Dagblaðið - 22.07.1976, Side 2

Dagblaðið - 22.07.1976, Side 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JULÍ 1976. 2 Tðkum samon hðndum að sporna við verðbólguvoðanum Það verður svo sannarlega að taka fram stækkunargler til þess að kma auga á það sem fæst fyrir íslenzkar krðnur nú til dags. Og þetta fer alltaf versnandi. DB-mynd Bjarnleifur. X X X Það vill svo til að ég á þess kost að líta yfir flest stærstu blöðin daglega. Og nú í langan tima hefi ég ekki orðið vör við að birtar væru sérstakar greinar um verðbólgufárið og afleiðingar þess, fyrr en nú, 6. þ.m. að Dagblaðið kemur með sína kjallaragrein :im þetta og höf- undur nefnir: ..Hamfaiir verð- bólgunnar verður að stöðva“. Þetta voru vissulega orð í tíma töluð, eins og raunar allt sem í greininni stendur. Mér finnst sannast sagna að þarna sé um bitran boðskap að ræða, sem fólk verður nú að átta sig á, áður en lengra er gengið en orðið er. Því skora ég hér með á alla, sem þessi grein kann að hafa farið fram hjá að kynna sér hana. Hvar eru annars allir mál- svarar fátæklinganna, gamal- mennanna og umkomuleysingj- anna í þjóðfélaginu? Þeir sýnast ekki vera innan sala Alþingis eða í röðum stjórn- málamanna okkar. Vonandi er þá enn að finna úti á meðal fólksins. Ég tek það sérstaklega fram hér, að höfund umræddrar greinar þekki ég ekkert en mér er kunnugt um að mörgum leikur forvitni á að vita frekar hver hann er. Ef blaðið vildi gjöra svo vel að upplýsa það. Að lokum vonast ég til að Dagblaðið taki nú upp sem harðastan áróður gegn þessum verðbólguvoða. Guðrún Gísladóttir. Svar: Sá sem skrifaði umrædda kjallaragrein heitir Brynjóflur Þorbjarnarson, sonur Þor- bjarnar á Geitaskarði. Brynjólf- ur er fæddur árið 1918 og hefur verið viðloðandi Hafnarfjörð i 30 ár. Hann sagðist þó oft dvelja nærri heimabyggð sinni. Hann er vélsmíðameistari og hefur einnig verið bæjarfull- trúi v Hafnarfirði. VEGURINN UM VESTFIRÐI ER SLYSAGILDRA merking er þar nœr engin Bjarni Helgason kom að máli við DB: Fyrir skömmu lá leið mín um Vestfirði. Lagði ég upp frá Reykjavík akandi. Leiðin að Bjarkarlundi var þokkaleg, en þegar þangað kom versnaði vegurinn til muna. ökumaður er þá orðinn þreyttur á akstrin- um og því verr upplagður. Vegarkaflinn frá Bjarkarlundi að Flókalundi er mjög illa merktur, en þar eru stórhættu- legar brýr. Aðkeyrsla að þeim er mjög þröng og oftast er kröpp beygja sem verður að fara áður en að brúnni kemur. Það má vel vera að Vest- firðingar þekki sína heima- byggð vel og því eru vegirnir ekki eins hættulegir fyrir þá og ókunnuga. ökumaður t.d. úr Reykjavík verður að treysta því að brú sé merkt og krappar beygjur. En á þessum vegi á Vestfjörðum er það undantekn- ing ef svo er. Þetta er því stór- hættuleg leið, enda hafa orðið þarna dauðaslys. En hvers vegna er þetta ekki merkt, áður en slys hlýzt af? Það er ein- kenniiegt að ekki skuli neitt gett fyrr en allt er komið I óefni. Hvers konar hugsunar- leysi er þetta eiginlega? Skora ég hér með á viðkom- andi yfirvöld sem hafa umsjón með veginum á Vestfjörðum að taka nú á honum stóra sínum og koma merkingum fyrir við vegi og brýr. Eða þurfa kannski fleiri slys að hljótast af van- rækslu þeirra, áður en þeii vakna? Hermóður

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.