Dagblaðið - 31.07.1976, Síða 3

Dagblaðið - 31.07.1976, Síða 3
I> M .lil, \|)H) I.ACíiAHDACUK :U. .IULÍ 197« Raddir lesenda EINS OG HÁLFS ÁRS VIÐUREIGN VIÐ RUKKARA HINS OPINBERA Hvernig er þetta hœgt? 0 í tekjuskatt og útsvar Jón Magnússon skrifar: Um dafíinn var safit frá því í Dagblaðinu að F.mil H.jartarson i Meið hefði fengið kr. 0 í tekjuskatt ok kr. 0 í útsvar, en v’æri samt hár fijaldandi. Nú langar ntig til þess að vita hvernis þetta er möfiulefit. Það hlýtur að koma illa við okkur hina skattfireiðendurna að sjá svona tölur os vita að maðurinn greiðir ekki neitt í tekjuskatt eða útsvar. Hann nýtur þó væntanlega alls þess sem hið opinbera lætur i té. rétt eins of> við hinir. of> ætti þar af leiðandi einnifi að fireiða sín fí.jbld. ÞORSKURINN FARINN AÐ HRYGNA - BARA FYRIR MATTHÍAS? þeirra, þar sem annar var fæddur árið 1876 og hinn 1952. Hótunarbréfin sem ég fékk endursendi ég jafnharðan aftur og með seinasta bréfinu lét ég fylgja smá miða. Þar benti ég gjaldheimtunni á að hafá samband við skiptaráð- andann í Reykjavík, því ef faðir minn hefði látið eftir sig eiginir sem hann þyrfti að greiða kr. 190 þúsund af, ætti þeim að vera í lófa lagið að fá þetta innheimt þar. Þetta virtist duga því nú hef ég ekki heyrt frá þeim í fintm eða sex mánuði, en þá hafði rukkunarherferðin gegn látnum föður mínum staðið i eitt og hálft ár. Áfram krakkar — með „Útogsuður" Á.B. hringdi. Ég verð að vekja athygli á því hvað mér finnst fjári gaman að þættinum Út og suður. Mér finnst þau Asta og Hjalti standa sig vel, sérstaklega í lagavali. Það er áreiðanlegt að það er við allra hæfi, því að þar hljóma bæði gömul lög og ný. Svona á þetta á að vera á laugardögum, þegar maður er að fara út úr bænum. Þess fyrir utan hafa þau talað við ýmsa, t.d. leiðsögumenn sem höfðu frá mörgu að segja, m.a. hvernig útlendingar og tslendingar haga sér í ferðum sínum um landið. Inn í þetta er svo fléttað upp- lýsingum um hvar viðgerðar- bilar FIB eru staddir og fleira sem að gagni má kom'a er fólk fer á flakk á annað borð. Áfram með Ut og suður. ing við æðri máttarvöld um að breyta náttúru þorskins. Kannski blessaður þorskurinn sé bara þegar farinn að hrygna í stað þess að hrygna eftir rúmt hálft ár. Það er meira að segja sama þótt allir heimsins fiskifræð- ingar leggist á eitt til að sann- færa íslenzk stjórnvöld um nauðsyn á takmörkun veiða samkvæmt svörtu skýrslunni, svo að ekki sé talað um „kol- svörtu skýrsluna" frá Alþjóða- hafrannsóknastofnuninni. Hún segir að æskilegt væri að draga úr yfirvofandi hættu á við- komubresti. Og það er talað um 150 þús. tonna hámarksafla þorsks. Svoleiðis tölu má alls ekki nefna í eyru stjórnvalda, vegna þess að fiskifræðingarnir okkar yrðu svo daprir að heyra hana. Auðvitað mega stjórn- völd ekki verða döpur, hvað þá almenningur. Á meðan fiskifræðingar komu með tillögur um aukinn afla heyrðist ekkert nema já og amen frá stjórnvöldum. Þá gátu þau skreytt sig með rós í hnappagatinu og sagt lands- mönnum að auka útgerð og hvað það væri gott að eiga heima á íslandi: Nú leggja fiskifræðingar til minni afla og þá er bara ekkert að marka þá. Jóhann Sigurðsson skrifar: Kona nokkur sagði frá þvi í DB fyrir nokkrum dögum að látinn maður hennar fékk rukkun frá hir.u opinbera. Þetta er ekkert einsdæmi og langar mig til þess áð segja frá þeirri reynslu sem ég varð fvrir. Árið 1974 dó faðir minn, sem orðinn var 96 ára gamall. Hann var bæði heilsulaus og blindur orðinn og búinn að vera á elli- heimili i 10 ár. Um það bil 3-4 víkum eftir að gamli maðurinn var jarðaður komu tveir menn frá gjald- heimtunni heim til mín með rukkun upp á kr. 190 þúsund fyrir sköttum. Þetta kóm mér að sjálfsögðu mjög á óvart, en ég bauð þeim að fa lánaða skóflu ef þeir vildu fara og finna hann úti í kirkju- garði. Þeir þáðu það að sjálf- sögðu ekki. Nú hófst undarlegt tímabil, en mér bárust rukkunarbréf frá gjaldheimtunni og lögtaks- menn voru tíðir gestir. I fyrstu hélt gjaldheimtan þvi fram að þeir hefðu ruglað föður mínum saman við son minn, en þeir voru alnafnar. Ég benti þeim þá á að talsverður. munur væri á fæðingardegi Sigurður Jónsson skrifar: Mikið lifandi ósköp á hann Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherrar.n okkar gott. Hann sefur eins og ungbarn, þótt fiskifræðingar hræði hann með kolsvörtum skýrslum. Hann fær ekki einu sinni mar- tröð, sem er þó andstætt við ungbörn, ef þau eru hrædd. Nei, Matthías lifir í sínum eigin hugarheim, þar kemst ekkert að, nema það sem honum sjálfum og hagsmuna- hópunum í kringum hann hæfir. Þótt vesalings fiski- fræðingarnir okkar upplýsi stjórnvöld um viðkomu þorsks- ins og bendi á að fiskur verði ekki kynþroska fyrr en á vissu aldursskeiði þá segir Matthías bara, að það hljóti að vera hægt að dreifa veiðunum á tvö ár í stað eins. Kannski hefur Matthías gert sérstakan samn- pessi otryniiegi náungi heldur ekki vöku fyrir ráðherranum. vera" Starfsemin er svo ný að fjöldi manna veit ekki um hana, og enn færri hve gott er hér að vera. Héðan má fara í allar áttir í gönguferðir, skammt er í fjallið þeim, er á brattann leita, og alla leið upp í skýið, sem tyllir stundum tánum á efstu brún, þegar sólin ekki skín. Hér hefur þörf starfsemi verið hafin og hér er gott að vera. „Hér er K. Skaftfells skrifar: Hvílíkt ævintýri. Kominn noður að Laugalandi í Eyjafirði rúmri klukkustund eftir að haldið var úr skarkala Reykjavíkur. Hér hafa Úlfur Ragnarsson læknir og Jón Sigurgeirsson skólastjóri opnað gestum og gangandi heilsuheimili. Þeir eru heilindamenn með heilsu- hugsjónir. Hér er ekki einungis aðlaðandi gisti- og hvíldar- staður^ Fengnir hafa verið hingað kunnir listamenn og skáld. Ásta Guðvarðardóttir, kona Úlfs, hefur verið með yogaæf- ingar. Hún kenndi áður við Heilsuræktina. Snyrtisérfræðingur, sem kom hingað I dvöl, hefur ilengzt. Hjálpar hún nú til við að halda andlitum fögrum og gera þau jafnvel ennþá fegurri. Margir koma hingað til að reyna að slaka á. Er allt gert til að það megi takast og er haldin helgistund og hugleiðingar á hverju kvöldi. Fynrhugað er að Náttúru- lækningafélagið reisi heilsii- hæli og má segja að sumarhælið sé eins konar forstig þess. gottað húsbændurnir blanda geði við gestina og öfugt, svipað því sem gerist í ferðalögum, en mun víst vera orðið sjaldgæft á gisti- stöðum. Fegurð mætir augunum hvert sem litið er. Hér streymir lygn á sem líður hljóðlát til fjarðarins sem fyrr er Helgi festi hér byggð. Allir sem ég hef talað við segjast eiga hér dýrlega daga. Samt er hér ekki fullskipað. iiyrjunin hér lnfar góðu. Móttökur hlýjar og V Spurning dagsins Hvers myndir þú óska ef þú œttir eina ósk? Líney Kristinsdóttir ráðskona í Asi, Hveragerði: Að það gangi eins vel eins og nokkur kostur er að láta gamla fólkinu líða sem allra bezt. Elin Sveinsdóttir í eldhúsinu í Ási: Að ég verði heppin með veðrið I sumarleyfinu. Ég er að fara til Júgóslavíu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer út. Sigriður Jónsdóttir í eldhúsinu í Ási: Ég get nú varla svarað þessu. Það er svo ótal margt. Jú, að ég fái gott ve'ður þegar ég fer í sumarfríið. Ég ætla I Húsafell. Svava Eggertsdóttir i eldhúsinu í Ási:Helzt vildi ég fá að deyja áður en ég verð ósjálfbjarga gamal- menni. Nanna Jónasdóttir hjúkrunar- kona: Ég vona að guð almáttugur gefi það að þróunin í þjóðfélaginu verði slík, að sem bezt fari um gamla fólkið Erlingur Guðmundsson vist- maður í Asi, 77 ára: Þessu er ekki gott að svara. Jii, að maður haldi sæmilegri heilsu sem lengst.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.