Dagblaðið - 31.07.1976, Síða 11

Dagblaðið - 31.07.1976, Síða 11
nv:H! \('l« i \IC\WI1 XCI’H :il. .nn.i 197« 11 \ 800.000 ungmenni eru yfirgefin og ein síns liðs Hin óháöa hjálparstofnun kaþólikka, ABELE, heldur því fram aö um 800 þúsund unglingar og börn scu að hluta eða alveg yfirgefin og hafi for- eldrar þeirra engin sambönd við þau. „Milli 80 og 90% af öllum drengjunum í unglingafangelsi í Róm eru af lægstu stéttum samfélagsins hér í Róm,“ segir dr. Leo ennfremur. „1 þeim fjölskyldum vinna báðir for- eldrarnir úti og samband þeirra við börnin er afskaplega lítið vegna þess hversu mikið þau eru að heiman. Ennþá alvar- legra er að í þessum fjölskyld- um lítur sonurinn yfirleitt á föðurinn sem þrevtta og niður- brotna manneskju sem ekki á sér viðreisnar von. Er því erfitt fvrir hann að sækja stuðning til föður síns.“ Úr þessu umhverfi er Guiseppe Pelosi, hinn 17 ára gamli drengur sem ákærður er fyrir morðið á kvikmyndaleik- stjóranum Pier Paolo Pasolini. Annað barn síns tíma úr fátækrahverfi er hinn barna- legi Guiseppe ,,Johnny“ Mastini >sem handtekinn var í janúar fyrir að hafa skotið niður og drepið sporvagnstjóra. Áður en vika var liðin hafði hann strokið og eftir að hann endurheimti frelsið framdi hann enn fleiri afbrot. Kom það í ljós eftir að hann var handtekinn á ný og hefur hann stöðugt síðan verið að reyna að strjúka. Samkvæmt því sem fangelsis- yfirvöldin segja, er Mastini eðlilegur á allan hátt, nema hvað hann kann hvorki að lesa né skrifa sitt eigið nafn. Verjandi Mastini vonast ennþá til þess að hægt verði að bjarga honum, jafnvel þó að sálfræðingur fangelsisins hafi sagt að honum sé ekki viðbjarg- andi vegna þess hversu erfið- lega gengur að hafa áhrif á hann til góðs. „Þeir tveir hlutir sem verða flestum að falli eru eiturlyf og vændi," segja ítalskir sér- fræðingar. 1 Napólí, þar sem atvinnuleysið er mest i landinu, safnast ungir menn saman við járnbrautastöðina á hverju kvöldi til þess að selja eiturlyf eða sjálfa sig. CCÖ7 Kynvillingar Ferðamenn sem fara til Rómar og skoða flóðlýst Colosseum verða nú varir við unga undarlega klædda menn sem reyna að leiða að sér athygli ferðamannanna á sama hátt og vændiskonur gerðu þar fyrir nokkrum árum. Pelosi var þekktur meðal þessara drengja og Pasolini tók hann upp í bíl sinn hina örlaga- ríku morðnótt, — en það hefði getað verið hver sem var allra þessara drengja sem hafa tekið upp þennan starfa af hreinni örvæntingu. Lögreglan segir að Mastini hafi verið fastur viðskiptavinur á veitingastöðum í gamla hverf- inu í Róm þar sem kynvillingar safnast saman. í Napólí hefur jesúíta- presturinn, Ernesto Santucci, reynt að hjálpa þessum drengjum með því að bjóða nokkrum þeirra fastan bústað og vinnu sem er viðurkennd af reglunni. Meðal gesta hans er hinn ungi Alfonso sem verið hefur á stofnunum í 13 ár. Á fimm árum lærði hann að lesa og skrifa en í ránsferð einni til borgarinnar var honum rænt af kynvillingi sem hafði hann hjá sér í eitt ár. Þá var Alfonso aðeins 13 ára. Þar eð hann var heimilislaus reyndi hann að leita á náðir lögreglunnar sem einungis benti honum á það að fremja einhvern alvarlegan glæp svo aö hann kæmist í fast fæði og húsnæði í einhverju af fang- elsum borgarinnar. Santucci fann drenginn er hann var alveg kominn að því að fremja sjálfsmorð og gat komið honum til hjálpar. Hverjir eiga að borga? Islenzka þjóðin, eins og reyndar flestar þjóðir, hefur til að bera sterka þjóðerniskennd. Þó hafa alltaf verið til menn, sem veikir voru fyrir erlendu valdi og ginntir voru til iilverka. Sá fögnuðu þjóðarinnar, er hún endurheimti fullt sjálf- stæði sitt að nýju, er fullorðnu fólki í fersku minni. Hún er næm fyrir hverskonar frelsis- skerðingu. Hún hefur neitað að beravopn og lýsti yfirævarandi hlutleysi sínu. A þetta bar þó skugga, er hún gerðist meðlim- ur í hernaðarbandalagi og gekk í NATO. Hún léði Bandaríkja- mönnum (leigði ekki) land sitt fyrir varnarstöðvar, ekki tilner- bækistöðva, eins og það er kallað á ófínna máli, enda þótt öllum mætti Ijóst vera, að til þess voru refirnir skornir, ekki til varnar landi okkar og þjóð. Við skulum samt athuga þetta mál dálítið nánar: Hver sá maður, sem ekki er alveg minnislaus á atburði ná- lægrar fortíðar og hefur til að bera einhverja landfræðilega þekkingu, hiýtur að sjá, að vegna legu þessa lands er alveg óhugsanlegt, að í styrjöld, sér- .staklega við norðanvert Atlantshaf, verði þessi eyja látin í friði. Þetta sannaðist hvað greinilegast, er Þjóðverj- ar urðu aðeins seinni til, er Bretar hernámu landið. Hernaðarþjóðir munu því ekki spyrja okkur leyfis, ef þeim sýnist svo að hasla sér völl hér, ef tiltölulega fáum auðshyggju- eða valdasjúkum mönnum tekst enn að steypa þjóðum heims út í heimsstyrjöld. Við skulum ekki gleyma því, að á meðan þjóðirnar geta ekki jafn- að deilumál sín nema með manndrápum og eyðileggingu verðmæta, er ekki á góðu von. Að þessu athuguðu skulum við ekki gera okkur neinar vonir um, að Bandaríkjamenn, eða aðrar hernaðarþjóðir, fáist neitt um það, hvað um þessa vesælu þjóð verður. Herbæki- stöð hér gæti vissulega orðið Ágúst A. Púlsson eitt fyrsta skotmark andstæð- inga þeirra, er hér hafa bæki- stöðvar. Hendi það ólán mann- kynið, að enn brjótist út heims- styrjöld með öllum þeim vopnum, er hernaðartæknin hefur yfir að ráða nú, þá þyrfti sennilega ekki að gera þessari þjóð skóna úr því. Þá má einnig benda á það, að það er grunnt á því góða á milli Rússa og Bandaríkjamanna, og fullar sættir milli þeirra virðast vera ótryggar. Við eigum að sjálfsögðu að stuðla að friði af fremsta megni, en við megum ekki sýna neinn undirlægjuhátt við aðrar þjóðir. Við megum ekki og getum ekki Tátið aðrar þjóðir útjaska vegum og brúm, veita þeim hverskyns fríðindi langt um fram íbúa þessa lands. Við verðum að sýna einhverja tilburði til þess að hamla gegn alls konar ósóma, sem þrífst i skjóli erlendrar hersetu, en fara alveg að dæmi annarra þjóða, sem svipað er ástatt um, og láta Bandaríkin, auðugasta og stærsta herveldi heims, greiða fyrir veru sína hér. Því fer víðs fjarri, að mér sé í nöp við bandarísku þjóðina. Sú þjóð er að ýmsu leyti öðrum þjóðum fremri og gæti verið öðrum þjóðum á ýmsan hátt til fyrir- myndar. Þegar minnzt er á þetta, að láta Bandarikin borga, enda orðnar háværar kröfur mikils hluta þjóðarinnar, þá rísa hér upp ýmsir pólitískir spekúlantar, bæði til hægri og vinstri, og mótmæla þessu, hrópa um landsölu og jafnvel landráð. Það kemur þó í ljós, að margir þessara siðapostula höfðu samið um smáskítlega greiðslu frá þeim fyrir um 25 árum síðan. Þeir héldu það sjálfir, að það kæmi sér eitt- hvað betur að láta það ekki berast til eyrna almennings. Ekki er það þó vitað að nokkur ríkisstjórn, sem verið hefur við völd frá þessum tíma, hafi af- þakkað þetta fé. Ef þessir menn halda nú, að þeir vinni eitthvað pólitískt á með þessum farísea- hrópum, þá má segja, að þeir hafi skotió langt yfir markið. Nú mætti spyrja: Með hverju ætla þeir að borga allar hinar erlendu skuldir og vexti af þeim, þegar búið er að semja við erlendar þjóðir um fiskveiðar langt innan við þau takmörk, sem menn létu sér detta í hug, þegar talað var um það með miklum rembingi, að ekki kæmi til mála minna en 200 mílur? Þetta hefur orsakað það, að við sjálfir verðum að draga stórlega úr aflamagni okkar. Því reyndu samningamenn- irnir ekki til þess að benda út- lendingum á að veiða sér kol- munna og spærling, eins og okkur er ætlað að gera, sam- kvæmt Matthiasarguðspjalli hinu nýja? Það voru ekki varðskips- mennirnir, sem gáfust upp í þorskastríðinu, enda þótt NATO-ríkin virtu öll að vettugi smávægilega aðstoð okkur til handa i þessu varnarstríði. Bretarnir voru að gefast upp, en svo mun fleirum finnast en mér, að ríkisstjórnin hafi staðið sig illa í samningagerð bæði við Breta og Þjóðverja. Verða síauknar þarfir ríkis- sjóðs teknar framvegis að hefð- bundnum hætti, með tolla- hækkunum og álögum á al- menning? Er það líka hægt, hverjar sem þjóðartekjurnar verða? Ágúst A. Pálmason, kaupmaður. BLÓMASKEIÐ EÐA FALLANDIGENGI sem ekki verður hrakin, að margir af þeim, sem fengið hafa inni í húsnæði sem Reykjavíkurborg hefur til ráð- stöfunar, líta á slíkt húsnæði sem framtíðarlausn og láta sig engu varða almenningsálit þess eðlis, að þeir sem í slíku hús- næði eru teljast ómagar á því opinbera. Að láta borgina greiða reikninginn, er takmark miklu stærri hóps hér í borg en réttlætanlegt er, og er þegar komið í meira óefni i þeim málum en við verði ráðið í ná- inni framtíð. Reykjavíkurborg hefur þann- ig á allra síðustu árum tekið að sér það hlutverk að vera eins konar hjálparstofnun frekar en fyrirtæki, sem rekið er af hag- sýni og staðfestu til hagsældar þeim, sem leggja sinn árlega skerf af mörkum til vaxtar hennar og viðgangs. Þegar svo er Koiiu.i .... Kiærstu útgjalda- liðir Reykjavíkurborgar eru til komnir vegna framfærslu ómaga og uppeldis óvita og ör- vita, þá er ekki lengur um að ræða borgar-rekstur heldur hjálparstofnun. — Hvert skyldi hlutfallið vera milli þeirra út- gjalda, sem horgin ver til dag- heimila og leikskóla og þeirra sem varið er til eiliheimila? Það er góðra gjalda vert að byggja upp aðstöðu fyrir börn og unglinga að svo miklu leyti sem þess er raunverulega þörf. Kjallarinn Geir R. Andersen En hætt er við, að þær einstæðu mæður og fráskildu foreldrar verði ekki ,,dús" við þá félags- legu aöstöðu, sem borgin veitir á þessu sviði einu, og taki því sem sjálfsögðum hlut, að borgin haldi áfram sínu hjáiparstarfi viö þessa aðila í einu eða öðru formi alhliða, eins og t.d. með „vildakjörum" i húsnæðisleigu af hálfu borgarinnar. Það er sannarlega kominn tími til að Reykjavíkurborg, eða þeir sem með málefni hennar fara sjái að sér áður en það er um seinan. Það mætti alveg eins hugsa sér, að borgin notaði eitthvað af þeim tíu hundruð millj. króna, sem varið er til félagsmála, til þess að koma upp fullboðlegri þjónustu við borgarbúa varðandi kvöld- og helgarverzlun. Eins og allir vita er slíkt ófremdarástand í þeim málum, að til vandræða horfir og almenningur á ekki í önnur hús að venda en standa fyrir utan óhrjáleg „söluop" í veðri og vindum og gera þar verzlun sína, ef ekki liefur tek- izt að gera innkaup fyrir helgar í tæka tíð, áður en ASÍ-liðið hverfur af vinnustað. Þessu er á sömu lund farið með hverja þá þjónustu, sem borgarbúum er nauðsynleg, svo sem viðgerðir bifreiða, en þar er ástandið svo hágborið, að menn verða helzt að vera teppt- ir úti á landsbyggðinni til þess að fá bifreið viðgerða, en þar eru þó viðgerðabifreiðir F.Í.B. á ferðinni til þjónustu fyrir félagsmenn sina. Jafnvel bensín á bifreiðar er ekki fáan- legt nema takmarkaðan tíma innan borgarmarkanna um helgar, en uian borgarmark- anna eru engin vandkvæði á þessari þjónustu. A ótal mörgum sviðum Öðrum mætti borgin st.vðja betur við bakið á íbúum sínum, að þvi er varöar þjónustu. sem þó þyrfti alls ekki að vera baggi í borgarrekstrinum, heldur gæti verið rekin með ágóða. Staðgreiðslukerfi skatta er eitt þeirra mála, sem Reykja- víkurborg ætti að hafa for- göngu um úr því ríkið sjálft hefur ekki treyst sér til þess að koma því máli í höfn. Reykja- víkurborg hefur yfir að ráða sjálfstæðri innheimtustofnun og ættu þvi að vera hæg heima- tökin hjá borginni að vera á undan með þessa sjálfsögðu ráðstöfun. Þessi háttur skatta- innheimtu hefur nú þvælzt fyrir hverri ríkisstjórninni af annarri, þótt kostir þessa kerfis séu óumdeilanlegir fyrir alla aðila og því væri það verðugt verkefni fyrir borgaryfirvöld að eiga frumkvæði að þessari nýbreytni. Það var ekki mikil framsýni eða kjarkur þeirra, er fara með meirihlutastjórn Reykjavíkur- borgar, þegar lokun Keflavík- ursjónvarpsins var fram- kvæmd, að taka ekki upp hanzkann fyrir um níutíu þús- und manns, sem allflestir höfðu komið sér upp útbúnaði til að notfæra sér þá skemmtun og ánægju, sem Keflavíkursjön- varpið veitti. Auðvitað hefði borgarráð átt að mótmæla slíkri frelsisskerð- ingu kröftuglega, þótt ekki hefði það brevtt málinu úr því sem komiö v; r. En lítilsigld af- sökun er það fyrir borgarstjórn Reykjavíkur að fela sig á bak við aðför utanríkisráðherra að þéttbýlasta svæði landsins, en eins og allir vita var það ákvörðun hans sem réð því, að Keflavíkursjónvarpið var ,,bannað“. Það er mikil gæfa fyrir þjóðina, að einstakir ráða- menn í stjórnarráðinu skuli ekki geta komið í veg fyrir út- sendingar BBC eða annarra er- lendra útvarpsstöðva, en vilj- ann vantar þó ekki, eins og bezt sést af því, hve treglega gengur að slíta sambandi við „Mikla norræna símafélagið", sem sér okkur fyrir tamörkuðu sam- bandi við umheiminn. Dáðleysi borgaryfirvalda i sambandi við lokun Keflavíkur- sjónvarpsins mun seint fyrnast, og vonandi rifjast það upp síðar, en það bezta, sem Reykjavíkurborg gæti gert til að bæta fyrir dáðle.vsi sitt, þegar lokun Keflavíkursjón- varpsins var á döfinni. væri að á næsta fjárhagsári veitti hún jafnmiklu fé til kaupa á jarð- stöð til móttöku sjónvarpsefnis og hún veitir nú til félagsmála. og m.vndi þó ekki þurfa til alla þá fjárfúlgu. Það er óskandi að Reykja- víkurborg þurfi ekki öðru sinni að „kaupa" minnismerki um „k'allandi gengi". þvi það fæst ókeypis. en blómaskeið borgar- innar kemur ekki aftur. nema með hreyttri stefnu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.