Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.09.1976, Qupperneq 2

Dagblaðið - 10.09.1976, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976. Ókostir Breiðholts III kveða jof nvel útsýnið í kútinn — segir íbúi i Hólahverfi i Breiðholti og finnst Reykjavíkurborg koma fram með litilsvirðingu i garð Breiðholtshverfis íbúi í Efra-Breiðholti hringdi til okkar eftirfarandi: Ibúar Breiðholts hafa mátt búa við slæmar, nei það er of vægt, afleitar samgöngur upp í hverfi sitt. Þó held ég að engir hafi verið eins illa staddir og íbúar Hólahverfis sem verða að taka á sig langan og mikinn krók upp Breiðholtsbraut, upp að Þórufelli og síðan norður Vesturbergið þar til loksins hillir undir heimkynni þeirra. Að vonum hafa íbúarnir, og þeirra á meðal ég, unað þessum slæmu samgöngum illa. Þetta hefur kostað okkur ómælt fé, þvf dýr er hver ekinn kílómetri, eins og skýrslur FÍB hafa sýnt okkur svo áþreifanlega. Að minnsta kosti tvisvar á dag hafa íbúarnir mátt aka þennan langa og stranga krók, nauðugir viljugir. Þetta dæmi um samgöngur er aðeins eitt fjölmargra um hvernig Reykja- víkurborg hefur hundsað Breiðholt. Ýmsir hafa komið fram fyrir skjöldu og sagt að þetta sé bara heimtufrekja íbúanna í Breiðholti að heimta hlutina svona strax. Það taki tíma að byggja upp borgar- hverfi. Vissuíega er þetta rétt svo langt sem það nær. Einmitt svo langt sem það nær því það er raunar fjarska stutt. Yfirvöldum í Reykjavík verður að vera ljóst að það er ekki nóg að skipuleggja hverfi fyrir þúsundir ibúa og síðan láta þar við sitja. Ekki er nóg að reisa húsin, nokkrar verzlanir og tvo til þrjá skóla. Nei, hverfi samanstendur af fleiru en íbúðarhúsum, verzlunum og Fellahelli og svo er bensínstöð Ekki nægir að byggja hús, verzlanir ogFellahelli, segir lesandi. Lika verður að hugsa um samgöngur. Að byggja fjölmennt ibúðahverfi á heiðum uppi finnst lesanda furðulegt. Þessi mynd er frá síðastliðnum vetri. Breiðhyitingar moka bíla sina í gegnum snjóskaflana. látin vera andlit hverfisins, jafnvel þó að það sé Shell. Það er ekki nóg að teikna heilt borgarhverfi uppi á Rjúpnahæðum einungis vegna þess að klóakrör liggur svo vel við hverfinu niður í Fossvogs- dal, jafnvel þó rörið hafi kostað mörg hundruð milljónir króna. Já, heilt borgarhverfi uppi á Rjúpnahæðum — uppi á heiði á íslandi var svo þægileg lausn fyrir skipulagsfræðingana. En það gleymdist að taka með í dæmið, að það er fólk, með sjálfsvirðingu sem býr þarna efra. Og því er ekki sama þótt það komist ekki á réttum tíma í vinnuna vegna snjóa og veður- hörku. Nei, Efra-Breiðholt er ein mistök — stór mistök sem er fbúunum ákaflega dýrt spaug. Að visu er útsýnið fallegt, hvergi er það fallegra í allri Reykjavík þó víðar væri leitað. En ókostirnir kveða útsýnið i kútinn þó dýrmætt sé. Furðulegar fjúr-' öflunarleiðir! --———^ segir Gunnar Jcmsson og nefnir dœmi er „pariar" kerfisins bregða ó leik - „Decimation“ í Kópavogi, furðulegar fjáröflunarleiðir bæjaryfirvalda. Manna á milli er oft rætt um samtryggingu stjórnmálaflokk- anna, og svo mikið er víst, að virk er hún, þegar „paríar“ eiga í hlut . Eitt af afreksverkum bæjar- ráðs Kópavogs í sumar var að tilkynna Kópavogsbúa einum, er hafði fengið úthlutað lóð í fyrra undir iðnaðarhúsnæði í nýja iðnaðarhverfinu í austur- hluta bæjarins, að lóðin væri af honum tekin, þar sem hann hefði ekki verið búinn að steypa plötú hinn 1. júní sl. Maðurinn mótmælti, þar sem hann var búinn að greiða öll gjöld til bæjarins, teikningu hússins var lokið og hann hafði lokið við að grafa fyrir húsinu og bjóst til að reisa það snarla, en hafði enga aðvörun fengið um, að slíkt gerræði stæði til. Þá tilkynnti bæjarráð, að Kópavogsbúinn gæti fengið lóð- inni úthlutað til sín aftur á nýjum gjöldum, þ.e. með því að greiða hálfa milljón til bæjarins til viðbótar. Maðurinn undi hlut sínum illa, þar sem hann einn var sviptur lóð sinni en engir aðrir sem hugðust byggja í hverfinu og líkt stóð á um. Ræddi hann síðan við sérhvern bæjarráðs- mann, en gangan varð með svipuðum hætti og meistarans forðum frá Heródesi til Píla- tusar. Allir sammála um að svipta hann lóðinni. Gunnar Jónsson hdl. 2. Þættir pessir veróa b aiis og nu hafa verið sýndifrð þjEttix En allir pættirmr voru teknir uppáJieijnil]J)eij'raA Ætluðu uð fú smurt brauð — fengu sandköku Pétur Snorrason hrinfídi: Við vorum tveir saman kunn- ingjarnir ok hu«ðumst fjera okkur datfamun með pvi að fá okkur smurt brauð á Hótel Bor«. Við settumst inn. «óðir með okkur. o.i> ætluðum að fara að panta, en viti inenn. ekkert smurt brauð var að fá. Skýrin^; Konan sem smyr brauðið er pvi miður lasin. Ku hefði nú haldið að jafn- stórt hótel o?4 Borjiin hel'ði pað marjja starfskrafta að maður kæmi í manns stað. ef einhver veiktist. veit heldur ekki betur en að pað sé staðreynd að pau veitinnahús o^> hótel. sem hafa vinveitiiuialeyfi verði að hafa á boðstólum bæði smurt brauð ojí mat. \ú konuun við ekki parna á matmálstima. svo að ekki var uin pað að tala. en við feiuium sodaköku ojí kafli. NÓG AF VEITINGUM Á BORGINNI Pétur Daníeisson, hótelstjóri á Hótel Borg, símaði og hafði sitthvað við klausu frá nafna hans Snorrasyni að athuga: „Eftir að ég las þetta lesenda- bréf í Dagblaðinu fór ég að kanna hvað hæft væri í þessu. Enginn á hótelinu kannast við þessa skýringu þessa viðskipta- vinar okkar. Sannleikurinn er sá að á Hótel Borg hefur allt frá opnun hótelsins verið hægt að fá smurt brauð og heita rétti og kalda, það hefur aldrei staðið á að veitingar væru fram bornar. Veikindi stúlknanna í smurða brauðinu hafa ekki verið til staðar og fær enginn á hótelinu skilið hvernig í þessu máli liggur. Nafni minn, sem sendir okkur pistilinn, er að sjálfsögðu velkominn hvenær sem er í sali Hótel Borgar til að njóta góðrar stundar í góðum félagsskap, og örugglega mun til þess séð að ekki skorti á þær veitingar, sem hann óskar.“ Blaðamenn við Dagblaðið vildu líka láta koma fram að smurða brauðið á Borginni er einkar lystugur matur og vel útilátinn. Raddir lesenda $ HALLUR í HALLSSON 1 Hafa gœðin batnað sem hœkkuninni nemur? — spyr lesandi sem finnst Ríkisútvarpið taka of mikið i afnotagjöld Jóakim Elíasson Selfossi hringdi: Eins og ef til vill er eðlilegt verður mönnum oft tíðrætt um Ríkisútvarpið, gæði þess og efni, hvort heldur birtist á skjánum eða öldum hljóðvak- ans. I beinu framhaldi af þvi velta menn því fyrir sér hvort það gjald er þessar stofnanir taka fyrir „þjónustu“ sína sé í eðlilegum tengslum við gæðin. Já, það er því eðlilegt að mönnum verði tíðrætt um Ríkisútvarpið. Nú um daginn fékk ég inn- heimtuseðil frá Ríkisútvarpinu. Það var innheimtuseðill fyrir bæði hljóðvarp og sjónvarp. Þar kom fram að ég skuldaði stofnuninni 9.500 krónur. Gjaldið hafði hækkað um 1500 krónur frá fyrri árshelmingi. Með öðrum orðum, ársgjald Ríkisútvarpsins er 19000 krónur fyrir bæði hljóðvarp og sjónvarp. Þetta er mikil hækk- unm og kemur illa við vasa launþega. En spurningin er, veitir Ríkisútvarpið þá þjónustu og þá skemmtan sem þessum peningum nemur? Mér er það til efs og ekki hefur sjón- varpinu farið fram síðan það hóf göngu sína fyrir 10 árum. Þá var árgjald sjónvarpsins 1200 krónur — en nú, 10 árum síðar, er gjaldið 10 sinnum meira og með allri virðingu fyrir verðbólgu síðustu ára hefur jafnvel henni ekki tekizt að halda í við þessar stórkost- legu hækkanir. Því er spurningin, hefur sjónvarpið batnað sem hækkuninni nemur? Dagbiaðið sneri sér til Axels Ólafssonar innheimtustjóra Ríkisútvarpsins og spurði hann hvernig gjaldið skiptistá milli hljóðvarps og sjónvarps. Hann tjáði okkur að gjald hljóðvarps væri 3000 krónur en sjónvarps 6500 krónur. Þetta á við hálft árið — þannig að ársgjald út- varps er 6000 en sjónvarps 13000 krónur. Til samanburðar benti Axel á að dagblöðin kostuðu í ársgjaldi 12000 krónur. Hitt væri rétt, að afnotagjaldið hefði hækkað á seinni helmingi þessa árs um 19% — en það væri rétt til að halda í við verðbólguna. Afnotagjaldið hækkaði ekkert á fyrri hluta þessa árs miðað við síðasta ár, benti Axel á.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.