Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 8
SÁ FLJÚGANDI FURÐU- HLUT YFIR FJÖLLUM DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976. ' ' f—— Horfði á fyrirbrigðið lengi í kiki, frá Skeiðavegi en enginn getur gefið góða skýringu „Ég hélt fyrst að þetta væri flugvél, en hraðinn á hlutnum var það mikill að slíkt fékkst ekki staðizt,“ sagði Örn Jónsson úr Reykjavík sem á sunnudags- kvöldið sá eitthvað í líkingu við fljúgandi furðuhlut. Örn var staddur rétt vestan við Kílhraun á Skeiðum um sjö- leytið á sunnudagskvöldið með kíki sinn. Var hann að skoða fjallahringinn þarna í kring þegar hann rak augun í stálgrá- an hlut í mikilli fjarlægð í norðurátt. Líktist hann einna helst vindli, mjór til beggja enda og digur um miðjuna. Örn reyndi að sjá hlutinn með berum augum, en það var ekki unnt. Hluturinn virtist risastór og fór með ógnarhraða. Kvaðst Örn fyrst hafa haldið að hér væri flugvél að hrapa. Fyrirbærið steyptist ýmist niður eða fór með ógnarhraða upp í loftið og sveimaði yfir svæðinu. öðru hvoru komu mjög skærir blossar og inn á milli eins og flassblossar. Starði á fyrirbœrið í nokkrar mínútur Örn sagðist hafa fylgzt með hreyfingum ferlíkisins í einar 5-10 mínútur. Hefði hann reynt að finna einhverja skýringu á fyrirbrigðinu. Lengi vel kvaðst hann hafa haldið að hér gæti hugsanlega verið um að ræða háspennulínu, sem hefði slegið út. En slíkt gat ekki staðizt þegar að stálgrá bolurinn birt- ist alltaf á miili blossanna. Þegar að blossarnir minnkuðu, var eins og hægðist á farinu. Örn sagðist hafa hætt að fylgjast með fyrirbrigðinu, er hann hafði skoðað nægju sína. Og var það enn á sveimi þegar hann hvarf af staðnum. Ekki kvaðst Örn hafa verið neitt óttasleginn við þessa sjón, enda hefði hann verið svo upp- tekinn við að fylgjast með þessu. Tœplega veðrið Haft var samband við Markús Einarsson veður- fræðing og hann spurður álits á þessu fyrirbrigði. Hann kvaðst telja að þarna væri ekki um veðurfyrirbrigði að ræða. Taldi hann hinn gífurlega hraða sem lýst væri aðalástæðuna fyrir því að þarna gætu varla hafa verið ský á ferð. Markús sagði að ekki væri óalgengt að menn hringdu til veðurstofunnar og lýstú fyrirbrigðum, sem þeir sæju. Hann vissi hins vegar ekki til þess að það hefði verið hringt á sunnudagskvöldið. Engar þotur þar á sunnudagskvöldið Þegar haft var sambnd við flugturninn kom í ljós að engin þota hafði, samvkæmt því sem menn bezt vissu, verið yfir þessu svæði. Sagði starfsmaður flugturnsins að hér gæti vart verið um að ræða annað en þotu ef um flugvél væri að ræða. Sagði hann að flugturninn ætti að vita um allar þotur, sem fljúga yfir landið. Og hið sama ætti að gilda um vélar sem notaðar væru í æfingum hjá NATO. -BA. DULARFULLUR HELLIR FANNST AF TILVIUUN Þar hafa einhverjir vandlega frá gengið og vandlega falið Eðvar Ölafsson, rannsóknarlögreglumaður, er þarna kominn innst i hellinn en þar er iágt til lofts. DB-myndir Árni Páll. Trönuspýtum var raðað vandlega yfir hellismunnann. Mosi var síðan settur vandlega yfir og sást ekki misfella i landslaginu. Hellir fannst í Hafnarfjarðar- hrauni fyrir tilviljun á sunnudag- inn. Frágangur við hellismunn- ann var slíkur að grunsemdir vakna um að hellirinn hafi e.t.v. verið notaður í einhverju skyni af óþekktum aðilum. Rannsóknar- lögreglan í Hafnarfirði hefur skoðað hellinn, en þar fannst ekkert sem gæti gefið vísbend- ingu um hvort eða hverjir hafi gert sér þar bækistöð. Það var maður í berjamó sem fann hellismunnann af tilviljun. Var hann á gangi niður slakka niður í lága hraungjá, en hraunið þarna í krikanum norðan Krísu- víkurvegar og austan Reykjanes- brautar er mjög mosavaxið. Skyndilega rann hann til á mosa- breiðu. Við athugun kom i ljós að laus mosi huldi tréverk sem var vandlega lagt yfir hellismunnann. Var allur frágangur mjög vand- aður og mosinn svo vel breiddur yfir spýturnar að ekki var unnt að greina hellismunnann frá um- hverfinu. Maðurinn gerði lögreglu aðvart án frekari athugana. Lögreglan kom að hellinum tómum og inni fannst ekkert nema plastpoki utan af málningu. Hellirinn er á að gizka 25—30 fermetrar að flatarmáli og mann- gengur að hluta til. Vegur liggur að fisktrönum sem eru þarna í krikanum milli veganna og er stutt að fara frá bílvegi að hellin- um. Gæti hann því verið ákjósan- legur geymslustaður. Hvort sem hellirinn hefur verið notaður eða ekki, er umbúnaður heliismunnans í hæsta máta grun- samlegur. Spýturnar sem voru lagðar yfir op hellisins eru trönu- spýtur en eru vandlega sagaðar í mátulegar lengdir. Lögreglan óskar upplýsinga um þennan helli ef einhverjir þekkja til hans. ASt. GLÆSILEGT ÍÞRÓTTAHÚS VÍGT í EYJUM Nýtt og glæsilegt íþróttahús var vígt í Vestmannaeyjum á sunnu- daginn með mikilli viðhöfn. Stóð vígsluathöfnin hátt á þriðju klukkustund, enda komu fram ótal flokkar iþróttafólks á ýmsum aldri og iðkendur ýmissa íþrótta- greina. Iþróttahúsið er dönsk hönnun og smíð og flutt hingað í flekum og reist. Gólfflötur iþróttasalarins er 20x40 metrar auk áhorfenda- svæðis. Húsið er mjög glæsilegt og boðar þáttaskil í íþróttastarfi og íþróttaaðstöðu Vestmanna- eyinga. Frá vígsluathöfninni. Fimleikaflokkar ganga til sýninga. DB-mynd Ragnar Sigurjónsson. Málaskólinn Mímir l.ii’andi lungiunálakennsla. Mikió uni nýjungar. Kviild- uámskeió — siódegisnámskeió. Samtalsflokkar h.já F.ng- lendinguiu. I.éllari þýzka. Íslenzka fyrir útlendinga. Franska. spánska. ítalska. Noróurlandamálin. Hin vinsælu enskunámskeið barnanna. Unglingum hjálpaó fyrir próf. Innritun í sínia 10004 og 11109 kl. 1-7 e.h

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.