Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976. 7 Erlendar fréttir REUTER Hass getur lœknað gláku — segir ísraelskur vísindamaður Israelskir vísindamenn hafa einangrað efni í hassi, sem þeir segja að geti verið gott meðal gegn gláku — augn- sjúkdómi sem getur orsakað blindu. Shabtay Dikstein, prófessor við lyfjafræðideild hebreska háskólans í Tel Aviv, segir að hass-efnið, sem kallað er „Code 351“, hafi þegar verið reynt á kanínum og verði fljótlega reynt á mönnum. Fyrst í stað verður það reynt á blindu fólki, þannig að ef einhver skaðleg aukaáhrif komi í ljós, þá muni sjónin ekki bíða tjón af. Efnið hefur engin áhrif haft á skapgerð eða taugastarfsemi tilrauna- dýranna, eins og raunin hefur orðið með önnur efni úr hassi, að sögn Diksteins prófessors. Vísindamaðurinn sagði fréttamönnum í Tel Aviv í gær, að þúsundir ísraels- manna þjáðust af gláku, sem myndast af auknum þrýstingi vökvanna í auganu sjálfu og leiðir smám saman til sjónar- missis. Niðurstöður þessara tilrauna verða lagðar fyrir alþjóðaþing um augnrann- sóknir, sem haldið verður í Jerúsalmen innan skamms. Króatarnir fímm: w Akœrðir fyrir morð og fíugrán Króatísku þjóðernissinnarn- ir fimm, sem rændu Boeing 727 flugvéhnni, sem hafði meðal annars viðdvöl á Kefla- víkurflugvelli á leiðinni til Parisar, hafa verið ákærðir um morð og flugvélarán. Morð- ákæran er til komin vegna dauða lögreglumanns í New York, er hann reyndi að fjar- lægja sprengju, sem þjóðernis- sinnarnir höfðu komið fyrir á Grand Central járnbrautar- stöðinni í New York. Kissinger hefur Afríkuför sína og Vorster og Smith hittast í Jóhannesarborg til að samrœma afstöðu sína til erindis hans. Dr. Henry Kissinger, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, heldur í dag frá Ziirich í Sviss til fimm Afríkuríkja til að gera tilraun til að koma þar á friði, enda telur hann ástandið þar suður frá vera ógnun við heims- friðinn. Bandaríski utanríkisráðherr- ann hefur í hyggju að beita þeirri sömu aðferð og reyndist honum vel í Mið-Austurlöndum á sínum tíma, þ.e. að fara á milli landa og reyna að sam- ræma skoðanir og sjónarmið hinna ýmsu þjóðarleiðtoga um átökin í sunnanverðri Afríku áður en þau breiðast út. Kissinger fer fyrst til Tanzaníu og Zambíu og síðan til Suður- Afríku, þar sem Johannes Vorster forsætisráðherra er að hefja erfiðustu viku tíu ára valdaferils síns. I Suður-Afríku hafa óeirðir hvítra öryggissveita annars vegar og þeldökkra ibúa landsins hins vegar kostað rúm- lega þrjú hundruð mannslíf á undanförnum þremur mánuö- um. Aðskilnarstefna stjórn- valda þar sætir nú gífurlegu aðkasti um allan heim. Kissinger hefur sjalfur sagt að förin, sem hann hefur í dag um nokkur Afríkuríki, sé hin erfiðasta er hann hafi tekizt á hendur. Myndin er frá samningaviðræðum Kissingers við Sadad Egyptaiandsforseta um bráðabirgðafriðinn í Mið-Austurlöndum. Skyidi bandaríska utanríkisráðherranum takast jafn vel upp í þetta sinn? FJÖLDAHANDTÖKUR í SOWÍTO i kjölfar annars allsheriarverkfallsins þar á einum mánuði Vorster segir samt, að ekki komi til greina að veita blökkumönnum aðild að stjórn landsins 1 dag mun Vorster ræða fyrirhugaða heimsókn Kissingérs við Ian Smith, skoðana- og starfs- bróður sinn í Ródesíu, en stjórn Smiths stendur í ströngu stríói við blakka þjóðernissinna, sem njóta aðstoðar annarra þjóðernis- hreyfinga blökkumanna í Afríku. einkum og sér i lagi í Mózambík Vorster gerði það Ijóst í ræðu, sem hann flutti í Pretoríu í gærkvöld, að hann myndi hvergi hörfa í stefnu sinni og að aðskilnaðarstefnan — apartheid — ætti heldur ekki að víkja. Lögreglan i Jóhannesarborg handtók í gær fjölda fólks í Soweto, borgarhverfi blökku- manna, þar sem þúsundir blökkumanna tóku þátt í verk- falli í mótmælaskyni við kyn- þáttastefnu stjórnarinnar. Fyrr í gær hóf lögreglan haglabyssu- skothríð á andmælendur í borgarhverfinu. Engar spurnir eru af mannfalli. Það var síðan skömmu eftir þessa skothríð sem gripið var til fjöldahand- takna. David Kriel hershöfðingi, yfirmaður óeirðalögreglunnar, svokölluðu, sagði að nokkur hundruð blökkumenn hefðu verið teknir höndum, en þó væri of hátt að áætla aö um tvö þúsund manns hefði verið að ræða, eins og gert hefði verið í einhverjum fréttum. Handtökurnar áttu sér stað síðla dags, þegar blökkumenn, sem ekki tóku þátt í verkfall- inu, voru á leið heim úr vinnu. Svo virðist sem lögreglan hafi viljað taka fasta unga og herskáa blökkumenn, sem sagðir eru hafa hótað þeim illu, er ekki vildu taka þátt í verk- fallinu. Þetta er annað verk- fallið í Soweto á einum mánuði. Ekki færri en þrjátiu féllu í átökum, sem fylgdu í kjölfar síðasta verkfalls. Spánn: SEX MANNS SÆRÐIR EFTIR ÓEIRÐIR í BASKAHÉRUÐUNUM Lögreglan á Spáni skaut á og særði sex manns í óeirðum á Biihao í gærkvöldi. Er bardögum lögreglunnar og uppreisnarfullra Baska linnti, lágu reykský og mökkur af táragasi yfir víg- girðingum, sem komið hafði verið fyrir í úthverfum borgarinnar. Einnig urðu óspektir í borgunum San Sebastian og Pam- plona í gærkvöldi. er 10.000 manns söfnuðust saman á minn- ingarathöfn um 24 ára gamlan Baska, sem féll fyrir kúlum lög- reglunnar í síðustu viku. Verkföll 300 þúsunda manna í Baskahér- uðunum urðu til þess að koma óeirðunum í gærkvöldi á. í úthverfum Bilbao börðust um 30.000 Baskar við lögregluna og eistu víggirðingar með bílum og alls konar rusli, þrátt fyrir stöðuga gúmmíkúlnahríð úr byss- um lögreglunnar. Fimm þeirra, sem lögreglan særði, voru skornir upp vegna sára sinna, — þeirra á meðal ung stúlka, sem fékk skot í „Sovétríkin stóðu að innrásinni íSúdan" — segir Nimeiri forseti landsins Jaafar Nimeiri forseti Súdans ákærði í gær stjórnvöld í Sovét- ríkjunum um að hafa staðið að baki samsærinu gegn honum í júlí síðastliðnum, að því er súdanska fréttastofan Sunda tilkynnti í nótt. Fréttastofan hafði eftirfarandi eftir forsetanum: „Líbýa var aðeins verkfæri í stórri áætlun Sovétríkjanna til að endurheimta áhrif sin í Araba- ríkjunum og þá sérstaklega í Súdan." Þá réðst Nimeiri að Sovétríkjunum fyrir að hafa ekki fordæmt innrás erlendra aftur- haldsafla í Súdan. Þar vísaði for- setinn til blaðagreinar í Pravda, málgagni sovézka kommúnista- flokksins, þar sem lýst var yfir stuðningi við Libýu i baráttu landsins gegn „afturhaldssömum Arabaríkjum". Nimeiri forseti sagði jafnframt að hann hefði ekki viljað upplýsa það fyrr, að Sovétríkin hefðu verið „stórveldið að baki júlísam- særinu". eins og hann orðaði það, því að hann hefði verið að bíða eftir fordæmingu sovézkra fjöl- miðla á innrásinni, hefur súd- anska fréttastofan eftir forsela sínum. andlitið og fertugur verkamaður, sem fékk gúmmíkúlu í munninn. I ljósaskiptunum í gærkvöld brutust enn út óeirðir milli lög- reglu og Baska, sem sprengdu dekk í strætisvögnum til að koma þeim fyrir í víggirðingum sínum. Öeirðaseggirnir veifuðu áróðurs- spjöldum, sem stóð meðal annars á „Frelsi í Baskahéruðunum" og „Ekki fleiri morð“ og fieira í þeim dúr. Eftir verkföllin í gær tók Soarez forsætisráðherra Spánar þá ákvörðun að fresta öllum áætl- unum um sjálfsstjórn Baskahér- aðanna og norðausturhluta Kata- lóníu fram yfir næstu kosningar í landinu, sem fara fram í júni næstkomandi. KARATE-BÚNINGAR KARATE-TÖSKUR KARATE-BELTI JUD0-TÖSKUR Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagarði, Breiðhoiti, sími 75020.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.