Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976. Jikiiii ÍA — Trab zonspor leikur jafnra liða Akurnesingar leina á morgun fyrri leik sinn við Trabzonspor í Evrópukeppni meistaraiiða. Trabzonspor er frá Tyrklandi, sam- nefndri borg í austurhiuta landsins. íbúar.eru um 80’ þúsund og venju- legast er margt á leikjum liðsins. Liðið vann sig upp í 1. deild á síðasta kcppnistimabili og vann 1. deildina strax sama áriö. Það kom mjög á óvart og þótti frammistaða liðsins með óiíkindum. Reyndar var þetta í fyrsta sinn, að lið sem ekki er frá Istanbúl sigraði. Trabzonspor er atvinnumannalið og venjulegast er völlurinn troðfull- ur þegar liðið leikur heimaleiki sína — 12000 manns. Ahugi fyrir leikjunum í Tyrklandi er geysi- mikili og eru hingaö komnir tveir blaðamenn. Akranes og Trabzonspor eru sjálfsagt svipuð aö stvrkb'ika enda hafa forráðamenn sem sáu ÍA í leik sagt að svo sð. Til marks má benda á að nýlega léku Tyrkir landsleik viö Finna í Helsinki og töpuðu Tyrkirnir 1-2. í landsiiðí Tyrkja voru þá þrír leikmenn frá Trabzonspor en venjulega eru þeir fimm. A síðasta keppnistimabili sigraði ÍA lið Omonia frá Kýpur 4-0 hér heima og komst í 2. umferð Evrópu- keppninnar. Möguleikinn á sigri á morgun er vissulega fyrir hendi. Akurnesingar hafa yfir reyndu liði að ráða. Lið sem áreiðanlega stcndur fyllilega fyrir sínu. Það er ekki á hverjum degi sem íslenzkt félagslið hefur að minnsta kosti 'jafna möguleika á að sigra en möguieikar Skagamanna eru vissu- lega fyrir hendi. Þvi má búast við sigri Skagamanna á morgun og vafa- lítið verða áhorfendur fjölmargir til að hvetja liðið áfram. Teitur til Sviþjóðar Teitur Þórðarson hefur fengið tilboö frá sænska liðinu Janköping um að gerast atvinnumaður með liðinu í Svíþjóð. Mun Teitur halda utan á fimmtudag og kynna sér allar aðstæður. Hann mun þá jafn- framt taka afstö.Vi til tilboösins, hvort hann samþvkkir eða ekki. Miklar líkur eiþó að Teitur ráðist til Janköping og hefur ÍA enn misst landsliósmann. Aður hafði Matthías Hallgrímsson gerzt vinnumaður í Svíþjóð Ali kokhraustur að vanda Muhammed Ali er að venju kokhraustur er hann ræðir um and- stæðinga sína. Þann 28. september keppir Ali við Ken Norton, manninn er kjálkabraut sjálfan meistarann er kapparnir mættust í fyrri leik sínum. Ali hefndi kjálka- brotsins síðar. Nú mætast kapparnir 28. september. Og þá sagðist Ali ekki búast við að þurfa að lemja Norton allar loturnar. Hann mundi slá hann niður, jafnvel snemma í keppninni. Um fyrri leiki sína gegn Norton sagðist Ali ekki hafa verið í topp- æfingu. „Þeir hafa gert super mann úr Norton vegna þess að hann kjálkabraut mig. Þá var ég alls ekki í nógu góðri æfingu. Slíkt gerist ekki nú, því ég er í jafngóðri æfingu og þegar ég barði George Foreman." Ali gerði lítið úr hæfileikum Nortons í hringnum en hins vegar bar hann mikið lof á hæfileika Foremans. Og hann sagöi, „sáuð þið hvernig Foreman barði Frazier. Hann vann svo sannfærandi. Jafn- vel meira sannfærandi en ég.“ Drómígekkí úrlandsBði — segir Pálmi Pálmason. Einhver misskilningur, segir Birgir Björnsson Vegna yfirlýsingar Birgis Björnssonar í Dagblaðinu föstu- daginn 10. sept. um að ég undir- ritaður hafi verið einn í þeim hópi sem talinn var upp og sagður hafa dregið sig til baka „af ýmsum ástæðum", vil ég gera nokkrar athugasemdir. Upphaf þess að ég átti að æfa með lands- liðinu fram yfir B-keppnina ’77 var það, að Birgir hringdi í mig og spurði hvort ég væri tilbúinn að fara til Bandaríkjanna og í fram- haldi af því að vera með völdum landsliðshópi fram yfir B- keppnina. Ég svaraði þessu ját- andi, því mótmæli ég þessari yfir- lýsingu því hún er ósönn og til- hæfutaus með öllu að því er mig varðar. Pálmi Pálmason dró sig ekki til baka. A síðustu landsliðsæfingu minni talaði Birgir við hópinn og sagði þá að sú breyting yrði á æfingum landsliðsins, að tekið yrði upp ,,æfingaleikjaform“. Birgir .sagði ennfremur að landsliðsnefndin myndi boða á þær æfingar sem framundan væru. Þetta er það síðasta sem ég hef heyrt frá nefndinni. Eg hélt að ég hefði ekki verið boðaður á æfingar vegna þess að nefndin teldi mig ekki nægilega góðan til þess að vera í þessum hópi, en eftir þessa yfirlýsingu Birgis leyfi ég mér að álíta að aðrar og annar- legri ástæður liggi að baki marg- nefndrar yfirlýsingar. Hér með skora ég á Birgi að gefa upp þá ástæðu sem ÉG A AÐ HAFA NOTAÐ til þess að draga mig í hlé frá landsliðinu. Pálmi Pálmason „Þarna er einhver misskiln- ingur á ferðinni," sagði Birgir Björnsson formaður landsliðs- nefndar KSÍ er við bárum bréf Pálma Pálmasonar undir hann. „Það er alveg rétt hjá Pálma Pálmasyni, að hann dró sig aldrei til baka. Hann gaf kost á sér til áframhaldandi æfinga. Það voru ýmsir er drógu sig til baka, en Pálmi var ekki meðal þeirra. Við sögðum honum að við myndum hafa samband við hann ef við óskuðum eftir að fá hann á æfingar. Hins vegar álitum við, miðað við liðið sem við höfðum í huga, að Pálmi félli ekki inn i það. Þar er ástæðan fyrir því að Pálmi Pálmason var ekki boðaður. Þetta er því alveg rétt hjá Pálma. Hann gaf kost á sér í landsliðið og þarna er á ferðinni einhver misskilningur sem ekki er frá mér korninn." Jón Pétursson í barátlu í sumar. Hvernig tekst honum og félögum hans að Verðum að ef sigur á — vonandi náum við slikum leik rétt eins o „Leikurinn i kvöld leggst mjög vel í okkur og við biðum spenntir eftir að leika gegn þessum frá- bæru knattsp.vrnumönnum. Tékknesk knattspyrna er ákaf- lega hátt skrifuð í heiminum eftir hinn óvænta sigur Tékka í Celtíc gegn pólsku liði í Evrópukeppni —Jóhannes Eðvaldsson bjartsýnn á að leika þá með Celtic, en leikurinn verður i Glasgow á miðvikudag Celtic leikur við pólska knatt- spyrnuliðiö Vista Chrakow á mið- vikudaginn á leikvelli sínum í Glasgow — og verður það fyrri leikur liðanna í UEFA- keppninni. Ég reikna fastlega mcð því að verða valinn í lið Celtic. en það verður ekki endan- lega tilkynnt fyrr en á miðviku- daginn, sagði Jóhannes Eðvalds- son, þegar við ræddum við hann í morgun. Lítið er vitað um getu pólska liðsins, en i 1. deildinni pólsku á laugardag tapaði það eins og Celtic í skozku úrvals- deildinni. 0—1 tap sem sagt hjá báðum liðum. Eg kem til Glasgow á föstudag aftur eftir landsleikina í heims- meistarakeppninni gegn Belgíu og Hollandi. Lék fyrri hálfleikinn gegn Dundee Utd. í keppni vara- liðanna þá um kvöldið. Leikurinn var á Celtic Park og staðan í hálf- leik var 2—1, sagði Jóhannes enn- fremur. Celtic tapaði samt leikn- um 2—3. Ég var slæmur í hálsinum og lék því ekki nema fyrri hálfleik- inn. Var með Inga Birni Alberts- syni í herbergi á Þingvöllum, þegar undirbúningurinn fyrir landsleikina stóð yfir. Það var nóg, sagði Jóhannes og hló við — hálsinn beinlínis logaði, þegar ég kom hingaó til Glasgow aftur. En nú er ég orðinn góður. Ég æfði bæði á laugardag og sunnudag ög Jock Stein, fram- kvæmdastjórinn okkar hjá Celtic, fylgdist með þeim æfingum. A eftir ræddum við lengi saman og það var mjög jákvætt. Ég er bjart- sýnn á að ná stöðu minni aftur. Það þarf einhvern til að hjálpa framlínumönnunum við að skora. Eg sá leik Dundee Utd. og Celtic á laugardag í úrvalsdeildinni og það var ekki nógu gott, sem Celtic-liðið sýndi þar — og tap- leikur. Það áitu nokkrir leikmenn Celtic slæman dag — eins og allt- af getur komið fyrir. Þar á meðal nýi leikmaðurinn hjá okkur. frá Hibernian, Pat Stanton, sem áður fyrr var í skozka lands- liðinu og lék heima á Islandi gegn Keflvíkingum í Evrópukeppn- Stanton, sem kominn er á fertugsaldur, má ekki leika með Celtic í Evrópukeppninni og Stein verður því að gera breytingu á liði sínu fyrir Evrópuleikinn. Það hefði hann einnig gert hvort sem var eftir frammistöðuna í Dundee. Þá er Poul Wilson meiddur og ekki miklar líkur á, að hann geti leikið gegn pólska liðinu á miðvikudag. Johnny Doyle meiddist einnig í leiknum gegn Dundee Utd., en senmlega verður hann orðinn góður fyrir Evrópuleikinn. Það er langt og mikið keppnis- tímabil framundan hjá Celtic í vetur. Þó byrjunin hafi verið slæm I úrvalsdeildinni vona ég að leikur liðsins batni fljótt til hins bétra og það verði i baráttunni bæði í deild og bikar eins og á undanförnum árum, sagði Jó- hannes að lokum. Evrópukeppni landsliða," sagði Jón Pétursson, fyrirliði Fram,er við ræddum við hann um leik Fram og Slovan Bratislava, er hefst ídagki. 17.30. Ekki verður annað sagt en Fram hafi verið heppið í UEFA keppninni í ár er liðið fékk tékk- neska liðið Slovan Bratislava. 1 liði Slovan eru sjö leikmenn er sigruðu í Evrópukeppninni í sumar. Fram hefur áður fengið verð- uga mótherja, árið 1974 fékk liðið Real Madrid og tapaði hér heima 2-0. Þær tölur gefa alls ekki rétta mynd af þeim leik því Fram lék einhvern bezta leik sem íslenzkt félagslið hefur sýnt í Evrópukeppni og hvað eftir annað slapp mark Real á undra- verðan hátt. Já, þá átti Fram stórleik drifið áfram af stórgóðum leik Guðgeirs Leifssonar. Þá skyggði Guðgeir jafnvel á sjálfa Netzer. er var á toppnum þá. Hverjir eru möguleikar Fram í leiknum við Slovan. Auðvitað ekki miklir, en leikmenn Fram eru staðráðnir i að leika opinn og skemmtilegan leik. ..Auðvitað reynum við að sigra," sagði Jón Pétursson. „Það verður að sjálfsögðu erfitt og ef sigur á að nást verðum við að ná toppleik. Við munum spila var- lega, leggja áherzlu á að halda knettinum. En framar öllu munum við reyna að skora mörk. Það þýðir ekkert annað en hugsa um að sigra, annars gætum við bara hætt þessu. Við höfuin reynt að átta okkur á leikaðferðum Tékkanna en Komsi rkki hjá þvi að skráð á rmhvrrn mann þcr þar. látlu nng þá vita sjá umskigið srm rr i Ptirís. I .i r” t*rl hjálpað fsillii. frrðast iðttl J [jrkki imirtíl liilk k

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.