Dagblaðið - 14.10.1976, Side 1
t
í
V
\
2. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 14. OKTÖBER 1976 —230. TBL. BITSTJÓRN'SÍÐUMÚI^A 12, SÍMl 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022
II
MINI
##
TOLVURISTAÐ
RIKISEINOKUNAR
er vilji sérfrœðingo í tölvuvísindum, en tala fyrir doufum eyrum
Margar opinberar stofnanir
íhuga nú kaup á eigin tölvum
af minni gerð en þeim, sem
Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavíkurborgar hafa til
umráða. Vegagerð ríkisins,
Háskóli Islands og Póstur og
sími, vegna fjarskiptastöðvar-
innar í Gufunesi, eru meðal
þeirra stofnana, sem nú hafa
ákveðið kaup á slíkum tölvum
og rekstur þeirra.
Dagblaðinu er kunnugt um,
að forstöðumenn fleiri stofn-
ana, svo sem sjúkrahúsa ríkis
og Reykjavíkur, hafa í samráði
við kunnáttumenn, leitað eftir
heimildum til slíkra tölvu-
kaupa. Er það mat sérfróðra
manna, að hina öra þróun í
gerð svokallaðra ,,mini“-tölva,
hafi að ýmsu leyti farið fram
hjá forráðamönnum ríkis- og
borgarstofnana. * Sé rekstur
þeirra nú orðinn svo miklu
hagkvæmari en hinna stóru
tölva Skýrsluvéla, að löngu sé
orðið tímabært að gefa þeim,
gaum.
„Þróunin í smátölvum hefur
orðið svo ör, að það er að verða
alveg úrelt þjónusta að safna
saman verkefnum í stórar tölv-
ur, eins og t.d. hjá Skýrsluvél-
um ríkisins," sagði Helgi Sig-
valdason, verkfræðingur, í við-
tali vió Dagblaðið.
„Með hliðsjón af svokölluð-
um „mini“-tölvum, er nú svo
komið, að einokunarstefna'
Skýrsluvéla ríkisins og
Reykjavíkurborgar, er í beinni
andstöðu við tækniþróun nú-
timans," sagði Elías Davíðsson,
tölvusérfræðingur Borgar-
spítalans í viðtali við DB.
„Af prinsípástæðum treysti
ég mér ekki til að segja um,
hvernig þjónustuaðili Skýrslu-
vélar hafa reynzt," sagði
Klemenz Tryggvason, hag-
stofustjóri. Hann kvað engar
breytingar vera fyrirhugaðar á
samskiptum Skýrsluvéla og
Hagstofunnar.
A næstu vikum og mánuðum
má telja víst að þær ákvarð-
anir verði teknar sem marki
tímamót í þróun tölvuþjónustu
hérlendis og verður reynt að
fylgjast með henni. —BS
Frá talningu atkvæða í Dómkirkjusókninni í morgun. Frá vinstri: Baldur Möller ráðuneytisstjóri,
Þorleifur Pálsson ráðuneytisstarfsmaöur, Jón Tómasson, fulltrúi sr. Hjalta, sr. Hjalti Guðmundsson,
sr. Hannes Guðmundsson, Þór Magnússon formaður sóknarnefndar, herra Sigurbjörn Einarsson
biskup og sr. Jón Þorvarðarson. DB-mynd: Arni Páll.
Talning i prestskosningum i morgun:
FRAMBJÓÐENDUR í
HÁTEIGSSÓKN TALDIR
MJÖG JAFNIR
— Yfirburðosigur sr. Hjalto i Dómkirkjusókninni
Urslita í prestskosningunni
í Háteigssókn var beðið með
miklum spenningi í morgun, en
talning atkvæða hófst rétt fyrir
hádegið. Eftir því sem blaðið
hefur fregnað, taldi hver fram-
bjóðendanna þriggja sér
örugg þúsund til 11 hundruð
atkvæði og kemur það heim við
heildartölu atkvæða, sem var
3300. Er því greinilega mjög
mjótt á mununum og ekki
dregur úr spennunni að margir
Sr. Hjalti og sr, Hannes telja
atkvæðin. DB-mynd: Arni Páll.
bíða spenntir eftir hvort eini
kvenpresturinn, sr. Auður Eir,
nái kosningu. Hinir frambjóð-
endurnir eru sr. Magnús
Guðjónsson og sr. Tómas
Sveinsson. Laust fyrir hádegið
var lokið við að úrskurða um
ýmis vafaatriði og verða úrslit
því væntanlega ekki kunn fyrr
en eftir hádegið.
Sr. Hjalti Guðmundsson
sigraði með yfirburðum í
prestskosningum í Dómkirkju-
prestakallinu og hlaut 1647 af
1795 greiddum atkvæðum, en
sr. Hannes Guðmundsson hlaut
130 atkvæði. Þrátt fyrir það er
kosning sr. Hjalta ólögmæt því
aðeins 1795 af 4656 á kjörskrá
greiddu atkvæði. Ögildir og
auðir seðlar voru 5. Sr. Hjalti
hefur verið prestur í Stykkis-
hólmi að undanförnu, en hann
þjónaði í Dómkirkjunni um
tíma fyrir nokkrum árum í for-
föllum sr. Jóns Auðuns. —G.S.
ISLENZK RALLI-KAPPAKSTURS-
BRAUT í N0TKUNINNAN TÍÐAR
— félag stofnað um þessa bilaíþróttagrein
Fámennur hópur manna,
aðallega úr FÍB, hefur að und-
anförnu unnið að undirbún-
ingi rally cross keppnisbrautar
og ef allt gengur samkvæmt
áætlun, hefst vélavinna við
brautina í næstu viku. Er
áætlað að brautin verði tilbúin
til keppni strax í haust, en
ekki er reiknað með að keppni
geti þó hafizt strax þar sem
nokkurn tíma tekur að sérbúa
bíla.
Bílar, sem þátt taka í svona
rallykeppnum erlendis, eru
með mikinn sérbúnað og
stendur til að á íslenzku braut-
inni verði farið eftir reglum
FIA um búnað, en FIA eru
alþjóðasamtök bílasport-
manna.
Ekki er blaðinu nákvæm-
lega kunnugt um hvar brautin
verður, en það mun vera í 30
til 40 km fjarlægð frá Reykja-
vík. Verður hún 10 metrar að
breidd og geta því 4 til 6 bílar
keppt í einu. Verður hún 900
metra löng, vel hlykkjótt og
mishæðótt. Brautin verður
lokuð þannig að enginn fær að
aka þar nema með leyfi og á bil
búnum til akstursins en mjög
miklar öryggiskröfur eru
gerðar.
Á sunnudag hyggjast svo
aðstandendur brautarinnar
stofna til opins félagsskapar
með fundi á hótel Loftleiðum
og mun sá félagsskapur
væntanlega verða bifreiða-
íþróttadeild innan eða í
tengslum við FlB. —G.S.
Leikgleðin
í hámarki
Víða um Iand leggja áhuga-
menn um leiklist nótt við dag
áð heita má. Það á að fara að
frumsýna næstu daga. Við
fylgjumst með hvað er að ger-
ast hjá fjórum leikhúsum á
landinu, í Kópavogi, á ísafirði
og tveim leikhúsum Akur-
eyringa. —
Sjá bls. 9.
Axel og Ólafur
slógu í gegn:
GETUM VIÐ ÁN
ÞEIRRA VERIÐ
í LANDSLIÐI?
— iþróttir um
Dankersen - FH i
gœrkvöld — OPNA
Hversu hœttulegt
er hoss?
Sjó kjallaragrein
bls. 10-11
Kröfupólitík lœkna
rœður kostnaðinum
Sjó kjallaragrein bls. 15
Rœkjuveiði
bönnuð í Axarfirði
Mjög mikið af rækjuseiðum
hefur að undanförnu komið í
troll rækjubáta á Axarfirði.
Gerðu sjómenn Hafrannsókna-
stofnunni viðvart og nú hefur
öllum Axarfirði verið lokað
fyrir rækjuveiðum. Gekk
rækjuveiðibannið í gildi í gær.
Eriþað von rækjuveiðimanna
að friðunin leiði til meiri veiði
síðar en lokun veiðisvæðisins
er nú til komin f.vrir frum-
kvæði rækjuveiðimannanna
sjálfra. —ASt.