Dagblaðið - 31.07.1976, Page 10

Dagblaðið - 31.07.1976, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. — LAUGAKDAGUR 31. JULl 1976 ■ mmuuia frjálst, úháð dagblað Dtgufanili Da.uhlaAn) lil. Kramkva'imlasijiVn Svuinn l< Kyjójfs.son. Kilstjóri: Jónas Krist jánsson Fróttast.jóri: .lón liiruir l’utmsson. Kitst.jórnartulltriji: Hatikur Huluason. Aóstoóarlrútta- st.jóri: Atli Stuinarsson. Í|)t'óttir: Hallur Simonarson. Hönnun: .lóhannus Kuykdal. Handrit Ásurimur Pálsson. Klaóamunn: Anna Bjarnason. Asuuir Tómasson. Kurulind Asuuii sdóttir. Krau.i Siuurósson. Erna V. Inuólfsdóttir. (lissur Siuurósson. Ilallur Hallsson. Hului lVtursson. Jöhanna Kiruis- dóttir. Katrín Pálsdóttir. Kristín Eýósdóttir. Ólafur1 .lónsson. Omar Vahlimarsson. Ejósmyndir Arni Páll Jöhannsson. Bjarnluifur Kjarnluifsson. Björuvin Pálsson. Kaunar Th. Siuurössoi "(ijaldkuri: In áinn Þorluifsson. Druifinuarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftarujald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. uintakió. Kitstjórn Siöumitla 12. sími H2222. au.ulýsinuar. áskriftir ou afuruiösla Þvurholti 2. sími 27Ó22. Sutninu ou umbrot: Dauhlaöiö hf. o.u Stuindórsprunt hf.. Ármúla 5. Mynda-ou p|ö(uuurö: Ililmir hf. Siöumúla 12. Pruntun: Árvakur hf.. Skuifunni 19. Verzlunin og kerfið Fordómar í garð verzlunarinnar hafa verið lífseigir hér á landi. Þaö er eins og margir sjái fyrir sér sílspikaða danska kauphéðna, sem drottni yfir alþýðu manna. Oft er enn talað um kaupmenn sem óþarfa milliliði og sníkjudýr. Verzlunarmönnum var lengi ekki of vel tekið í Alþýðusambandinu. Þó ætti að vera augljóst, að verzlunarfólk er alþýðustétt, með einna lægstu launin. Félög verzlunarmanna hafa nú fengið veruleg áhrif innan Alþýðusam- bandsins. Samt þótti þeim fyrir skömmu nauð- synlegt að fara einir í verkfall til að sanna hollustu sína í því hlutverki. Forystumenn verzlunarmanna hljóta oft þungar ásakanir frá félögum sínum til vinstri fyrir svik við málstaðinn. Þótt þessi skipting alþýðu- hreyfingarinnar sé ekki eins skýr og var fyrir nokkrum árum, verða verzlunarmenn og for- vígismenn þeirra algerlega að ósekju fyrir barðinu á hinum róttækustu. Sannleikurinn er sá, að verzlunarmenn hafa gott vit á, sem verkafólk, að velja sér til forystu þá menn, sem bezt berjast fyrir bættum kjörum þeirra. Milliliðshugtakið hefur verió gróflega misnotað. Þótt verzlun sé kölluð milliliður milli framleiðenda vörunnar og neytenda hennar, er hún engu að síður framleiðsla. Starf verzlunarinnar verður aldrei afnumið. Það er nauðsynlegur þáttur í sköpun gæðanna, hver sem annast það. Kaupmenn eru einnig eins og aðrir þrælar kerfisins. Þeir eru fórnardýr þjóðhagslega óhagkvæms verðlagseftirlits, sem keyrir sam- keppni niður og er hvatning til óhagkvæmra innkaupa. Margboðaðar endurbætur á verðlagsgjöfinni éru eitt af mörgum umbótamálum, sem dregizt hefur árum saman að hrinda í framkvæmd. Tregðulögmálið ræður ríkjum, þótt þeir, sem bezt til þekkja, einnig vinstri sinnaðir menn, telji brýna nauðsyn bera til að færa verðlags- eftirlit í takt við tímann, neytendum og þjóðar- heildinni til hagsbóta. Svo miskunnarlaust er kerfið í hindrun sam- keppni, aó fyrir hefur komió, að kaupmönnum hefur verið refsað fyrir aó lækka verð á vörum sínum. Það hefur verið hafið yfir skilning skattayfirvalda, sem hafa innheimt skatta og sektir, eins og kaupmenn hafi lagt á samkvæmt' hæstu álagningu, jafnvel þótt lága veróið hafi verið rækilega auglýst. Kaupmenn eru kauplausir þrælar ríkis- valdsins við innheimtu söluskatts. Fremur lélegt vöruval í verzlunum hérlendis er oft miklu fremur sök afskipta hins opinbera, svo sem tilviljanakenndra gjaldeyrisleyfa, en kaupmanna sjálfra. Umbætur í verzlun eru eitt mikilvægasta úr- lausnarmál næstu ára. Neytendur á íslandi mega ekki lengur una vió ríkjandi ástand. ísland er vanþróað í þessum efnum. En til þess að koma fram breytingum þarf að kasta fordómum fyrir róóa. Leysa þarf kaupmenn undan þeim klafa, sem hið opinbera hefur á þá lagt, svo að þuir geti sýnt, hvað þeir geta. Þaö eru hagsmunir nevtunda. AFBR0T UNGLINGA Á ÍTALÍU AUKAST 0G VERÐA ALVARLEGRI, - ÁSTÆÐAN: 0VISS FRAMTIÐ Meira en 7000 börn og unglingar eru handtekin árlega á ttalíu, — en þeim er í flestum tilfellum sleppt lausum á ný vegna þess hversu ung þau eru. Allt bendir til þess, aö tala þeirra aukist og er talið að ekki einungis fjölgi smá- afbrotum unglinga, því að sögn lögreglunnar, dómsyfir- valda og barnaverndarnefnda hefur alvarlegum glæpum unglinga fjölgað verulega undanfarin ár. ..Fyrir aðeins fimm árum voru hér aðeins smáþjófar og töskuhnuplarar," segir fangelsisstjórinn við unglinga- fangelsið í Róm. Guiseppe del Curatolo. ,,Nú eru hér m.a. tíu unglingar sem framið hafa morð og fjöldi annarra sem afplána hér langa fangelsis- dóma fyrir rán og líkamsmeið- ingar." Ein helzta orsök til þessara breytinga er hversu auðvelt er að verða sér úti um skotvopn í ítölskum borgum, en undir yfir- borðinu leynast miklu alvar- legri félagsleg vandamál, segja félagsráðgjafar. Mikil vopnasala Sálfræðingurinn við fangelsið, Gastone de Leo, segir v___ að mikil sala sé i vopnum í fátækrahverfum borganna, eins algeng og salan með eitur- lyf er orðin. Hann bendir á þá staðreynd að unglingarnir, sem áður fyrr urðu að treysta á allan| siðferðisstyrk sinn til þess að komast með heilli há 1 gegnum lífið í fátækrahverfunum, komist nú mun betur af með skammbyssu í hendinni: Það sézt bezt á því að nú þegar hafa meira en 25.000 ungíingar verið ákærðir fyrir alvarlega glæpi og rán, — og þá eru þeir sem eru undir lögaldri — alls 7000 — ekki taldir með. Árið 1974 —en það eru enn ekki til tölur yfir síðustu tvö árin — framdi ungt fólk 34 morð, 605 vopnuð rán og 163 nauðganir. Til samanburðir má nefna að í milljónaborginni New York voru á sama tíma framin 94 morð, 4.449 vopnuð rán og 101 nauðgun, en það minnkar ekki vandamál ungu kynslóðarinnar í Róm, segir dr. Leó. u Guiseppe Pelosi, 17 ára, var einn hinna mörgu ungu drengja sem eyða flestum kvöldum við járnbrautastöðina í Róm og þar hitti hann hinn kynvillta kvikmyndastjóra Pasolini. Um nóttina fannst Pasolini myrtur — enn eitt fórnarlamb afbrotaunglinga á ttalíu, sem eru orðin óhugnanlega mörg. REYKJAVÍKURBORG Flestir munu vera sammála um, að það hafi verið höfuð- borg landsins til happs og fram- dráttar, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur hina síðustu áratugi átt meirihlutaaðild að stjórn hennar. Jafnvel margir þeir sem að öóru jöfnu kjósa aðra flokka i alþingiskosningum en Sjáif- stæðisflokkin eða kjósa alls ekki, láta ekki undir höfuð leggjast að fara á kjörstað í borgarstjórnarkosningum í Re.vkjavik til þess að gefa Sjálf- stæðisflokknum atkvæði sitt. Og vísl er um það, að um margt væri Reykjavík. þetta stærsta bæjarsamfélag landsmanna. öðruvísi ef ekki hefðu ráðið þau lýðræðisöfl og einstaklings- framtak, sem einkennt hefur Sjálfstæðisflokkinn öðrum stjórnmáláflokkum fremur. Ekki má heldur gleyma því, að ekkert er verra eða óheilla- vænlegra i stjórnsýslu, hvort sem unt er að ræða riki eða ríkishluta, jafnvel fvrirtæki en þegar fara að gerast tíð stjórnarskipti, að ekki sé nú talað um. þegar i hlut eiga stjórnmálaflokkar, sem hafa gjiirólik sjónarmið á stefnuskrá sinni, eins og raunin er um ís- lenzka stjórrtmálaflokka. í tveggja flokka stjórnkerfi Bandarikjanna birtast gliigg- lega þeir þtettir, sent eru hvað ákjósanlegasl ir i stjórnsýslu ríkis og rikishluia ða borga. I Bandaríkjunum, þar sem ein- ungis eru tveir stjórnmála- flokkar, má vart greina á.milli þeirra á annan hátt en festa sér í minni nöfn flokksleiðtoga og einstök baráttumál, sem þó falla iill að þeirri stjórnarskrá, sem gjarnan er höfð að fyrir- mynd um allan hinn frjálsa heim. Á íslandi er þessu dálítið öðruvisi farið. Hér ríkir á viss- an hátt tvenns konar opinber stjórnun. Annars vegar stjórn- un ríkis, þar sem engin raun- veruleg stjórnskipan rikir, heldur fremur haldið uppi ein- hvers konar lögbýlisformi með rammgerðu varnarvirki, sem ýmsir þjóðfélagshópar eru sí- fellt aö gera atlögu gegn til þess að ná í einhver sérréttindi, sem ríkið úthlutar svo, þegar þessir uppivö'ðsluhópar hóta að rífa niður varnarvirkið. Hin.s vegar eru svo bæjar- stjórnir ýmissa bæjarfélaga ásamt Reykjavíkurborg, sem re.vna að stjórna eins og um fyrirtæki væri að ræða. enda sýnu meiri þróun og framfarir í stærstu bæjárfélögunum heldur en á sér stað í þeim tnálum. sem lúta beint og al- farið lögbýlinu Stjórnarráði. Sú staðreynd. að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur farið með völd i Re.vkjavík um áratuga skeið og gert borgina að einu eftirsóknarverðasta byggðar- lagi lanc.sins fyrir flestra hluta sakir, breytir ekki því, að ýmis teikn eru á lofti þess eðlis, að eftir áratuga blómaskeið og öra uppbyggingu fari nú i hönd ein- hvers konar stöðnun eða aftur- kippur, sem ekki hefði þurft til að koma. ef fylgt væri þeirri stjórnunarstefnu, sem gerði Sjálfstæðisflokknum kleift að fá meirihluta borgarbúa til að stvðja þau stefnumál, sem flokkurinn grundvallast á, ein- staklingsframtak og sjálfshjálp. Skal nú vikið að þeim teikn- um, sem hæst ber og eru merki þess, að afturkippur og stöðnun eða .iafnvel glundroði er i aðsigi í því bæjarsamfélagi, sem hvað lengst hefur þó staðizt árásir og ágengni þess þjóðfélagsskrímsl- is, sem stundum er nefnt sósíal- ismi. Það hefur færzt í vöxt hin siðari ár, að félagasamtök og einstaklingar krefjast æ hærri st.vrkja til þeirra mála. sem kölluð eru félagsmál, og eru útgjöld til félagsmála Reykja- víkurborgar stærstu útgjalda- liðirnir. Nú er svo komið. að útgjöld vegna félagsmála fara fram úr útgjöldum til gatna- gerða. þótt upphafleg áætlun h-tfi verið að gatnagerð vrði efst á útgjaldalistanum. Og eftirgefanleiki og ..góð- vild" þeirra er með borgarmál fartt er nýtt til hins ýtrasta af alis k.vns uppivöðsluhópum, sem notfæra sér talsmenn sína i borgarstjórn. Það er staðreynd.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.