Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 31.07.1976, Qupperneq 23

Dagblaðið - 31.07.1976, Qupperneq 23
23 DACBLAÐIÐ. — LAUGAKDACUR 31. JULÍ 1976 d lltvarp Sjónvarp »> Páll Heiðar Jónsson er meö; Hvernig var vikan? Útvarpið á morgun kl. 14.30: „Hvernig var vikan" Nú verður loks útvarpað beint „Þátturinn byrjar hálftíma fyrr en venjulega til þess að hann sé búinn áður en útvarpað verður frá því er forsetinn okkar, dr. Kristján Eldjárn, tekur við embætti," sagði Páll Heiðar Jónsson, en að venju sér hann um þáttinn Hvernig var vikan? Gestir þáttarins að þessu sinni verða Hrafnhildur Schram listfræðingur, Helgi Skúli Kjartansson sagnfræði- nemi og rithöfundur og Ólafur Sigurðsson, sem flestum er kunnur sem fréttamaður, en þjónar því starfi nú að vera fulltrúi íslands á norrænu ferðaskrifstofunni í New York. Frétt vikunnar verður á snærum Gunnars Eyþórssonar fréttamanns. „Það er mesta furða, að á þessum sunnudegi ársins, þegar verst er að ná í fólk, hvað það gekk vel,“ sagði Páll Heiðar. Og nú verður loks hægt að útvarpa beint sem ekki hefur verið hægt vegna marg- umtalaðs yfirvinnubanns út- varpsins. . EVI Sprellikarlarnir Bob Hope og Bing Crosby gátu komið manni tií að hlæja hérna í eina tíð. Gaman að vita hvernig þeim tekst upp í kvöld. Sjónvarp kl. 22.20 á morgun: Tveir gamalkunnir á leiðinni til Hong Kong Nýjasta og líklega sú síðasta af „leiða“ myndunum með Bing Crosby og Bob Hope er á dag- skrá sjónvarpsins kl. 22.20 annað kvöld. Nefnist hún Leiðin til Hong Kong (The Road to Hong Kong). Þessi mynd er frá árinu 1961 og fær þrjár stjörnur i kvik- myndahandbókinni okkar. Að þessu sinni er það Joan Collins sem leikur aðalkvenhlutverkið en í flestum ,,leiða“-myndum þeirra Bings og Bobs lék Dortohy Lamour á móti þeim. Hún kemur þó aðeins við sögu í kvöld. Einnig eru þeir Robert Morley og Peter Sellers á hlut- verkaskránni. Eins og jafnan áður í þessum myndum er efnisþráðurinn frekar „þunnur". Tveir náung- ar komast fyrir hreina tilviljun yfir eldsneytisformúlu og lenda í höndunum á glæpasamtökum. Sýningartími myndarinnar er ein klukkustund og þrjátíu mínútu. Þýðandi er Dóra Haf- steinsdóttir. — A.Bj. Hannes Gissurarson hefur sér til aðstoðar til að lesa upp Tryggva Agnarsson. „Mér skilst að Þjððviljamenn séu afar reiðir út í mig,“ sagði Hannes, „vegna þess að ég hef tekið fyrir boðskap manna eins og Solshenitsins og Orwells. Af einhverjum ástæðum þola þeir ekki að á þessa menn sé minnzt." DB-mynd Bjarnieifur. Útvarpíð annað kvöldkl. 19.25: „Orðabelgur" Karl Popper „Eg verð með þátt um ensk- austurríska heimspekinginn Karl Popper, sem hefur sett fram athyglisverðar kenningar um vísindalegar aðferðir. Hann gagnrýnir einnig með skynsam- legum rökum og fræðikenning- um alræðissina eins og fasista og kommúnista." Þetta hefur Hannes Gissurarson að segja um þátt sinn, Orðabelg, sem verður annað kvöld. Hannes sagði að Karl Popper væri málsvari hins opna sam- félags vesturlanda, frelsis, lýðræðis og mannréttinda. „Popper hefur skrifað nokkrar bækur. Ein bókin, Rökfræði vísindalegrar rannsóknar, er um eðli vísindalegrar aðferðar og ég reyni að gera kenningu hans einhver skil í þættinum, þótt um flókin mál sé að ræða,“ sagði Hannes. „Aðalverk hans er bókin Opið samfélag og óvinir þess, sem er varnarskjal vestræns lýðræðis og árás á kenningar heimspekinga eins og Platons, Hegels og Karls Marxs.“ —EVI H ^ Sjónvarp & Sunnudagur 1. ógúst 16.00 Frá Úlympíuleikunuin. Kynnir Bjarni Felixson. 18.00 Bleiki pardusinn. Bandarísk teikni- myndasyrpa. 18.10 Sagan af Hróa hetti. Nýr, breskur myndaflokkur um ævintýri útlagans Hróa hattar. 1. þáttur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Hló. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Á reginfjöllum I. Kvikmynd frá ferðalagi sjónvarpsmanna sumarið 1971 norður yfir hálendið, svokallaða Gæsavatnaleið. Þarna eru að mestu reginöræfi. en þó eru einstaka gróður- vinjar inn á milli, til dæmis í Jökuldal i Tungnafellsjökli, sem ekki er ósenni- legt að hafi á sinum tíma ýtt undir trúna á grösugar útilegumanna- byggðir. Umsjón Magnús Bjarnfreðs- son. Kvikmyndun örn Harðarson. Hljóðsetning Oddur Gústafsson. Áður á dagskrá 29. apríl 1973. 21.05 Skemmtiþáttur Don Luríos. Auk Don Lurios og dansflokks hans skemmta í þessum þætti: Cindy og Bert. Pop Tops og Mireille Mathieu. Þýðandi Auður Gestsdóttir. 21.35 Frá Ólympíuleikunum. 22.20 Leiðin til Hong Kong. (The Road to Hong Kong). Bandarisk gamanmynd frá árinu 1961. Aðalhlutverk Bing Crosby, Bob Hope og Joan Collings. Tveir náungar, Harry og Chester, komast af tilviljun yfir eldsneytis- formúlu, sem glæpasamtök eru á hött- unum eftir og lenda i klóm bófanna. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.50 Að kvöldi dags. Séra Gísli Kolbeins. prestur að Melstað í Miðfirði, flytur hugvekju. 00.00 Dagskráríok. Mánudagur 2. ágúst 17.00 Frá ólympiuíeikunum. Kynnir Bjarni Felixson. 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.10 Frá Listahátíð 1976. Sýning franska látbragðsleikarans Yves Lebretons i Iðnó 15. júni siðastliðinn. Stjórn upp- töku Andrés Indriðason. 22.30 Ugla sat á kvisti. Skemmtiþátt- ur með tónlist og léttu efni af ýmsu tagi. Rifjuð upp saga „rokksins" á árunum 1954—60. Meðal gesta þátt- arins eru Lúdó-sextettinn og KK- sextettinn. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. Áður á dagskrá 2. febrúar 1974. 23.35 Dagskráriok. 18.45 Veöurfrognir. Dagskrá kvöldsin. 19.00 Fróttir. Tilkynningar. 19.-25 Orðabeigur. Hannes Gissurarson sér um báttinn. 20.00 íslenzk þjóðlög i útsetningu Jóns Asgeirssonar. F.insiingvarakórin og félágar úr Sinfóniuhljómsveit lslands flvtja: Jón Asgoirsson sljórnar 20.30 „Dansleikur á himni og jörð". Svoinn Ásgoirsson hagfnoöingur tokursaman þátt umGustav Fröding. 20.55 John Williams leikur á gitar lög oftir Granados. Villa-Lobos. do Falla o.l’l. 21.20 „Hvitmánuður", smásaga eftir Unni Eiriksdóttur. Guönill Svava Svavars- dóliir los. 22.00 Fréllir. 22.15 Voöurfrognir Danslog. Sigvaldi Þorgilsson danskeiinan volur liigin og kvnmr 23.25 Fréilir Daeskrárlok Mánudagur 2. ágúst Frídasur verzlunarmanna 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. landsmálabl ). 9.00 og 10.00 Morgunbœn kl. 7.55: Séra Páll Þórðarson flylur (a.v.d.v.) Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Bjöl'g Árna- dóttir heldur áfram siigunni „Kóngs- dótturinni fögru" oftir Bjarna M. Jónsson (4). Lélt liig milli atriða. Tón- leikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00 Kdith Mathis syngur „Ljóð- söngva" oftir Mo/art ' Glaudio Arrau loikur Pianosónötu nr 3 i f-moll op. 5 eftir Brabms. 12.00 Dagskráin. Tonleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Voröurfrognir og fréttir. Tilkynn- mgar Tónloikar. 13.20 Mór datt það í hug. Sigurður Blöndal skógarvörður á Hallormsstað rabbar við hlustendur. 13.40 Lótt tónlist frá útvarpinu á Nýja- Sjálandi. 14.40 Krambúðir og kauptíð. Jónas Jónasson fræðist um gamla verzlun i Reykjavík, Akureyri og Húsavík. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Popphom. 17.10 Tónleikar. 17.30 Endurtekið efni: „Vixill á síðasta degi". (Áöur útv. i mai7). Pétur Pétursson flytur hugleiðingar í léttum tón. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkvnningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Þorvarður Fliasson framkvæmdastjóri Verzl- unarráðs tslands talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.20 Úr handraðanum. Sverrir Kjartans- son sér uin þáttinn. sein fjallar nánara um starfsemi karlakórsins Geysis á Akureyri. 21.15 Tónlist eftir George Gershwin. William Bolcom lejkur á píanó. 21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan úr Svarta- skógi" eftir Guömund Frímann. Gisli Halldórsson leikari les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðarþáttur. Agnar Tryggvason framkvæmdastjóri talar um búvöruverzlun. 22.35 Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 3. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl ), 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. w.45: BjÖI'g Árnadóttil' heldur áfram aö lesa söguna „Köngs- dótturina fögru" eftir Bjarna M. Jóns- son (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Tónlaikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Wolfgang Schneiderhan og Walter Klien leika Sónötu í Es-dúr fyrir fiðlu og píanó op. 18 eftir Richard Strauss ' Félagar úr Vlach kvartettinum leika „Miniá- tures" fvrir tvær fiðlur og lágfiðlu óp. 75 a eftir Dvorák ' Alicia De Larrocha og Fílharmoníusveit Lundúna leika Fantasíu í G-dúr fyrir píanó og hijóm- sveit op. 111 eftir Gabriel Fauré: Rafael FrObeck de Burgos stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.