Dagblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976.
3
Verkafólk arðrœnt vegna
sköpunar verðmœta
— segir verkakona i frystihúsi og hvetur frystihúsafólk til að leggja niður vinnu
eftir kl. 5 — svo skattaúþjón minnki
8591—1104 skrifar:
Eftir sjónvarpsþátt þann 31.
8. ’76 um skattamál var eitthvaö
lítið minnzt á það sem ég vil
benda á. Það kom fram hvað
margt verkafólk borgar tiltölu-
lega háa skatta, sér i lagi fólk
sem vinnur í fiskiðnaðinum.
Það er ekki af þvi að það hafi
svo hátt tímakaup í dagvinnu
heldur er það vegna þess
erfiðis sem þetta fólk leggur á
sig, ég hef unnið í frystihúsi og
veit vel hvað ég er að segja. Það
er kannski unnið heilu vik-
Fólk er fullvinnur sjávarafurðir vinnur einhver mikilvægustu störf í þjóðfélaginu. Oft þarf það að
leggja nótt við nýtan dag til að bjarga verðmætum. Hvernig launar þjóðfélagið það... jú, með því að
leggja þunga skatta á þær tekjur er fólkið afiar.
urnar út til klukkan 10, 11, 12 á
kvöldin og byrjað aftur að
morgni klukkan 8. Einnig
kemur fyrir að unnið sé um
helgar ef mikið berst af fiski.
Og því fólki sem leggur það á
sig að bjarga þessum verð-
mætum er hegnt fyrir með því
að taka sem sagt alla þénustu
af eftir- og næturvinnu í skatta.
Þessu mætti nú kannski breyta
til batnaðar.
Nú ætti fólkið sem vinnur í
frystihúsum að taka sig saman,
vinna bara til klukkan 5 eða 6 á
daginn og ganga þá út úr
húsunum nema það fengi lag-
færingu á þessu. Það þyrfti
ekki að taka langan tíma að fá
lagfæringu á þessu ef fólkið
stæði saman sem einn maður.
Þetta væru beztu kjörin sem
frystihúsafólkið gæti fengið því
þótt tímakaupið sé hækkað er
það bara tekið á einu bretti
daginn eftir fyrstu útborgun.
Fólk sem vinnur í frysti-
húsum ætti nú að hugleiða
þetta og standa saman að
þessum aðgerðum. Ef þetta
næði fram að ganga yrðu at-
vinnurekendur líka glaðir og
ánægðir því að þá þyrftu þeir
ekki að kvarta um að það
vantaði fólk í þessi störf. Fyrir
þessu ætti frekar að beita sér í
næstu samningum. en hækkun
i krónuro.
Er einhverju óbótavant við
rekstur Ríkisútvarpsins?
Ó.B.S skrifar:
Á árinu 1975 hækkuðu
afnotagjöld sjónvarps og hljóð-
varps um kr. 4 þúsund frá
árinu þar á undan og á þessu
ári um kr. 5.500 samkvæmt út- *
sendum siðari innheimtuseðli * £
fyrir yfirstandandi ár, þannig
að afnotagjald fyrir sjón-
varp/hljóðvarp verður því
krónur 17.500.
Nú vildi kannski margur
spyrja hvort þessi hækkun væri
í samræmi við vaxandi dýrtíð í
landinu og kann svo að vera en
þó held ée að þarna hafi ríkis-
útvarpið betur, þar sem hér
verður meiri hækkun en reikn-
að er með að dýrtíðarvöxturinn
verði á þessu ári.
þótt útsendingardögum nafi
verið f jölgað úr 4 í 6.
Er þvl ekki kominn timi til
þess að yfirmenn, eða maður,
(ráðherra) sem þessi stofnun
heyrir undir fari að gefa þessu
meiri gaum en hingað til og láti
rannsaka hvort einhverju sé
ekki ábótavant 1 rekstrinuro
eða mætti ekki einhvers staðar
spara útgjöld.
Þegar leyfi fékkst fyrir
hækkun afnotagjalda sjón-
varps/hlióðvarps á þessu ári
var í það látið skina að þessi
hækkun yrði endurskoðuð fyrii
síðari innheimtu, með tilliti til
að hún yrði ekki eins mikil, að
verða munaður fyrir hvern og
einn að hafa þessi tæki á
heimilum sínum ef svona
heldur áfram. Margur hefði
reiknað með því að með vax-
andi fjölda, sem hefur þessi
tæki, ætti afnotagjaldið að geta
lækkað, að minnsta kosti ekki
slík hækkun árlega sem orðið
hefur, auk vaxandi auglýsinga-
tekna.
•xeyrzi hefur í blöðum og
manna á meðal um mikið bruðl
hjá sjónvarpinu og mætti þar
nefna innréttingu á kaffiteríu,
sem þótti keyra um þverbak
með fínheit, enda sagt að inn-
réttingarkostnaðurinn hafi
numið milli 10 og 20 milljónum
og var þó ekki gert á yfirstand-
andi ári eða á sl. ári. Enn mætti
minnast á mannahald hjá þess-
ari stofnun (sjónvarpinu) sem
byrjaði með tiltölulega fáum
starfsmönnum, en eftir um tvö
ár eða þar um kring var starfs-
fólk orðið um eitt hundrað og
má segja það óeðlilega fjölgun
á svo skömmum tima, jafnvel
minnsta kosti mátti skilja svo,
en endirinn var sá að hækkunin
varð enn meiri. Það fer því að
Hríngið í
síma
83322
milli kl.
13 og 15
Spurning
dagsins
Þurftir þii að kaupa mikið
af nýjum bókum þegar þú
byrjaðir í skólanum?
Grétar uiafsson nemandi I U:
Mér tókst að fá svo til allar
kennslubækurnar gamlar. Þó
vantaði mig allar enskubækurnar
og slatta af dönskum. Ég býst við
að ég hafi eytt um 2-3000 krónum
í bækur og slíkt.
Ásgeir Rúdolfsson nemandi f
MR: Eg varð að kaupa allar
bækurnar nýjar. Ástæðan er sú að
ég þekki engan sem hefði
getað látið mig fá gamlar bækur.
Mér telst til að ég sé búinn að
eyða um 14 þúsund krónum 1
bækur — og það verður miklu
meira.
Arnfríður Einarsdóttir, nemandi
í MR: Ég er svo heppin að bróðir
minn á megnið af þeim bókum'
sem ég þarf að nota. Ég er þó búin
að kaupa bækur fyrir um 7000 og
er nú að kaupa eina sem kostar
2400 krónur. Þetta er talsvert
mikið fyrir fólk sem á ekki
Sveinn Yngvi Egilsson, nemanai f
4. bekk MR: Ég hef þurft að
kaupa um 80% af þeim bókum,
sem ég þarf að nota nú í vetur.
Hin 20% á ég síðan i fyrravetur.
Ég er nú búinn að eyða um 15
búsund krónum í
Anna Dis Sveinbjörnsdóttir,
nýiiði í MR: Ég gat fengið
bækur hjá vinum og vanda-
mönnum svo að ég þurfti ekki að
kaupa nema 2-3 nýjar bækur. Þær
hafa varla kostað mig meira en
2000 krónur.
Sveinn MiiIIer, nemandi í 1. bekk
Lauga lækjarskólans- Eg þurfti
eiginlega eKKen að Kaupa af bók-
um, nema stílabókum og svoleiðis.
Ætli ég hafi ekki eytt um 500
krónum í þær. Ég fékk eina gamla
bók sem skólinn á.