Dagblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976. 13 !í!t7TíTH mzmrwB iJ J'f L ■ Ondrus, Viktor, Dobias, Capkovic, Masny, Moder, Svehilik, Pavarnik, Peneka, Jurkenin kom inn á sem varamadur. iAR ÞRENNT UM UÐUM! sppni KSÍ á sunnudag á Laugardalsvelli. Iljóta Valsmenn sinn þriðja bikarsigur? og Akraness i keppninni. deildar Vals, að félagið hefur aldrei átt stærri eða tryggari áhorfendahóp en einmitt nú, og Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnudeildar ÍA, sagði, að ekki þyrfti að smala á Akra- nesi fyrir úrslitaleikinn. Þar væri gífurlegur áhugi á leiknum. Það má því búast við miklum fjölda áhorf- enda á leikinn á sunnudag — leik þessara tveggja skemmtilegu liða. Urslitaleikur bikarsins skipar nú mikinn virðingarsess í íslenzkri knattspyrnu. Er ekki lengur horn- reka eins og áður lengi vel, þegar úrslitaleikir voru jafnvel háðir í des- ember. Valsmenn stefna nú bæði að sigri í deild og bikár og hafa sýnt mikil tilþrif oft á tíðum í sumar. En það virðist erfitt að ná þeim áfanga. Það hefur aðeins tvívegis skeð áður — KR sigraði tvöfalt árin 1961 og 1963. Tvö siðustu árin hafa Akurnesingar stefnt að þessu marki — en fallið á síðustu hindruninni. Urslitaleiknum í bikarnum, en Islandsmeistarar urðu þeir bæði 1974 og 1975. — Ég veit hvað það er erfitt aó sigra tvöfalt, sagði Gunnar Sigurðs- son. Það höfum við Akurnesingar fengið að reyna. En nú kómum við miklu betur undirbúnir til leiks, en til dæmis í fyrra í úrslitin gegn Kefla- vík. Þá voru sjö leikmenn okkar ný- komnir heirn eftir mikla landsleikja- för íslenzka landsliðsins í Frakklandi, Belgíu og Sovétríkjunum. Nú höfum við hins vegar getað einbeitt okkur að þessum leik með alla okkar leikmenn. Við Valsmenn höfum einnig undir- búið okkur vel og stefnum auðvitað að sigri, sagði Pétur Sveinbjarnarson. Sextán leikmenn, sem æft-hafa sam- an að undanförnu, og reyndar í allt sumar, hafa verið boðaðir til leiksins — en þjálfari okkar mun ekki endan- lega ákveða fyrr en klukkustund fyrir leik hvaða 11 leikmenn hefja leikinn fyrir Val. Það var heldur ekki hægt að fá upp liðsskipan Akurnesinga í gær. Lið þeirra verður einnig endanlega valið rétt áður en leikurinn hefst. Þetta verður 17. úrslitaleikurinn í bikar- keppninni. KR hefur oftast borið sigur úr býtum eða sjö sinnum — og þar af fimm sinnum í röð fyrstu fimm árin. Fram, Valur og Vestmannaeyjar hafa tvívegis sigrað, Akureyri, Kefla- vík og Víkingur einu sinni. Valur hefur þrívegis leikið til úr- slifa í keppninni áður og tvívegis sigrað. Urslitaleikir Vals: 1965 — ValurilA 5-3 1966 — KR:Valur 1-0 1974 — Valur:lA 4-1 Akurnesingar hafa sjö sinnum áður leikið til úrslita og hreint furðu- legt. Þeir hafa aldrei sigrað í keppn- inni. Urslitaleikir Akurnesinga: 1961 — KR:ÍA 4-3 1963 —KR:lA 1-0 1964 —KR:ÍA 4-3 1965 — Valur:lA 5-3 1969 —ÍBA:IA 3-2 1974 — Valur — tA 4-1 1975 —ÍBK:ÍA 1-0 Arið 1969 gerðu Akurnesingar fyrst jafntefli við Akureyringa, en töpuðu svo síðari úrslitaleiknum. Eins og áður segir hefst úrslitaleikur- inn kl. tvö á sunnudag og mun lúðra- sveit leika fyrir leik og í leikhléi. Chrysler-open í Groforholti A laugardag fer fram golfkeppni á Grafarholtsvellinum fvrir þá sem hafa forgjöf 14 og hærri. Keppnin nefnist Chrysler-openog verður ræst út frá kl. 10 til 13.30. ísland ívið sterk- ara á góðum degi! Tveir landsleikir við Sviss í handknattleik i nœstu viku. Annar á Akranesi á þriðjudag. Hinn í Laugardalshöll á fimmtudag. Það hefur verið mikið jafnræði með íslendingum og Svisslend- ingum í þeim tveimur lands- leikjum, sem þjóðirnar hafa leikið áður. Ég held þó að íslenzka landsliðið sé sterkara, þegar okkur tekst vel upp, sagði Birgir Björnsson, formaður íslenzku landsliðsnefndarinnar í handknattleik í gær. A þriðjudag og fimmtudag í næstu viku verða tveir landsleikir miili íslands og Sviss. Hinn fyrri verður í íþrótta- húsinu á Akranesi á þriðjudag og hefst kl. 20.30 — en hinn síðari í Laugardalshöllinni á fimmtudag og hefst á sama tíma. Óvenju snemma er farið af staó nú með verkefni landsliðsins, því mikið Howard til Arsenal! Arsenal keypti í gær Pat Howard frá Newcastle fyrir 50 þúsund pund. Howard fór fram á sölu og bitust tvö lið um hann, Southampton og Arsenal. Howard valdi síðan Arsenal í gær og Terry Neill, framkvæmdastjóri Arsenal gekk þegar frá sölunni. Þessi kaup Arsenal koma talsvert á óvart því Pat Howard hefur aldrei þótt mjög sterkur leikmaður með Newcastle, sem alltaf hefur haft fremur slaka vörn. Howard lék miðvörð hjá Newcastle. Howard er annar leik- maðurinn sem Terry Neill kaupir. Aður hafði hann keypt Malcolm MacDonald einnig frá Newcastle. stendur til í vetur, þar sem hápunkturinn verður B-keppnin í heimsmeistarakeppninni. Hún verður í Vínarborg um mánaða- mótinfebrúar-marz á næsta ári. Svisslendingar eru nú á keppnisferðalagi um Norðurlönd og óskuðu eindregið eftir því að fá að heimsækja ísland og leika hér tvo landsleiki. Island hefur aðeins tvívegis leikið við Sviss. Fyrra skiptið var á HM í Þýzka- landi 1961 og var sá leikur ákaf- lega þýöingarmikill fyrir bæði löndin. Eftir mikla baráttu sigraði ísland 14—12, þrátt fyrir, að Sviss var þremur mörkum yfir í leikhléi. Island komst því áfram í keppninni — Svisslendingar sátu eftir með sárt ennið. I úr- slitunum átti íslenzka liðið svo enn eftir að koma á óvart. Annar landsleikur þjóðanna, var svo í Sviss fyrir tveimur árum. Það var i fjögurra-landa-móti og lauk leik Islands og Sviss þá með jafntefli 21—21. Svisslendingar leika hraðan og léttan handknattleik og verða með nær sama lið í lands- leikjunum hér og lék við ísland í Sviss fyrir tveimur árum. Nýlega léku þeir við Ungverjaland og töpuðu naumt — aðeins með einu marki 15—16 og gefur það til kynna, að lió Sviss sé allsterkt nú. Tveir Svíar munu dæma lands- leikina — Krister Broman og Ake Lofvenius. Lið tslands fyrir þessa tvo leiki verður skipað eftirtöldum leik- mönnum: Markverðir: Birgir Finnbogason, F.H. Guðjón Erlendsson, Fram. Jens Einarsson I.R Aðrir: Viðar Símonarsson, F.H. Geir Hallsteinsson F.H. •Þórarinn Ragnarsson F.H. Árni Indriðason Gróttu. Þorbjörn Guðmundsson, Val. Bjarni Guðmundsson Val. Ágúst Svavarsson I.R. Viggó Sigurðsson Viking. Björgvin Björgvinsson Víking. Olafur Einarsson Víking. Magnús Guðmundsson Víking. Þorbergur Aðalsteinsson Víking. Handknattleiksmenn leika golf í dag Handknattleiksmenn munu i dag leika á golfveili Ness og hefst keppnin kl. 3. Ekki er að efa að þar verður margt kunnra kappa úr handknattleiksheiminum, en nánari upplýsingar veitir Karl Jóhannsson. Ollerupflokkurinn heldur sýningar Næstkomandi sunnudag á að vígja íþróttahús Vestmannaeyja. 1 vígslunni taka þátt leikfimi- flokkar kvenna og karla frá íþróttaskólanum í Oilerup i Dan- mörku. Flokkar skólans eru heimskunnir fyrir sýningar sýnar. Síðast dvöldu þeir í Japan og sýndu þar og hlutu mikið lof. Þessir flokkar verða í Vestmanna- eyjum og svo sýna þeir hér í Reykjavík mánudaginn 13. sept. í íþróttahúsi Hagaskólans. Heimsækja síðan Akureyri og sýna þar í íþróttaskemmunni miðvikudaginn 15. sept. Aður en flokkurinn heldur utan hefur hann kveðjusýningu í Laugar- dalshöllinni föstudaginn 17. sept. Tvívegis áður hafa flokkar skólans sýnt hér og komust þá færri en vildu tii þess að sjá sýningarnar. Þróttarar knýja dyra hjó nógrönnunum: T reysta á samhenta íbúa Þróttarhverfis — og nú á að reisa glœsilegt félagsheimili sem allra fyrst „Við viljum sýna í verki að meðal ibúanna í Þróttarhverfinu ríkir samstaða. Það er alkunna að sjóðir þeir sem styrkja byggingar iþróttamannvirkja fullnægja ekki því álagi sem á þá er. Við ætlum að freista þess að byggja sjálf að eins miklu leyti og unnt er,“ sagði Magnús Óskarsson, for- maður Þróttar í gær. Þróttarar eiga fyrir höndum annasama helgi. Þeir eru að byrja að kanna styrktarmannakerfi sitt og í því skyni þurfa þeir að hringja í 3400 símanúmer íbúa hverfisins. Búið er að senda út bréf frá félaginu þar sem sagt er frá því sem á döfinni er hjá félaginu. Það er bygging á félagsheimili, en félags- leg aðstaða er í algjöru lágmarki í hverfinu. Ætti félagsheimili Þróttar að bæta úr brýnni nauðsyn i þessu efni. Magnús kvað það vera ætlunina aó styrktarmenn greiddu 500 krónur mánaðarlega næstu 2 árin til heimilisins. Sú upphæð er reyndar ekki há, andvirði tveggja sígarettupakka eða svo, en nógu há til þess að verði styrktar- aðilarnir nógu margir, má búast við að félagsheimili verði risið áður en langur tími er liðinn. „Við gerum okkur góðar vonir um góðan árangur,“ sagði Magnús. „Við höfum reyndar þegar fengið stuðning margra og vitum að fólki í hverfinu líkar vel það starf sem félagið hefur unnið með hinu unga fólki í hverfinu.“ -JBP- ' Míra sagði mér að opna það ckki l\ rr rn í>£> vseri koniinn til Evrópn. . . En ég ,-rþar raunvcrulega tiúna Já, á lciö minni til Spánar. Vcri) tvo daga í Part's. Hvers vcgna spyrðu?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.