Dagblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976. Rafmagnslokunin hjá Hótel Norðurljósi: VINNUVELATAXTI0RS0K MILLJÓNASKULDARINNAR ..Deila okkar við Rafmagns- veitur ríkisins vegna rafmagns til hótel Norðurljóss á Raufar- höfn, stendur fyrst og fremst um einingarverð hverrar kílóvattstundar". sagði Jónas Sigurðsson hótelstjóri i viðtali við Dagblaðið. ..Hötelinu hefur verið reiknuð hver stund á rúmar ellefu krónur. eða á svokölluð- um vinnuvélataxta. Þetta hefur leitt til þess að rafmagns- reikningur hótelsins hefur yfir vetrarmánuðina verið á þriðja hundrað þúsund krónur á Nýkomið! ítalskar kventöfflur úr leðri, skinnfóðraðar og með korksólum '>.T'Cvv „ - i. •>•<. ? x:?v ■ ■ Teg. 494 Litur: Vinrautt/ brúnt Stœrðir nr. 36-41 Verð kr. 4575.- Teg. 492 Litur: Kastaníubrúnt / brúnt Stœrðir nr.36-41 Verð kr. 4575.- Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustrœti 8 v/Austurvöll Sími 14181 mánuði. Þá er hér allt í doða. þó við höfum haft opið. þar sem hótelið á Raufarhöfn er hið eina, sem er starfrækt milli Húsavíkur og Egilsstaða. Yfir sumarmánuðina. þegar allt er hér i fullum rekstri og blóma. eru reikningarnir hins vegar allt niður í 75 þús. kr. á mánuði. Þetta hefur valdið okkur ótöldum erfiðleikum,“ sagði hótelstjórinn. Jónas sagði að þegar núver- andi aðilar hefðu tekið við húsinu til hótelreksturs hefði verið búið að afla kerfis til raf- magnshitunar. Það kerfi var sett upp. Rafmagnsveiturnar átelja það að ekki var leitað til þeirra fyrr en eftir að kerfið var sett upp. Segja þeir að raf- magnsskortur ríki á þessu svæði og verðum við því að bíða þar til RARIK sjái sér fært að selja rafmagn til húsa- hitunar. ..Okkur finnst hins vegar sárt". sagði Jónas, ,,að öll hús sem hér hafa verið byggð síðustu 3 ár og mörg iðnaðar- fyrirtæki hafa fengið rafmagn til húshitunar á eðlilegum hitunartaxta, sem er 2.50 kr. fyrir kílóvattstund. Finnst okkur að við hjá Hótel Norðurljósi hefðum átt að fá afgreiðslu þessara mála í réttri röð. en ekki bíða i þrjú ár." Eins og fram kom í blaðinu í gær greiddi hótelið helming skuldar sinnar við Rafmagns- veiturnar. en hún nam í heild nokkuð á þriðju milljón króna. Var sú greiðsla innt af hendi í þeirri viku sem hótelið fékk til að ljúka við uppgjör skuldar sinnar. Ekki fékkst frestur á greiðslu hins helmingsins heldur var lokað fyrir raf- magnið. Kvað Jónas forráða- menn hótelsins hafa skotið málinu til ráðherra. Rafmagnið reiknað ó rúmar H kr. i stað 2,50 stundin ,,Eg vil fá úr því skorið, hvort ég hef ekki rétt á við aðra til að fá eðlilegan taxta. Mér er nú boðið .að fá venjulegan og réttan taxta fyrir rafmagns- notkun hótelsins þegar skuldin sé að fullu greidd. En ég vil ekki borgar fyrr en sá úrskuróur liggur fyrir," sagði Jónas. Hótel Norðurljós mun vera stærsta hótel utan Reykjavíkur. Þar eru 40 herbergi. Attl að starfrækja það í vetur þó kostnaður við reksturinn hafi verið um 2 milljónir undan- farna vetur og allt rekið með halla. Hvað nú verður er óljóst, en meðal þeirra sem hug höfðu á gistingu var sinfóníuhljóm- sveitin sem ætlaði að dveljast þar nokkra daga og ferðast til ýmissa staða í nágrenninu og leika fyrir íbúa afskekktasta hluta landsins. Að sögn Jónasar gistu 30 gestir á hótelinu þegar iokunin fór fram og varð að vísa þeim á brott. -ASt. Skjaldhamrar leiknir í sjólfu Abbeyleikhúsinu: MIKILL HEIÐUR ## w — segir höfundurinn, Jónas Arnason ,,í minni villtustu fantasiu hefði mér ekki dottið í hug að ég ætti eftir að leika á sjálfu Abbe.v- leikhúsinu," sagði Gunnar Eyjólfsson leikari. Hann er á för- um til leiklistarhátíðar í Dublin til þess að leika Kormák vitavörð i Skjaldhömrum Jónasar Árna- sonar. Sömu leikarar leika i Dublin og þeir sem léku á leiklist- arhátíðinni í Dundalk á Irlandi i vor, en þeir voru alls fjórir: Gunnar, og Árni Ibsen og leik- konurnar Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Jónína Ölafsdóttir, sem báðar eru búsettar á Bretlandi. Þegar við hittum Gunnar voru þeir Jónas og hann einmitt að lesa bréf frá McAnna þjóðleikhús- stjóra íra og Brendan Smith framkvæmdastjóra Abbey- leikhússins, sem staðfesti boðið. „McAnna sá Skjaldhamra í Dundalk og hreifst svo af leik- ritinu að hann bauð okkur þegar í stað að koma á leiklistarhátíðina í Dublin", sagði Gunnar. ..Auðvitað er þetta mikill heiður", sagði Jónas, en hann ætlar að reyna að koma því við að fara og vera viðstaddur hátíðina. Skjaldhamrar verða sýndir á hverjum degi í eina viku og tvisv- ar á laugardeginum. Æfingar verða i eina viku í London og byrja 20. sept. en sýningar hefjast 27. sept. Þeir Gunnar og Jónas sögðu að svona ferð væri afar dýr. Ef ekki hefðu komið til velviljaðir og jákvæðir menn sem lögðu hönd á plóginn og gerðu það kleift að hún yrði farin hefðu allir setið heima. Auðvitað kom svo til áhugi leikhópsins sjálfs, sem ekki ber neina peninga úr býtum. En heið- urinn er lika mikils virði. —EVI limjSS Þeir Gunnar Eyjólfsson og Jónas Árnason kynna sér vel og vand- lega bréf MeAnna þjóðleikhússtjóra íra. DB-mynd Bjarnleifur ™trs|” Spornoð við blaðadauðanum — útliti og efni breytt og blaðið verður hér eftir húlfs- múnaðarblað Suðurnesjatíðindi, mál- ''•«%. Sigurjón Vikarsson, fram- kvæmdastjóri prentsmiðjunnar Grágásar í Keflavík. iMvnd: emm gagn Suðurnesjamanna, eins og blaðið telur sig vera, tók nokkrum stakkaskiptum við út- komu seinasta tölublaðs. Blaðið breytti um svip, er með nýjum haus og kemur nú út hálfs- mánaðarlega i stað vikulega (12 síður í stað 8). oins og það hafði gert i þau átla ár sem Suóur- nesjaútgáfan hefur haldið því úti, en hún er dótturfyrirtæki prentsmiðjunnar Grágásar. „Eftir að við Stefán Jónsson keyptum prentsmiðjuna og blaðið í vor af Runólfi Elentinussyni, gerðum við út- tekt á rekstrinum og komumst að þeirri niðurstöðu að blaðið stæði ekki undir sér fjárhags- lega," sagði Sigurjón Vikars- son, framkvæmdastjóri Grá- gásar í viðtali við DB, ,,og tæki auk þess of mikinn tíma frá öðrum verkefnum prentsmiðj- unnar, sem nauðsynlegt væri að vinna til að veita góða þjónustu. á Suðurnesjum." Næstu mánuði kvað Sigurjón skera úr um það hvort blaðið kæmi út í framtíðinni. Auðvitað væri mest undir því komið hvernig almenningur tæki því eftir breytinguna, út- breiðslan þyrfti að aukast og auglýsingamagn einnig. Núver- andi ritstjóri Suðurnesjatíð- inda er Steingrímur Lillien- dahl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.