Dagblaðið - 19.08.1976, Síða 12
12
DAGBLAÐIÐ KIMMTUDAGUR 19. AGUST 1976
Þróttur beið ósigur
fyrir varaliði UBK!
— Aðeins þrír af fastamönnum UBK gegn Þrótti en samt sigur Kópavogsliðsins
2-1 í 1. deild íslandsmótsins íknattspyrnu
Þróttur sér nú ekki fram á neitt
annað en neðsta sæti 1. deildar
eftir tajj gegn 2. flokks liði
Breiðahliks í gærkvöld, 1-2. Já,
Þróttur gat ekki einu sinni sigrað
2. flokk Breiðabliks, aðeins þrír
af fastamönnum Breiðabliks léku
með. Þegar svo er, þá á lið ekkert
annað skilið en neðsta sætið —
ekki sást örla á áhuga né baráttu.
Furðulegt af liði, sem berst fyrir
veru sinni í 1. deild.
Já, útlitið er dökkt hjá Þrótti —
liðið á aðeins tvo leiki eftir í
deiidinni gegn Vikingi og Val.
Tæplega fá Þróttarar stig úr þeim
viðureignum og tæplega sigra
Þróttarar Þór frá Akureyri í leik
um 10. sætið að ári í 1. deild.
Allt spil er sást í leiknum átti
Breiðablik og vissulega er fiam-
tíðin björt hjá Blikunum því
margir hinna ungu pilta, er komu
inn í liðið lofa góðu. Þróttur hins
vegar hafði ekkert fram að færa
— ekki einu sinni baráttu.
Fyrsta mark leiksins kom á 28.
mínútu. Hinrik Þórhallsson
brauzt upp vinstri kantinn og gaf
góða sendingu á Ævar
Erlendsson, sem skoraði úr víta-
teignum, 1-0.
Fátt markvert gerðist það sem
eftir var hálfleiksins en í leikhléi
stóð 0-1. Blikarnir bættu við öðru
marki sinu á 22. mínútu síðari
hálfleiks. Hroðaleg varnarmistök
Þróttarvarnarinnar stuðluðu
mest að markinu. Hár bolti barst
yfir vörn Þróttar og Ævar Er-
lendsson renndi knettinum til
Hinriks. Hann átti ekki í vand-
ræðum með að renna knettinum í
markið, 2-0. Nokkur rangstöðu-
lykt var af markinu en dómari
leiksins, Guðjón Finnbogason, sá
ekkert athugavert og dæmdi
mark.
Þrótti tókst að minnka muninn
í 1-2 á 31. minútu þegar Leifur
Harðarson átti þrumuskot af 25
metra færi, er fór yfir Ölaf
Hákonarson og í þaknetið, F-2.
Fallegt skot hjá Leifi en vissulega
á markvöður að ráða við slíkt
skot.
Flestir bjuggust við að leik-
menn Þróttar reyndu að rífa sig
upp en það tókst ekki — Breiða-
blik átti aldrei í erfiðleikum með
að halda forskoti sinu.
Framlína Þróttar var næsta bit-
laus og tengiliðir óvirkir. Annars
er það áberandí hvað leikmenn
Þróttar virðast daufir, rétt eins og
vonleysi hafi gripið um sig meðal
þeirra. Liðinu hefur vissulega
gengið illa í sumar — enn er ekki
öll nótt úti. Þrátt fyrir að liðið
hafni i neðsta sæti 1. deildar, en
nokkuð ljóst er að svo verður, þá
eru aukaleikir við Þór frá Akur-
eyri og fæ ég ekki séð hvernig
þeir standast Akureyringum
snúning nema leikmenn Þróttar
rífi sig upp. Þór hefur einmitt á
að skipa harðsnúnu liði, baráttu-
liði.
Breiðablik hlaut sitt 16. stig í
gærkvöld — í síðustu sjö leikjum
liðsins hefur aðeins einn tapazt,
en það var fyrir íslandsmeistur-
um ÍA. Greinilegt var, að leik-
menn Breiðabliks voru að búa sig
undir bikarleikinn gegn KR, sem
fram fer á mánudag. En þrátt
fyrir að aðeins þrír fajtamenn í
liði Breiðabliks lékju, þá kom það
berlega i ljós að Breiðablik hefur
á að skipa nógum mannskap —
mönnum, sem á komandi árum
munu skipa Breiðabliki á bekk
beztu knattspyrnuliða tslands.
Leikinn dæmdi Guðjón Finn-
bogason og gerði hann hlutverki
sínu sæmileg skil. h halls.
Celtic ekki í
vandrteðum
— en Rangers gerði jafntefli við
Hibernian í Edinborg
Celtie sigraði Dumbarton
örugglega í gærkvöld í skozka
deildabikarnum og hefur Celtic-
þar með unnið tvo fyrstu leiki
sína i deildabikarnum en á
laugardag sigraði Celtic Dundee
United 1-0.
Sigur Stockton
Dave Stockton sigraði í gær í
PGA mótinu í Bandaríkjunum en
það er eitt fjögurra stærstu
golfmóta í heimi. Keppnin var
ge.vsilega hörð þó ef til vill hafi
ekki verið leikið golf eins og það
gerist bezt í heiminum, eins og
BBC orðaði það.
Það var ekki fyrr en á síðustu
holunni að Stockton tókst að
kný ja fram sigur sinn þegar hann
..púttáði" 18. holuna mjög vel og
gleði hans var mikil, en þetta var
annar sigur Stockton i þessu
fræga móti. sigraði áður 1970.
,Jack Nicklaus, sem á sunnudag
sýnir golf hjá Golfklúbbi Ness
hafði fprystu á síðasta degi en
missti 2 högg og þar með fór
draumurinn.
Januar.v tók forystuna af
Nicklaus á 6. holu og hélt henni
lil 10., en þá tók Stockton
forystúna og hélt henni út.
Sigurinn i gærkvöld var
öruggur en ekki vitum við hverjir
skoruðu mörk Celtic í gærkvöld.
Rangers, helzti keppinautur
Celtic í Skotlandi fór til
Edinborgar í gærkvöld og lék við
Hibernian. Jafntefli varð 1-1.
Annars urðu helztu úrslit í Skot-
landi:
Arbroath-Dundee Utd. 1-3
Dundee—Motherwell 2-1
Kilmarnock—Ayr . 2-0
Partick—Hearts 0-2
St. Mirrén—Aberdeen 2-3
Á Englandi fór einnig fram
fjöldi leikja í deildabikarnum en
þar er keppnin þegar frá upphafi
með útsláttarfyrirkomulagi — í 1.
umferð er leikið heima og að
heiman og samanlögð úrslit gilda.
Urslit á Englandi en í sviga
setjum við samanlögð úrslit:
Blackburn -Rochdale 4-1 (5-1)
Darlington-Halifax 1-1 (1-1)
Exeter-Plvmouth 1-0 (2-0)
Gillingham-Aldershot 2-0 (3-1).
Hereford-Chester 4-3 (4-5)
Hartlepþol-IIuddersfield 1-2 (1-4)
Lincoln-Donc aster 1-1 (2-2)
Nortliámpton-Swindon 2-0 (4-3)
Peterbro-Reading 0-1 (3-3)
Sheff. Wed.-Gnmsby 0-0 (3-0 )
Stockport-Workingt. 0-0 (0-0)
Tranmerer-Crewe 3-1 (4-3)
Walsall-Shrewsbury 1-0 (2-0)
Wrexham-Port Vale 1-0 (2-1)
'Southampton og Liverpool léku síðastliðinn laugardag á Wembley.
Hér sést Paul Gilchrist skalla frá og Jimmy Steele stekkur upp með
honum. Kevin Keegan fylgist með — og fjær er Peter Osgood.
Ýmis óvænt úrslit eins og alltaf
hafa komið fram en þó vekur
sigur 4. deildarliðs Exeter gegn 2.
deildarliði Plymoúth athygli.
Bæði liðin eru frá borgum í s-
vestur Englandi.
Eins kemur á óvart sigur
Chester gegn sigurvegaranum úr
3. deild á síðastliðnu vori,
Hereford.
mil
Fram, yfir Albert Gu
VALUV
— Tekst Valsmönnun
kl. 19 eða heldur Fra
Hvort verður það Valur eða Fram?
Þeirri stóru spurningu verður svarað
í kvöld þegar liðin leika á Laugar-
dalsieikvanginum. Valur stendur
betur að vígi — hefur hiotið stigi
meir en nágrannarnir úr austur-
bænum. Hitt er jafnvíst að Fram
gefur ekkert eftir — það verður
hart barizt í kvöld.
Fram leikur hins vegar yfirvegaðri
knattspyrnu. Liðið er .kipað
traustum einstaklingum, sem með
leikreynslu sinni og ákveðni hafa
unnið marga leiki. Fram byrjaði illa,
tapaði tveim af fjórum fyrstu leikjum
sínum í 1. deild — siðan hefur Fram
ekki litið til baka. Sigrað í hverjum
leiknum á fætur öðrum.
Valur byrjaði með glæsibrag —
slíkum glæsibrag að áhorfendur
flykktust að til að sjá leiki þeirra.
Hins vegar hefur nokkuð dregið af
þeim í síðari hluta íslandsmótsins og
munar þar mestu að nokkrir leik-
menn, sem byrjuðu ákaflega vel, hafa
ekki náð að sýna sömu leikina upp á
síðkastið.
Langt er nú um liðið síðan Valur
varð íslandsmeistari eða 1967 — þá
eftir aukaleik um íslandsbikarinn við
Ekki vi
Nokkur blaðaskrif hafa spunnizt
vegna drengjamóts í knattspyrnu,
sem haldið var hér í sumar, og
þeirrar fréttar að Færeyingar hafi
ekki verið samþ.vkktir sem þátttak-
endur. Þar sem verulegs ntisskilnings
gætir í sambandi við hlut KSÍ (Knatt-
spyrnusambands íslands) í þessu
máli, vill stjórn sambandsins koma
eftirfarandi á framfæri:
1. Á árinu 1974 ákváðu knatt-
spyrnusamband Danmerkur, Finn-
lands, Noregs, Svíþjóðar og tslands að
efna til árlegs móts fyrir drengi
14—16 ára með þátttöku ofantaldra
þjóða og þelrrar sjöttu til viðbótar
utan Norðurlanda.
Þegar ákveðið var að mótið skyldi
haldið á íslandi í ár, hafði stjórn KSÍ
hug á að bjóða Færeyingum til
mótsins i stað þjóðar utan Norður-
landa. Það var hins vegar ekki is-
lendinga einna að ákveða þátttakend-
ur og því var hugsanleg þátttaka Fær-
eyinga borin undir aðra fram-
væmdaradila mótsins. Kom þá i ljós
að þessu frumkvæði KSÍ var ekki vel
tekið og þátttöku Færeyinga hafnað,
einkum af eftirtöldum ástæðum:
í fyrsta lagi þar sem skandinavísku
þjóðirnar töldu það einn stærsta kost
slíkrar keppni, að etja kapp við
sterkar knattspyrnuþjóðir á megin-
landinu. í öðru lagi vegna þess að