Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976. 9 Sýningunni „Islenzk föt 76" lýkur í dag: r Islenzk framleiðslo mun eignast stœrri hlut í markaðnum eftir sýninguna Tízkusýningin hefur dregið marga gesti i Laugardalshöllina undan- farið, enda ein sú vegiegasta sem hér hefur verið sett upp. Þarna sýnir Brynja Norðquist stutta regnkápu og hatt, græn á lit, framleidd hjá Sjóklæðagerðinni hf., segja fata- framleiðendur Sýningin „íslenzk föt“ hefur dregið til sín marga gesti undan- farna daga og hafa margir gengið undrandi út. Aformað var að sýningunni lyki á sunnudag, en hún var framlengd og lýkur í kviild Það eru þvi síðustu forvöð að skoða hina íslenzku fram- leiðslu sem er á boðstólum og er óIkou að fullyrða að enginn verði fynr vonbrigðum með hana. íslenzkir fataframleiðendur eru að vonurn mjög ánægðir með góðan árangur og vinsældir sýningarinnar meðal almennings, en talið er að um 16 þús. manns hafi sótt hana. DB tók nokkra framleiðendur tali í gær og spurði um álit þeirra á gagnsemi . sýningarinnar „Islenzk föt“. Eigum möguleika á meirihluta markaðarins í sumum greinum Það er enginn vafi á þvi að sýningin hefur gert mikið gagn og opnað augu margra fyrir fjölbreytni og gæðum íslenzkrar fataframleiðslu," sagði Ragnar Guðmundsson, forstjóri fyrirtækjanna Andersen & Lauth og Föt hf. „Sýningin hefur haft mikil áhrif á álit almennings og margir hafa rekið upp stór augu er þeir litu inn. íslenzka framleiðslan hefur svo sannalega rutt sér til rúms og tími til kominn að eyða þeirri minnimáttarkennd sem hefur ríkt í fataframleiðslu Það sem hefur skort fyrst og fremst, er kynning og auglýsing á ís- lenzkum fatnaði en ef fram- leiðendur komast úr þeirri kreppu sem ríkt hefur í íslenzkum iðnaði, þá eiga þeir ntöguleika á mun stærri hluta markaðarins en verið hefur. Við eigum í sumum greinum mikinn meirihluta, t.d. í framleiðslu karl- mannafata. íslenzk fött eru um 90-95% af því sem selt er og unnt er að gera það sama í öðrum greinum. Við reynum að tolla í tízkunni, eins og sagt er, en förum ekki út í neinar öfgar. Islendingar eru mjög kröfuharðir og þurfa mikla þjónustu, svo fyrst og fremst ber að re.vna að rækja það hlutverk, áður en ráðist er í stærri verkefni svo sem útflutning," sagði Ragnar að lokum. Geta lœkkað verðið þó nokkuð - „Við erum mjög ánægðir og teljum að sýningin hafi fyllilega náð takmarki sínu, sem var að kynna íslenzka framleiðslu fyrir almenningi, en áður hafa verið haldnar kaupstefnur fyrir kaup- menn og innkaupastjóra," sagði Guðgeir Þórarinsson sölustjóri hjá Sportver hf„ Við höfum nú hafið framleiðslu á sportfatnaði eða deminfatnaði í umboði danska fyrirtækisins Lee Cooper. en áður höfðum við umboð fyrir þá. Þessi framleiðsla á mikla möguleika hér og með þessu móti er okkur unnt að lækka verð hennar til muna. — Tízkusýningin hefur haft til- ætluð áhrif enda er hún ein hin bezta sem sett hefur verið upp hérlendis. Ég tel að íslenzk fram- leiðsla muni í auknum mæli taka yfir markaðinn hvað fatafram- leiðslu snertir og held að sýningin hafi rennt föstum stoðum undir þá skoðun mína.“ Augu framleiðendanna hafa opnast fyrir þörfum „kúnnans" — Sýningin hefur tvímælalaust haft mikið gildi og hef ég heyrt fólk reka upp undrunar- óp yfir þeirri vöru sem hér er á boðstólum," sagði Sævar Baldurs- son, fulltrúi í Karnabæ. „Ég held að fólk sé almennt ánægt með þetta framtak og sýningin hefur sannað að íslenzk framleiðsla gefur hinu innflutta yfirleitt ekkert eftir nú orðið. Breytingin er aðallega fólgin í þvi, að framleiðendur hafa gefið kröfum viðskiptavinanna meiri Hálsbindi i öllum litum og gerðum eru framleidd hjá Háls- bindagerðinni Le\a hf., og þarna sýnir Heiðar Jónsson eitt þeirra. -DB-myndir Arni Páll. gaum hvað tízku og gæði snertir og þrátt fyrir það að við eigum eftir að stíga mörg stór skref, þá er íslenzk framleiðsla í mikilli framför. Þö er ólíklegt að hún eigi eftir að yfirtaka markaðinn í bráð.“ sagði Sævar að lokum. Útflutningur myndi lyfta framleiðslunni ó mikið hœrra stig „Áhrif sýningarinnar hafa verið mjög mikil og góð, enda var ekki vanþörf á hér í Reykjavik," sagði Hörður Sveinsson, forstjóri hjá prjónastofu Önnu Þórðar- dóttur hf. „Reykvíkingar hafa verið mjög lokaðir fyrir íslenzkri framleiðslu enda samkeppnin meiri hér. Uti á landi hefur salan hins vegar gengið mjög vel en ég held að þetta eigi eftir að breytast til batnaðar. Islenzk framleiðsla á eftir að hljóta mun stærri hlut í markaðnum, en þó held ég að það horfði mest til heilla væri meiri útflutningur. Þá væri hægt að sér- hæfa hana meira og fjölbreytnin yrði mun meiri þegar markaðurinn stækkaði," sagði hann að lokum. Prjónastofa Önnu Þórðardóttur hf„ hefur nú fest kaup á nýjum vélum og hyggst hefja útflutning á peysum, enda er markaðurinn mikill fyrir grófgerða prjónavöru eins og þá sem prjönastofan hefur nú á boðstólum. -JB. Deilan um Miðvang 41 i Hafnarfirði: „BÆJARYFIRVÖLD SETJAILLKVITTNISLEG SKILYRÐI" — álit Boga Þórðarsonar kaupfélagsstjóra Kaupfélags Hafnfirðinga „Við höfum ekki fengið svar við bréfi, sem sent var til Kaup- félags Hafnfirðinga í júlí, svo að mér sé kunnugt um,“ sagði Guð- björn Ölafsson bæjarritari Hafnarfjarðar. í því bréfi var samþykkt að falla frá kvöðum á upphaflegum úthlutunarskil- málum á fjölbýlis- og verzlunar- húsnæði, ásamt fleiru, að Mið- vangi 41 í Hafnarfirði. Kaup- félagið óskaði eftir að rými það, sem samkvæmt byggingarkvöð var ætlað undir læknastofur, mætti selja sem venjulegar íbúðir. Atvinnuleysisdögum fœkkaði í ágúst Atvinnuiausir á skrá pann 31. ágúst sl. í kaupstöðum voru 202, en í endaðan júlí voru atvinnu- lausir 162. Þannig að atvinnulaus- um hefur fjölgað um 40 í ágúst- mánuði. í Reykjavík voru 73 skráðir atvinnulausir en 105 voru skráðir 31. júlí. Atvinnuleysis- dagar 1 mánuðinum voru 3528 en voru 4.200 í júlímánuði. Hjá körlum var mest atvinnu- leysi hjá verkamönnum og sjó- mönnum eða 39, en karlar á at- vinnuleysisskrá voru 71 alls. Hjá konum var atvinnuleysið mest meðal verkakvenna og iðnverka- kvenna eða 111. Alls voru 131 kona á skrá. I kaupstöðum úti á landi var atvinnuleysið mest á Húsavík. Þar vorú 53 skráðir atvinnulausir, 51 kona og 2 karlmenn. 1 kauptún- um var mest atvinnuleysi á Bíldu- dal. 26 voru skráðir þar atvinnu- lausir, 17 konur og 9 karlar. At- vinnuleysisdagar þar voru 736. 31. júlí voru 15 skráðir þar at- vinnulausir. t öðrum kauptúnum var atvinnuleysi óverulegt. Atvinnulausir á landinu voru 264 31. ágúst en voru 31. júlí sl. 217. Atvinnuleysisdagar í ágúst- mánuði voru alls 4.851, en voru 5.333 íjúli. — KL Guðbjörn sagði að jafnframt því að fallast á þessar breytingar hefðu bæjaryfirvöld óskað eftir að Kaupfélagið flýtti byggingu hússins, en það hefi ekki staðið við þann byggingahraða, sem bæjaryfirvöld hefðu ákveðið á sínum tíma. Bogi Þórðarson. kaupfclags- stjóri Kaupfélags Hafnfirðinga, hafði þetta um málið að segja: „Þegar ég réðst í upphafi þessa árs til Kaupfélags Hafnfirðinga fór ég fljótlega að skrifa bæjar- yfirvöldum bréf um að fá að breyta nefndri læknamiðstöð í venjulegar íbúðir með sölu fyrir augum. 1 framhaldi af því og í samræmi við bréfleg tilinæli bæjarstjórnar höfum við full- vissað hana um að Kaupfélagið ætlar að byggja umrædda verzlunarmiðstöð að Miðvangi 41. Það hefur veitt allar þær upplýs- ingar, sem eru fyrir hendi, þar á meðal hvenær hugsanlegt væri að fjármagn yrði tiltækt til þessara framkvæmda og varðandi bæði lánsfé og söluandvirði nefndra íbúða. Að fengnum þessum upp- lýsingum veitti bæjarstjórn heimild til þessara bre.vtinga á læknamiðstöðinni." Bogi bætti við að þau skilyrði sem fylgt hefðu frá bæjarstjórn (að fengnum upplýsingum frá Kaupfélaginu) gæti hann ekki litið öðruvisi en sem beina ill- kvittni. EVI Josti Electronic Höfum opnað nýstórlega verzlun. Á lager eru 150—200 mismunandi tegundir rafeinda- byggisetta, svo sem: magnarar, ljósashow, digital-klukkur, sjónvarpsspil og m.m.fl. Uppsett tæki til sýnis á staðnum. Komið, hringið eða skrifið eftir litprentuðum myndalista. Velkomin í sanna JOSTI-verzlun. H MYCO HAMRABORG I. KÓR s:43900 OPIÐ' kl. 17-19 virka daga, laugardaga IO-I2.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.