Dagblaðið - 23.08.1976, Síða 17

Dagblaðið - 23.08.1976, Síða 17
DAGBLAÐIf). MAXL'DACUR 23. AGUST 1976. 17 þróttir íþróttir íþróttir Iþróttir D Hart var barizt í 3. deildinni! — á Akureyriþar sem fram fór úrslitakeppni 3. deildar. Engin úrslit fengust Úrslilakeppni 3. deildar fór fram á Akureyri. Leikið var í tveimur riðlum. Á fimmtudag sigraði Afturelding Víking Ölafs- vík 4—1. KS sigraði Þrótt Nes- kaupstað 3—1 og Fylkir og Leikn- ir Fáskrúðsfirði skiidu jöfn 0—0. Reynir tryggir stöðu sína! Annan dag keppninnar voru einnig háðir þrír leikir. Fyrst léku Þróttur og Víkingur og sigruðu Þróttarar með fjórum mörkum gegn tveim. Leikurinn var nokkuð jafn en þó sóttu Þrótt- arar meira og voru meira með boltann. Fyrsta markið gerði Magnús Jónatansson beint úr aukaspyrnu. Um 10 mín. síðar jöfnuðu Víkingar. Gunnar Gunnarsson skoraði með lausu skoti sem markvörður missti framhjá sér' mjög klaufalega. Magnús Magnússon kom Þróttur- um yfir aftur með góðu skalla- marki. Staðan í leikhléi var 2—1. í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn aftur með sjálfsmarki Hjartar Gíslasonar, Þrótti. Þrótt- arar héldu áfram að sækja og tókst að komast yfir með öðru marki Magnúsar Jónatanssonar. Og áður en yfir lauk innsiglaði Sigurður Friðjónsson góðan sigur Þróttar, 4—2. Vikingar áttu reyndar skot í þverslá og voru Þróttarar sannarlega heppnir þar. Næsti leikur var milli K.S. og Aftureldingar. Leiknum lauk með sigri hinna siðarnefndu. sem gerðu eitt mark gegn engu marki K.S. Markið var af ódýrustu gerð sem markvörður hefði auðveld- lega átt að verja. Leikmenn Aftureldingar sóttu meira en K.S. og áttu mun fleiri marktækifæri. En K.S. átti einnig góð færi og þar á meðal átti Hörður tvö dauðafæri en markvörður varði vel. Leikur þessi var ekki góður, mikið um háloftaknattspyrnu og kýlingar. Spilið var alveg í núllpunkti. Sanngjörn úrslit þessa leiks hefði verið jafntefli. Siðasti leikur þessa dags var milli Fylkis og Reynis. Þetta var mjög spennandi leikur þar sem Fylkir var ívið meira með knött- inn og spilaði nokkuð vel. Leikurinn endaði með sigri Reynis, mjög óvænt 3—2. Fylkir komst í 2—0 með stórfallegum mörkum Harðar Antonssonar eftir að þeir höfðu sótt mun meira strax í upphafi. En leikmenn Reynis börðust óhemju vel og tókst að ntinnka muninn nteð marki Jóns Guðmanns Péturs- sonar. Næstu færi voru Fyikis, tvö stangarskot. Staðan var 2—1 í leikhléi. Um miðjan síðari hálf- leik tökst Reyni að jafna metin með óvæntu marki Magnúsar Kristinssonar. Og Reynir var nær því að skora á 35. mín. en stöngin bjargaði Fylki. Rétt f.vrir leikslok var dæmt viti á F.vlki og úr því skoraði Julíus örugglega og tryggði þar með sigur sinna ntanna. Sigur Þróttar Þrið.ja dag keppninnar, laugardaginn 21. ágúst, voru síð- ustu leikir í riðlunum leiknir. K.S og Víkingar léku fyrst og lauk leiknunt með jafntefli 1 — 1. Vík- ingar sóttu meira í fyrri hálfleik og undan sunnan golunni. Liðin áttu bæði sín marktækifæri. Gunnar átti mjög gott færi og einnig átti Hörður- dauðafæri sem ekki nýttist. K.S. komst yfjr á 26. min. með marki Guðinundar Davíðssonar. t>á hafði K.S. sótt meira en eftir markið söttu Vik- ingar stíft og nokkrum sekúndum fyrir leikhlé tókst Gunnari Gunnarssyni að jafna metin. Og fleiri urðu svo mörkin ekki að þessu sinni. Annan leikinn þennan dag léku Afturelding og Þróttur. Leiknum lauk með sigri Þróttar sem gerði tvö mörk gegn einu marki Aftur- eldingar. Þetta var eflaust bezti leikurinn í riðlakeppninni þar sem Þróttarar voru betri aðilinn og spiluðu betur. Afturelding skoraði fyrsta markið úr víti strax í upphafi. Það gerði Hafþór Kristjánsson. Sigurður Friðjóns- son jafnaði fyrir Þrótt um miðjan háifleikinn með góðu marki. Rétt fyrir leikhlé áttu leikmenn Aftur- eldingar skot f stöng. í síðari hálf- leiknum áttu bæði liðin sín mark- tækifæri og um miðjan síðari hálfleik tókst Magnúsi Magnús- syni að tryggja Þrótti sigurinn, 2—1. Síðasti leikurinn var svo milli Reynis og Leiknis. Reynir sigraði með tveimur mörkum gegn einu og var það nokkuð sanngjarn sigur. Strax í upphafi skoruðu Reynismenn fyrra mark sitt eftir klaufaleg mistök markvarðar. Markið gerði Pétur Brynjarsson. Næstu færi áttu leikmenn Leikn- is. I annað skiptið björguðu Reynismenn á marklínu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Leikni að jafna með marki Stefáns Garðarssonar. Sveinn Þorkelsson skoraði svo sigurmark Revnis skömmu fyrir leikslok. Lokastaðan í a-riðli var þannig: 1. Afturelding 3 2 0 1 6:3 4 Þeir komust áfram á hagstæðari markatölu. 2. Þróttur 3 2 0 1 7:6 4 3. K.S. 3 110 4:3 3 4. Víkingur. 3 0 12 4:9 1 Lokastaðan i b-ríðli var þannig: 1. Reynir 2 2 0 0 5:3 4 2. Fylkir 2 0 11 2:3 1 3. Leiknir 2 0 11 1:2 1 Afturelding og Reynir verða að reyna að nýju Úrslitaleikirnir fóru svo fram sunnudaginn 22. ágúst. Um þriðja sætið léku Þróttur og Fylkir og endaði sá leikur með sigri Þróttar sem skoraði eitt mark, en Fylki tókst ekki að skora. Björgúlfur Halldórsson skoraði markið á 29. mín. fyrri hálfleiks eftir góða aukaspyrnu. í leiknum átti Fylkir fleiri færi en Þróttarar reyndu aðeins að halda sínu og það tókst þeim. Leikurinn var slakur og nokkuð grófur. Mjög lítið kom út úr liði Fylkis i þessum leikjum sínum. En þessi leikur átti eftir að verða sögulegur. Er dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín, flautaði leikinn af urðu leikmenn Fylkis æfir og létu það óspart bitna á dómaranum. Þess má geta að dómarinn leyfði leikmönnum að fara heldur langt í brotum sínum en það bitnaði jafnt á báð- um liðum. Lætin hófust er einn leikmaður sparkaði i hönd dómar- ans og fékk sá hinn sami að sjá gula spjaidið. Áður hafði vara- maður Fvlkis fengið að sjá gula spjaldið fyrir að vera að áreita markvörð Þróttar og ko’ma einu sinni inn á völlinn til að stilla boltanum upp fyrir útspark Þróttar. En þetta var aðeins b.vrjunin. Næst gerðist það að Ágúst Karlsson sló dómarann og fékk rauða spjaldið í staðinn. Og ekki nóg með það. markvörðurinn, Gunnar Baldvinsson, henti grjóti og greip siðan um dómarann. lik- legur til alls. Hann fékk einnig rauða spjaldið. Þeita sýnir hversu óforskammaðir leikmenn Fylkis voru og orðbragð það sem þeir létu frá sér fara er vart birtingar- hæft. Úrslitaleikurinn fór svo fram að þessum leik loknum og var hann háður á Akureyrarvelli en allir hinir leikirnir voru háðir á Þórsvellinum. Til úrslita léku Reynir og Afturelding. Leikurinn endaði með jafntefli og framleng- ing nægði leikmönnum ekki til að gera út um leikinn. Strax á 2. mín. tóku Reynismenn forystu með marki Jóns Guðmanns Péturs- sonar, og þannig var staðan í leik- hléi. í síðari hálfleik sóttu leik- menn Aftureldingar mun meira og áttu mun fleiri marktækifæri. Á 38. mín. jöfnuðu leikmenn Aftureldingar með marki Jónasar Þórs, eftir að markvörður hafði verið illa staðsettur. Leikurinn var frekar daufur. Leika þarf því að nýju og fer sá leikur fram syðra. —STA. Fimm mörk Arnar IBV þarf nú aðeins eitt stig úr tveimur leikjum til að tryggja sœti í 1. deild IBV' hefur nú svo gott sem tr.vggt sigur sinn i 2. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu. á föstudag vann IBV enn einn stórsigur sinn í 2. deildinni þegar Isfirðingar heimsóttu Vestmannaeyjar og fóru heim með 8 mörk á bakinu. iBV þarf nú aðeins tvö stig úr tveimur síðustu leikjum sínum til að tr.vggja sætið — þeim ætti ekki að verða skotaskuld úr því. A föstudag heimsóttu ís- firðingar Eyjamenn og urðu gestirnir að sætta sig við 0-8 ósigur eftir að staðan í hálfleik var 2-0. Fátt benti til hins mikla ósigurs í fyrri hálfleik. Eyja- menn sóttu að vísu mun meir og sköpuðu sér góð tækifæri en tsfirðingar vörðust vel. Fyrsta mark ÍBV kom á 25. mínútu. Þá var Tómasi Pálssyni brugðið innan vítateigs og víta- spyrna umsvifalaust dæmd. Örn Óskarsson, sem nú er lang- markhæstur í knattspyrnunni á Islandi, skoraði af öryggi úr vit- inu. Vestmannaeyingar bættu við öðru marki sínu á 35. mínútu þegar Örn lék skemmtilega upp að endamörkum og gaf góða sendingu á Viðar Elíasson, sem skoraði með góðu skoti, 2-0. Siðari hálfleikur var algjör einstefna að marki ÍBÍ — og fóru Eyjamenn illa með tæki- og en færi sín í upphafi hálfleiksins. Þriðja markið kom ekki fyrr en á 26. mínútu. Tómas lék upp að endamörkum, gaf á Örn Óskars- son, sem skoraði með föstu skoti. Eftir markið opnuðust allar flóðg’áttir hjá ÍBÍ — ekki stóð steinn yfir steini. A 28. mínútu skoraði Örn úr þvögu. Sjö mínútum síðar sendi Tómas Pálsson góða sendingu fyrir mark ÍBÍ og Örn skallaði laglega í netið, 5-0. Fjórum mínútum síðar tók Snorri Rútsson aukaspyrnu — sendi knöttinn vel fyrir Sigurlás stökk þar hærra aðrir og skallaði í netið, 6-0. Isfirðingar tóku miðju — Karl Sveinsson náði knettinum og lék á hvern isfirðinginn á fætur öðrum. Þegar að mark- teig kom gaf Karl á Tómas, sem skoraði, 7-0. Hreint ótrúlegt en ísfirðingar voru beinlínis hættir. Síðasta mark leiksins skoraði svo markakóngurinn Örn Óskarsson eftir að Snorri Rúts- son hafði leikið upp kantinn og gefið góða sendingu fyrir. Mörkin gefa til kynna að ÍBV nýtir nú breidd vallarins mjög vel — kantarnir nýttir til hins ýtrasta. Hins vegar var gras- völlurinn háll og blautur og háði það ísfirðingum greinilega meir en ÍBV. LENSK FYRIRTÆKI 5TPC 9 ;■ ;;é er komin út ÍSLENSK FYfilRTÆKI 76—177 er komin út. í fyrirtækjaskrá bókarinnar er að finna vfðtækustu upplýsingar, sem til eru um íslensk fyrirtæki, félög og stofnanir í einni og sömu bókinni, a öllum sviðum viðskipta um allt land og jafnframt þær aðgengilegustu. ÍSLENSK FYRIRTÆKI 76—77 kemur út í helmingi stærra upplagi en nokkur önnur slík bók hér á landi. ÍSLENSK FYRIRTÆKI birtir viðskiptalegar upplýsingar á ensku um l'sland í dag, sem notaðareru hjá verslunarráðum og upplýsingaskrifstofum víðs vegar um heim. Þar er einnig að finna upplýsingar um útflytjendur og útflutningsvörur og innflytjendur og innflutningsvörur. ÍSLENSK FYRIRTÆKI gefur upplýsingar í viðskipta- og þjónustuskrá um fram- leiðendur og seljendur vöru og þjón- ustu um allt land. ÍSLENSK FYRIRTÆKI birtir umboðaskrá, þar sem getið er umboða og umboðs- manna. I „ISLENSK FYRIRTÆKI" ER AÐ FINNA M.A.: T" Nafn heimilisfang sími, pósthólf' starfsmenn - starfsmanna fjöldi -starfssvið —úmboó -þjónusta -framleiðandi -innflytjandi --smásala starfssvið ráðuneyta og embættismenn þeirra. sveitastjórnar —<menn. stjórnir félaga og samtaka ÍSLENSK FYRIRTÆKI er uppseld á hverju ári. ÍSLENSK FVRIRTÆKI fæst hjá út Sendum í póstkröfu V, Útgefandi: ** | Laugavegi 178-Símar: 82300 82302

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.