Dagblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 6
t)
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976
Þannig hugsar teiknarinn sér að framtíðarverkefni Marsáætlunar-
innar muni líta út. Fremst á myndinni er Marsbíll og sams konar
vagn fjærst á myndinni. Yfir sveimar geimskip, sem hefur það
hlutverk að flytja grjót og önnur efni til jarðar, en ferjan þar á
milii er að hefja sig á loft fyrir miðri myndinni.
Víkingur II. lendiráMars 3. september:
Lendir í Útópíu
Bandaríska Marsfarið
Víkingur II. mun að líkindum
lenda á sléttunni Útópíu á
norðurhluta stjörnunnar um
miðnætti 3. september, að sögn
vísindamanna í Pasadena í
Kaliforníu í gær.
James Martin, yfirmaður
Víkingsáætlunarinnar, sagði í
gær að hætt hefði verið við tvo
aðra lendingarstaði. Hann
viðurkenndi, að verið væri að
taka áhættu með því að lenda á
Utópíu, sem er hrjóstrugt og
illa kortlagt, en ástæðan væri
sú, að þar væru meiri
möguleikar á því að finna vatn
en annars staðar á plánetunni.
Víkingur II, sem lenda mun á
sama hátt og Víkingur I., fór á
sporbraut umhverfis Mars 7.
ágúst og hefur síðan sent til
baka myndir af mögulegum
lendingarstöðum.
Martin gat þess í samtali við
fréttamann Reuters í gær, að
vísindamenn hefðu aðeins tak-
markaðar upplýsingar um útlit
og lögun siéttunnar Útópíu,
sem er 1.527.352
ferkílómetrar. Ekki er hægt að
nota radar við lendinguna, eins
og gert var þegar Víkingur I.
lenti, vegna þess hve
norðarlega Útópía er.
Sjálfvirka rannsóknarstofan
um borð í Víkingi I. heldur
áfram leit sinni að merkjum
úm lífræn efnasambönd í þeim
yfirborðssýnum. ■ sem tekin
hafa verið á Mars.
BIAÐW
ÞORSHOFN
VANTAR
UMBOÐSMANN Á
ÞÓRSHÖFN
UPPLÝSINGARÁ
AFGREIÐSLUNNISÍMI27022
Sendill d vélhjóli
óskast hálfan eða allan
daginn frá nœstu
mánaðamótum.
Hafið samband við
BIADIÐ
Þverholti 2 — Sími 27022
Sfúlka óskast strax
V
við blaða- og bókadreifingu.
Tilboð leggist inn á
afgreiðslu blaðsins
fyrir f östudagskvöld
merkt „ÚTGÁFA"
Var Meinhof nauðgað
áður en hón var myrt?
— sœðisblettir og áverkar á líkinu benda tilþess
Pðir hafa getaö ímyndaA sór Ulrike Meinhof sem heimakœra húsmóAur en þaö var hún nú samt og atti tvo oorn. tviburana Reginu og Bettinu. Hún
var gift blaAamanninum Klaus Röhl, sem lýsti henni eftir fyrstu kynni þeirra sem „mjög alvarlegri 24 éra gamalli stúlku, alinni upp í strangri trú".
Tíu árum síAar yfirgaf Ulrike mann sinn og börn og varA skœruliAi.
Alþjóðleg nefnd, undir
forsæti v-þýzka rithöfundarins
Gerhard Zwerenz, mun nú ræða
öll möguleg sönnunargögn þess
að skæruliðaforingjanum
Ulrike Meinhof hafi verið
nauðgað skömmu áður eða um
leið og hún var myrt.
Að sögn Zwerenz mun
nefndin koma saman í næstu
viku. í nefndinni munu eiga
sæti læknisfræðilegir sér-
fræðingar, lögfræðingar og
rithöfundar frá Italíu,
Bretlandi og Vestur-
Þýzkalandi.
Meinhof, sem var 41 árs,
fannst látin í klefa sínum í
fangelsi í Stuttgart I byrjun
maí í vor. Hafði hún þá verið í
fangelsi í fjögur ár og marg-
sinnis verið stödd hin
langdregnu réttarhöld, sem þar
fara fram yfir skæruliða-
hópnum, sem kenndur er við
hana og Andreas Baader.
Tvær krufningar voru gerðar
í líki Meinhof eftir lát hennar,
en vegna þess hversu læknana
tvo grejndi mikið á, hefur ekki
verið unnt að kveða niður þann
orðróm, að Meirihof hafi verið
myrt.
Dr. Werner Janssen, sem
framkvæmdi seinni lík-
skoðunina, að beiðni systur
Ulrike, segir nú að ljóst sé, að
Ulrike hafi annað hvort verið
beitt valdi áður en hún lézt eða
þá, að hún hafi slasað sig við
sjálfsmorðið. Hins vegar telur
hann líklegt, að henni hafi
verið nauðgað, vegna þess að á
líkinu fundust sæðisdropar, og
munnvatn, sem venjulega er
samfara hengingu, fannst ekki
á fötum þeim sem líkið var
klætt.
Bendir það til, að hún hafi
verið færð í þau föt, eftir að
hún hafi verið myrt. Eins
höfðu neglur hennar verið
klipptar upp í kviku, sem
eindregið bendir til þess, að
reynt hafi verið að eyða
sönnunargögnum.
ENN MILLIVONAR OG OTTA
Enn óttast visindftmenn, aö eldfjalliA Soufriere á Guadeloupe kunni aö springja í loft upp meA krafti margra atómsprengja. Tugir þusunda íbúa
höfuAborgarinnar Basre Terrr hafa veriA fluttir á brott, enda er borgin í hlíAum fjallsins. EdlfjalliA Soufriere, sem hefur ekki veriA taliA virkt i
fjölda ára. hof skyi. lega aö gjosa samfara öflugum jaröskjálfta. eu hraunrennsli hefur ekki veriÖ mikiA. Á myndinni sóst eldfjalliö og öskuregniö,
en staöscminoi ryjarinnar má sjn á litla kortinu til hægri.