísk teiknimynd fram- leidd af Hanna og Barbera, þeim er skópu Flintstones. Mynd fyrir alla f jölskylduna. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Forsíðan Front Page Sýnd kl. 11. HÁSKÓLABÍÓ Chinatown Heimsfræg amerísk litmynd, tekin í Panavision Leikstjóri: Roman Polanski. Aðalhlutverk: Jack NicholsonrFay Dunaway. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum. lslenzkur texti. NÝJA BIO Paradísaróvœtturinn Ný djörf sænsk sakamálamynd gerð af Vilgot Sjöman, þeim er gerði kvikmyndirnar: „Forvitin gul og blá. Aðalhlutverk: Agneta Ekmanner, Frej Lindquist og Per Myrberg. Sýnd kl. 9 og 11.05. Bönnuð börnum innan 16 ára. ísl.'texti. LAUGARÁSBÍO Dýrin í sveitinni (Charlotte‘s Web)

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.