Dagblaðið - 23.08.1976, Page 14

Dagblaðið - 23.08.1976, Page 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1976. Jaf nt á Húsavík Einn leikur fór fram á Húsavík um helgina. Þar áttust við í 2. deild lið heimamanna og lið Ármanns. Leiknum lauk með nokkuð sanngjörnu jafntefli, bæði liðin skoruðu einu sinni. Rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik skoruðu Völsungar sitt mark. Það gerði Helgi Helgason mjög lag- lega. Og staðan í leikhléi var 1-0 heimamönnum í vil. Um miðjan síðari hálfleik jöfnuðu Ármenn- ingar með marki Inga Stefáns- sonar. Þrjú mörk voru dæmd af t þessum leik, tvö af Ármanni og eitt af Völsungi. Ánnað markið sem dæmt var af Ármanni var rangstaða og hitt var hindrun á markvörð en svo var einnig hjá Völsungi. Leikurinn þótti ekki sérlega góður og lítið um marktækifæri. Leikinn dæmdi Sævar Sigurðsson og gerði allþokkalega. Línuverðir voru þeir Steindór Gunnarsson og Einar Pétursson. Áhorfendur voru nokkuð margir að vanda. STA. STAÐANí 2. DEILD Úrslit leikja í 2. deild: ÍBV — isal'jöröur 8—0 Þór — Reynir 5—1 Völsungur — Ármann 1—1 Selfoss — KA 3—2 Haukar — ísafjörður 1—1 Staðan i 2. deild: IBV 14 12 2 0 57—10 26 Þór 14 9 4 1 37—13 22 Ármann 15 6 4 5 25—20 16 Völsungur 14 5 4 5 21—22 14 KA 15 5 4 6 26—28 14 Haukar 14 4 3 7 21—27 11 ísafjörður 14 3 5 6 16—28 11 Selfoss 14 3 3 8 21-45 9 Reynir 14 2 1 11 13—44 5 Markhæstir leikmenn 2. deild- ar eru: Örn Óskarsson ÍBV 23 Tómas Pálsson ÍBV 13 Gunnar Blöndal KA 13 Jón Lárusson Þór 13. Þrír leikir í kvöld Þrír leikir veróa á dagskrá í 1. deild íslandsmótsins í knatt- sp.vrnu. Víkingur mætir íslands- meisturum Akraness á Laugar- dalsvclli. Breiðablik og FH eigast við í Kópavogi og suður í Kefla- vík leika ÍBK og KR. TB eygir nú meistaratitil TB — Tvöröryrar Boldfelag - vann mjög góðan sigur á HB í færeyskú deildakeppninni. um helgina. \'ið sigur sinn færðist TB upp í lyrsta sætið — og því líklegast til aö hljóta Færeyja- titilinn í ár. Mikill áhugi var á leiknum í Færeyjum, sem fór fram a velli TB. Áhorfendur voru 3.500 — en þessmágeta að þegar Valur og Fram léku úrslitaleik sinn voru 3.300 áhorfendur. Greinilega mikil áhugi á knattsp.vrnu í Færeyjum. Eins og kunnugt er þjálfar Keflvíkingurinn Kjartan Sig- tryggsson TB en Kjartan er f.vrr- verandi markvörður iBK: TB vill endilega ráða Kjartan til sín næsta ár en keppinautarnir frá Þórshöfn — KB — hafa hoðið í Kjartan. Greinilegt að Færeyingum líkar vel við Kjartan. -emm. Hvílíkt mark! hrópaði þulur BBC þegar hann lýsti leik Arbroath og Celtic í deildar- bikarnum skozka. Markið sem hann lýsti skoraði Jóhannes Eðvaldsson með glæsilegum skalla. Ronnie Galvin gaf góða sendingu fyrir og Jóhannes stökk hátt og skallaði þrumuskalla niður, óverjandi. Leikmenn Celtic fögnuðu markinu innilega og fagnaðarlæti voru mikil þrátt fyrir að mark Jóhannesar hafi verið hið fimmta og síðasta. Celtic hafði algjöra yfirburði yfir Arbroath eins og nærri má geta. Þeir Kenny Dalglish, Poul Wilson og Danny McGrain skoruðu hin mörk Celtic. „Við náðum okkur vel á strik í leiknum enda andstaðan ekki mikiL Spii Celtic er nú talsvert frábrugðið því sem það var í fyrra,“ sagði Jóhannes Eðvalds- son eftir leikinn gegn Arbroath. „Nú er stutt spil en ekki sömu langspyrnurnar á Dixie Deans. Þetta er mun skemmtilegra — virkilega gaman að leika með Celtic. Ég hef spilað miðvörð —en hef talsvert frjálsar hendur með að fara í sóknina. Já, ég hef mun meiri trú á liðinu í vetur en í fyrra.“ Valur meístari í fimmta sinn! — ísland sigraði Luxemburg3-1 ílands öðru f remur af f jarveru a1 — sigraði ÍR í úrslitaleik útimótsins 22-17. FH sigraði í kvennaflokki ísland vann auðveldan sigur gegn lakasta landsliði á megin- landi Evrópu, Luxemburg 3—1. Ekki var neinn glans yfir leikn- um, til þess var áhuginn allt of lítill hjá lcikmönnum tslands gegn Luxemburg með tvo at- vinnumenn í sínum röðum. íslenzka landsliðið var án flestra sterkustu leikmannanna, sem ekki gátu komið til leiksins. Aðeins einn atvinnumaður lék á laugardag, Guðgeir Leifsson, og eins og svo oft þá bar Guðgeir af nAriim Ipikmnnnnm hrátt fvrir aÖ hann gengi ekki heill til skógar þar sem hann tognaði í byrjun leiksins. Þegar á' fyrstu mínútum leiksins sköpuðu bæði lið sér ágæt marktækifæri. Vörn íslenzka liðs- ins var óörugg og opnaðist nokkr- um sinnum illa. Þannig skapaði Luxemburg sér mjög gott mark- tækifæri þegar einn leikmanna stóð skyndilega einn fyrir opnu marki en skaut himinhátt yfir af stuttu færi. ísland náði síðan góðum tökum á leiknum og tvö mörk á þremur mínútum innsigluðu sigur Is- land$. Hið fyrra kom á 18. mínútu. Ingi Björn Albertsson brunaði upp miðjuna, gaf góða sendingu á Teit Þórðarson og skot hans frá markteig hálfvarði mark- vörður Luxemburg. Knötturinn féll fyrir fætur Guðmundar Þor- björnssonar, sem var vel staðsett- ur, og hann skoraði örugglega af stuttu færi. Aðeins þremur mínútum síðar var Guðmundur aftur á ferðinni þegar hann batt enda á skemmti- legustu sóknarlotu leiksins. Ölafur Sigurvinsson fékk knött- inn á eigin vallarhelmingi, gaf knöttinn til Guðgeirs Leifssonar, sem sendi knöttinn þegar til Ölafs aftur. Ölafur sendi síðan góða sendingu á Teit Þórðarson. Hann lék á varnarmann og gaf síðan mjög góða sendingu fyrir mark Luxemburg. Árni Sveinsson stökk hátt upp og skallaði knött- inn fyrir fætur Guðmundar, sem renndi knettinum í netið. Glæsi- leg sóknarlota, sent verðskuldaði mark. Eftir þessa góðu byrjun Islands var engu líkara en leikmenn liðs- ins héldu að þeir þyrftu ekkert frekar fyrir leiknum að hafa — beinlínis hættu. Leikurinn dofnaði og varð leiðinlegur á að horfa — s.vnd því ísland hefði átt Valur varð Islandsmeistari í handknattleik utanhúss þegar liðið sigraöi ÍR örugglega í úr- slitaleik 22-17. FH hafnaði í þriðja sæti — sigraði meistarana frá í fyrra, Víking, 22-21. FH varð hinn óvænti sigurvegari í kvenna- flokki þegar hafnfirzku stúlk- urnar sigruðu Val 6-4 í úrslitum. Hroðaleg byrjun tR varð þeim að falli í leiknum við Val. Vals- menn náðu strax undirtökunum — komust í 8-2 og síðan 12-4. Að vinna upp slíkt forskot er nánast hið ómögulega — en þó sigu IR- ingar jafnt og þétt á og í léikhléi var staðan 13-9 — munurinn kominn í fjögur mörk. , iR-ingar voru sífellt að minnka hið góða forskot sem Valur náði í upphafi leiks og minnstur varð munurinn 16-14 en þá náðuVals- menn aftur betri tökum á leikn- um og juku forskotið aftur. Loka- tölur urðu 22-17 og fimmti Is- landsmeistaratitillinn í utanhúss- handknattleik tryggður. Síðast varð Valur ulanhússmeistari 1972. Þorbjörn Gunnarsson varð markhæstur Valsmanna með 6 mörk — Steindór Gunnarsson skoraði 5 og Jón H. Karlsson skoraði 4. Bjarni Hákonarson og Brynjólfur Markússon skoruðú fjögur mörk hvor fyrir IR. FH og Víkingar bitust um þriðja sætið og rétt einu sinni \ nrrt líloo vitnhittni Víkimmm að falli. I leik sínum gegn IR tapaði Víkingur beinlínis á lélegri víta- nýtingu — missti 8. I gær misstu Víkingar 5 víti — greinilega vandamál eftir að Stefán og Páll hafa horfið úr röðum Víkinga. FHhafði forystu allan leikinn — staðan i hálfleik var 14-11. Vík- ingar sigu nokkuð á í lokin — en tókst ekki að knýja fram jafntefli. Þórarinn Ragnarsson varð markhæstur FH-inga með 6 mörk. Viggó Sigurðsson og Björgvin Björgvinsson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Víking. Viggó mis- notaði mörg víti — og eins var hann fullbráður í sókninni. Ekki verður annað sagt en rignt hafi á stúlkurnar. Þegar leikur FH og Vals fór fram rigndi — hins vegar stytti upp þegar pilt- arnir tóku við. Hið sama var uppi á teningnum í riðlakeppninni — þá rigndi stöðugt á stúlkurnar. Sigur FIl var óvæntur — liðið hafði yfir í hálfleik 4-3 og sigraði 6-4. Willie Davenport sem undan- farið hefur hvað eftir annað mátt láta í minni pokann fyrir Frakkanum Guy Drut í 110 metra grindahlaupi náði loks fram hefndum. Davenport sigraði loks í Innsbruck í Austurríki þegar hann varð f.vrstur í 110 metra grindahlaupi — hljóp á 13.96 en Drut hlióp á 14.08. Hvilíkt mark! — hrópaði þulur BBC þegar Jóhannes skoraði gegn Arbroath Teitur Þörðarson skoraði að þvi er virtist ágætt mark. Hér hleypur 1 rangstaða var damid. Islenzkur s fótt gladi

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.