Dagblaðið - 10.09.1976, Síða 9

Dagblaðið - 10.09.1976, Síða 9
DAORI.Anm FÖSTUDAGUR 10. SKPTRMRF.R 1076 ---7----------------------- „An pess er ekkert varíð í l'rfið" — sagði Hannibal Valdimarsson sem nú ó i bosli með að heyjo handa búfé sinu „Hér eru eilífir óþurrkar og bændur eiga í miklum erfið- leikum með heyöflunina," sagði Hannibal Valdimars- son, bóndi og fyrrv. ráðherra í Selárdal í viðtali við blaðið í gær. ,,Ég ætlaði mér stóra hluti í dag við heyþurrkunina og hafði reyndar veðurspána með mér. Ég sló allt sem eftir var að slá i gær og ætlaði að þurrka í dag. en nú er komin rigning ofan í allt saman.“ Harnibal sagði að í byggðar- lagi sínu og þar í grennd hefði verið látlaus rigning frá miðjum júlí til ágústloka. Kvað hann þetta helzt hafa líkzt haustrigningum. Svolítið brá til batnaðar eftir höfuðdag. Komu þá nokkrir þurrkdagar, en jörð var þá orðin svo blaut að heyöflun var erfið. „Ég á eftir að þurrka um helming alls heysins. Og það er þeim mun blóðugra að sjá þetta fara svona, þar sem spretta var góð eftir indælt vor. Þeir bjargast helzt sem verkað geta i vothey, en þeir hafa líka átt í erfiðleikum vegna rigning- anna,“ sagði Hannibal. „Og nú er kominn september og hver dagur minna virði sem hægt er að vera í heyskap." — Er þá meira amstur að stunda búskap en standa í stjórnmálabaráttunni? „Það var nú oft misviðrasamt í stjórnmálunum. Þar skiptust á skin og skúrir eins og f öðru. Án þess er heldur ekkert varið í lffið," sagði gamli stjórnmála- skörungurinn. Hannbal rekur fjárbú f Selárdal og á rúmlega 400 ær. -ASt. Hannibal bóndi viðóðalið sitt í Selárdal. (DB-mynd S.E.). Stœrðir 40-45 Skóbúðin Snorrabraut 38 Sími 14190 Deila sú sem blikksmiðir við Sigöldu hafa átt í við verktakana Brown-Boveri og staðið hefur lengi og orðið kostnaðarsöm, eins og DB skýrði frá í gær, leystist í gærdag. Lausn deilunnar felst í því að Landsvirkjun sjálf tekur að sér nokkurn hluta af þeim heildarframkvæmdum sem Brown-Boveri hafði tekið að sér: Munu íslenzkir blikksmiðir vinna þá vinnu sem nú hefur verið af- mörkuð f verksamningnum við Brown-Boveri. Þó Landsvirkjun taki aðeins að sér lítinn hluta af þvi verki sem Brown-Boveri hafði verið falið, nær sá hluti yfir alla blikksmíða- vinnu við niðursetni.ngu véla f Sigöldu. Annar Þjóðverjanna, sem hér hefur verið vegna blikksmíða- vinnunnar, er farinn heim en hinn verður hér eftir sem eftir- litsmaður, en vinnur ekki að verk- inu sjálfur. Deilan hófst vegna þess að blikksmiðir töldu gengið á rétt sinn þegar Þjóðverjum var falin blikksmíðavinna hér á landi. Hefur nú réttur ísl. blikksmiða að fullu verið tryggður með áður- nefndum breytingum á verktaka- samningnum. — ASt. Karlmannakuldaskór Litur: Brúnt og svort Verð kr. 4950.- Hér er gömul mynd af Önnu með elzta barn sitt. Myndin er tekin hér á tslandi fyrir meira en 25 árum. Bréf frú íslandi: Látin pennavin- kona birtist við rúm mitt Bréf það sem hér fer á eftir birtist í danska blaðinu B.T. f siðustu viku: Ég eignaðist bréfavinkonu á íslandi þegar ég var ung stúlka, bréfavinkonan hét Maria Guðjónsdóttir. Við skiptumst á mörgum bréfum og hún sagði mér í einu þeirra að hún hefði gift sig og eignazt dóttur sem héti Anna. 1 bréfunum kvartaði María undan því að hún væri síþreytt og allt í einu hættu bréfin að koma frá henni. Það liðu nokkrir mánuðir og ég fékk kort frá einni af vinkonum Marfu. María var dáin en áður en hún skildi við bað hún fyrir kveðju til mín. Þar með hélt ég að allt væri búið. Sýn 25 árum seinna Þetta gerðist í kringum 1920 og nótt eina á árinu 1945 vakna ég við það að mér virðist vera birta í kringum mig og kona standi í miðju ljósinu. Þetta var María. Já, ég veit hvað þetta hljómar ótrú- lega og hef sjálf margoft hrist höfuðið yfir þessu. Röddin spurði mig hvort ég hefði alveg gleymt Önnu dóttur sinni. Næsta dag skrifaði ég bréf upp á von og óvon til „Önnu Maju, dóttur Maríu Guðjónsdóttur sem látin væri fyrir allmörgum árum“. Ég sendi bréf þetta á heimilisfang það er foreldrar Önnu höfðu haft, en það voru svo mörg ár liðin. Eg fékk svar. 1 bréfinu stóð: „Kæra vinkona mömmu. Ég þekki þig úr bréfum mömmu og af myndum." Anna hefur margoft heimsótt mig síðan. Hún kynntist manni sfnum hér í Danmörku og hefur eignazt börn og barnabörn. Ég ætla sjálf að fara til íslands og leggja blóm á leiði Marfu. Þá er hringnum lokið. Ég er sjálf 75 ára gömul. Inger Christensen Horsekildevej 36. úr leðri Stœrðir: 40-45 Litur: Brúnt og svort Verð kr. 3950.- Skattar útgerðarmanna og sjómanna misjafnir Afkoman er afar misjöfn hjá skatt á við sjómann sem ber sjómannaskatta. útgerðarmönnum þjóðarinnar háan skatt miðað við starfs- Sjómannaskattarnir eru ærið ef dæma má af lauslegri at- bræður sína. Annar útgerðar- misjafnir, enda er hlutur hugun í skattskrám af handa- maður ber opinber gjöld sem sjómanna einnig afar misjafn hófi. Einn þeirra ber tifaldan eru i lægra lagi miðað við eftir bátum. Nafn Gústaf Olafur Guðmundsson sjóm. á Gunnari Jónssyni tsk. esk. útsvar barnab. samtals Vestmannaeyjum Emil Andersen 102.636 0 138.300 37.500 203.436 útgm. Danska Péturs Vestmannaeyjum Geir Valgeirsson 814.312 107.161 316.800 0 1.238.273 sjóm. á Fróða Stokkseyri Tómas Karlsson 218.654 0 204.000 150.000 272.654 útgm. Hólmsteins Stokkseyri Jón Dan Þórisson 101.777 6.302 162.500 37.500 233.079 sjóm. Farsæl Seyðisfirði 87.112 0 115.100 93.750 108.462 Ölafur M. Ölafsson útgm. Gullvers Seyðisfirði 319.048 44.440 182.100 0 545.588 Magnús Þórarinsson útgerðam. Bergþórs Keflavík Sverrir Hákonarson 2.783.812 42.420 904.300 93.750 3.636.782 sjóm. Freyju Keflavík Sveinbjörn Sveinsson útgm. Sveins Sveinbjörnss. 142.177 0 218.000 150.000 210.177 Neskaupstað Þórður Þórðarson 119.553 16.048 119.000 0 254.601 sjóm. Berki Neskaupstað 111.443 5.072 172.400 288.915 Bragi Bjarnason útgm. Eskeyjar Höfn Hornafirði 70.588 3.442 150.900 150.000 74.930 Guðmundur Hjaltason sjóm. Eskeyjar Höfn Hornafirði Garðar Magnússon 168.962 0 236.100 93.750 311.312 útgm. Bárunnar Ytri Njarðvík 0 6.296 10.300 150.000 +133.404 Eyjólfur Vilmundarson sjóm. á Boða Ytri Njarðvík 15.038 0 138.500 150.000 3.538 Sigurður Bjarnason útgm. Jóns Odds Sandgerði Hafsteinn Rósinkarsson 185.062 0 120.900 0 305.962 sjóm. á Erlingi Sandgerði 212.231 24.846 219.700 93.750 363.027 u Deilan í Sigöldu leyst: - Póst- sendum Blikksmiðirnir höfðu sitt fram

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.