Dagblaðið - 22.07.1976, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGÚR 22. JÚLl 1976.
11
\
\
•-
I
Brezka stjórnin hefur þessa
vikuna þungar áhyggjur af
áætlun, sem hún vinnur að, —
þ.e. að minnka samneyzluna
árið 1977 um 1.000 milljónir
sterlingspunda eða um 327
milljarða og 600 milljónir
íslenzkra króna. Stjórnin hefur
tilkynnt, að hún muni standa
eða falla með þessari áætlun.
Það hlýtur að vera erfið
ákvörðun fyrir Verkamannaj
flokkinn, — flokkinn, sem
skapaði brezka velferðarríkið
eftir síðari heimsstyrjöldina, að
boða slíkan samdrátt á þjóðar-
útgjöldunum. James Callaghan
forsætisráðherra hefur hins
vegar réttlætt þessar aðgerðir
með því, að þær séu það eina,
sem hægt sé að gera til að Bret-
land sleppi úr þeirri fjármála-
kreppu, sem það hefur verið í
undanfarin ár og takist að
skapa sér traust erlendis á
nýjan leik.
Verkefni ríkisstjórnarinnar
næstu daga verður því að
ákveða hvar skorið skuli niður.
Allir ráðherrarnir reyna að
sjálfsögðu að berjast fyrir sem
lægstum niðurskurði
ráðstofunarfjár í ráðuneytum
sínum. Fullljóst er þó talið að
ráðuneyti Tony Benn orku-
málaráðherra, Peter Shore
umhverfismálaráðherra og frú
Shirley Williams verðlagsmála-
ráðherra verði fyrir hvað
mestum niðurskurði.
Það er ekki ríkisstjórnin ein,
sem fær að kenna á niður-
skurði. Hún verður að taka á
móti bylgju mótmæla frá
kjósendum Verkamannaflokks-
ins og ekki síður að smjaðra
fyrir verkalýðsfélögunum til að
öðlast samþykki þeirra.
Calíaghan og Denis Healey
fjármálaráðherra verða að
ganga í gegnum þennan póli-
tíska hreinsunareld öðrum
fremur. Það er þó bót í máli að
þeir trúa á þessa aðferð sína og
eru þess fullvissir að eina leiðin
til að fá Breta til að hætta að
lifa um efni fram og forða þar
með þjóðinni frá fjármálalegu
hruni áe að minnka sam-
neyzluna.
„Óþverrabragð“,
segir verkalýðsforingi
Stjórnin á von á því að þurfa
að taka 12.000 milljón sterlings-
punda lán (3.931.200.000
íslenzkar krónur) tii ao standa
Enn hyggjast brezk stjórnvöld
bæta kjör almcnnings með því
að draga úr lífsgæðum. Nú er
alla vega því lofað að peningar
taki að streyma í galtómann
ríkiskassann þegar Norður-
sjávarolían fer að bera hagnað.
undir eyðslu þessa árs. Það
því varla furða, að
stjórnin hætti ferli sínum til
tryggja sem bezta úrlausn. Hún
hefur þó til vonar og vara gefið
kjósendum sínum i skyn, að öll
mótmæli gegn niðurskurðinum
þýði vöxt og viðgang stjórnar-
andstöðunnar og þá sér í
íhaldsflokksins.
Sárreiður verkalýðsforingi
lýsti fyrirhuguðum aðgerðum
Callaghans og hans manna sem
óþverrabragði gegn hinum al-
menna borgara. En þó slæmt sé
þá ætti það að bjargja ríkis-
stjórninni út úr þessum miklu
fjárhagserfiðleikum. Hversu
mikil sem mótmæli verkalýðs-
félaganna verða, þá hefur
stjórnin einsett sér að lækka
samneyzluna um milljarð
sterlingspunda.
En af hverju endilega 327
milljarðar ísl. króna? Jú, þessi
upphæð hefur verið samþykkt
á erlenda gjaldeyrismarkaðn-
um sem sú lægsta sem komi til
greina til að pundið hætti að
síga. — Tilgangur ríkisstjórnar-
innar með því að velja einmitt
þessa leið er tvíþættur. Annars
vegar að snúa fjármagns-
streyminu til framleiðslu út-
flutningsvara og hins vegar til
að sýna heiminum fram á að
hún hafi getu til að beita
ströngum efnahagsaðgerðum
þrátt fyrir alvarlegar afleið-
ingar.
Atvinnulausum fjölgar
Ein af alvarlegustu afleiðing-
um samdráttarins verður aukn-
ing á fjölda atvinnulausra.
Ríkisstjórnin viðurkennir að
aðgerðir hennar hækki tölu at-
vinnuleysingja um 7C. 000
næsta ár. íslendingum þykir
þetta svimandi há tala, en fyrir
Breta er hún ekkert til að láta
líða yfir sig út af, — atvinnu-
lausir í Bretlandi eru nú
1.200.000, já ein milljón og tvö
hundruð þúsund manns, eða
5.4% vinnufærra Englendinga.
Astæður brezku ríkis-
stjórnarinnar til þessara rót-
tæku aðgerða eru augljósar. Ef
fjárveitingar til almennings-
þarfa verða ekki minnkaðar,
leiðir það til nýs falls pundsins,
— og það þvingar ríkis-
stjórnina til að kafa enn dýpra
niður í það 978 milljarða ísl,
króna skammtímalán, sem
önnur iðnríki heimiluðu í júní
síðastliðnum að Bretlaadi yrði
veitt.
Talsverð upphæð af þessu
láni hefur þegar verið notuð til
að halda pundinu á floti.
Lánið er aðeins veitt til sex
mánaða og verði stór sneið tek-
in af því í einu getur svo farið
að Bretar lendi i erfiðleikum
við að greiða það. Ef í harð-
bakkann slær er stjórnin til-
búin að fá lán úr alþjóða gjald-
eyrisvarasjóðnum, en hún
hefur þegar tekið lán þar.
Næsta lán myndi því leiða til
þess að Bretar yrðu að sætta sig
við að sjóðurinn setti þeim
stranga fjárhagslega skilmála.
Stjórnin kýs því frekar að
draga úr þjónustunni við al-
menning en að hlíta skilmálum
erlendra fjármálaspekúlanta.
Healey fjármálaráðherra
hefur orðað þessa kosti við sam-
þingmenn sína í Verkamanna-
flokknum á þennan hátt:
„Annað hvort eigum við á
hættu að traust útlendinga á
okkur bregðist, sem myndi
leiða til þess að allar okkar
ráðagerðir um fulla atvinnu
eyðiiegðust, — eða okkur tekst
að útvega öllum atvinnuleys-
ingjum vinnu og við snúum
samdrætti eftirstríðsáranna i
framleiðsiuiðnaði okkar í glæsi-
lega aukningu.
Healey segir að um
tvennt sé að velja
Ef við veljum það fyrra,
þýðir það fall ríkisstjórnarinn-
ar og að ailar þær umbætur,
sem við höfum komið í gegn á
undanförnum tveimur árum,
verða að engu.“
Orð fjármálaráðherrans
þýða: „Brezka þjóðin er beðin
um að herða sultarólina nokkur
ár í viðbót, en nú með loforði
um efnahagslegt kraftaverk
sem á að rætast einhvern tíma á
níunda áratugi aldarinnar. Þá
verður Norðursjávarolían
farin að bera hagnað og kjör
þjóðarinnar breytt til hins
betra, — vonandi.
Á meðan verða áætlanir
brezku ríkisstjórnarinnar um
bætta heilsugæzlu og
menntunaraðstöðu að hvíla
uppi á hillu. Það skyldi þó ekki
vera, að enskum börnum verði
sögð sama raunasagan og
krökkunum í Essex í Austur-
Englandi: „Næsta sumar
höfum við ekki efni á að hita
fyrir ykkur vatnið í sundlaug-
unum!“
\
Frétlameim
I öllum þeim aragrúa af
boðum og veislum sem komu í
kjölfar siglingar íslensku
,(Víkinganna“ upp Hudson-fljót
á 200 ára byltingarafmæii
Bandaríkjanna gáfust fá tilefni
til að sinna eigin erindum. Þó
lánaðist mér að skreppa í bíó
tvær síðdegisstundir til að sjá
kvikmynd sem hefur sætt tals-
verðum tíðindum vestan hafs
og er byggð á bók sem tveir
fréttamenn við bandaríska stór-
blaðið Washington Post sömdu
um tilraunir sínar til að grafast
fyrir rætur Watergate-málsins
alræmda og tengja það annarri
glæpastarfsemi Nixon-
klikunnar. Kvikmyndin
reyndist í hæsta máta hnýsileg
og í alla staði vel og fagmann-
lega unnin, en hún er þó aðeins
skuggi af sjálfri bókinni, sem
ég varð mér strax úti um og las
með vaxandi hrifningu næstu
daga.
Bókin nefnist „All the
President’s Men“ og lýsir á
ljósan og injög skilmerkilegan
hátt margra mánaða viðureign
þeirra tvímenninga, Bernsteins
og Woodwards, við stjórnvöld,
rannsóknarlögreglu og dóm-
stóla meðan á rannsókn
Watergate-málsins stóð. Hún
heíur af nokkrum gagn-
rýriendum verið nefnd æsi-
legasta leynilögreglusaga
aldaniiiiai, og má til sanns
vegar færa, því hún heldur
lesanda bergnumdum frá
upphafi til loka.
Það srm fslenskum lesanda
þykir einna lærdómsríkast við
frásögnina er ódrepandi þraut-
seigja fréttamannanna, hug-
kvæmni þeirra og dirfska þegar
allar dyr virtust vera að lokast,
og síðast en ekki síst sú ófrá-
víkjanlega regla að halda sig
eingöngu við staðreyndir, birta
aldrei frétt fyrr en hún hefur
verið staðfest af að minnsta-
kosti tveimur sjálfstæðum
aðilum, og bera hverja nýja
frétt undir „sökudólgana”
áður en hún birtist og láta
umsögn þeirra fylgja henni.
Barátta fréttamannanna bæði
fyrir og eftir kosningasigur
Nixons 1972 var hörð og oft
tvísýn, en þeir létu aldrei
deigan síga. Annar þeirra var
flokksbundinn Repúblikani,
hinn kaus Demókrata, en
pólitískar sannfæringar þeirra
höfðu alls engin áhrif á þann
ásetning, sem þeir töldu raunar
heilaga skyldu fréttamanna, að
komast að bláköldum
staðreyndum og birta þær hvað
sem tautaði, afhjúpa sann-
leikann hversu óþægilegur eða
hættulegur sem hann kynui að
vera þeim sjálfum eða ein-
hverjum hagsmunahópum. Að
þessu leyti er frásögn þeirra
ein hin besta kennslubók sem
völ er á fyrir fréttamenn, sem
vilja taka störf sín alvarlega, og
ætti sannast sagna að vera
skyldulesning öllum sem fást
við fréttaöflun og fréttamiðlun.
Við lestur hennar varð mér
fyrst fyllilega Ijóst, hve
órafjarri við erum því að
og valdamenn
eignast sannkallaða atvinnu-
fréttamenn.
Jafnframt því sem bókin
lýsir daglegum störfum og
erfiðleikum hinna einbeittu og
harðsnúnu fréttamanna dregur
hún upp hrollvekjandi mynd af
valdaklíku sem hefur vígbúist í
efstu virkjum þjóðfélagsins og
hefur úti öll spjót til að verjast
hnýsni og eftirgrennslan utan-
garðsmanna um þau myrkra-
verk sem hún skipuleggur í
skjóli valda og illa fengins
auðs. Skósveinum hennar er
fórnað með köldu blóði hvenær
sem þurfa þykir. Grunsamlegir
starfsmenn eru undir stöðugu
eftirliti. Rannsóknarlögreglan
(FBI) er lömuð af ótta eða
undirgefni við valdaklikuna.
Dómsmálaráðuneytið beitir
áhrifum sínum og valdi til að
þagga niður eða dylja óþægi-
legar staðreyndir og takmarka
rannsóknina við einangruð af-
braot. Og þannig mætti lengi
teija.
Það sem er kannski undar-
legast og mest ógnvekjandi við
allt þetta mál er, að einatt eru
það hreinar tilviljanir sem
leiða fréttamennina á rétt spor,
og er þar nærtækast og mest
áberandi sjálft innbrotið í aðal-
stöðvar Demókrata í
Watergate-byggingunni, sem
hratt skriðunni af stað.
Við lestur slíkrar bókar
verður manni óhjákvæmilega
hugsað til íslands og þeirrar
geigvænlegu spillingar sem
heltekið hefur allt þjóðfélagið,
frá efstu þrepum og niður í
grunn. Lýsing þeirra félaga á
því hvernig öllum brögðum er
beitt til að einangra sjálft
Sigurður A. Magnússon
innbrotið f Watergate og tak-
marka rannsóknina við
það eitt minnir óþægilega
á hliðstæðar tilhneigingar
hér heima. Hér leggjast
allir alfreðar og albeartar
á eitt um að gera þá menn
tortr.vggilega. sem heimta
að unnið sé fyrir opnum
tjöldum að rannsóknum
íslenskra glæpamála og einskis
látið ófreistað að leita að öllum
hugsanlegum tengslum við há-
karla stjórnmála og fjármála.
Þessir verndarvættir
gerspilltra stjórnarhátta og
maðksmoginna hagsmunahópa
á æðstu stöðum eru sálufélagar
þeirra skósveina Nixons sem
hagnýttu dylgjur og meira eða
minna dulbúnar ógnanir til að
skapa andrúmsloft ótta, þar
sem enginn þyrði að láta uppi
sjálfstæða skoðun, hvað þá
koma á framfæri upplýsingum
sem leitt gætu til afhjúpunar
óþægilegra staðreynda. Það er
auðveldara en margur hyggur
að skapa slíkt andrúmsloft,
þegar menn eiga greiðan að-
gang að helstu fjölmiðlum, og
gegn þessu ber öllum
íslenskum fréttamönnum að
sporna af fremst megni.
Svo vill til að i öllum
flokkum og öllum valdahópum
og valdastofnunum eru til
menn, sem fyrr eða síðar
ofbýður flærðin, hræsnin,
lygin, valdníðslan og sukkið.
Þeir leysa að jafnaði frá
skjóðunni þegar þeim finnst
mælirinn vera að fyllast. Svo
reynist það vera í Banda-
ríkjunum. Vonandi kemur líka
að því á Islandi, og þá er ekki
víst að íslenskir sálufélagar
Nixons verði eins kampakátir
og þeir hafa verið um sinn.
Sigurður A. Magnússon
rithöfundur
✓