Dagblaðið - 23.08.1976, Síða 6

Dagblaðið - 23.08.1976, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1976. Frakkland: BÚIZT VfÐ STJÓRNAR- SKIPTUM Búizt er við því, að forsætisráð- herra Frakklands, Jaeques Chirac, muni segja af sér innan fárra daga, enda gengur sá orð- rómur þar í landi, að Valerey Giseard d’Estaing Frakklandsfor- seti muni að öðrum kosti leysa ríkisstjórnina frá störfum. Því hefur verð spáð, að fjár- málaráðerra landsins, Jean Pierre Fourcade, kunni að verða eftirmaður Chiracs í embætti, en ennþá hefur ekki verið gefin út nein opinber tilkynning um málið. Það eina, sem fengizt hefur af opinberum umsögnum, eru þau ummæli eins ráðherrans, Gabriel Peronnet, að eðlilegt væri að skipta um ríkistjórn nú. Blöðin og sjónvarpið hafa öll sagt, að Chirac hafi nú þegar lagt inn afsagnar- beiðni sína. Persónulegur ágreiningur d’Estaings forseta og Chirac for- sætisráðherra kann að valda stjórnarskiptum L Frakklandi nú í vikunni. Lockheed-hneykslið í Hollandi: Skýrslan hreinsar ekki Bernharð prins Júlíana Hollandsdrottning heldur í dag heimleiðis úr sumarleyfi vegna þróunarinnar í Lockheed-hneykslinu þar í landi. Eiginmaður hennar, Bernharð prins, hefur verið sakaður um aðild að málinu. Talin er hætta á því að ágreiningur rísi á milli drottningar og ríkis- stjórnarinnar og haft er eftir áreiðanlegum heimildar- mönnum í Haag, að drottningin kunni að afsala sér krúnunni ef skugga verður varpað á mann- orð prinsins. Drottningin, sem er 67 ára og eiginmaður hennar höfðu ætlað að vera um það bil viku i viðbót í sumarleyfi sínu á Ítalíu, en snúa heim nú vegna innihalds skýrslu um Lockheed-málið sem enn er leynileg. Þriggja manna rannsóknarnefnd lagði skýrsluna fyrir Joop den Uyl forsætisráðherra fyrir 13 dögum. Bernharð Hollandsprins: Skýrsla ríkisstjórnarinnar hreinsar hann ekki af áburði um mútuþægni. Hollenzk dagblöð og stjórn- málafréttaritarar í Hollandi hafa skýrt frá því að sex mánaða störf nefndarinnar hafi ekki getað sannreynt hvort Bernharð prins væri sekur af því að hafa þegið 1.1 milljón dollara (nærri 200 milljón krónur) í mútur frá Lockheed- fyrirtækinu til að ýta undir sölu framleiðslu félagsins í Hol- landi. Prinsinn, sem er 65 ára, hefur alfarið neitað þessum ásökunum. Hann hefur um þrjátíu ára skeið verið yfir- maður hollenzka hersins. En blaðið Het Parool í Amsterdam og raunar fleiri hollenzk dagblöð hafa skýrt frá því að í skýrslunni séu upplýsingar um viðskiptatengsl prinsinn og þær upplýsingar hafi komið ríkisstjórninni í opna skjöldu. Stjórnin hefur heitið því að birta megnið af skýrslunni opinberlega. Lockheed-hneykslið íJapan: „Miki verður að fara frá" — segir aðstoðar- forsœtisráðherrann, Fukuda Takeo Fukuda, aðstoðarfor- sætisráðherra Japans og helzti keppinautur Takeo Mikis, for- sætisráðherra,- í Frjálslynda flokknum (LPD) krafðist þess í ntorgun að Miki segði af sér fyrir þingkosningarnar, sem fara fram á næstunni. „Það er útilokað að flokkurinn geti sigrað í kosningunum nema undir stjórn nýs leiðtoga,” sagði Fukuda á fundi með stuðnings- mönnum sínum í flokknum í morgun. Baráttan fyrir því, að koma Miki frá hófst fyrir nærri fjórum mánuðum. Andstæðingar Mikis í flokknum saka hann um að sýna linkind í afstöðu sinni til Lock- heed-hneykslisins. Höfuðpaurarnir í Lockheed-hneykslinu í Japan: Miki forsætisráðherra, Tanaka, fyrrum forsætis- ráðherra og Ohira, núverandi f jármálaráðherra. Hann var utanríkisráðherra í stjórn Tanaka. Krafa Fukudas er fyrsta beina yfirlýsingin, sem hann lætur frá sér fara um stjórnmálakreppuna, er skapazt hefur vegna málsins. Miki mun síðar í dag eiga fund með öðrum helzta keppinaut sínum um forsætisráðh,erraemb- ættið, Masayoshi Ohira fjármála- ráðherra, og ræða við hann ástandið. Forsætisráðherrann hefur til þessa neitað að segja af sér. Hann segist ætla að sitja sem fastast og leiða stjórnina í gegnum sérstaka fundi þingins og kosningarnar, sem ber að halda eigi síðar en 9. desember. Kosningabaráttan hófst 17. ágúst, daginn eftir að Tanaka, fyrrum forsætisráðherra, var formlega ákærður fyrir að hafa þegið mútur frá Lockheed- flugvélaverksmiðjunum. Alls hafa tólf manns verið ákærðir fyrir brot í tengslum við hneykslismálið. Korsíka: Sjálfsstjárnarsinnar sprengja víngeymslu Sjálfsstjórnarsinnar á Korsiku sprengu í gærkvöld upp kjallara víngeymsluhúss nærri Ghiso- naccia á eins árs afmæli skotbar- daga þar, sem leiddi til dauða tveggja franskra þjóðvarðliða. Sjálfsstjórnarsinnarnir stóðu fyrir þessum aðgerðum undir for- ystu dr. Max Simeonis. Bróðir Dr. Max Simonoi. hans, Edmond, afplápar nú fimm ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn i skotbardaganum í Aleria í fyrra. Enginn meiddist í sprenging- unni í gærkvöld. Dr. Simeoni sagði hana hafa verið gerða til að mótmæla því, að franska stjórnin hefði ekki haldið loforð sín um efnahagsaðstoð við Korsíkumenn. Eftir sprenginguna settu sjálfs- •tjórnarsinnarnir upp vegatálma til að tefja fyrir lögreglunni á hælum þeirra. Dr. Simeoni hafði f.vrr í gærkvöld hótað að sprengja allt víngeymsluhúsið í loft upp, en hann og fylgismenn hans tóku það herskildi í gær og héldu því i nokkra klukkutíma áður en sprengingin reið af. Sjálfs- stjórnarsinnarnir telja Korsiku arðrænda af utanaðkoandi mönnunt og segja að eyjan sé ekki orðin annað en afdankað bænda- samfélag, nýlendukúgað af Frökkum. Austurlönd fjœr: NÝR JARÐSKJÁIFTI í KÍNA 8000 FÓRUST Á MINDANAO Að sögn vísindamanna í Hong Kong varð nýr og öflugur jarðskjálfti í miðhluta Kína snemma i morgun. Kom skjálftinn fram á jarð- skjálftamælum um kl. hálffjög- ur í nótt og átti hann upptök sín um 1500 km norðvestur af Hong Kong. Mun hann hafa orðið í hinu strjálbýla héraði Szechwan, en þar varð öflugur jarðskjálfti i gær. Enn er ekki vitað, hversu sterkur skjálftinn var í morgun og' engin tilkynning hefur verið gefin um hann í Kína. Filippseyjar Taliö er. að allt aó 8000 manns hafi látið lífið í jarðskjálftum og flóðbylgju á Filippseyjum i siðustu viku. Eignatjón hefur einnig oröið gífurlegt, en stöðugar jarðhræringar skekja eyjarnar. skiálfa enn Fólk hljóp fáklætt út á götur i nótt á Filippseyjum, en þar varð enn einn jarðskjálfti, nánar tiltekið í borginni Cota- bato á Suðureyjunum. Mun jarðskjálftinn hafa’ staðið yfir í nokkrar sekúndur. Ekki var vitað til þess, að frek- ari skemmdir hafi orðið né mannfall, en í jarðskjálftunum, sem urðu þarna í síðustu viku, varð gifurlegt mann- og eigna- tjón. Marcos forseti Filippseyja sagði i gær, að búast mætti við því. að þegar öll kurl væru komin til grafar, hefðu um 8000 rnanns látið lífið í jarðskjálft- unurn og flóðbylgjunni, sem f.vlgdi í kjölfar þeirra.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.