Dagblaðið - 19.08.1976, Síða 7
DAÍiBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. AGUST 1976
7
Snemma í morgun var Gerald Ford forseti Bandaríkjanna útnefndur
forsetaefni Repúblikanaflokksins.
Erlendar
fréttir
REUTER
Flokksþing repúblikana íKansas City:
Ford útnefndur í
fyrstu umferð
— tilkynnir um varaforsetaefni sitt íkvöld
Atökin hafa verið hörð milli þeirra Reagans og Fords, eins og þessi
skopteikning sýnir, og var mjótt á mununum á fiokksþinginu í nótt,
svo og í allri forkosningabaráttunni.
Gerald Ford Bandáríkjaforseti,
sem tók við embætti fyrir tveimur
árum, eftir að Watergate-
hneykslið hafði flæmt Riehard
Nixon úr Hvíta húsinu, var í
morgun valinn frambjóðandi
Repúblikanaflokksins í forseta-
kosningunum í haust.
Ford, sem er 63 ára, vann
útnefninguna í fyrstu umferð at
kvæðagreiðslunnar, en þá hafði
hann trýggt sér fylgi kjörmanna
frá Vestur-Virginíu, tuttugu
talsing. Þegar stuðningur þeirra
var fenginn hafði hann fengið
fleiri atkvæði én þau 1130, sem
nauðsynleg voru til að tryggja út-
nefninguna.
Ford mun bíða þár til síðar í
dag eða á morgun til að tílkynna
hvern hann hefur valið sem vara-
forsetaefni sitt, en mjög vafasamt
er talið að það verði Ronald
Reagan, helzti keppinautur hans
um útnefninguna.
Þegar atkvæði voru talin eftir
fyrstu umferðina hafði Ford
stuðning 1135 kjörmanna, en
Reagan 1052.
Mikið fjör hefur verið á flokks-
þinginu og þegar Ford var lýstur
sigurvegari ætlaði allt að ganga af
göflunum í þingsalnum í Kansas
City í Missouri. Stuðningsmenn
Fords stóðu upp á stólum,
bekkjum og borðum, veifuðu
borðum, spjöldum og hrossa-
brestum og hrópuðu hvatn-
ingarorð eins og þeir ættu lífið
að leysa.
Eftir þetta flokksþing liggur
kosningabaráttan niðri stutta
stund, en síðan verður þeim att
saman, Ford og Jimmy Carter,
frambjóðanda Demókrataflokks-
ins.
Lockheed-hneykslið í Hollandi:
Hitnar undir Bernharði
Nýr jarðskjálfti á Filippseyjum:
Tala látinna 5000
Nýr jarðskjálfti várð á sunnan-
verðum Filippseyjum í gærdag,
en samkvæmt fyrstu fréttum
virðast ekki hafa orðið miklar
nýjar skemmdir af völdum hans.
Að sögn visindamanna virðist
jarðskjálftinn hafa átt upptök sín
á nákvæmlega sama stað og sá, er
olli flóðbylgjunni miklu á þriðju-
dag, en í henni létu a.m.k. 4000
manns lífið og 90 þúsund misstu
heimili sín.
Svo virtist ennfremur sem jarð-
skjálftinn i gær hefði verið mun
minni að styrkleika, en vísinda-
menn og yfirvöld á eyjunum vildu
ekki tjá sig um tjón, sem kynni að
hafa orðið af völdum hans, fyrr
en allar skýrslur lægju fyrir.
Björgunarsveitir hafa nú leitað
í rústunum, sem jarðskjálftarnir
og flóðbylgjan skildu eftir og enn
er ekki vitað hversu margir hafa
látið lífið. Hefur talan 5000 verið
nefnd.
— fréttamyrkvi skollinn á
Hollenzka stjórnin hefur
endurvakið gamla þagnarreglu
til að koma í veg fyrir nokkurn
fréttaflutning af opinberri
rannsókn á því hvort Bernharð
prins, eiginmaður Hollands-
drottningar, hafi þegið miklar
mútur frá bandarisku Lock-
heed-flugvélaverksmiðjunum.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í Haag, að Joop de
Uyl forsætisráðherra hafi i
gær átt fund með Júlíönu
drottningu til að ræða rann-
sóknina, sem snýst um hvort
Bernharð prins hafi þegið 1.1
milljón dali frá Lockheed til að
flýta fyrir sölu á Lockheed-
flugvélum.
Stjórnin greip til þess ráðs í
gær að vísa til óskráðra
hollenzkra laga um að viðræður
leiðtoga stjórnar og ríkis eigi að
vera levnileeur
Þwrkamir íCngbndi:
„Astandið
hörmulegt
— seair landbúnaðarráðherrann.
Breskir ráðherrar kvaddir heim úr
sumarleyfum vegna ástandsins
Brezkir ráðherrar munu
verða að gera hlé á sumarleyfi
sínu til þess að koma saman á
fund í næstu viku, þar sem
hinir miklu þurrkar, er herja
lahdið, verða ræddir.
Er þetta gert vegna þess að
mörgTyrirtæki sem nota mikið
vatn við framleiðslu sína, hafa
tilkynnt að þau verði að stytta
vinnuvikuna til muna vegna
þurrkanna og vatns-
skömmtunar sem komið hefur
verið á.
Þá hafa bændur, sem ekki sjá
fyrir endann á þeim
hörmungum, sem yfir þá dynja,
hvatt landbúnaðarráðherrann,
Fred Peart, til að gangast fyrir
greiðslu bóta þeim til handa.
-Peart, sem verið hefur á
ferðalagi um verstu þurrka-
svæðin. Suður-Wales, Austur-
Anglíu og allan vesturhluta
landsins, hefur sagt uppskeru-
horfur hörmulegar.
Flestar gróðurtegundir hafa
orðið fyrir skakkaföllum, en
þó hafa sykurrófur og kartöflur
orðið harðast úti.
Hvernig ráðizt verður gegn
vandanum mun koma fram á
fundinum í næstu viku en auk
Peart verða iðnaðarráðhera og
atvinnumálaráðherra viðstadd-
S-Afríka:
Átta blökkumem
myrtirínátt
Átta blakkir Afríkumenn voru
skotnir til bana og tuttugu særðir
í óeirðum, sem urðu meðal
blökkumanna í borginni Port
Elizabeth á Indlandshafsströnd
Suður-Afriku i nótt.
Talsmaður lögreglunnar sagði
sfiemma í morgum að lögreglu-
mönnum hefði reynzt
nauðs.vniegt að skjóta nokkrum
sinum í gærkvöld og I nótt. Hópar
blökkumanna, allt að þúsund í
hverjum. fóru um borgarhverfi
sitt í Port Elizabeth, kveiktu i
byggingum og rændu verzlanir.
Að minnsta kosti átta byggingar,
flestar í eigu hins opinbera, voru
brenndar til ösku. Lögreglan
álítur að tjónið nenii um 130
milljónum króna.