Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 6
(i — KIMMTUDAííUR 15. JUU !976. Erlendar fréttir REUTER ■ Frá flokksþingi domókrata í Madison Square Garden. Borgarstjóri New York, Abraham Beame, í ræóustól. CARTER ÁTTI ÞINGHEIM Hið gríðarfjölmenna flokks- þing demókrata í New York varð að einni samfelldri sigur- hátíð, er val Jimmy Carters, fyrrum ríkisst'jóra var um garð gengið í nótt. Hann mun nú annaðhvort berjast við Ford forseta eða Ronald Reagan um forsetaembættið í kosningun- um, sem fram fara í nóvember. Vitað var fyrirfram, að Carter hlyti útnefninguna, þar sem hann hafði tryggt sér nægilega marga kjörmenn í for- kosningum, sem haldnar hafa verið undanfarna mánuði. Carter, sem er 51 árs, sat fyrir framan sjónvarpstæki á hótelherbergi sínu í borginni og fylgdist hljóður með því sem fram fór á flokksþinginu. Eiginkona hans, sem sat þingið, gat varla varizt tárum er hún ræddi við fréttamenn: „Hugur minn er fullur þakk- lætis. Þetta er mikill atburður og það eina, sem ég harma, er, að Jimmy er ekki hérna. Það er erfitt að sætta sig við.“ Lög gera svo ráð fyrir, að frambjóðandinn komi ekki á þingið fyrr en honum er form- lega boðið, — eftir útnefning- una. Er gengið var til atkvæða, höfðu verið haldnar ræður, þar sem skorað var á þingheim að kjósa Carter, auk þess sem lýst var yfir stuðningi við Morris Udall frá Arizona, Edmund Brown frá Kaliforníu og einu konuna, sem var i framboði, Ellen McCormack. Hún hefur sérstaklega barizt gegn frjáls- um fóstureyðingum. En þingfulltrúar vissu, að Carter myndi fara með sigur af hólmi. Fulltrúar Alabama, heima- ríkis George Wallace, voru fyrstir til þess að lýsa kjöri sínu. 30 af 33 kjörmönnum þaðan sögðust styðja Carter. Er röðin kom að Ohio-ríki. og Carter þurfti aðeins 78 atkvæði til þess að hafa tryggt sér öll 1505 atkvæði kjörmanna, lýstu kjörmenn því yfir, að 132 þeirra st.vddu Carter, um leið og þeir dönsuðu hálfgerðan stríðsdans í fögnuði sínum. Yfir þingheimi hljómaði kallið: Við viljum Carter. — Við viljum Carter!! Því var síðar lýst yfir á þing- inu, að Carter hefði verið einróma kjörinn forsetafram- bjóðandi flokksins. Á morgun mun síðustu spurningunni verða svarað, er Carter skýrir frá þvi, hvern hann hefur valið sér sem vara- forsetaefni. Eru sex þingmenn taldir koma þar til greina. Sérfræðingar telja, að þeir sem helzt koma til greina séu þingmaðurinn Edmund Muskie, fyrrum forsetafram- bjóðandi, og Walter Mondale frá Minnesota. Skömmu áður en gengið var til atkvæðagreiðslu, lýsti Morris Udall, fyrrum frambjóð- andi, að hann myndi berjast fyrir kjöri Carters í forseta- kosningunum. Var sá atburður af mörgum talinn einna cftirminnilegastur á þinginu, er hann sagói þeim 250 kjörmönnum, sem lýst höfðu yfir stuðningi við hann, að kjósa heldur Carter. Stuðningsmenn Udalls héldu á skiltum, þar sem á var letrað, ,,Nei, nei“ er þingmaðurinn hélt yfir þeim ræðu, þar sem hann sagði m.a.: Á morguri mun ég verða skráður her- maður í baráttunni um að Jimmy Carter verði kjörinn for- seti, og ég mun gegna þeirri skyldu minni af fullum krafti.“ Fulltrúar á þinginu veifuðu borðum og fánum og hrópuðu upp yfir sig í hvert sinn, sem nafn Carters bar á góma í ræðu. Þingmaðurinn Edward Kennedy og fjölsHylda hans sátu í salnum —allfjarri þeim var fyrrum fjölskyldumeðlim- ur, Jacqueline Kennedy Onassis, ekkja Kennedys fyrr- um forseta. Þegar Barbara Jordan þingmaóur frá Tcxas l'liilli sclniugarra'ðu þingsins a'llaði alII aó ganga al'giifliiniim. Kált cr cinmanalcgra cn að hafa dagað uppi scni sluðningsmaður Gcorgc Wallacc. Á flokksþinginu- i Madison Squarc Gardcn niátli þó sjá cinn slíkan á rölli. Ilann fór svo sannartcga ckki dult incð sinn nianii. — allur útklíndur i liniiniðuni iini ágarii Wallacc. llnbcrt lliimplircy fyrrum varaforcti liugðist sjálfur kcppa að útncfn- ingu á flokksþinginu. llan siiðlaði þó yfir á siðuslu stundu og sagðist styðja Cartcr. llcr fylgisl lvann og kona hans mcð ra'ðu Jolin Glcnn fyrruin gcinifara. Jimmy Carter mætti ekki á setningu þingsins, en fylgdist með athöfn- inni í sjónvarpi á hóteli i New York. Amy Cartcr, átta ára gömul, líkleg til að verða barn Bandarikjanna númcr 1. fvlgdist mcð af athygli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.