Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 12
DACBLAtilÐ — KIMMTUDACUK 15. JÚUl 1976. EHefu hafa varpað yfír 21 melra í ár — og sextán yfir 20.62 metra í kúluvarpinu Mikil afrek hafa verið unnin í kúiuvarpi i ár — eins og alltaf er á Olympíuári. Ileimsmet hafa verið sett bæði i fiokki atvinnu- manna og áhugamanna. Brian Oldfield, sem er atvinnumaður og keppir því ckki á ieikunum í Montreal, hefur varpað lengst eða 22.45 metra. Bandaríkjamaður- inn Terry Albritton, sem aðeins er 21 árs, setti heimsmet í vor í flokki áhugamanna, þegar hann varpaði 21.85 metra — en á bandaríska úrtökumótinu varð hann aðeins fjórði og komst því ekki í bandaríska olympiuliðið. Um heigina bætti sovézki kúlu- varparinn Barysjnikov, sem lengi hefur verið í fremstu röð, metið í 22 metra í landskeppni Frakka og Sovétmanna í Paris. Alls hafa ellefu kúluvarparar varpað kúlunni yfir 21 metra í sumar — og sextándi bezti árang- urinn í ár er 20.62 metrar. Því miður hefur blaðið ekki skrá yfir alla þá.sem varpað hafa yfir 20 metra í sumar, en reikna má með að það séu um 25—30 kúlu- varparar. Hér á eftir fer listi yfir 16 beztu afrekin í ár — en rétt er að vekja athygli á því, að sex þeirra eru unnin af Bandaríkja- mönnum, fjögur af Sovétmönnum og fjögur af Austur-Þjóðverjum. Bezti árangur í kúluvarpi í heiminum i ár litur þannig út: Arangur Nafn Aldur 22.45 Brian Oldfield, USA (31) 22.00 A. Barysjnikov, Sovét, (28) 21.85 Terry Albritton, USA (21) 21.74 A1 Feuerbach, USA, (28) 21.63 George Woods, USA, (33) 21.55 Geoff Capes, Bretl. (27) 21.53 Jev. Mironov, Sovét, (27) 21.46 R. Oesterreich, A-Þ. (27) 21.12 Udo Bayer, A-Þýzkal. (21) 21.12 H. Peter Gies, A-Þ. (29) 21.10 Petcr Shmock, USA, (26) 20.92 H. Rothenburg, A-Þ. (32) 20.84 Mac Wilkins, USA, (26) 20.84 Matti Yrjola, Finnl. (28) 20.72 Anat. Jarosj, Sovét, (24) 20.62 Alexs. Nosenko, Sovét- (24) Óvœnt í Garðinum — Ár- mann tapaði fyrir Víði Bikarkeppnir hafa löngum verið keppnir hinna óvæntu úr- slita, þegar lið hinna ýmsu deilda leiða saman hesta sína. í gær- kvöld áttust við i Garðinum lið heimamanna Víðir úr III. deild og 2. deildarlið Armanns. Urslit leiksins fóru nokkuð á annan veg en við mátti búast, því Víðir bar sigur úr býtum með glæsilegu marki útherjaús Ingimundar Guðmundssonar, sem skaut frá vítateig föstum snúningsknetti, sem skrúfaðist yfir Ögmund Kristinsson markvörð Armanns og féll að baki'honum í markið. Þar sem markið var skorað um miðjan fyrri hálfleik, höfðu Ármenningar nægan tíma til að jafna og einnig tækifæri. Tvívegis virtist knötturinn stefna í Víðis- markið, en Þorleifur „Jashín“ Guðmundsson, markvörður, kom höndum undir knöttinn og gat lyft honum í þverslá og aftur fyrir markið. Einnig greip Þorleifur vel inn í leikinn, þegar Ármenn- inar sóttu hvað ákafast á tímabili i seinni hálfleik. En Víðispiltarnir áttu einnig sín færi á að auka muninn. Jóna- tan Ingimarsson, fótfrái miðherj- inn, komst fram hjá Ögmundi markverði og skaut, en Magnúsi Þorsteinssyni tókst á síðustu stundu að bjarga á marklínunni. Rétt fyrir leikslok skaut Jón Ög- mundsson, sem kom inn á í seinni hálfleik, himinhátt yfir í dauða- færi. Hafnfirðingurinn, Daniel Hálf- dánarson, hefur náó Víðisliðinu vel á strik eftir lélega byrjun í vor. Sýndu þeir oft á tíðum ágætan leik, samspil og snerpu ásamt ódrepandi dugnaði allan leikinn. Hvergi veikur hlekkur, en ath.vgli vakli Haildór Einars- son miðvörður, ásamt Gísla Eyjólfssyni tengilið og Ingimundi Guðmundssyni útherja. Lið Armanns var ekki eins heil- I steypt og við mátti búast af ann- arrar deildar liði. Einhvers óróa gætti í leik þeirra og baráttuvilji sumra leikmanna var í lágmarki. | Ingi Stefán, miðvörður og Jón Hermannsson voru þeir sem „héldu höfði“ í leiknum. Dómari var Ársæll Jónsson og slapp hann vel frá því hlutverki. emm Vinna leikina fyrir félög sín Allmargir leikir í yngri flokk- unum voru háðir á Norðurlandi sl. sunnudag. Urslit urðu þessi: Sunnudagurinn 11. júlí 1976. íslandsmótið 2. flokkur. Sauðárkrókur: Tindastóll — KA 2—0 Sunnudagurinn ll.júlí íslandsmótið, yngri flokkar. Norðurland. Sauðárkrókur: 4. flokkur. Tindastóll — KS 1—2 5. flokkur. Tindastól! — KS 0—3 Húsavík: 3. flokkur. Völsungur — Þór 8—2 4. flokkur. Völsungur — Þór 4—1 5. flokkur. Völsungur — Þór 2—2 Akureyri: s flokkur. KA — Leifur. 2—0 4. flokkur. KA — Leifur. 7—0 5. flokkur. KA — Leifur. 5—0 Að lokum má geta þess, að dómarar á Sauðárkróki og Húsa- vík eru lélegir og algjörir heima- dómarar. Það sýndi sig til dæmis í leik Tindastóls og KA. í 2. flokki og í leik Völsunga og Þórs í þriðja flokki á sunnudaginn. Þessir menn vinna leikina fyrir sín félög og er það að vonum mjög leiðin- legt. Það hefur hingað til verið nógu erfitt að leika gegn 11 manna liði þó svo að dómararnir fari ekki að verða liðsmenn sinna manna. Hvernig er með eftirlit með leikj- um þessum og þá frá dómara- félögunum? Jú, það er ekki neitt. Til dæmis í leiknum lá Sauðár- króki. Þegar flautað var þá var það vitað mál að það var dæmt á KA-menn. Er það nema von að svona fari í skapið á leikmönn- um og þeir gera oft það sem þeir mundu aldrei gera annars og það eina sem þeir hafa upp eru gul spjöld og brottrekstur. Undir- ritaður telur það frumskilyrði að viðkontandi dómari kunni knatt- spyrnureglur KSl en það hefur komið í ljós að svo er ekki. Það er ekki nóg að klæðast svörtu dómarapeysunni og geta flautað í tíma og ótíma. Bæði Akureyrar- félögin eru mjög óhress yfir þessu. Ef þetta endurtekur sig oftar verður að fara að gera eitt- hvað í málinu óg það hið allra fyrsta. Dómgri getur gert mistök eins og allir aðrir en þegar þeir eru farnir að taka stig af liðum og það i baráttunni um Islands- meistaratitilinn er bezt fyrir þá að hætta að sinna „dómgæzlu." StA. Hreinn Halldórsson í metkasti sínu á Laugardalsvelli í gær — 20.24 metrar -i en Evrópumet Gunnars Huseb.v var — 16.74 metrar, sett á Evropumeistarmótim var eini Ijósmyndarinn. sem tók myndir af keppninni í gær. — Strandamoðurinn sterki, Hreinn Halldórsson Hreinsaði sig i Tuttugu metrarnir eru á næsia leiti, sagði Hreinn Halldórsson, KR. — Strandamaðurinn sterki — eftir Kalottkeppnina á dögunum og i gær á Laugardalsvellinum urðu þeir stað- reynd. Tvívegis varpaði Hreinn kúl- unni yfir 20 metra ntarkið — fyrst 20.01 metra og síðan 20.24 metra. Framför Hreins hefur verið mikil í sumar. Islandsmetið frá í fyrra var 19.49 motrar og hefur Ilreinn þvi baút árangur sinn um 75 sentimetra. Það er mikið i kúluvarpi — og Hreinn stefnir að því að vera í topp- þjálfun á Olynipíuleikunum. Þaö veröur hann greinilega og gæti oröið þar nieðal tíu heztu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.