Dagblaðið - 23.08.1976, Side 3

Dagblaðið - 23.08.1976, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MANUDAG'UR 23. AGUST 1976. 3 STUNDUM BIRT OG STUNDUM EKKI — lesendur kref jast skýringa á reglum um nafnbirtingar afbrotamanna Allmargir lesendur hafa haft samband við DB að undanförnu og beðið um skýringar á því hvaða reglur gildi um nafn- birtingar afbrotamanna. í flestum tilfellum hafa verið tekin ákveðin dæmi um saka- mál sem ofarlega hafa verið á baugi að undanförnu, ög virðast ekki gilda sömu reglur þar um nafnbirtingar. Annars Raddir lesenda Völundar- hús Trygginga- stofnunar- innar L.G.L. skrifar: Alveg er það makalaust hvernig vinnubrögðum hinna ýmsu opinberu stofnana er háttað. Ef öryrki þarf að sækja um örorkubætur þarf hann að skrifa þr.jár ‘ umsóknir. Fyrst fyllir hann út blað og sækir um örorkubætur, fyllir síðan út annað blað og sækir um tekju- trygginguna. Ef hann á alls enga peninga þarf hann að fylla út þriðja blaðið og sækja um bótatrygginguna. Ef öryrki er ekki alveg klár í kollinum getur þetta tekið hann 3-4 mánuði. Það hlýtur einnig að taka mjög langan tíma að vinna úr öllum þessum plöggum. Ég er viss um að það er hægt að draga úr þessu skrif- stofubákni öllu saman. Hvers vegna er fólki gert svona erfitt fyrir? Það þarf að ganga í skóla til þess að skilja þetta allt saman. Ég er einnig viss um að þeir sem eiga rétt á þessum bótum fælast frá, einungis vegna þess að það er svo mikil vinna að ná í þær. Mörgum finnst mjög flókið að sækja um hinar ýmsu bætur hjá Trvggingastofnuninni. vegar er það mál rannsóknar- lögreglumannsins sem uppvís varð að ávísanafalsi og hins vegar mál hins svonefnda ,,Náttfara“ sem þegar hefur játað á sig 20 innbrot. Það skal tekið fram að DB hefur — eins og önnur blöð — oft en árangurslaust reynt að fá uppgefið nafn „Náttfara." þar sem sekt hans liggur ’ fyrir. Annað mál sem fólk vill gjarnan vita meira um er „ávísanamálið mikla,“ sem er á allra vörum þessa dagana og eru nöfn margra mikilsmetinna manna í þjóðfélaginu nefnd í því sambandi. Rannsókn þess máls er enn í fullum gangi og hefur ekki fengizt uppgefið hvort játningar liggi fyrir. En i sambandi við þessar nafnbirtingar sneri DB sér til tveggja aðila og leitaði álits þeirra. Þórður Björnsson ríkis- saksóknari vildi lítið um málið segja en kvað nafnbirtingar afbrotamanna verða að metast hverju sinni. Ólafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneytingu sagði engar fast- mótaðar reglur gilda í þessu sambandi. Yrði ákvörðunin að vera í höndum viðkomandi dómara eða lögregluyfirvalda hverju sinni. Eftir að mál er orðið dómsmál er öllum frjálst að leita sér upplýsinga um það. Þegar játning liggur fyrir sé að sumu leyti réttlætanlegt að birta nafn mannsins þar sem efasemdir um sekt hans eru ekki fyrir hendi lengur. Ólafur kvað það ekki venju að birta nöfn innbrotsþjófa eða ávísana- falsara, en í tilviki rannsóknar- lögreglumannsins hefði gegnt öðru máli þar sem um mann i opinberri stöðu var að ræða. Spurning dagsins Gœtirðu útvegað gjald- eyri á svörtum markaði með stuttum fyrirvara? María Hrafnsdóttir nemi: Nei, það stórefast ég um. Magnús Magnússon nemi: Já, það ætti að vera hægt að nurla saman einhverri smáupphæð ef í hart færi. Sigvaldi Jóhannsson atvinnuiaus: Nei, ekki treysti ég mér nú til þess. Sigurður Arnason verzlunar- maður: Nei, alveg örugglega ekki. Iléðinn Finnbogason iögfræðing- ur: Nei. ég hef þvi mióur engin þannig sambönd.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.