Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 31.07.1976, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. — LAUGARDAGUR 31. JÚLl 1976 14 r—{ Heimsókn í Ás í Hverqgerði ) Móðins oð tala um vandrœði gamla fólksins en „svokallaðir róðamenn gera akkúrat ekkert" — segir Gísli Sigurbjornsson „Þegar við byrjuðum hérna fyrir 24 árum voru 6 vistmenn, nú eru þeir 193 og alltaf fleiri að bætast við,“ sagði Líney Kristinsdóttir forstöðukona dvalarheimilisins að Ási I Hveragerði, en þangað fórum við Arni Páll ljósmynd- ari í heimsókn. Margir halda að Ás sé ein stór bygging en það er nú síður en svo. Þetta eru 38 íbúðarhús mismunandi að stærð, enda búa 3 í einu,4 eða 5 í öðru og 8 í enn öðru. Þess fyrir utan á Ás sína eigin trésmiðju, birgða- og véla- skemmu, því að alltaf er eitt- hvað verið að innrétta eða breyta. Sjö gröðurhús eru á eigninni. Þar vinna vistmenn ásamt öðrum og rækta blóm, gúrkur, tómata, gulrætur, rauð- beður og fleira. Það eru engin vindhögg slegin i eldhúsinu að Ási. Líney mátti eiginlega alls ekki vera að því að tala við okkur þvi að hún var á kafi við að sulta rauðbeöur. Ilmandi matarlykt fyllti vit okkar þar sem við sátum og drukkum kaffi og borðuðum heimabak- aðar kökur og brauð með. Verið var að sjóða niður kjötsoð. Allt er uýtt og ekki þarf að kaupa kjötkraftinn í súpurnar. Naut eru keypt í heilu lagi og útbein- uð, sviðahausar keyptir og sult- aðir og ellefu hundruð slátur eru tekin á haustin. Það er líf í tuskunum og eldri borgararnir eru óðfúsir að sauma vambir. „Ég geri líka mín eigin bjúgu, en pylsugerðina hef ég ekki átt við enn,“ sagði Líney. Býð ekki fólki upp ó að gera það sem ég ekki get sjólf Það var líka fleira sem Líney þurfti að sinna, alltaf var verið að kalla út af einu og öðru. „Já, sjáið þið til, aðstoðarráðskonan er í fríi og fleiri og þá þarf ég að ganga inn í þeirra störf. Ég er búin að vera í eldhúsinu í allan morgun. Það er líka eitt sem ég legg áherzlu á. Ég fer ekki fram á að fólkið hjá mér geri annað en það, sem ég get gert sjálf, um hvað sem er að ræða,“ sagði Líney. Það er auð- séð að þessari rúmlega sextugu konu er ekki fisjað saman. „40—50 stúlkur vinna á Ási. Þetta er vaktavinna, sem passar húsmæðrum hér í Hveragerði vel að leysa af hendi,“ fræddi Líney okkur um, „og sumar eru búnar að vera hér í 10—20 ár. Þær eru svona margar af því að þær vinna stuttan vinnutíma í einu.“ Þú þarft að fó betri skó, Steini minn Við löbbum um, og allt í einu tók Líney viðbragð: „Heyrðu, Steini minn,“ segir hún og hallar sér út um gluggann. „Þú átt að fara í bæinn á morgun. Hún María tekur á móti þér á Umferðarmiðstöðinni. Þú átt að fá peninga hjá mér og kaupa þér nýja skó, og meðul áttu að hafa með þér fyrir þrjá daga.“ Steini er að raka fyrir utan og segist eiga 4 þús. kr. Það sé nóg. Hann sé í alveg nógu góðum skóm, splúnkunýjum striga- skóm. Líney segir honum að hann þurfi að fá betri, sem styðji við ökklann. „Hann má ekki reyna svona á sig, en honum þykir það svo skemmti- legt,“ sagði hún og viö horfum á Steina, þur sem hann heldur áfram að raka með vinkonu sinni Símoníu Arnþrúði Sæmundsdóttur. Getið þið bara hvað ég er gömul, segir Þrúða og hamast við að raka „Getið þið bara.“ Jú, við teljum að hún eigi ekki marga yfir sjötugt. Þá brosir Þrúða breitt „88, nærri því 89,“ sagði hún. „Og það er gott að raka og vera úti meðan maður stendur á löppunum. Ég segi það ekki að ég kunni ekki betur við mig annars staðar en hér. Ég hef alltaf átt heima þar sem cru fjöll. Síðast hér rétt hjá Hjalla, í Hjallakróki." Steini heitir fullu nafni Guðsteinn Jónsson og hefur lengst af átt heima í Mosfellssveitinni, þar sem hann lagði stund á alls konar störf. Við löllum út í góða veðrið. Á vegi okkar verða tveir gamlir unglingar í heilsubótargöngu. „Við förum út oft á dag,“ sögðu þeir. Önnur heitir Oddný Magnúsdóttir frá Nýja-bæ á Eyrarbakka og hefur verið á Ási síðan í vor. „Eg er nýbúin að vera á Bakkanum og langar aftur. Hann sonur minn sá um að hita upp húsið mitt í allan vetur. Það er gott að vera á Eyrarbakka,“ sagði hún, „og líka hér. Hérna hef ég líka eignast góða vini,“ og hún lítur á hana Oddrúnu Jónsdóttur við hliðina á sér. „Það er svona rétt að ég man hvað ég er gömul. Jú, 87 ára. Ég kom hér 1966 eða ’67. Hér er gott að vera. Já, alveg snilld,“ sagði Oddrún og við löbbum með þeim stöllunum heim í húsið þeirra að Ási (öll húsin heita Ás, Norður-Ás, Mið- Ás og allavega Ásar). Oddný býr með annarri í herbergi, en er með muni sína og myndir af börnum og barnabörnum í kringum sig. Oddrún býr í sér- herb. og einnig hún Guðrún Gísladóttir frá Akranesi, sem situr við að sauma buxur. Hún hefur saumað töluvert um ævina. „Hún saumar hér fyrir starfsfólkið, mig og fleiri,“ segir Líney. „Hún gat varla gengið þegar hún kom hér fyrst fyrir tíu árum. Nú gengur hún við hækjur og fer stundum alla leið niður í þorpið." „Já, ég fékk hrygglos og fleira,“ skaut Guðrún inn í. „Ég hekla líka“ og við skoðum handaverk hennar og höfum orð á að hún hljóti að sjá vel. „Með sterkum gleraugum,“ sagði hún og við undrumst lika hvað hún er úti- Það er i mörg horn að lfta hjá Það má ekkert standa í stað. tekin. „Alveg eins og svert- ingi,“ sagði hún. „Hér er gott að véra. Hef ekki komið til Akra- ness síðan ég kom hingað, en það kemur fólk hingað að heim- sækja mig.“. Guðrún er að verða 68 ára. Fyrsta setustofan var bílskúr Við göngum aftur að upphaf- lega Ási. Fyrst var þetta læknisbústaðurinn hans Magnúsar Ágústssonar héraðs- læknis i Hveragerði. Setustofan fyrir hina fyrstu 6 vistmenn var í bílskúr læknisins. Síðan hefur húsið alltaf stækkað meira og meira. Eldhúsið hefur fengið hverja viðbygginguna á fætur Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra Allt byggist á því. Guðrún Gísladóttir er frá Akranesi. Þangað hefur hún ekki komið í tíu ár, en margar heimsóknir fær hún. Haldið þið að það dugi annað en að nýta allt til fullnustu. Ilér eru sultaðar rauðheður, soðin sulta og 1100 slátur tekin meðal „ungra" gainalmenna. |>arna eru tiiin Líney Kristins- dótlir ráðskona i essinu sínu. Enn prjónar hún fíngerðustu vettlinga með munstri hún Stefanía Brynjólfsdóttir. annarri. Líney segir að allt inn í það hafi verið keypt með stór- hug og til framtíðarinnar. „Það skiptir ekki máli hvað það er dýrt, heldur að það sé gott,“ sagði forstjórinn Gísli Sigur- björnsson. „Nei það er ekkert erfitt að vinna í þessu eldhúsi. Við fáum raunar á næstunni fullkomið, nýtt eldhús. Það hefur bara alltaf verið þannig að áherzlan hefur verið lögð á að byggja fleiri og fleiri hús,“ sagði hún. „Og nú skulum við fá okkur meira kaffi." Hvaða óhugi - - . — Þurfið þið að losna við erfiða tengdamóður? Enn þömbum við kaffi og nú kemur forstjórinn snarlega inn og sezt hjá okkur. „Hvað veldur þessum áhuga ykkar á elliheim- ilum,“ segir Gísli kíminn. „Þurfið þið að losna við erfiða tengdamóður þarna á blaðinu hjá ykkur?" Enn einn bætist í hópinn í kaffidrykkjuna, Nanna Jónasdóttir hjúkrunar- kona. Hún kemur að Ási einu sinni til tvisvar í viku og lítur eftir sjúklingum frá Klepps- spítala. Þar að auki kemur læknir frá Kleppi þangað tvisvar í mánuði. „Það er mikil samvinna á milli Áss, Klepps- spítalans og Reykjarlundar," segir Gísli, og bætir við að þaðan séu margir sjúklingar. Þeir búi innan um eldra fólkið í ' húsunum á Ási. Með því fáist eins konar fjölskyldukjarni. Fólkið frá Kleppi er alít vel rólfært og hjálpar því eldra með ýmislegt. Hitar kaffi og gerir alls „onar viðvik. Gisli viðurkennir að það sé stundum dálítið erfitt að velja fólk sam- an í húsin, en yfirleitt gangi það mjög vel. Það er svo dýrt í rekstri að ríkið hefur ekki borgað eyri „Það er sjálfseignarstofnun- in Grund, sem á þetta allt sam- an,“ segir Gísli, „utan fjögurra húsa, sem Árnessýsla á. Þetta er rekið með daggjöldum. Það er svo dýrt að reka þetta að ríkið hefur ekki lagt eyri í það. Hvernig við förum að því að fjármagna? Það má aldrei standa i stað. Allt verður að byggjast á því.Fólkið verður að sjá að við höldum alltaf fram á við. Þróunin er sú að eldra fólk vill ekki búa í háhýsum. Það vill ekki búa á hóteli heldur litlum húsum. Nú er það móðins, tízkufyrirbrigði, að tala um vandræði gamla fólksins, en islenzkir ráðamenn gera akkúrat ekki néitt, þeir stinga bara hausnum ofan í sandinn. Það vantar alla skipulagningu." Og Gísli hélt áfram: „Það er ekki bara tilviljun að Hvera- gerði varð fyrir valinu. Heita loftið, gufan hér, hefur afar mikið að segja. Margir útlend- ingar hafa mikinn áhuga fyrir þessu, en íslendingar eru skrýtnir. Hér er reynslan talin einskis virði. Þó eru þeir sem enga þekkingu hafa alltaf að gefa ráð, en ráðamenn taka ekkert mark á þeim sem raun- verulega hafa einhverju að miðla. af eigin reynslu. Það er dæmigert hér í Hveragerði, þótt ýmislegt sé hér vel gert, að lítið er um gangstéttir og aðeins fáeinar götur malbikaðar. Við leggjum áherzlu á að leggja gangstéttir jafnóðum við okkar hús, enda mikið atriði að fólkið viti að öllu miði fram á við og gangstéttir eru liður í því. Nei, aðalatriðið er að gera mikið og þá fyrir lítið.“ Enginn vill hugsa um lokaþóttinn. Eitt sinn skal hver deyja Það verður smáhlé á sam- ræðum og við sötrum kaffið okkar. Nanna leggur nú orð í belg og segir að það sé skrýtið að enginn vilji hugsa um loka- þátt þessa mannlega lífs okkar — eitt sinn skal hver deyja. Hátúnsdeildin hafi verið fyrir- huguð sem slík. Nú sé hún bara einn áfanginn enn. Maðurinn má helzt ekki vera'þar nema 3—4 mánuði, þá skal hann aftur út í lífið. Hvar á maður að fá að deyja í rólegheitum? Það neita allir að horfast í augu við. í Hveragerði er lögð á það áherzla, að þangað komi fyrst og fremst fólk sem hafi fóta- vist, en hvað svo? Gfsli segir að í upphafi hafi það verið Guðjón A. Sigurðsson (sem nú er nýlát- inn) formaður elliheimilis- nefndar Árnessýslu, sem bað hann að líta á læknisbústaðinn í Hveragerði, sem hugsanlegt elliheimili. Hann stakk upp á því við Gísla að hann sæi um þetta, en Elliheimilið Grund tekur við öllu því fólki sem verður veikt að Ási. Þar eru 550 pláss og nálgast það að taka við 12% af langlegusjúklingum á landinu. Eðlilega er erfitt að fá hjúkr- unarkonur á Grund. Hvorki nteira né minna en 800 stikklök þurfi þar á dag. Það segir síria sögu. Ef langlegusjúklingar wmammmmmmmmmmmm .■____i--

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.