Dagblaðið - 19.08.1976, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1976
i
Þessi úrklippa er úr
bandarísku dagblaði sem gefið
er út í Louisville, Kentucky.
Sendandinn er Karen
Lehman og segir hún greinina
hafa vakið gífurlega’
athygli þar meðal lesenda.
í .greininni er skýrt frá
nafnareglum íslendinga þ.e. að
nota föðurnafn með son/dóttir
bættu aftan við. Sem kunnugt
er tíðkast þetta ekki annars
staðar í heiminum og þykir
mörgum útlendingum þetta
furðulegt fyrirbæri. Einkenni-
legast þykir þó flesturn að
konur skuli halda sinu 'eigin
föðurnafni við giftingu og að
allir skuli ávarpaðir með
fornafni, meira að segja
forsætisráðherrann og
biskupinn!
Við þökkum Karen kærlega
fyrir þessa grein og vonum að
þessi „einkennilegi“ siður geri
Island enn forvitnilegra í
augum útlendinga.
All
lcekinders
areona
first-name
basis
Name a country where
people don’t use last names.
Give up?
The telephone directory in
Iceland lists everybody by
his/her first name. People at
work are called by their first
names (even teachers!) and
office doors and mailboxes
are marked with first names.
Here’s how it works.
Suppose Olaf has a son
Magnus. Magnus is called
Magnus Olafson. If Magnus
has a son Eric, he is called
Eric Magnusson.
People use their own first
name plus their father’s
name with “son” or “dottir”
at the end. So, in Iceland,
your name might be Susan
Fredsdottir or Kevin
Mikeson.
When women marry, they
keep their own names.
Children whose fathers died
before the children wére
born take the mother’s
name, such as Eric Heleason.
Back to the phoné hook 7~7im
now. To find a friend’s //*y
number, you need to know
your friend’s first name, the
name of his/her father and
your friend’s occupation.
Nobody uses the title Mr.
except the prime minister
and the bishop, but even they
use their first names after
the title. Imagine, Mr.
Gerald, instead of President
Ford!
One more thing, if you
become a citizen of Iceland,
you must take an Icelandic
name that sounds like your
real name. And of course,
you must add your father’s
name plus son or dottir as
your new first name.
Rdi ar« lcelond s major industry.
1
Heybindivélar eru dýr tæki en mestur kostnaður við notkun þeirra liggur þó í heybindigarni, sem
þykir mjög dýrt.
Heybindingar orðinn
gífurlega stór kostnað-
arliður í búrekstri
sinn vitjun
artíma
— almenningur
rís brótt upp
gegn lofsöng
kaupmanna
Ungur bóndi skrifar:
Nú fer í hönd sá árstími sem
við bændur förum að huga að
ýmsu sem snertir heyöflun.
Með alls konar nútíma
heyskaparaðferðum hafa skotið
upp kollinum hinir ýmsu
kostnaðarliðir sem áður voru
óþekktir og sem snerta mjög
fjárhagsafkomu bænda. T.d.
er þar að nefna heybindingu
með vélum sem aukizt hefur I
ríkum mæli síðustu ár. Vélar
þær sem notaðar eru til þessa
eru vissuiega dýrar en endingu
þeirra er hægt að auka með
góðri meðferð og eftirliti. Slíkt
er hverjum eiganda og notanda
skylt.
Öðru máli gegnir með garnið
sem notað er til að binda heyið
með. Ég tala hér af reynslu og
verð að segja að mér finnst sá
kostnaðarliður orðinn ískyggi-
lega hár. Ekki veit ég hvort
búnaðaryfirvöld hafa látið fara
fram nokkra könnun á því
hvort verðlag á þessari vöru er í
nokkru samræmi við fram-
leiðslukostnað — en hér mun
vera að allmestu leyti um
innlenda framleiðslu að ræða
— eða hvort kannað hefur
verið hvort hægt væri að fá
garnið ódýrara, innflutt. Gæti
ekki t.d. verið hagstætt að
heildarsamtök bænda beittu
sér fyrir innflutningi þessum,
ef hagkvæmari reyndist? Eða
þá að beita sér fyrir því að
bændur fengju garnið beint frá
verksmiðju innanlands á heild-
v söluverði? Þetta er hér með
fengið þessum ágætu mönnum
til athugunar.
DB kom þessari fyrirspurn á
framfæri við Magnús Gústafs-
son forstjóra Hampiðjunnar og
hafði hann eftirfarandi um
málið að segja:
Verð á heybindigarni verður
að teljast frekar hagstætt t ár,
þar sem kílóið hefur aðeins
hækkað um kr. 10 síðan í fyrra
og er núna 360 kr. kílóið.
Eitthvað er einnig flutt inn af
garninu og hefur verð þess í
sumar verið eitthvað lægra en á
því innlenda. Við höfum ekki
uppi nein áform um breytingar
á dreifikerfinu innanlands.
Tel.ia nienn lika að
þetta form tryggi bezta
þjónustu við bændur. Ekki hel'
ég trú á ööru en dreifingar-
aðilar. sem eru kaupfélög.
verkstæði og önnur þjónustu-
fyrirtæki, væru til með að slá af
álagningu garnsins ef bændur
tækju sig saman og keyptu
mikið magn í einu. Til þessa
hefur ekki komið enn, en ef
slíkt kemur upp verður það að
sjálfsögðu tekið til athugunar.
íþróttir hér óður fyrr
ó þjóðhótíð í Eyjum
— engin aðstaða á Breiðabakka nú
Óskar Óskarsson skrifar:
I Dggblaðinu þann 12. ágúst
sl. birtist grein sem hét
„Þjóðhátíðin svipur hjá sjón.“
Ég ieyfi mér að gera athuga-
semd við þessa grein.
Það er alls ekki rétt að
íþróttir á þjóðhátíð hafi aðeins
verið stundaðar hér fyrir 15-20
árum. Þær voru og eru enn
stundaðar, aðeins með öðru
sniði. Allt fram að gosi var
keppt í 100 metra hlaupi 400
metra hlaupi og langstökki
ásamt fleiri íþróttagreinum.
Eftir að þjóðhátíðin var færð
suður á Breiðabakka varð
breyting á, þar er ekki aðstaða
til þess að keppa en til þess
þarf hlaupabraut og fl. Þa.r var
nú samt sem áður
víðavangshlaup og lyftingamót
sem tókst mjög vel. Þetta hefur
greinarhöfundur ekki séð
einhverra hlutá vegna.
Ef þú, Þórarinn M.
Friðjónsson, hefur verið á
þjóðhátið 1956 og svo ekki aftur
fyrr en 1976 þá finnst mér.
ekkert skrýtið þótt þér ofbjóði
dýrtíðin.
Þessi mynd er tekin á síð'ustu þjóðhátið i Eyjum. Þar hefur margt bre.vtzt eftlr gos, m.a. er ekki
aðstaða til keppni í íþróttum nú.
Allir
íslendingar
eru nefndir
með fornaf ni
Úrklippa úr
bandarísku dagblaði
Að þekkja
ll