Dagblaðið - 22.07.1976, Side 3

Dagblaðið - 22.07.1976, Side 3
DACiBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1976. 3 2v N Raddir lesenda Jafnvel i Bréiðholtinu er húsa- leigan sprengd upp úr öllu valdi. Sigríður Brynjúlfsdóttir hringdi: Ég hef verið í húsnæðisleit nú í nokkurn tíma. Hef ég bæði notfært mér dagblöðin og svo aðrar leiðir til að komast í sam- band við þá sem leigja út hús- næði. En það ríkir algjört okur á þessum markaði. Tveggja herbergja ibúðir, jafn- vel í Breiðholtinu, eru leigðar á 30.000 krðnur. Að þessu við- bættu kemur svo húsgjald sem er allt að 7.500 krónum á mán- uði. Svo er þetta ekki gefið upp og leigjendur fá kvittun sem nemur helmingi þeirrar upp- hæðar sem greidd er. Ég þekki dæmi um þaó að kvittunin var upp á 9.000 krðnur, en það var þriðjungur þeirrar upphæðar sem greidd var í leigu. I einni ferð minni lá leiðin í Kópavog. Þar var til leigu 3ja herbergja kjallaraíbúð á 25.000 krónur á mánuði. Við leigutöku átti að greiða tryggingu sem nam 100.000 krónum og sú upp- hæð átti að endurgreiðast eftir leigutímann, ef engin spjöll hefðu verið unnin á íbúðinni. Það skipti ekki neinu máli, hve langur þessi leigutími var, þó hann hefði verið 10 ár, þá var upphæðin aðeins 100.000 þús- und sem leigutaki fékk endur- greidda. Þegar við spurðumst fyrir um leigusamninginn, þá vildi húseigandi ekki heyra minnst á svoleiðis. Hann sagði að ef hann væri gerður, þá gæti hann ekki hent okkur út daginn eftir þess vegna.ef hon um líkaði ekki leigjendurnir. Leigjendur hafa alls engan rétt !! Það er hægt að fara með okkur að vild húsleigjandans. Fyrirframgreiðsla er á flestum stöðum, þar sem ég hef borið niður, eitt ár fyrirfram. Ef heppnin er með, þá er hægt að finna íbúð, þar sem krafizt er 6 mánaða fyrirframgreiðslu. Hvernig geta húseigendur komizt upp með þetta okur? Hvernig geta þeir komizt upp með að svíkja svona undan skatti?? Hvers vegna er ekki gert eitthvað i þessu af yfir- völdum? Svona lagað er ekki hægt að líða. Húsaleiguokríð Orðsending Til Hilmars Jónssonar fró Arna Gunnarssyni Æ, Hilmar minn! Það er ótta- legt að þurfa að svara þessari orðsendingu þinni í Dagblaðinu 19. júlí. Línurnar verða ekki margar, aðeins um það, sem þú rangfærir, sem er nær öll orð- sendingin. Þá vil ég biðja þig lengst allra orða að blanda ekki Vilmundi Gylfasyni inn i þetta. Það er allt annað mál, sem okkur greinir á um. 1. Eg gef þér ekkert siðferðis- vottorð. Þú hefur sjálfur orðið þér úti um það fyrir löngu. Þar get ég enga bragarbót gert. ' 2. Ég hef aldrei gefið Eiði Guðnasyni einkunn fyrir lélega blaðamennsku. Svo vitlaus er ég ekki enda er Eiður með snjöllustu fréttamönnum hér á landi. 3. Mér kemur ekkert við hvað þeir Styrmir og Matthías á Morgunblaðinu gera; hvort þeir eru vondir við þig eða ekki. 4. Ef þú segir mig skorta þekkingu á Klúbb- og Geir- finnsmálinu þá verður svo að vera. Um slíkt þræti ég ekki við sérfræðing. 5. Ég hef ekki verið með Vil- mundi Gylfasyni á einum ein- asta fundi eða fyrirlestraríerð úti á iandi; aðeins ósköp venju- legum kratafundum, sem þú sækir stundum sjálfur. Þetta er allt og sumt, sem ég hef að segja um orðsendinguna. Vertu nú vænn og hlífðu mér við frekari skrifum. Með flokkskveðju, Árni Gunnarsson. MIKIL FRAMFÖR - ÁR OG HREPP AR MERKTIR Þór Eggertsson hringdi: „Eg eyddi sumarleyfinu mínu hér innanlands og fór hringveginn ásamt fimm kunn- ingjum. Við hófum ferðina í Reykjavík og héldum í austur til Hornafjarðar. Við höfðum ekki ekið langt, þegar við fórum að taka eftir því að ár höfðu verið merktar. Á brúnni var skilti með nafni árinnar. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og eins fannst samferðafólki mínu. Við tókum eftir því að í Strandasýslu voru allir hreppar merktir með nafni. Þetta er mjög mikil framför að hafa þennan háttinn á. Það eru ekki allir kunnir stað- háttitm um þ?’t héruð sem þeir fara. Þekking manna getur því verið af skornum skammti á nöfnum og staðháttum. Er þetta því vel að merkja svona ár og hreppa. Þökk fyrir þessa framtakssemi.“ lesenda Hringið í síma 83322 milli kl. 13 og 15 eða skrifið LAMBAKJÖTSVEIZLA í ÚTLÖNDUM — en ekki hér hjó aumum mörlanda Sigríður Guðmundsdóttir skrifar: „Það er ekki ofsögum sagt að við íslendingar kunnum ekki að stjórna okkur. Eitt lítið dæmi um það er að við skulum árlega flytja út kindakjöt til Noregs og fleiri landa fyrir helmingi lægra verð en við aumir neytendur borgum fyrir það hér. Hvers vegna í ósköpunum megum við ekki heldur njóta þess sjálfir að éta okkar eigið kjöt á lægra verði, en að bjóða útlendingum í veizlu? Er það þessi eilífi sleikjuháttur við allt, sem útlent er, sem ræður ferðinni, eða hvað? Ef það er ekki þetta, sem ræður ferð stjórnvalda .í þessum efnum, þá hljóta þau að geta haft áhrif á bændur í þá átt að minnka við sig ærstofn- inni, nema annað komi til og við tslendingar getum fengið kjötið á lægra verði eins og ég nefndi áðan.“ Spurning dagsins Ef þér byðist far með vík- ingaskipi eða skinnbóti yfir hafið, hvorn farkost- inn mundirðu velja? Þrándur Thoroddssen kvik- myndagerðarmaður: Þetta er skrýtin spurning. Ætii ég mundi, ekki frekar velja vikingaskipið. Þetta hlýtur að vera hálfgerð vos- búð þarna um borð í Brendan. Ágnar Árnason, frá Ákureyri: Ég hefði nú engan hug á því að ferðast með þessum farkostum yfir hafið, en ég vildi nú heldur víkingaskipið. Birna Ólafsdóttir atvinnulaus: Ég mundi vilja fara með bát eins og Brendan. Dagný Guðmundsdóttir verka-' kona: Ég mundi þiggja far með hvoru sem væri. Það hlýtur að vera heilmikið ævintýri að fara i svona ferð eins og þeir félagarnir á Brendan. Sigurður Vaigarðsson vélstjóri: Ég held að ég mundi ekki þiggja neina ferð. Það væri frekar að ég veldi víkingaskipið. Ása Björg Ólafsdóttir 11 ára: Ég mundi fara með víkingaskipinu, það er öruggiega miklu sterkara en skinnbáturinn.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.