Dagblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976.
mWBIAÐIÐ
frfálst, úháð dagblað
Útí'efandi Dagblaðiðhf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta-
stjóri: AUi Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit
Asgrímur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason. Asgeir Tómasson. Berglind Asgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson.
Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis-
dóttir. Katrfn Pálsdóttir. Kristfn Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson. Ljósmyndir:
Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Bjtírgvin Pálsson. Ragnar Th. Sigurðsson.
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingqrstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, simi 83322, auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Armúla 5.
Mynda-og plötugerð: Hilmirhf., Sfðumúla 12. Prentun: Arvakurhf., Skeifunni 19.
Saumið að sovézkum
Framkoma Sovétríkjanna gagn-
vart skákmeistaranum Kortsnoj
kemur ekki á óvart. Sama
ógeðslega hugarfarið í garð óþægi-
legra lítilmagna hefur hvað eftir
annað komið fram hjá ráða- _
mönnum Sovétríkjanna.
Skákmenn muna eftir því, hvernig sovézk
yfirvöld ofsóttu tékkneská skákmeistarann
Pachman, þegar hann hafði leitað hælis á
Vesturlöndum. Þau bönnuðu sovézkum skák-
meisturum að tefla með honum á mótum og
tókst þannig að hindra, að hann fengi að taka
þátt í ýmsum mótum. Jafnframt heftu þau
ferðafrelsi þeirra skákmeistara Sovétríkjanna,
sem höfðu látið falla vinsamleg ummæli um
Pachman.
Nú leggja sovézk yfirvöld til, að Kortsnoj
verði sviptur réttinum til að tefla um heims-
meistaratitilinn, þótt hann sé einn af þremur
beztu skákmönnum heims samkvæmt stigatöfl-
um. Að baki kröfunnar liggur hótunin um, að
Sovétríkin kunni að hunza mót og einvígi
Alþjóða skáksambandsins.
Svo kann að fara, að Sovétríkin fái sitt fram.
Áhrifþriðja heimsins hljóta að aukast á þessum
vettvangi sem öðrum. Þeirri þróun virðist
venjulega fylgja bandalag þriðja heimsins,
Arabaríkja og Sovétblakkarinnar um að knýja
fram áhugamál sín, þótt þau brjóti í bága við
heiðarleg vinnubrögð.
Bandalag af þessu tagi virðist hafa myndazt
gegn olympíumótinu, sem innan tíðar á að
hefjast í ísrael samkvæmt fyrri ákvörðun Al-
þjóða skáksambandsins. Sovétríkin krefjast
þess nú, að olympíumótinu verði frestað og það
síðan haldið annars staðar en í ísrael.
Krafan er studd með því, að óvenju fáar
þjóðir hafi tilkynnt þátttöku í mótinu. En það
byggist aftur á móti á samkomulagi Sovét-
blakkarinnar, Arabaríkja og nokkurra ríkja
þriðja heimsins um að neita að tefla í ísrael.
Sorglegt var að sjá íslenzka skáksambandið
taka þátt í þessum ljóta leik á tímabili.
Öll þessi svívirða sýnir, hversu misráðið var
hjá alþjóða olympíunefndinni að veita Moskvu-
borg rétt til að halda næstu olympíuleika. Fast-
lega má búast við, að Sovétríkin noti aðstöðu
sína til frekari kúgunaraðgerða gegn þeim
aðilum, sem verða þá í ónáð.
Við leikana í Kanada kom í ljós, að í þriðja
heiminum eru uppi ótal kröfur um útilokun
hinna og þessara aðila. Vegna sóðalegra
viðskiptahagsmuna lét Kanadastjórn undan
kröfum Kínverja. Hversu auðveldara mun
Sovétstjórninni ekki reynast að spila á úti-
lokunarkröfur úr þriðja heiminum?
Islenzkir íþróttamenn sögðu í vor ljótar
sögur af meðferð, sem þeir höfðu þá fengið í
Sovétríkjunum. Af útskýringum sovézkra yfir-
valda á málinu varð flestum hér heima ljóst, að
sögur íslendinganna áttu við rök að styðjast.
Það er kominn tími til, að íþróttamenn, skák-
menn og annað keppnisfólk fari að sýna villi-
mönnum sovétforustunnar tennurnar.
£V/S SÉfcVlCE
IR46SCO
SAMEIGINLEG
FRÉTTAST0FA
3. HEIMSINS?
fjölmiðlar
sœta
vaxandi
gagnrýni:
Mörg undanfarin ár hafa
þróunarlöndin svonefndu, eða
þjóðirþriója heimsins, kvartað
yfir því, aö fjölrr.iðlar a Vestur-
löndum hölluðu á þau í fréttum
sínum Á liðnum árum hafa þær
brugðizt þannig við, að sér-
stakar fréttir hafa verið rit-
skoðaðar eða einstökum frétta-
mönnum hefur verið vísað úr
landi. En nú virðist sem til-
raunir þeirra til þess að hafa
stjórn á fjölmiðlum hafi tekið
á sig nýja mynd. Mörg ríki
þriðja heimsins hafa undan-
farið rætt um það sín á milli að
koma á fót sameiginlegri frétta-
þjónustu, sem miðla á upplýs-
ingum til Vesturlanda og leyfa
ekkert annað. Flestir fjölmiðla-
fræðingar og samtök þeirra, er
að fjölmiðlum standa, hafa
fordæmt þessar hugmyndir og
óttast að þeim fylgi algjör rit-
skoðun og fjarstýring á
skoðunum manna.
Á þingi hlutlausra ríkja á Sri
Lanka fyrir hálfum mánuði
ræddu fulltrúar 85 þjóða þriðja
heimsins þá hugmynd að koma
á fót sameiginlegri fréttastofu,
sem í raun og veru ætti að
veita erlendum fréttamönnum
og fréttastofum þær upplýs-
ingar, sem væri að hafa hverju
sinni. Og í júlí sl. komu full-
trúar 21 Suður-Ameríkuríkis
saman á Costa Rica, — í nafni
UNESCO, þar sem ræddar voru
„nýjar stefnur í upplýsinga-
miðlun“: Þar lagði formaður
UNESCO mönnum línurnar.
Hann heitir Amadou Mahtar
MBow, fyrrum ráðherra
Senegal og í ræðu.semhannhélt
á þinginu, réðst hann harkalega
gegn vestrænum fjölmiðlum,
án þess þó að tilgreina nein
ákveðin dæmi.
Eftir mikið karp gerði
þingið 30 samþykktir, en þrjár
þeirra vöktu mikla eftirtekt á
Vesturlöndum:
Stofnun opinberrar frétta-
stofu S-Ameríku til þess að
leiðrétta hið „alvarlega
misræmi," sem gætti í fréttum
er bærust til og frá þeim heims-
hluta.
Að koma á fót „þjóðlegum
upplýsingaráðum," sem „mörk-
uðu stefnuna" fyrir dagblöðin.
I þeirri samþykkt er einn-
ig talað um, að þjóðirnar
„þurfi nauðsynlega að koma á
\S337
samræmi milli áætlana í þjóðar-
búskapnum og fjölmiðla"...
Þá var samþykkt, ,,að ríkið
verði að fjárfesta á sviði fjöl-
miðlunar í samræmi við
þýðingu þess þáttar í menningu
þjóðanna og framtfðarstefnu
þeirra".
Tillögurnar, sem fram komu
á þinginu í Costa Rica, verða þó
að hljóta samþykki æðstu
manna þessara þjóða, sem
koma saman til fundar í Kenýa
í haust. Og í ljósi þess, að
samtakamáttur þessara þjóða
hefur aukizt til muna undan-
farin ár, má segja, að lokatillög-
urnar eru nánast smáræð
miðað við það, sem hefði getac
verið samþykkt.'í mörgum upp-
köstum að tillögunum er talað
um þjóðnýtingu fjölmiðla yfir-
leitt og handtöku allra þeirra
erlendra fréttamanna, sem eru
í þjónustu fréttastofa eða blaða,
sem greina frá einhverju, er
gangi í berhögg við stefnu
stjórnvalda i viðkomandi lönd-
um.
Kröftugasta fordæming
þessara tillagna kom frá Sam-
tökum amerískra blaða, IAPA,
semerusamtök allra útgefenda
dagblaða og tímarita á vestur-
hveli jarðar. Sérstaklega óttað-
ist IAPA stofnun þjóðarráða,
sem leggja ættu fjölmiðlum
línurnar. í tillögunni er gert
ráð fyrir, að félagar í ráðum
kæmu úr öllum stéttum og
greinum þjóðfélagsins, en, eins
og IAPA benti á, var þess
hvergi getið, hvernig kosning
þessara fulltrúa færi fram. Þá
var tillagan um fjárfestingu
ríkisins á sviði fjölmiðlunar
gagnrýnd ákaft, — talin
augljóst merki þess, að einokun
á fjölmiðlun í löndum þessum
væri að líta dagsins ljós.
„Tilgangurinn með þessum til-
lögum er augljós," segir í gagn-
rýni IAPA. „Þær verða til þess,
að þjóðfélög þessi verða gerð
ómanneskjuleg og ekki verður
þess langt að bíða, að fólk búi
við algjöra skoðanaeinokun, ef
þessu heldur áfram.“
Samt er það viðurkennt
meðal margra fréttamanna, að
þjóðir þriðja heimsins hafi
nokk'uð til sín máls, er þær
gagnrýna fjölmiðla á Vestur-
löndum. Þær benda á, að það sé
mjög óvenjulegt, að sagt sé frá
einhverju í sambandi við
þessar þjóðir, ef ekki er um að
ræða byltingar eða stórfelldar
náttúruhamfarir. En samt má
segja, að þær hótanir, sem full-
trúar þjóðanna höfðu í frammi
á þingunum á Sri Lanka og á
Costa Rica, beinist fyrst og
fremst gegn hinum venjulega
borgara í þessum löndum,
fremur en gegn hinum
vestræna heimi.
Þessar tillögur munu aðeins
bitna á dagblöðunum í viðkom-
andi löndum, ef um einhver
frjáls dagblöð er að ræða, — og
þjóðunum í heild.
Það er auðvitað ljóst, að allar
þessar þjóðir þurfa fyrst og
fremst á frjálsum fjölmiðlum
að halda. Freedom House-
stofnunin í New York, sem fylg-
ist með stjórnmála- og ritfrelsi í
heiminum, segir, að aðeins um
19.8% íbúa heimsins búi í
frjálsu þjóðfélagi og við nokk-
urn veginn frjáls skoðanaskipti
í fjölmiðlum.
Að Thailandi undanskildu,
þar sem uppsláttarfréttir um
kynlíf og morð fara fram úr
öllu því, sem vestrænar þjóðir
eiga að venjast, eru flestar
þjóðir þriðja heimsins að nálg-
ast það stig, að algjörri rit-
skoðun stjórnvalda verði komið
á.
Sem dæmi um það má nefna
síðustu atburði í Indlandi, þar
sem Indira Gahndi hefur lýst
yfir neyðarástandi og bannað
öll stjórnarandstöðúblöðin. I S-
Kóreu bannar ríkisstjórnin öll
skrif, sem „ganga í berhögg við
stjórnarskrána" og svo mætti
lengi telja.
En ljóst er, að allar þær til-
lögur, sem samþykktar hafa
verið um þessi mál á þingum
fulltrúa þriðja heimsins, geta
orkað mjög tvímælis.
Fyrst og fremst telja margir,
að hert eftirlit með upplýsinga-
miðlun kunni að valda því, að
þjóðirnar einangrist enn meira,
og ekki er á það bil bætandi,
sem enn er óbrúað.