Dagblaðið - 22.07.1976, Síða 24

Dagblaðið - 22.07.1976, Síða 24
Fasteignaverðið hefur hreyfzt mjög lítið það sem af er órinu „Venjulega hækkar fast- eignaverö í stökkum, en í vetur hefur þaö hreyfzt ákaflega lítiö,“ sagði Lúðvík Gizurarson, hrl. en hann er fasteignasali hér í borginni. Lúövík sagði að það væru margar ástæður fyrir nokkuð stöðugu verði í ár og það þrátt fyrir að verðbólgan geisaði af fullum krafti. Nefndi hann sem dæmi að bankarnir hefðu skrúfað fyrir útlán að miklu leyti. Þetta hefði þýtt það að miklu erfiðara hefði verið að selja en áður, einkum og sér í lagi stærri fasteignir. Fólk hefði eftir sem áður áhuga á því að eignast stærri og betri íbúðir, en það vantaði peninga til að greiða í milli. Langmest sala hefur verið í 2ja og 3ja her- bergja ibúðum. Er Lúðvík var inntur eftir því hvenær hann byggist við því að verð á fasteignum færi að stíga, sagði hann að erfitt væri að spá um það. Um leið og færi að ganga greiðlegar að fá peninga úr lánastofnunum, ykist samkeppnin um einstakar eignir. Það, að fiskverð hækkaði þýddi meiri peninga hjá öllum þorra fólks og yki öll viðskipti innan þjóðfélagsins. Lúðvík benti á það, að í aug- um kaupandans virtist ekki orðið skipta máli hvar á Stór- Reykjavíkursvæðinu hann væri. Þannig fyndist mönnum þeir eins geta verið í Hafnarf. eins og í þeim úthverfum Reykjavíkur sem fjærst eru miðbænum. Afleiðing af þessu væri sú að ibúðaverð á öllu svæðinu væri orðið mjög svipað. Ekki má gleyma þeim þætti sem snýr að byggingum. Enn sem komið er hefur ekki tekizt að koma öllum ibúum landsins i — segir Lúðvik Gizurarson viðunandi húsnæði. Meðan það er ekki er stöðugt haldið áfram að reisa ný hús. Þá flyttist fjöldi manna til Stór- Reykjavíkursvæðisins á hverju' ári og þessu fólki yrði að sjá fyrir húsnæði. Ekki kvaðst Lúð- vik sjá það að í nánustu framtið yrði búið að fullnægja hús- næðisþörfinni. Þegar um offramboð á hús- næði væri að ræða, til dæmis ákveðnum húsastærðum eða íbúðum með ákveðnum her- bergjafjölda, hefði það i för . með sér að útborganir lækkuðu. — ba HÆGVIÐRIOG Allar horfur eru á því að Reykvík- ingar og aðrir Sunnlendingar geti ekki gengið frá regnfatnaðinum inni í skáp næstu daga. Utlit er fyrr rigningar- sudda næstu tvo daga að minnsta fcosti. „1" trcysli imr nu t kki til að spa Markus A Einarsson morgun. „Þó lítur út f. vestlæg átt með súld eigi eftir að rikja sujtfegnlands næstu dagana." ÁT/UB-mynd: Arni Páll. Srjálst, óháð daghlað FIMMTUDAGUR 22. JÚLl 1976. Ógnoði fyrr- verandi konu sinni með hníf Ohugnanleg viðskipti drukkins manns og fyrrver- andi eiginkonu hans bárust út á götu í Hlíðunum klukkan rúmlega 10 í gærkvöldi. Var maðurinn með hnif á lofti og ógnaði fyrrverandi eiginkonu. Atlaga mannsins að konunni hðfst hins vegar á heimili hennar. Þar hafði maðurlnn þjarmað að konunni, m.a. sparkað í hana, en hnifinn notaði hann aldrei nema sem ógnun. Fleira fólk var í ibúð kon- unnar og er leikur „hjónanna" barst út á götu þegar konunni tókst að hlaupa út, var lögregl- unni gert viðvart og skakkaði hún leikinn. —ASt. SMYSLOV KOMST A TOPPINN I 8. umferð á millisvæða- mótinu í Sviss tók Smyslov gamli forystuna um stundar- sakir, en kann að missa hana eða halda henni með öðrum þegar biðskákum lýkur. Um- ferðin var umferð Rússanna, þrír þeirra unnu sínar skákir. Smyslov vann Castro og Pet- rosjan vann Sosonko. Loks vann Tal Híibner og hafði Tal svart en hinir Rússarnir stjórnuðu hvitu mönnunum. Þetta voru einu vinnings- skákir umferðarinnar. Jafntefli gerðu Matanovic og Lombard, en aðrar skákir fóru í bið, Byrne — Czom; Geller — Liberzon; Larsen — Anderson; Smejkal — Portisch; Diaz — Gulko og Sanguineti — Rogoff. Staðan er nú Smyslov 6 Larsen 5V4og biðskák Petrosjan 5 Byrne 5 og biðskák Höbner 4V4 og biðskák Matanovic 4 og biðskák Portisch, Czom og Smejkal 314 og 2 biðskákir hver. Tal 314 og biðskák Sosonko 3V4 Geller, Rogoff, Sanguineti, Anderson 3 og biðskák hver. — ASt LAUNÞEGINN Á AÐ KVARTA EF HONUM BERAST EKKIYFIRLIT „Kerfið sem Við vinnum eftir er þannig uppbyggt, að erfitt er að fylgjast með að launagreið- endur greiði skilvíslega orlofs- féð,“ sagði Þorgeir Þorgeirsson forstjóri Póstgíróstofunnar, er DB spurðist fyrir um viðhorf hans gagnvart ásökunum þeim er komið hafa fram um slælega frammistöðu Póstgíróstofunnar varðandi innheimti orlofsfjár. „Allt byggist auðvitað á því að launagreiðandinn greiði skil- víslega orlofsféð og án nokk- urra eftirgangsmuna af okkar hálfu," sagði Þorgeir. „Póst- gíróstofan sendir launþegum yfirlit um leið og greiðslur frá launagreiðendum berast. Síðan er það Iaunþegans að kvarta ef hann fær ekki yfirlit og þá fyrst getum við farið að athuga hvernig á því stendur og síðan hafið innheimtuáðgerðir. Það vill oft brenna við að launþeginn kvarti til okkar allt of seint, og jafnvel ekki fyrr en hann vaknar upp við vondan draum er hann ætlar að fara í sumarleyfi. Innheimtuaðgerðir taka allt- af sinn tíma, stundum allt upp í nokkra mánuði, svo það er nauðsynlegt að okkur sé til- kynnt strax ef launþegi fær ekki yfirlit. Mjög vel hefur gengið að senda út ýfirlitin, við lentum að vísu í smá erfiðleikum fyrsta árið en þeir hafa allir verið yfirstignir, og okkur hafa ekki borizt neinar kvartanir í þessu sambandi nýlega. Hlutfallslega séð er sú upp- hæð, sem er til innheimtu hjá okkur núna á hendur launa- greiðendum, eða um 7 milljónir króna, ekki mikill hluti af heildarorlofsgreiðslum er við höfum nú þegar sent út orlofs- ávísanir fyrir. Heildarorlofs- greiðslur nema nú um 1.7 millj- arði' króna, svo það eru um 200 milljónir sem launþegar eiga enn eftir að leysa út. Ekki er hægt að leysa út orlofsávís- anir fyrr en sumarleyfi viðkom- andi hefst. Lögin gera ráð fyrir að allir launagreiðendur greiði orlofs- féð á réttum tíma, en æskilegt væri að koma upp sjóði sem launþegar gætu fengið úr, ef það bregzt að Iaunagreiðandi standi í skilum. Eins væri það æskilegt að þyngja viðurlögin við vangreiðslu orlofsfjár," sagði Þorgeir. „Annars finnst mér mjög skrítið að launagreiðendur skuli ekki standa í skilum með orlofsféð, því það sama gildir jú um það og sjálf launin." — KL \ /

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.