Dagblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 24
---- V Nýstárlegur aukasamningur við Sigöldu: 30% aukagreiðsla fyrir sérstakt áhlaupaverk Smiðir ganga þá í steypuvinnu með verkamönnum og verkamenn smíða 1 gær náðust samningar milli Engergoprojckt, verktakans við Sigölduvirkjun, og fulltrúa 120 verka- og iðnaðarmanna um nokkuð sjaldgæfa ákvæðis- vinnu við ákveðinn hluta af því verki sem ólokið er við Sigöldu. Eru það 120 verka- og iðnaðar- menn sem sameiginlega taka að sér að setja steypulag á jarð- vegsfyllingu í enda aðrennslis- skurðarins við stöðvarhúsið. Verk þetta er mjög nauðsyn- legl að vinna áður en verulegt frost verður i jörðu. Skiptir það reyndar sköpum varðandi það hvenær verður hægt að taka virkjunina í notkun, hvernig til tekst með þetta verk. Verka- og iðnaðarmennirnir sem hér um ræðir myndu að launum fá venjulega kauptaxta sína. En takist hópnum að ljúka verkinu fyrir 4. október fá þeir greidda 30% uppbót á launin. Takist þeim að ljúka verkinu fyrr fá þeir enn meiri uppbót, en dragist verkið fram yfir 4. október minnkar 30% uppbótin dag frá degi. 1 samningsdrögun- um eru ákvæði um að hamli veður vinnu eða vinna sé óframkvæmanleg af öðrum orsökum lengist fresturinn til að ljúka verkinu án þess að uppbót tapist. Á samningafundinum i fyrri- nótt töldu fulltrúar vinnuhóps- ins að tíminn til verksins væri naumur, en Júgóslavarnir sem samninginn vilja gera við 120 — menningana telja tímann rúman. í gær átti að greiða atkvæði fyrir austan um, hvort til- boðinu yrði tekið eða ekki. Ef af verður er hér um nýstár- legan samning að ræða. Þá munu smiðir ganga í steypu- vinnu með verkamönnum og viðteknar vinnuskiptingarregl- ur riðlast, því það yrði sam- eiginlegt áhugamál hópsins að ljúka verki sem fyrst. Það þýddi ótaldar krónur aukalega i budduna. —ASt. Of óður til að fara ó slysadeild Til allmikilla óláta kom við veitingahúsið Klúbbinn í gærkvöldi nokkru fyrir mið- nætti. Ungur maður gekk þar berserksgang og varð ekki róaður fyrr en lögreglu- menn handtóku hann. Hafði hann þá hlotið meiðsli í and- liti, sennilega nefbrotinn. Svo iila lét náunginn að róa varð hann á lögreglustöðinni áður en hægt var að fara með hann í slysadeild til skoðunar. —ASt. Laugarásbió: Eldur i rafmagns- töflu Laust eftir að sýningum i Laugarásbíó lauk i gær- kveldi kom upp eldur í rafmagnstöflu. Brunnið hafði utan af leiðslu einhvers staðar og leitt út. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var töluverður reykur í anddyri biósins, enda var rafmagnstafian staðsett þar. Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins og ekk- ert brann utan þess að raf- magnstaflan eyðilagðist. Að sögn slökkviliðsmanna urðu litlar skemmdir, nema ef eitthvað hefur skemmst af reyk. -BÁ. Hjólhýsið fór ekki langt upp á eigin spýtur og stöðvaðist fljótlega í þýfinu skammt utan Reykjanes brautarinnar, þegar tengiarmurinn stakkst í jarðveginn. Hjólhýsið beygði 40 metra út í móa „Afleiðingar hefðu getað orðið hroðalegar, ef hjólhýsið hefði losnað aftan úr jeppanum á höfuðborgarsvæðinu í allri um- ferðinni,11 sagði óheppinn vegfar- andi þar sem hann stóð við hiól- hýsi sitt um 40 metra utan vegar á Vatnsleysustrandarheiði, skammt innan Voga-afleggjarans, — ég var að koma austan af Þingvöllum og vissi ekki fyrri til en ég sá í baksýnisspeglinum, að hjólhýsið K „Ryðgað í sárið," sagði öku- maðurinn og hjólhýsiseigand- inn, um leið og hann skoðaði brotinn boltann, sem veitti hjólhýsinu full mikið „frelsi". fjarlægðist bílinn og beygði síóan út af veginum hægra megin, undan hliðarvindinum." Við athugun kom í ljós að bolti sem gengur i gegnum festingu á bifreiðinni og auga á dráttararmi hjólhýsisins hafði brotnað. „Gamalt brot,“ sagði ökumaður- inn um leið og hann skoðaði ryðgað sárið. Lán í óláni var þó að slys skyldi ekki hljótast af óhappinu og hjól- hýsið skemmdist aðeins lítils- háttar. Hins vegar sýnir þetta at- vik, að aldrei er of vel að slíkum festingum gáð. — emm Stœrsta málverk á Seltjarnarnesi Stærsta málverk í Reykja- vík var fyrirsögn á grein á baksiðu DB í gær. Þarna er auðvitað um mikinn mis- skilning að ræða, að sjálf- sögðu er þetta stærsta mál- verkið á Seltjarnarnesi og þó víðar væri leitað. Við biðjum listakonuna og aðra Seltirninga velvirðingar á þessum mistökum. — KP. ASÍ BLANDAR SÉR í MJÓLKURSÖLUMÁLIN Loforð ráðherrans svikin? NEFNDIN SKIPUÐ EN EKKI KÖLLUÐ SAMAN ASÍ mótmœlir hœkkun landbúnaðarvara Miðstjórn ASI fjallaði í gær m.a. um deiluna um mjólkursölu- málin. i ályktun um málið segir miðstjórnin að hún hafi þegar á s.l. vetri fastlega varað við afleiðingum breytinganna bæði frá atvinnusjónarmiðum afgreiðslustúlkna og einnig við því að breytingarnar munu leiða til lakari þjónustu við neytendur og að öllum likindum hærra mjólkurverðs. Í ályktun sinni í gær lýsir ASÍ fyllstu samstöðu með baráttu Á.S.B. fyrir hagsmunum og rétti félagskvenna þess, svo og með starfi áhugahóps neytenda sem staðið hefur að undirskriftasöfp- un i mótmælaskyni við breyting- una. Ennfremur ályktar stjórn ASÍ: 1. Að beina þeirri ósk til verka- lýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu, að þau láti málið til sín taka með álvktununum og stuðningi við ASB. 2. Að bjóða fram aðstoð til að tryggja afkomu félagskvenna i ASB og hagsmuni neytenda. Býðst ASÍ til að tilnefna fulltrúa í hugsanlegum viðræðum við rétta aðila um viðunandi lausn fyrir ASB og nevtendur. —A.St. „Miðstjórn ASl mótmælir harð- lega þeim búvöruverðhækkunum sem 6 manna nefnd hefur nú ákveðið. Þessar miklu h?ekkanir sýna, svo ekki verður um viilzt,að endurskoðun kerfisins er nauð- synleg", segir t ályktun miðstjórn- ar ASl sem gerð var í gær. Síðan vekur miðstjórn ASÍ athygli á því að verulegur hluti hækkananna nú á rætur að rekja til endurskoðunar á verðlags- grundvellinum, án þess að sú endurskoðun sé studd itarlegri könnun á raunverulegri þörf. ASÍ minnir á að nefnd til endurskoðunar á verðlagskerfi landbúnaðarafurða o.fl. sem land- búnaðarráðherra skipaði s.l. vor, eftir ítrekuð loforð til aðila vinnu- markaðarins, hefur enn ekki verið kölluð saman. —A.St. fijálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER Matvœlaiðjan á Bildudal: Útvegs- bankinn vildi kaupa en SÍS neitaði „Fyrsta uppboð var haldið 28. júlí og þá bauð Utvegs- bankinn 4 milljónir í húseign- ina, eignalóð og tilheyrandi vélar. SÍS neitaði hins vegar að samþykkja að þessu tilboði yrði tekið,“ sagði Jóhannes Árnason sýslumaður Barð- strendinga er hann var inntur eftir öðru uppboðinu sem haldið verður á eignum Mat- vælaiðjunnar á Bíldudal. Jóhannes sagði að gefizt hefði verið upp við rekstur verksmiðjunnar fyrir rúmlega einu ári síðan. Uppboðs hefði síðan verið krafizt í marz. Áhvílandi veðskuldir sam- kvæmt veðbókarvottorði eru á bilinu 14—15 milljónir. Jóhannes sagði að nú færi fram annað uppboð þann 15. september en ekki er heimilt að halda fleiri uppboð. Þegar hafa verið seldir tveir bátar á uppboði sem Matvæla- iðjan átti. Aðaleigendur Mat- vælaiðjunnar eru ekki Bíld- dælingar og Jóhannes lagði áherzlu á að fyrirtækið hefði ekki spilað neitt inn í atvinnu- mál á Bíldudal í heilt ár, þannig að hér væri ekki um neitt áfall að ræða fyrir af- komu fólksins. —BÁ Energoproject og Lands- virkjun reyna að finna samkomu- lagsleið „Við komum til með að reyna að ná samkomulagi okk- ar á milli áður en leitað verður til dómstólanna," sagði Rögn- valdur Þorláksson verk- fræðingur hjá Landsvirkjun. Skaðabótakröfur Ener- goprjoject, júgóslavneska fyr- irtækisins sem séð hefur um mannvirkjagerð við ' Sigöldu, hafa vakið mikla athygli. Júgóslavarnir heimta bætur vegna þess aö útboðslýsing hafi ekki verið sem skyldi. Aðalástæðan fyrir skaðabóta- kröfum þeirra er vatnsrennsli í stöðvarhúsið sem hefur tafið framkvæmdir um nokkrar vikur. Rögnvaldur sagði að reynt yrði að semja í september og október við forsvarsmenn Energoproject. Ef ekki næðist samkomulag fyrir lok október yrði málið lagt fyrir gerðardóm. Viðræður eru þegar hafnar á milli þessara aðila en lítill árangur hefur enn náðst. -BÁ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.