Dagblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1976. þróttir þróttir íþróttir róttir Jafntefli Tyrkja og íra i Istanbúl Írland geröi jafntefli í Istanbul í gærkvöld við Tyrkland. Hvort lið skoraði þrjú mörk — en írar fengu sannkallaða óskabyrjun því eftir aðeins 14 minútna leik höfðu írar skorað tvö mörk gegn engu Tyrkjanna. Arsenal leikmaðurinn Frank Stapelton skoraði fyrir írland þegar á 3. minútu og Gerry Daly frá Manehester United bætti við öðru marki fyrir Írana á 14. mínútu. Þannig var staðan í leik- hléi 2-0 fyrir Írland. En næstu þrjú mörk gerðu Tyrkir — Chemil skoraði tvívegis og Isab bætti við hinu þriðja og því staöan 3-2. En Irar voru ekki af baki dottnir —mark vörður Tyrkjanna skoraði sjálfs- mark og tryggði irum jafntefli 3-3. Sigur Ungverja í Vinarborg Ungverjar sigruðu Austurríkis- menn í Vín í gærkvöld 4-2. Tvö mörk á fyrstu 7 mínútum leiksins settu Austurríkismenn úr jafn- vægi. Nuyalisi skoraði tvívegis með skalla. Austurríkismönnum tókst að minnka muninn fyrir leikhlé en Krankl skoraði úr víti og Krankl var aftur á ferðinni í síðari hálf- leik er hann jafnaði 2-2. En dýrð- in stóð aðein í tvær minútur— Kereki skoraði með skalla fyrir Ungverja og síöar bætti hann við fjóra marki Ungverja er hann átti skot efst í vinstra hornið. Ungverjar léku um síðustu helgi i Aþenu og gerðu jafntefli 1-1 í undankeppni HM. Ungverjar hafa því leikið tólf leiki án taps. Lauda gagn- rýnir Hunt Nicki Lauda gagnrýndi James Hunt fyrir aö „öskra á sig“ vegna þcss að sigurinn í brezka Grand- Prix kappakstrinum var dæmdur af Hunt. Lauda sagði, að sér fyndist að einnig heföi átt að dæma sigurinn af Hunt í spánska Grand Prix kappakstrinum en bíll Hunts var aðeins of breiður — þar munaði sentimetra. Þetta kom fram í viðtali Lauda í BBC sjónvarpinu í gajrkvöld. En á síðustu vikum hefur Hunt bara öskrað á mig. sagði Lauda. — Ilann hefur gefið í skyn að það hafi verið rangt af okkur að mót- mæla sigri hans á Bretlandi. Þetta held ég sé rangt af Hunt — hann á að virða mig sem öku- mann, sagði Lauda. Lauda og Ilunt berjast nú hat- rammri baráttu um heims- meistaratitilinn í kappakstri og þegar aðeins einn Grand-Prix kappakstur er eftir — í Japan — hefur Lauda aðeins þriggja stiga for.vstu á Hunt. Hunt hefur nú unniö tvo síðustu kappakstra — í Kanada og Bandaríkjunum. Bretland - írland og S-Afrika i forystu Sameiginlegt lið Bretlands og írlands hefur forustu ásamt S- Afríku eftir fyrstu umferð Eisen- howerkeppninnar en hún er heimsmeistarakeppni áhuga- manna í golfi. island tekur ekki þátt i mótinu vegna fjárskorts íslenzka golfsambandsins. Bretland — írland og S-Afríka hafa leikið á 219 höggum — fjórir beztu frá hverri þjóð eru taldir. Rhódesía og Sviþjóð eru i þriðja til fjórða sæli á 223 höggum og i fimmta sæli eru heimsmeislararnir, Bandaríkin, en þeir eru fjórum höggum á eflir —227. HM í blaki frq Kanadq — Alþjóða blaksambandið hefur ákveðið að halda ekki heimsmeistara- keppni sina i Kanada eins og ákveðið hafði verið vegna framkomu Kanadamanna i garð Taiwan Alþjóða blaksambandið hefur ákveðið að halda heimsmeistara- keppni sína í blaki ekki í Kanada, en hún átti að fara fram í Calgari í Alberta í Kanada. Er það vegna framkomu Kanada- stjórnar í garð Taiwan. Þetta eru fyrstu afleiðingar hinna storma- sömu Olympíuleika, sem fram fóru í Kanada í sumar — þar sem pólitískar deilur settu mark sitt á Ieikana. Kanadamenn neituðu Taiwan- búum um aö koma inn í landið með vegabréf frá lýðveldinu Kína. Þetta gerðu Kanadamenn í blóra við fyrri yfirlýsingar sínar um, að pólitík og íþróttir færu ekki saman. Fram lagðl meistarana Þau óvæntu úrslit urðu á Beykjavíkurmótinu í körfuknatt- leik að Fram sigraði Re.vkja- víkurmeistara ÍR 84-74. Fram Iék oft ágætlega á köflum og greinilegt er, að Framliðið er nú að smella saman — leikmenn enn ungir að árum og framtíðin þeirra. i síðari leiknum í gærkvöld sigraði ÍS lið Vals 93-87 en Vals- menn lentu í miklum villuvand- ræðum og misstu sterka menn útaf. Blaksambandið hefur ekki ákveðið hvar keppnin fari fram — það verður tekin ákvörðun um það síðar. Þessi ákvörðun var tekin í Barcelona á Spáni þar sem Alþjóða ólympíunefndin heldur fund nú og mjög er rætt um hvað gera skuli til að losa íþróttir við stjórnmáladeilur. Kröfur hafa orðið æ háværari um að Alþjóða olympíunefndin taki upp harðari stefnu gagnvart þjóðum, sem nota íþróttir einungis sem peð á tafl- borði stjórnmálanna. Charles Palmer, forseti Alþjóða júdósambandsins, hefur komið fram með tillögu um að banna Kanada þátttöku í alþjóðakeppni í 10 ár. Sömuleiðis að banna afrísku þjóðunum sem héldu burt frá Montreal að taka þátt í alþjóða keppni í 10 ár. Afrísku þjóðirnar fóru þar sem ekki var gengið að kröfu þeirra um að Nýja-Sjálandi yrði meinuð þátttaka á Olympíu- leikunum vegna stefnu stjórnar Nýja-Sjálands gagnvart S- Afríku. Stjórnmál hafa í æ ríkari mæli sett mörk sín á íþróttir og meðal annars er skýringuna að finna í því að Alþjóða ólympíunefndin hefur æ ofan í æ gengið að kröfum þjóða, sem setja stjórn- mál ofar íþróttum. Því verður að setja skýrar reglur um, hvað gerist ef þjóðir reyna að leika þann leik. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að íhuga hvort leyfa eigi Alþjóða olympíu- nefndinni að fresta leikum. jafn- vel eftir að þeir eru hafnir, ef þjóðir reyni að kúga Alþjóða ólympíunefndina til pólitískra hrossakaupa. Ennþá hafa engar ákvarðanir verið teknar — en jafn ljóst er að slíkar ákvarðanir verða að líta dagsins ljós fyrr en síðar því stjórnmál eru að kæfa Ólympíu- leikana. fólafur H. Jónsson og Axel Axelsson áttu góðan dag með Dankersen í gærkvöld — raunar báru þeir af í liði Dankersen. DB-mynd Bjarn- leifur. Ólafur H. Jónsson skorar eitt marka sinna af línu. Viðar og Þórarinn Meistarar F við íslending — Axel Axelsson skoraði 10 mörk, þ< — Það kom talsvert fram í leik okkar, að víð höfum ekki þol til að vera á tveimur stífum æfingum sama daginn og leikinn er hörkuleikur um kvöldið, sagði Ólafur H. Jóns- son, fvrirliði Islands um árabil. eftir að liö hans Dankersen hafði sigrað islandsmeistara FB 22-17 í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í gærkvöld. Dankersen-liðið lék mjög vel í byrjun. en Hafn- firðingar áttu að sama skapi slakan leik og eftir tæpar 12 mín. var staöan 6-0 fyrir Dankersen. Þessi leikkafli varð FII aö falli í leiknum, enda kannski ekki fvrir öll lið að standa Dankersen snúning eins og leikmenn léku þá. En baráttuvilji Ís landsmeistaranna var gífurlegur. Þeir gáfust ekki upp. þó útlitiö væri allt annað en bjart og tókst að minnka muninn niður í tvö mörk fyrir hlé. 9-7. Um tíma i síöari hálfleik var eins marks munur. 11-10 fyrir Dankersen. en oftast tveggja til þriggja. Loka- kafla leiksins var þýzka liðiö sterkara og vann með fimm marká mun. Það voru Íslendingarnir í liði Dankersen, sem lögöu grunninn að sigri liðsins með störgóðum leik. Aberandi beztu menn liðsins. Axel Axelsson var hreint óstöðvandi eins og á þeim tíma. þegar hann var mestur skorari íslenzka landsliðsins. Axel skoraði 10 mörk í leiknum og átti nokkrar frábærar línusendingar. Ólafiir var klettur í vörn og skoraði þrjú mörk af línu. Leik- menn, sem íslenzka landsliðið getur ekki verið án í forkeppni heimsmeistarakeppninnar í vetur. FH liðið á hrós skilið fyrir að ná sér jafn vel á strik og raun var eftir hina slæmu byrjun. Birgir Finnbogason varði ekki skot framan af — enda ákaflega erfitt fyrir hann með mótherjana oft- ast fria inn á línu — en svo kom kempan Hjalti Einarsson i rnarkiö. Stóð sig frábærlega vel eins og svo oft. þegar é’H hefur mest þurft á því að halda. Viðar Simonarson byrjaði lieldur ekki. en kom fljótt inn á og var um tíma hreint óstöðvandi. Skoraði átta mörk — þar af sex i röö um miðjan síðari hálfl. Þá hafði þýzki markvörðurinn Martin Karcher fengið nóg af Viðari og för úr markinu. En þó að þessir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.