Dagblaðið - 10.09.1976, Side 12

Dagblaðið - 10.09.1976, Side 12
fþróttir íþróttir DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976. Sjö leikmenn Slovan í Evrópuliði Tékka! — Mótherjar Fram ó þriðjudag ekki af verri endanum. Með liði Slovan Bratislava leika sjö af Evrópumeisturum Tékka. Tékkóslóvakía kom mjög á óvart í Evrópukeppni landsliða Tckkar byrjuðu á að slá út Eng- lendinga og Portúgali í undan- keppninni og kom það mjög á óvart, bætti salti í sár Englend- inga eftir að Pólverjar höfðu slegið þá út í riðlakeppni HM ’74. Síðan léku Tékkar við Sovét- menn i átta-liða úrslitum og sigruðu í Bratislava 2—0. Síðan var leikið í Kænugarði og flestir bjuggust við að Sovétmönnum tækist að komast í lokakeppnina í Júgóslavíu. En svo fór þó ekki — jafntefli varð í Kænugarði 2—2 og þar með höfðu Tékkar tryggt sér rétt í undanúrslitin í Júgó- slavíú. Þar léku einnig heims- meistararnir V-Þjóðverjar, silfur- liðið Holland og gestgjafarnir Júgóslavía. Tékkar léku við Hol- lendinga og eftir hið mikla lof, sem Hollendingar hlutu í síðustu heimsmeistarakeppni var náiiast litið á leikinn sem formsatriði, Hollendingar myndu tryggja sér sigur. En svo fór ekki — eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 1—1. Tékkar tryggðu sér síðan sigur í framlengingunni, 3—1, Þá var komið að úrslitaleiknum við V- Þjóðverja og eftir tap Hollend- inga var farið að gefa Tékkum smá von en raunar bjuggust flest- ir við að heimsmeistararnir myndu sigra örugglega. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2—2 en Tékkar höfðu komizt í 2—0. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því var víta- spyrnukeppni og þá loks stóðu Tékkar uppi sem sigurvegarar — unnu 5—3. Það var mál manna sem bæði sáu leikina í Júgóslavíu og eins í sjónvarpi, en auðvitað var sjón- varpað beint um alla Evrópu, meðal annars var sjónvarpað beint á Spáni og sáu þó nokkrir tslendingar leikina, að knatt- spyrnan sem leikin var í Júgó- slavíu hafi komizt á nýtt stig — leikin var óþvinguð sóknarknatt- spyrna. En til hvers er verið að segja frá öllu þessu mörgum mánuðum eftir að Tékkar höfðu tryggt sér titilinn. Jú, ástæðan er einíöld. Hingað til lands er að koma tékk- neska liðið Slovan Bratislava og það leikur við Fram í UEFA- bikarnum á þriðjudag. t liði Slovan voru hvorki fleiri né færri en sjö af Evrópumeistur- unum og einn þeirra, Anton Ondrus var nýlega valinn í heims- lið hins þekkta enska knatt- spyrnurits, World Soccer. Raunar er Slovan Bratislava talið bezta félagslið í Tékkóslóvakíu um þessar mundir og liðið hafði lengst af góða forystu í tékknesku 1. deildinni á síðasta keppnistíma- bili en í lokin skauzt Banik Ostrava upp fyrir Slovan og tryggði sér titilinn. Að flestra mati kom þar til að hinir fjöl- mörgu landsliðsmenn liðsins urðu þreyttir eftir strangt landsleikja- prógramm en liðið átti 8 leikmenn í landsliðinu. Þreytan sagði til sín og á loka- sprettinum tapaðist titiilinn og eins úrslitaleikur Bikarkeppn- innar, fyrir Sparta Prag 2—3. Leikmenn Slovan, sem léku með landsliðinu eru þeir Anton Ondrus en hann er fyrirliði Slovan og tékkneska landsliðsins, Josef Capkovic miðvörður. Jan Pivarnik bakvörður og Koloman Gögh en hann er einnig bak- vörður. Þannig átti Tékkó- slóvakía alla vörn tékkneska landsliðsins en í marki stóð Viktor, sem er fremsti mark- vörður heims í dag. Markvörður Slovan var varamarkvörður tékk- neska landsliðsins, en hann heitir Alexander Venvel. Frammi voru þeir Marian Nasny og Jan Sveklik geysilega sókndjarfir leikmenn. Jerkenin kom inná sem vara- ntaður tékkneska landsliðsins gegn V-Þjóðverjum og hann var því sjöundi leikmaður Slovan, sem lék úrslitaleikinn. Það er því greinilegt að leik- menn Fram eiga erfitt verkefni fyrir höndum, þeir leika gegn einu bezta liði Evrópu og þess má raunar geta að 1969 varð Slovan Bratislava Evrópumeistari bikar- hafa er liðið sigraði Barcelona 3—2 í úrslitum. Að lokum skulum við líta á heimsliðið eins og hinn heims- frægi blaðamaður Leslie Vernon valdi það í ágústblaði World Soccer. Þar áttu Tékkar þrjá leik- menn. En liðið er: Markvörður Ivo Viktor Dukla Prag og Tékkó- slóvakíu. Aðrir leikmenn: Colin Todd Derby og England, Anton Ondrus Slovan og Tékkóslóvakíu, Branz Beckenbauer Bayern Munchen og V-Þýzkalandi, Paul Breitner Real Madrid og V-Þýzkalandi. Antonin Panenka Bohemians og Tékkóslóvakíu, Viktor Kolotov Dinamo Kiev og Sovétríkin, Branko Oblak, Schalke 04 og Júgóslavíu. Ruud Geels Ajax og Holland, Gerd Muller Bayern Munchen og V-Þýzkaland og Oleg Blokhin Dinamo Kiev og Sovétríkin. Evrópumeistarar Tékka 1976. fyrir leikinn gegn V-Þjóóverjum. Talió frá vinstri. Nehoda og Gögh. Þarna eru 6 leikmenn Slovan en sjöundi leikmaðurinn, ALLTER ÞEC ER HJÁ BÁP Úrslitaleikur Akraness og Vals í bikarki Þriðji úrslitaleikur Akurnesinga i röð. F Þriðji úrslitaleikur Vals < Pólverjinn þjálfar ðll ísl. landsliðin! — Mikið um að vera á handknattleikssviðinu í vetur Pólski landsliðsþjáifarinn í handknattleik, Januz Crerwinski, er væntanlegur til landsins á mánudag og mun þá strax taka til við þjálfun íslenzka landsliðs- fólksins bæði í karla—kvenna og unglingaflokkum, sagði Birgir Björnsson, formaður íslenzku landsliðsnefndarinnar í gær. Það mun verða tekið mikið tillit til skoðana hans á vali á landsliði og ef hann hefur hug á því, gð fá einhverja eða einhvern af þeim íslenzku leikmönnum, sem leika Glsiibæ — Simi 3UJ50. erlendis, mun HSÍ áreiðanlega gera ráðstafanir til þess að það verði hægt. Hinn 24. maí sl. hófu 25 leik- menn æfingar hjá landsliðsnefnd og hefur verið betur æft í sumar en oftast áður — einkum framan af, þegar förin til USA var undir- búin. 51 æfing samtals og æfinga- leikir og fjórir landsieikir frá þeim tíma. Eftir USA-förina — sem fkki hóíst of vel — tvivegis tap gegn USA, en tveir sigrar gegn Kanada og því efsta sæti í mótinu, hefur mæting verið mis- jöfn. Minnst þegar útimótið stóð yfir og einnig hafa sumarleyfi spilað inn í, sagði Birgir enn- fremur. Fækkað hefur í landsliðshópn- um. Af þeim, sem upphaflega voru valdir, hafa Páll Björgvins- son, Víking, Olafur Benediktsson, Val, og Hannes Leifsson, Fram, ekki mætt til æfinganna — en síðan drógu þeir Jón Karlsson, Val, Pálmi Pálmason, Fram, Pétur Jóhannesson, Fram, Steindór Gunnarsson, Val, Friðrik Friðriksson, Þrótti, Ingi- mar Haraldsson, Haukum, Hörður Hákonarson, ÍR, Hörður Harðarson, Armanni, og Sigur- geir Sigurðsson, Víking, sig til baka af ýmsum ástæðum. Það verður rnikið um jið vera ái handknattleikssviðinu í vetur. Landsleikir við Sviss i næstu viku — í byrjun október kernur þýzka félagsliðið Dankersen, en þar leika Olafur H. Jónsson og Axel Axelsson. Möguleiki er á, að pólska landsliðið leiki hér í októ- ber eóa nóvember; en ekkert verður af för til Sovétríkjanna eins og fyrirhugað hafði verið um tíma. Tveir landsleikir verða háðir í Danmörku 11. og 12. des- ember og tekið þátt í móti í Austur-Þýzkalandi 14—19. des- ember, þar sem Island keppir við Austur-Þýzkaland og tvær aðrar Austur-Evrópuþjóðir. í janúar 1977 — dagana 27. og 28. — verða tveir landsleikir hér heima við Tékka, og tveir leikir við Vestur-Þjóðverja 5. og 6. febrúar. Þá kemur að aðalvið- burði vetrarins — B-keppnin i Austurríki 25. febrúar til 6. marz. Dregið verður þar í riðli 19. september í Vínarborg — og lönd- unum hefur verið raðað í tvö flokka. I 1. flokki eru Tékkar, Austur-Þjóðverjar, Svíar og Spán- verjar. í 2. flokki Búlgarfa, Noregur, island og Frakkland. 1 3. flokki verða svo Austurriki og þrjú efstu lið úr C-keppninni, sem háð verður í Portúgal. Þar keppa Holland, Portúgal, Belgía og Bret- land í A-riðli, Sviss, Finnland, Luxemborg og Færeyjar í B-riðli og þrjú þessara landa komast í B-keppnina í ''ínarborg. Þar verður keppt í fjórum riðl- um og tvö efstu lið úr hverjum riðli komast í undankeppni, og sex af þeim liðum komast í heims- meistarakeppnina í Danmörku. Síðasti stórleikurinn milli ís- lenzkra liða á þessu leiktímabili í knattspyrnunni verður á sunnudag á Laugardalsvellinum. Þá leika Akur- nesingar og Valsmenn til úrslita í bikarkeppni KSÍ. Leikurinn hefst kl. tvö. Það má segja, að allt sé þegar þrennt er hjá báðum liðum. Akurnes- ingar leika þriðja árið í röð til úrslita í keppninni. Valsmenn stefna að þriðja sigri sínum í bikarkeppninni — og þetta verður þriðji innbyrðis- leikur liðanna í úrslitum bikarkeppn- innar. Einnig þriðji leikur liðanna í sumar. Að ýmsu leyti standa Vals- menn betur að vígi í sambandi við tvö síðasttöldu atriðin. Þeir hafa sigrað Akurnesinga í fyrri úrslitaleikjum liðanna — árið 1965 sigraði Valur Akranés S-3, og 1974 sigraði Valur 4-1. í báðum leikjum liðanna í sumar í 1. deild sigraði Valur 6-1 á Laugar- dalsvelli og 3-1 á Akranesi. Hins vegar má segja, að Akurnes- ingar bæti þetta upp að nokkru, því í síðari leikium sínum á keppnistíma- bilinu hafa þeir tvíeflzt í leikjum sínum. Og eitt er vist. Þetta hlýtur að verða stórskemmtilegur leikur þeirra Ingi Björn — fyrirliði Vals. tveggja liða, sem bezta knattspyrnu leika nú á íslandi — sóknarleikur tveggja sóknarliða. Spilar Víkingshjátrúin inní? Síðustu átta árin hafa lið, sem sigrað hafa Víking í keppninni, unnið bikar- inn — nema auðvitað, þegar Víkingur sigraði Breiðablik í úrslitum 1971. Akurnesingar sigruðu Víking nú — unnu Víkinga 3-0 á Akranesi, síðan Keflavík 3-1, einnig á Akranesi, og FH 3-2 í Kaplakrika á leið sinni í úrslitin. Valur sigraði Hauka 4-0, Fram 2-1 og Breiðablik 3-0 eftir jafn- tefli fyrst 0-0 í sinni leið í úrslitaleik- inn. — Nei, ég trúi ekki á Víkingshjá- trúna og ég held að almennt sé ekki hugsað um hana á Akranesi, sagði Jón Gunnlaugsson, fyrirliði Akraness í gær. Ég hef enga trú á henni heldur — en gaman væri að brjóta hana á bak aftur, sagði Ingi Björn Alberts- son, fyrirliði Vals. Það var á blaða- mannafundi, sem Akurnesingar og Valsmenn héldu sameiginlega í gær — í fyrsta skipti, sem slíkt er gert fyrir úrslitaleik. Þar kom fram hjá Pétri Svein- bjarnarsyni, formanni Knattspyrnu- Jón t.unnlaugsson — fvrirliöi IA.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.