Dagblaðið - 31.07.1976, Side 12

Dagblaðið - 31.07.1976, Side 12
12 DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 31. JÚLl 1976 Rubinstein hefur leikið sinn síðasta konsert V Píanósnillingurinn Arthur Rubinstein, sem er orðinn 89 ára, hefur líklega leikið sinn siðasta konsert. Það v^r nú nýlega að meistarinn lék á góð- gerðarstarfsemi og voru þá liðin 70 ár frá því hann lék á sínum fyrstu tónleikum. Bæði heyrn og sjón er mjög farið að hraka hjá Rubinstein ag hefur hann miklar áhyggjur af því. ,,Ég var dauðhræddur um aó ég sæi ekki nóturnar á píanó- inu,“ sagði hann í blaðaviðtali •eftir þennan konsert. ,,Ég gat ekki séð fyrstu nóturnar i H Rubinstein hélt blaðamanna- fund eftir að hann hafði leikið í síðasta sinn. Hann er nú orðinn 89 ára gamall. píanókonserti Schumans. Ég hefði aldrei trúað að þetta yrði minn síðasti konsert en það verður víst svo að vera. Nú get ég hvorki lesið eða skrifað og sé mjög takmarkað frá mér. Ég sé aðeins grilla í nóturnar á nótnaborðinu, en ég vil ekki lenda í svona tauga- stríði aftur, eins á tveim, þrem síðustu konsertum. Draga mig í hlé? Það get ég nú varla, á mínum aldri þýðir það að fara í gröfina. En ég á mjög annríkt." Rubinstein vinnur að því að lesa inn á band annað bindi af endurminningum sínum. Fyrsta bindið náði aðeins fram á 17. aldursár hans. „Ég sé ekki,“ segir hann, „en ég skrifa og skrifa. Ég nýt líka ýmissa hluta nú sem ég hef ekki haft tíma til áður, t.d. hlusta ég nú mikið á plötur sem ég gaf mér aldrei tíma til. Áður fyrr hataði ég útvarpið en nú hefur konan mín gefið mér eitt. Ég hef mikið dálæti á tónlist, klassískri, rómantískri, jass o.s.frv. Það eru aðeins til tvær tegundir af tónlist, góð og léleg. Ég hef mikið adálæti á Jerome Kern og Cole Porter. George Gershwin fær mig til þess að gráta. Eftir að hafa lesið rit margra heimspekinga hef ég lært að lífið er manni allt. Það sem við njótum með skilningarvitunum er það sem gildir. Allt annað eru aðeins getgátur." Rubinstein talar átta tungu- mál og hann hefur ekki gleymt móðurmáli sínu, pólskunni. Hann les pólsk tímarit og talar við einkaritarann sinn á pólsku. Hann var að því spurður hvort hann kynni svar við íeyndardómnum um langlífi. „Ef ég hefði það skyldi ég selja það hæstbjóðanda!" Ég er að reyna nýjan regndans upp úr þessari SKl OOO POO-PAW Oj / CUCKI'T'V Z/J CUICK Hvar fékkstu þessa bók!! Gunnlaugi dansara!! ' Hvað ertu að gera með hattinn og stafinn, töfraioeknir! kAZZ-AMA TAZZ- TAH'PA/ TAPPITY TAP TAP SMU FFLB SHUPFUE oooo rjtver þremillinn. Þetta er aldeilis stór' glœsilegur músafólki. /ínyndum tízkublaðannaA Ótrúlega gullnir lokkar og kristaltœr bleik augu. Yndislega fagurt íbogið nef. Hjarta mitt tekur rykki eins og tvígengisvél. Yndislegur vöxtur... Hörund hennar er eins og ó I97i by the Chicago Inburve All Hights Reserved

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.