Dagblaðið - 18.10.1976, Page 9

Dagblaðið - 18.10.1976, Page 9
I/ACBLAfHÐ. MÁNUDACUR 1«. OKTOBKK 19TH. 9 EBE TEKUR AFSTÖÐU Tll 200 MÍINANNA ÍDAG Búizt er víð hörðum deilum Breta og Ira þegar utanríkis- ráðherrar aðildarríkja Efna-.i hagsbandalags Evrópu koma saman til fundar í Luxembourg í dag til að ræða hvort færa eigi fiskveiðilögsögu ríkjanna út í 200 mílur. Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni færa út einhliða fall- ist bandalagið ekki á að gera 200 mílur að algildri reglu frá og með 1. janúar næstkomandi. írar vilja ekki samþykkja þetta nema samfara fylgi samkomu- lag um að hvert aðildarríkj- anna um sig fái einkarétt á fisk- veiðum innan 50 mílna frá landi. Anthony Crosland, utanríkis- ráðherra B,retlands, mun í dag leggja áherzlu á þá kröfu stjórnar sinnar að samkomulag urn 200 mílna fiskveióilögsögu náist þegar í stað svo EBE geti hafið samningaviðræður við ríki utan bandalagsins sem tekið hafa sjálfstæða stefnu í þessum málum, þ.e. ísland og Noreg. Haldi irar fast við kröfu sina um að samkomulagið verði tví- þætt, eins og áður segir, er hætt við að fresta verði 200-mílna áætluninni þar sem flest aðildarríkja EBE eru andvíg 50 mílna hugmyndinni. Framkvæmdanefnd Efna- hagsbandalagsins leggur þess í stað til að aðildarríkin fái einkarétt á veiðum allt að tólf mílur frá landi og aó Bretar og írar fái auk þess ákveðinn afla- kvóta þar fyrir utan. Erlendar fréttir ÁSGEIR TÖMASSON 1 REUTER B Assad Sýrlandsforseti ásamt Arafat, leiðtoga Palestínu- skæruliða. Leiðtogar aðildarríkja Arababandalagsins á. fundi í Riyadh kanna í dag egypzkar tillögur í 13 liðum um lausn deilunnar i Líbanon. I tillög- unum felst ákveðin fyrirheit til handa Palestínumönnum og Líbönum, en ekki hefur verið skýrt frá hver þau eru. Á þessum fundi hittast í fyrsta sinn í langan tíma Hafez E1 Assad, Sýrlands- forseti, og Anwar Sadat, Egyptalandsforseti, ásamt Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna. Þessir þrír menn munu skipta mestu máli í þeim samningaviðræðum sem telja má að hefjist fyrir alvöru í Riyadh í dag. Tuttugu og tvö þúsund sýrlenzkir hermenn eru I Líbanon. Fundurinn, ■ sem hófst óformlega á laugardagskvöld- ið, er haldinn að tilhlutan Sádi-Arabíu og Kuwait í þeim tilgangi að • binda endá á borgarastyrjöldina í Líbanon og eins til að koma á sáttum á milli Egypta og Sýrlendinga, en þar á milli hefur gustað kalt síðan Egyptar gerðu Sinai- samkomulagið við ísraelsmenn í fyrra. Utanríkisráðherrar Araba- bandalagsins, ásamt Elias Sarkis, forseta Líbanon og Yasser Arafat sátu fram eftir sl. nóttu og undirbjuggu vinnuplagg sem lagt var fram á fundinum laust fyrir hádeg- ið. „lan Smith á að segja af sér og biðjast afsökunar á gjörðum sínum á undanförnum árum"- „Svartir Afríkuleiðtogar sáu aldrei samninginn um frið í Ródesíu áður en 'Ian Smith sam- þykkti hann. Dr. Kissinger sagði okkur ekki hvað hann hygðist ræða um við Smith er hann fór til S-Afríku.“ Þetta er haft eftir dr. Kenneth Kaunda forseta Zambíu í nýjasta tölublaði News- week. Og Kaunda heldur áfram: „Kissinger sagði okkur aðeins að í stuttu máli væri ætlun hans að fá Smith forsætisráðherra til að samþykkja að meirihlutastjórn tæki við völdum í Ródesíu. Hann gekk jafnvel svo langt að segja, að hann væri ekki kominn til Afríku til að láta sér mistakast. Hann hygðist sjá Smith samþykkja meirihlutastjórnina, —fyrr færi hann ekki.“ Að sögn Kaunda var það ekki fyrr en í bakaleiðinni til Banda- ríkjanna, sem Kissinger kom við í Zambíu og sagði frá því hvaó Leiðtogar ródesískra þjóðernissinna. Frá vinstri: Muzorewa, Mugabe, Sithole og Nkotno. gerzt hefði og Smith hefði sam- þykkt. Spurningunni um hvar Ian Smith ætti helzt að slaka til á friðarráðstefnu, sem Englend- ingar hafa boðað til i Genf 28. Minnstu munaði að ferð Soyuz 23. endaði með skelfingu október næstkomandi, svaraði Kaunda á þennan hátt: „Hver er þessi Smith? Smith er uppreisnarmaður ekki aðeins gegn brezku krúnunni heldur einnig gegn mannkyninu í heild. Við vitum hvað hann ætti að gera. Hann ætti þegar í stað að segja af sér öllum embættum og hætta af- skiptum sínum af málefnum Ródesíu. Ian Smith ætti að koma til ráð- stefnunnar í Genf og segja að nú væri hann hættur sjálfs sín vegna og biðjast afsökunar á því sem hann hefur gert á undanförnum árum. Og hann á síðast en ekki sízt að viðurkenna meirihluta- stjórn í landinu. Það er í takt við tímann því meirihlutastjórnir eru komnar til valda í svo til allri Afríku.“ Sovézkir geimvísindamenn hyggjast kanna í smáatriðum í dag hvað gerðist á meðan tenging Soyuzar 23 við geimrannsóknar- stöð stóð yfir. Geimfarið náði ekki að vera tvo sólarhringa á lofti áður en einhver bilun fannst stjórnstöðinni í Baikonur Síberíu. Geimfarið var þvi þegar í stað sent til jarðar aftur. Er Soyuz 23. kom inn í neðra gufuhvolfið tókst ekki betur til en það að hann lenti í óveðri. Fall- hlífar geimfarsins báru það síðan inn í snjóhríð og báru það af leið yfir sléttur Sovétrikjanna, unz það skall í stöðuvatninu Tengiz. Þar geisaði hríðin af hvað mestum krafti. Að sögn talsmanns sovézku stjórnarinnar sýndu björgunar- sveitir á bátum og þyrlum mikla hetjulund við björgun geimfar- anna. Þær þurftu að vinna í niðamyrkri, snjóbyl og 15 stiga frosti. Geimfararnir tveir, þeir Vyacheslav Zudov og Valery Rozhdestvensky fóru aftur til Bai- konur og hafast þar við í góðu yfirlæti. Þeir munu hjálpa vísindamönnunum við að upplýsa hvað bilaði í raun og veru í geim- ferðinni. Ritarí flokksins f Shanghai handtekinn Ritari í Shanghaideild kín- verska kommúnistaflokksins, Ma Tien-shui, var ákærður í morgun um að hafa haft í hyggju að hertaka stórborgina Shanghai. Ákærurnar gegn Tien-shui birtust á veggspjöld- um og þar sagði einnig uð hann hefði haft yfir að ráða milljón manna herliði. Hann hefði haft í hyggju að hertaka höfnina i Shanghai og útvarpsstöðina. Ma Tien-shui var í sterkum tengslum við róttæku stjórn- endurna fjóra, sem sitja nú í' fangelsi. — Shanghai hefur verið helzta vígi róttækra manna í kommúnistaflokknum til þessa Síóan á föstud. hefur hvers kouar fot;l...i gegn nú- verandi valdhöfum verið barin niður þar eins og annars staðar. Kínverjar tilkynntu einnig í morgun að þeir hefðu sprengt enn eina kjarnorkusprengjuna. Tilgangur hennar var að vekja athygli á nýja flokksformannin- um, Hua. Þá átti sprengingin að sannfæra ibúa landsins um, að enda þótt innanríkisdeil- ur stæðu yfir hefði ekkert verið slakað á í vörnum landsins. VESTUR-ÞYZKA MARKIÐ TEKIÐ ÚR SAMBANDI — hœkkar um allt að 6% miðað við aðra gjaldmiðla í Evrópu Vestur-þýzka markið verður hækkað gagnvart öðrum gjald- miðlum i sameiginlega evrópska flotinu, eða „snákn- um“, frá og með deginum í dag, að því er vestur-þýzki seóla- bankinn hefur tilkynnt. Tals- maður bankans sagði í Frank- furt í Vestur-Þýzkalandi I morgun, að markið hækkaði um tvö prósent gagnvart hollenzka gyllininu og belgísk- lúxemborgska frankanum, um þrjú prósent gagnvart norsku og sænsku krónunum og um sex prósent gagnvart þeirri dönsku. Þessi ákvörðun var tekin á fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra aðildarrikja snáksins í Frankfurt í gær. Hækkun marksins kemur í kjöl- far margra mánaða orðróms á gjaldeyrismörkuðum heimsins — og neitana Bonn- stjórnarinnar — um aö eitthvað slikt væri i uppsiglingu. Ekki eru nema tvær vikur síðan Hel- mut Schmidt. kanslari Vestur- Þýzkalands, sagðist vera and- vígur slíkum aðgerðum. Vestur- þýzka markið er sterkasti gjald- miðill Evrópu. Samkvæmt sérstöku sam- komulagi nokkurra Evrópu- ríkja er gengi þeirra látið fljóta sjálfstætt innan ákveðinna marka, en sameiginlega gagn- vart Bandaríkjadal og nokkrum öðrum gjaldmiðlum. Undan- farna mánuði hefur markið verið á uppleið á flestum gjald- e.vrismörkuðum. Þessi ráðstöfun getur haft verulegar afleiðingar á aðra gjaldmiðla í Evrópu en ennþá er of snemmt að segja til um hverjar þær afleiðingar verða.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.