Dagblaðið - 10.09.1976, Side 4

Dagblaðið - 10.09.1976, Side 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976. 4 íslenzk föt 76: Ekki vantar nú úrvalið! I anddvri LauKardalshaliar hafa hárgrciðslu-og hárskerameistarar sett upp stofu og þar gefst gcstum kostur á því að fá klippingu. Gunnar Thoroddsen og kona hans Vala heimsóttu sýninguna í gær. Hér skoða þau bás Guðrúnar Vigfúsdóttur frá ísafirði... Þau föt sem sýnd eru á tízkusýningunni i Laugardals- höllinni sanna að íslenzk framleiðsla stendur þeirri er- lendu fyllilega á sporði. Þarna sýna 30 framleiðendur vöru sína og sýningin er sú umfangs- mesta sinnar tegundar hingað til. Laugardalshöllin hefur tekið miklum stakkaskiptum og þar hafa fyrirtækin öll sinn bás. I anddyri hafa hárgreiðslu- og hárskerameistarar setl upp stofur og þar var orðin þröng á þingi þegar á fyrsta degi sýningarinnar. Almenningur getur bæði notið fróðleiks og skemmtunar næstu daga á þess- ari sýningu, sem verður opin fram á sunnudagskvöld. -KP. Kjólamcistarar sýndu glæsilega kjóla og hér er Henny Hermanns í einum, sem vakti mikla athygli. 5NOVU S-VAS ATÖLVUR I VERÐLAUN. Novus eru mjög fullkomnar vasatölvur, með V 8 tölustöfum, prósentu, kvaðratrót og minni. Sölubörn, hringið strax og tryggið ykkur föst söluhverfi. Siminn er 35320. SÖLUBÖRN SÖLUKEPPNI! Frá og með 36. tbl. hefst sölukeppni VIKUNNAR og stendur tvo mánuði. hiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilllllHIÉ Rónni í vestur- bœnum raskað Þrír hestar röskuðu ró manna í vesturbænum i fyrradag. Var lög- reglunni tilkynnt um málið þá er þeir geystust framhjá Bændahöll- inni á leið til Háskólans. Á Háskólalóðinni voru þeir ,,hand- teknir" og færðir í geymslu, áður en þeir komust á sýninguna Septem i kjallara Norræna hússins. Við „handtökuna" veittu lög- reglumennirnir athygli, einstæðri gæsamóður. Var hún á beit skammt frá og hámaði í sig grasið. Töldu lögreglumennirnir að hún væri að bíða eftir að lagadeildin yrði opnuð — en hvort grágæsin komst þangað var ekki vitað. -ASt. Grjótjötunn sleppur undan hamrinum Ekkert verður af nauðungar- uppboðinu, sem auglýst var að ætti að fara fram á sanddælu- skipinu Grjótjötni í dag. Krafan, sem Jón Finnsson, hdl., gerði fyrir hönd eins þeirra fyrirtækja, er á sínum tíma unnu fyrir fyrri eigendur skipsins, Sandskip h.f., fylgdi með í kaupunum, þegar Náman h.f. keypti skipið í vor. Var það fjárnámskrafa sem nam liðlega ellefu hundruð þúsund krónum auk vaxta og kostnaðar, ein af sex fjárnámskröfum, sem Náman h.f. yfirtók þegar skipið skipti um eigendur. Eins og fram hefur komið í DB hafa eigendur Sandskips h.f. óskað eftir því að fyrirtækiðverði tekið til gjaldþrotaskipta þar sem eigur þess nægi sannanlega <_kki fyrir skuldum. -ÓV. KENNSLUBOK FYRIR BYRJENDUR f SKÁK Ut er komin kennslubók í skák fyrir byrjendur. Höfundur bókar- innar er Júrí Averbak og Mikael Beilín. Guðmundur Arnlaugsson skrifar um íslenzku útgáfuna: „Tildrögin að útkomu þessa bókarkorns á íslenzku eru afar einföld. Æskulýðsráð Reykja- vikur hefur beitt sér fyrir skák- kennslu fyrir unglinga í sam- ráði við Taflfélag Reykjavíkur. Þá kemur í ljós að engin íslenzk kennslubók i skák, ætluð byrjendum, er fáanleg, enda liðinn rúmlega hálfur annar ára- tugur síðan sú síðasta kom út, en það var „Lærið að Tefla" eftir Friðrik Ólafsson og Ingvar Á.smundsson.“ Þýðendur bókarinnar Skák- Rverið eru Bragi Halldórsson. Bragi Kristjánsson og Ragnár Þ. Ragnarsson. Útgefandi er Tíma- ritið Skák. -KP. Almenni músikskólinn Kennsla hefst 20. september. Kennt verður á eftirtalin hljóðfæri: DÆGURLAGA-OG JAZZDEILD BARNADEILD ÞJÓÐLAGADEILD trompet melódika píanó saxófónn og gítar orgel básúna harmónika og bassi gítar fiðla og flauta Nánari upplýsingar daglega í síma 75577. Innritun (stað- festist með greiðslu) virka daga á skrifstofu skólans, Háteigsvegi 6 kl. 17—19. r r \ r Odýrir Avon hjólbarðar 560—13 Verð kr. 5.700.- 590—13 Verð kr. 6400.- 640—13 Verð kr. 6900.- 560—15 Verð kr. 6600.- HEILSÓLAÐIR 600—12 Verð kr. 5300.- 560—13 Verð kr. 4570.- 590—13 Verð kr. 4720.- 640—13 Verð kr. 5100.- 560—15 Verð kr. 4800.- 590—15 Verð kr. 5600.- BÍLASPORT Laugavegi 168 — Simi 28870

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.