Dagblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 24
frfálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 14. OKT. 1976 Boðskapur fjárlaga- frumvarpsins: — fimm sinnum mikilvœgari en sjávarútvegur og níutíu og þrisvar sinnum mikilvœgari en verzlun Landbúnaður er fimm sinnum mikilvægari en sjávar- úvegur, ef marka má fjárlaga- frumvarpið, sautján sinnum mikilvægari en iðnaður og níu- tíu og þrisvar sinnum mikil- vægari en verzlun. Þetta er niðurstaðan, ef athugað er, hversu miklu ríkið hyggst verja til einstakra atvinnugreina samkvæmt fjárlagafrum- varpinu. Þegar teknir eru út úr út- gjöldum ráðuneytanna þeir liðir, sem ekki eiga beinlínis við viðkomandi atvinnuveg sem slíkan, standa eftir níu millj- arðar, sem falla eiga landbún- aðinum í skaut. Sjávarútvegur- inn fær 1730 milljónir, iðnaður- inn 536 milljónir og verzlunin 97 milljónir. Landbúnaðarráðuneytið eykur útgjöld sín mest allra ráðuneyta að þessu sinni, um meira en sextíu af hundraði. Til að finna hlut einstakra atvinnuvega, færum við niður- greiðslur frá viðskiptaráðu- neyti yfir til landbúnaðarráðu- neytis, sem eðlilegt er. Utgjöld vegna Rannsóknarstofnunar at- vinnuveganna eru tekin út úr gjöldum sjávarútvegsráðuneytis Gjöld vegna Orkustofnunar, Rafmagnseftirlits og Orkusjóðs eru tekin út úr gjöldum iðnaðarráðuneytis. Frá gjöld- um viðskiptaráðuneytis er tek- inn oliustyrkurinn. Eftirstanda þá framangreindar tölur. Til samanburðar tökum við eftir- farandi útgjöld út úr útgjöldum landbúnaðarráðuneytis: Skóg- rækt, landgræðslu, Veiðimála- stjóra, Landgræðslusjóð, Bændaskólana Hvanneyri og Hólum, Garðyrkjuskólann og Odda. Með þessum hætti fást sam- bærilegar tölur, sem leiða í ljós, hversu mikið ríkið leggur upp úr landbúnaðinum í saman- burði við aðra atvinnuvegi! — HH mikilvœgari Landbúnaður saulján sinnum en iðnaður! r Frétt sem átti að fara á íþróttasíðu: Meistarar í gönuhlaupi Af öllum þeim eðlu íþrótta- greinum, sem stundaðar eru i heiminum, er einni sinnt sýnu minnst á íþróttasíðum blað- anna, gönuhlaupinu. Það eru nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem reynt hafa að halda uppi merki gönu- hlaupara og í gærdag fór frarn meistarakeppni skólans í gönu- hlaupi. Og hér eru hinir stoltu sigurvegarar í keppninni. 1 Ekki eru allar (gœsaveiði)ferðir til fjár: JÚ, MIKIÐ RÉn GÆSIRNAR LÁGU! en jólasteikin náðist ekki í þetta skiptið Rjúpnaveiðin byrjar á morgun og af því tilefni er hér smáfrétt um gæsaveiðimenn: Þrír gæsaveiðimenn úr Vest- mannaeyjum brugðu undir sig betri fætinum og héldu upp í Landeyjar á sunnudaginn til gæsaveiða. Höfðu þeir með- ferðis þrjár gervigæsir, málaðar á krossviðarplötur. Var þeim síillt upp úti á túni hjá bænum, sem leyfi hafði fengizt á til gæsaveiðanna. Var að svo búnu haldið heim að bæ, og beðið átekta. Bar þá heim að bænum glæsijeppa mikinn úr Reykjavik með tveimur mönn- um innanborðs. Engan gerðu þeir stanz hjá bænum heldur óku rakleitt niður undir túnjaðarinn. Þar snöruðust mennirnir tveir út úr bílnum með alvæpni, og nú voru engin umsvif, þeir ofani skurð og skriðu allt hvað af tók i átt til gervigæsanna góðu. Þegar nær dró snöruðust þeir upp úr skurðinum og nú var hleypt af skottólunum allt hvað af tók. Og mikið rétt, gæsirnar lágu, en ekki koma þær til með að skreyta jólaborð jeppamann- anna úr Reykjavíkinni. Það voru því hálf skömmustulegir veiðimenn sem Eyjapeyjarnir hittu eftir skotbardagann við krossviðsgæsirnar góðu, en hitt f.vlgdi sögunni að veiðiút- búnaður hefði verið mikill og góður, þótt ekki hefði hann haft meiri árangur en svo að jólasteikina verða þeir að sækja á önnur mið. —JR Betra að fara að Slátursalan hefur verið mjög svipuð i lausasölunni og undanfar in ár,“ sagði Vigfús Tómasson hjá Sláturfélagi Suðurlands. Salan á pakkaða slátrinu hefur einnig verið góð, en SS pakkaði 3 þús. slátrum. Slátursölu fer nú senn að ljúka. Hún verður lit þessa viku og þá næstu hja SS. Hjá afurðasölu Sambandsins fengum við að vita að þessi þjón- usta, sem þeir byrjuóu á í fyrra. að selja slátrið fr.vst i 5 slátra pakkningu, hefði mælzt mjög vel f.vrir. Ekki sizt hjá barnaheimil- um og öðrum stærri stofnunum. sem tækju þá slátrið eftir hend- inni. Nú þarf fólk ekkert að standa í biðröð eftir slátrinu, aðeins i Afurðasölunni. því að menn geta keypt það í þeim hverfisbúðum, sem hafa kæla til Þess að geyma það í. Slátur frá Sambandinu verður að minnsta kosti út þessa viku og jafnvel þá næstu. KVI sig r I Það eru enn margir senr vilja kaupa sér slátur upp á gamla móðinn og sem betur fer hefur þessi árlegi siður okkar íslendinga ekki lagzt niður. þrátt fvrir sívaxandi tímalevsi húsmæðra. DB-m.vnd. Sv. Þorm. Þýzku togararnir með rangar staðsetningar — mœlingar varðskipsins Óðins réttar Þýzki togarinn semstaðinn var að ólöglegum veiðum á Kögur- grunni hinn 2. okt. sl. hafði ranga viðmiðunarpunkta við staðsetn- ingu á því veiðisvæði, þar sem honum var heimilt að veiða. Skip- stjóri togarans taldi því, sam- kvæmt sinni staðsetningu, að hann væri að löglegum veiðum. Þýzka eftirlitsskipið Minden, sem einnig var haft samband við, miðaði við sömu röngu punktana. Réttu viðmiðunarstaðirnir eru á 66.58 norðurbreiddar og 23.37 vesturlengdar. Við þessa staði miðaði varðskipið Óðinn, er það stöðvaði togarann Hagen hinn 2. okt. sl. Togaraskipstjórinn miðaði við 66.59 norðurbreiddar og 23.32.5 vesturlengdar, og taldi sig því vera á leyfilegu veiðisvæði, þar sem varðskipið kom að honum. Nákvæmlega sömu við- miðun taldi eftirlitsskipið hina réttu. Engin skýring helur enn venð gefin á þessu ósamræmi en eins og Dagblaðið skýrði frá í gær, reyndust mælingar islenzka varð-; skipsins réttar. Hefur þýzki togar- inn Hagen verið strikaður út af skrá skipa, sem mega veiða hér viðland. BS Dr. Bragi, skólasérfrœð- ingurinn sem ekki fœr inni í skólakerfinu: Fer til starfa í rannsóknar- lögreglu „Eg tek ekkert mark á þvi sem stendur í Tímanum og vil ein- hverjar ábyggilegri heimildir fyrir því, að ég hafi verið skipaður í stöðu rannsóknarlög- reglumanns," sagði dr. Bragi Jósepsson, blaðamaður, er frétta- maður Dagblaðsins' innti hann eftir því, hvort rétt væri frá skýrt í frétt í Tímanum í morgun. Þar segir, að dr. Bragi hafi verið skip- aður í fyrrgreint starf. „Menn þurfa að borða þótt þeir hafi doktorspróf og samúð manna," sagði dr. Bragi. Hann kvaðst hafa verið atvinnulaus í 9 mánuði. „Þessa stöðu rannsóknar- lögreglumanns sótti ég um fyrir fjölda mánaða, en hef ekkert heyrt frá^þeirri umsókn síðan. Mér hefur* ekkert verið tilkynnt um stöðuveitinguna,“ sagði dr. Bragi. BS. kvennaflokki voru hlutskarp- astar Aðalbjörg Hafsteinsson, Sólrún Ásvaldsson, Bryndís Guðmundsson og Ólöf Haf- steinsdóttir. I piltaflokki þeir Guðmundur Geirdal, Þráinn Hafsteinsson og Helgi Gústafs- son. íþróttafólkið æfir nú með keppni á Ölympíuleikunum í Moskvu i huga, en þar verður gönuhlaup loksins á dagskrá. Umferðarslys ó Akureyri: Ellefu óra drengur fyrir bíl Ellefu ára drengur varð fyrir bíl á mótum Þingvalla- strætis og Hamragerðis á Akureyri um klukkan fjögur í gærdag. Drengurinn var á reiðhjóli. Var höggið er hann hlaut við áreksturinn allmikið Lenti hann upp á bilnum og braut framrúðu hans og féll sfðan í götuna. Drengurinn var fluttur i sjúkrahús og dvelst þar. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.